Helgarpósturinn - 03.09.1987, Síða 3

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Síða 3
FYRST OG FREMST SAMKVÆMT ákvörðun á rík- isstjórnarfundi 6ta ágúst síðastlið- inn hefur nú verið skipað í merka nefnd, samstarfsnefnd ráduneyta um fjölskyldumál. Það er heldur ekkert smávegis svið sem nefnd þessi á að spanna, eða velflest það sem getur ,,treyst stöðu fjölskyld- unnar og aukið velferð barna". Það eru: skólamál, daguistarmál, lífeyrísmál, skattamál og sueigjan- legur uinnutími. Það er stundum talað um svokölluð ,,mjúk mál“ eða „kvennamál" og þá stundum í þeirri merkingu að það séu mál sem eru svo ómerkileg að þau komi karlmönnum ekki hætishót við. Við ætlum þó að ofantalin mál varði karlmenn ekki síður en konur. Samt er það svo að í sam- starfsnefndinni góðu eru ekkert nema konur, þær: Lára V. Júlíus- dóltir, aðstoðarmaður félagsmála- þó að embætti á borð við Ríkis- skattstjóra legði út í kynningar- starfsemi af þessu tagi, enda vand- séð að vinsældir embættisins geti aukist að marki og slík vinsælda- aukning líklega frekar á færi ríkis- stjórna en auglýsingastofa. En nú tekur Ríkisskattsjóri ekki bara tí- und, hann gefur líka út Tíund, ljómandi laglegt fréttabréf um allt milli himins og jarðar, en einkum þó það sem lýtur að skattheimtu... JÆJA stelpur! Nú þarf ekki að leita lengur. Lausnin er komin í formi fræja! Þennan fræpakka fengum við stelpurnar á HP sendan frá Englandi, þar sem út- sendari okkar, Jónína Leósdóttir, er stödd. Við báðum hana að hafa augun opin ef ske kynni að... og hún stóð heldur betur við sitt. Frækornin heita nefnilega hvorki meira né minna en "Grow your own Gentleman". Aftan á pakkan- um stendur að fræ þessi séu ætluð þeim sem ,,eiga ekki allt. Það ert þú. Þig dreymir um margt en hvað áttu annað en veðsett heimili, krakka með nefrennsli, bíl sem þambar bensín, stíflaðan vask, ógreidda skatta og reikninga og tóma viskíflösku? Örvæntu ekki. Grafðu holu og plantaðu í hana „Fantasy Seeds". Ræktaðu þinn eigin bíl, hjákonu, pels, aldingarð, herragarð og svo framvegis. . Jónína bendir okkur að vísu á að best sé að vökva herramanninn okkar með „flúor" (vegna tannanna), kampavini (svo hann fái góðan smekk), blómafræflum (vegna heilsu og úthalds), B- vítamíni (vegna „you know what"!!!) og lýsi (svo hann verði stór og sterkur). Við erum búnar að kaupa moldina. ÞRATI fyrir úlfúð, sundurlyndi og formannskjör ætlar Alþýöu- bandalagid að drífa sig í síðbúna sumarferð nú um helgina, enda tæpast fátt jafngott fyrir skapið og heilnæmt sveitaloftið. Farið verður um lítt troðnar slóðir í Hvalfirdi, haldið happdrætti, farið í leiki, ávarpað — allt undir leiðsögn val- 'inkunnra fararstjóra. Hins vegar er hætt við að einhverjum þyki Al- þýðubandalagið vaða í villu og svíma þegar Guörún Helgadóttir tekur að lesa ljóð eftir Jón Helga- son prófessor, „í Hvalfjarðarbotni, fæðingarstað skáldsins", eins og segir í auglýsingu. Nei, Allaballar þurfa að aka kippkorn lengra til að finna fæðingarslóðir Jóns, því þær eru á Rauðsgili í Hálsasveit, sem hann raunar mærði sjálfur í frægu ljóði: Á Rauðsgili... SAMRÁÐHERRARNIR og kratarnir Jón Baldvin Hannibals- son og Jón Sigurdsson eru hvað mestir fóstbræður í íslenskum stjórnmálum um langt skeið og gustar af þeim báðum. Vestfirskur framburður Jóns Baldvins hefur löngum vakið athygli manna og sýnist sitt hverjum; sumum finnst eftirbreytnivert að Jón Baldvin skuli sýna átthögunum gömlu því- líka ræktarsemi að nota tungutak þeirra, aðrir fárast og býsnast yfir því hvílík tilgerð þetta sé í mann- inum. En þótt Jón Sigurðsson sé líka að vestan hefur enginn hing- að til þurft að hafa áhyggjur af því að hann væri mæltur á vestfirsku. En nú er máski að verða breyting þar á. Altént heyrðum við ekki betur á Stöð tvö hér á föstudags- kvöldið en Jón Sig segði „af- gangur" — með klingjandi vest- firskum framburði ATVINNUAUGLÝSINGAR í dagblöðum eru margar hverjar áhugaverðar. Oftast er þó óskað eftir „ungu og hressu fólki" og því miður eru þeir eldri oft útilokaðir með öllu. Á sunnudaginn var birti Morgunblaðið hins vegar auglýs- ingu frá bókaverslun, sem óskar eftir starfskrafti á aldrinum 18 —60 ára. Uppbyggjandi fyrir þá sem eldri eru, ekki satt? Við vitum ekki fremur en aðrir hvaða bóka- verslun á hér í hlut, en segjum bara eins og þeir sem náðu sjálfs- álitinu upp að nýju: Húrra fyrir ykkur! ráðherra, Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur, Jóna Ósk Gudjóns- dóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og Þuríður Helgadóttir verkstjóri. Formaðurinn er Inga Jóna Þórdar- dóttir, mikil sjálfstæðiskona sem meðal annars er formaður út- varpsráðs.... NÚORÐIÐ er lenska að allir gefa út tímarit og félagsrit til að kynna sjálfa sig og starfsemi sína í sem jákvæðustu ljósi. Þykir þá gjarnan vænlegt að fara úr jakkan- um, bretta upp skyrtuermarnar og líta út eins og lifandi og drífandi starfskraftur. En aldrei héldum við SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Hausl 5að er ekki brautalaust Detta með almanökin. s|ú er að koma nákalt haust nögum handarbökin. Niðri ,,Alkóhólistar geta verid syndugir." — Óttar Guðmundsson og Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknar á sjúkrastöðinni Vogi, i Alþýðublaðinu. BM Verðurðu leiðbeinandi"? Sverrir Pálsson „Já, ég vona að ég verði „leiðbeinandi" eins og ég hef leitast við að vera hátt á fimmta áratug. Annars hef bréf, og það frekar tvö en eitt, upp á að ég megi heita „kennari" í símaskrá! En ég hef ekki próf í kennslufræði eða uppeldis- fræði. Hins vegar las ég sálarfræði þegar ég var í „fílunni" í háskólanum. Þaðan lauk ég cand.mag.-prófi 1947 og þá voru engar af þessum námsgreinum komnar sem nú er far- ið fram á að fólk læri." — Er það rétt að þú ætlir að krefjast þess að verða kallaður „leiðbeinandi" líkt og margt starfsfólk hjá þér — og lækka þar með í launum? „Nei, ég hef nú ekkert heyrt um þetta áður. Hins vegar virðist mér þetta ágæt saga og hugmyndin ágæt! Kannski ég taki þetta til íhugunar!" — Svo þú verður bara venjulegur kennari áfram? „Já. Það stendur i lögunum að þeir sem hafa áunnið sér réttindi fyrirgildistöku þeirra skuli halda réttindum sínum. Nú er 25. starfsár mitt sem skólastjóri að hefjast svo þaö væri hart að breyta um titil úr því sem komið er." — Hvernig líst þér á breytinguna á nafngiftinni? „Mér virðist þetta afskaplega þungt í framkvæmd. Það tekur mun lengri tíma núna að ráða kennara — æ, nei, nú má ekki segja kennara lengur — „fólk til kennslustarfa"! — heldur en áður var. Það hefur engum verið neitað ennþá sem ég hef beðið um að ráða. Hins vegar finnst mér furðu- legt að þurfa að biðja eitthvert fólk suður í Reykjavík eða Kópavogi leyfis til þess að prófasturinn í Eyjafjarðarpró- fastsdæmi megi kenna börnum kristinfræði." — Hvað ertu með marga kennara og marga leiðbein- endur í vetur? „Ég hef ekki talið það sundur ennþá! Það er heldur ekki fullráðið í allar stöður hér og það gæti farið svo að það þyrfti að ráða fleiri kennara hingað en stöðurnar eru." — Hvenær hefst skólastarfið? „Fyrsti kennarafundur var í fyrradag, svo er verið að vinna að undirbúningi núna og skólinn verður settur á morgun, föstudag. Nemendur koma á mánudaginn." — Hvað finnst þér um lögverndun kennaraheitisins? „Það er skiljanlegt hvað fyrir mönnum vakir með þessari lagasetningu og þaráttunni fyrir að þessi lög skyldu vera sett. Það er að segja að kennarastéttin verði vel menntuð og þar af leiðandi — að maður skyldi halda — hæfari en ella. Reynslan hefur samt sýnt mér að það er ekki allt komið undir pappírum og prófum. Það þarf meira til en góða menntun þó hún sé alltaf til bóta. Menntunin nægir ekki alltaf. Það eru til kennarar með fulla menntun sem eru ákaflega illa til starfsins fallnir. Það er líka til fólk sem ekki hefur réttindi sem eru úrvals starfsmenn við kennslu. Það er ekki síst fólgið í eðlisþáttum mannsins sjálfs hvort hann nær árangri í kennslu eða ekki. Auðvitað er alltaf nauðsynlegt að hann hafi aflað sér þeirrar þekkingar sem þarf til að kenna. Um það er ekki deilt. En hins vegar er ég alveg sannfærður um að margt af því fólki sem ekki nýtur réttinda til að stunda kennslu er ekki síður fallið til þessa starfs en ýmsir aðrir sem hafa bréf upp á það." — Hvaö myndirðu gera ef þess yröi krafist aö þú kall- aöir þig „leiöbeinanda"? „Ætli maður léti þá ekki hurðina bara falla að stöfum." Nýlega voru sett lög um lögverndun kennaraheitisins. Skulu þeir kennarar sem ekki hafa lokið kennslufræði frá Háskóla íslands hér' eftir heita leiðbeinendur. Ekki eru allir sáttir við þessi lög. Sverrir Pálsson skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar hefur starfað við kennslu hátt á fimmta áratug og verið skólastjóri í nærri 25 ár. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.