Helgarpósturinn - 03.09.1987, Side 20
FRÁ AMERÍKU TIL ÍSLANDS
AÐ VIRÐA
ÁHORFANDAN
EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON
Wally og Igor sjá um að allir
fái nóg af bjór og hnetum í
The Metrodome í Minnea-
polis í Minnesota.
FRÁ AMERÍKU TIL
ÍSLANDS:
AÐ VIRÐA
ÁHORFANDANN
Svo „skemmtilegt" atvik gerðist í
öðrum undanúrslitaleiknum í knatt-
spyrnu á PanAm-leikunum sem
haldnir voru í Indianapolis í Banda-
ríkjunum í ágúst að bandarískar
sjónvarpsstöðvar sáu ástæðu til að
greina frá þessum Ieik og úrslitum
hans. Knattspyrna er annars ekki
hátt skrifuð hjá Kananum og þegar
hornaboltatímabilið (baseball) stóð
sem hæst í ágúst þótti það allt að því
undravert að greint skyldi frá knatt-
spyrnuleik — sérstaklega þar sem
PanAm-leikarnir voru lítið í sviðs-
ijósinu fyrir utan pólitískar erjur. Að
yfirlögðu ráði var ég staddur í
Indianapolis um þetta leyti og sá þvi
atvikið „skemmtilega" oftar enn
einu sinni í imbakassa þeirra Banda-
ríkjamanna — sýnu oftast þó á
ESPN sem er sjónvarpsrás er sendir
út iþróttir allan sólahringinn. Rétt er
nú að rifja upp atvikið.
Brasilíumenn og Mexíkanar áttust
við og staðan var 1-0 fyrir Brassa er
um þrjár mínútur voru eftir af leikn-
um. Mexíkanar sóttu nokkuð þétt á
þessum tíma og í einni sóknarlot-
unni vatt sér einn inn í vítateig
Brassanna. Þar var brotið á honum
svo víti virtist ekki umflúið. Dómar-
inn var hinsvegar ekki í góðri að-
stöðu og flautaði því ekkert. Brass-
inn tók boltann og óð af stað upp
kantinn. Þegar hann var um miðjan
sinn vallarhelming með um hálft
mexíkanska liðið á eftir sér brá
einn vatnsberi Mexíkananna sér af
varamannabekknum og inn á völl-
inn, elti uppi Brassann og sparkaði
undan honum fæturna aftan frá svo
menn bjuggust við að Brassinn væri
limlestur (svo var þó ekki). Dómara
leiksins þótti þetta athæfi ekkert
sniðugt og hugðist vísa þessum
aukamanni af velli. Mexíkanarnir
voru hinsvegar svo æstir að eftir að
hafa veitt fimm þeirra rauða spjald-
ið flautaði dómarinn leikinn af og
Brassar unnu 1-0. Þeir spiluðu síðan
gegn Chile í úrslitunum og unnu
þann leik einnig.
Það sem Bandaríkjamönnum
þótti hvað sniðugast í þessu öllu
saman var skaphiti og ofsafengni
S-Ameríkubúanna. Vitnuðu þeir hjá
ESPN m.a. í frammistöðu Uruguay-
manna á HM í Mexíkó og áttu bágt
með að trúa að slíkt gæti gerst í
íþróttum. Þeir gleyma hinsvegar að
líta sér nær og skoða t.d. McEnroe
slá niður djúsglös og fatnað á stór-
móti eftir að dómarinn hafði dæmt
honum í óhag. Það er þó léttara að
bæta eitt djúsglas en heilan leik-
mann og það veit Kaninn,
Hjá Bandaríkjamönnum hefur
annað vakið athygli í sambandi við
knattspyrnuna en ólæti leikmanna
og varamanna (og vatnsbera) en
það eru ólæti áhorfenda. Þó óiæti
áhorfenda fyrirfinnist í Bandaríkj-
20 HELGARPÓSTURINN
unum eru þau ekki í neinum mæli
miðað við skipulögð ólæti t.d.
enskra áhorfenda. Kemur hér margt
til, en sennilega hefur aðstaðan hjá
Könunum mikið að segja. Stæði eru
nánast óþekkt fyrirbæri á öllum
stærri íþróttaleikvöngum og reynd-
ar á flestum minni völlum einnig. Þá
býr Kaninn það vel að í þeim fylkj-
um er norðarlega liggja eru gjarnan
byggðir vellir með ÞAKI. Þessar
hallir, sem bera nafn með rentu,
taka gjarnan um 65—85 þúsund
áhorfendur og alla í sæti. Þá er það
einföld staðreynd að þáttur áhorf-
enda í íþróttum er mikill og þeir
metnir að verðleikum enda væri
ekkert sport án áhorfenda. Þess
vegna fær áhorfandinn sitt sæti og
honum er þjónað stanslaust allan
leiktímann. Eg átti til að mynda í
hálfgerðum vandræðum með að
neita mér um bjór, pylsur, popp-
korn, nachos með heitum osti og
hnetur þegar ég sat á meðal 33 þús-
und áhorfenda á Wrigley Field í
Chicago og fylgdist með „mínum
mönnum", Chicago Cubs, vinna
Houston Astros í æsispennandi
hornaboltaleik. Það skal síðan ekki
dregið úr því að á leiknum voru nær
engir fylgismenn Astros enda langt
að fara og leikurinn sýndur í sjón-
varpi í Houston. Þessi aðstaða skap-
ar ákveðna samstöðu á meðal
áhorfenda sem m.a. kemur fram í
þeirri athöfn er fylgir hálfleik í sjö-
undu lotu. Þá standa allir áhorfend-
ur upp og teygja úr sér og syngja
baráttulag Clubs undir stjórn Harrys
Carey, sem er sjónvarpsþulur á leikj-
um Cubs en er jafnframt þekktur
sem „The Bud Man“. Framleiðendur
Budweiser-bjórs eru miklir styrktar-
aðilar Cubs og Carey auglýsir
„Buddinn" sinn jafnt á leikjum sem
í sjónvarpi.
Já, það er annað að sitja í sínu sæti
með Bud og hnetur en að kúldrast í
kulda og trekki í stæði á knatt-
spyrnuleik í Newcastle og þurfa að
gæta þess að hafa hendur í vasa til
að „Húlíganarnir" rúlli ekki upp leik-
skránni og pissi í vasann þinn. Því
miður eru áhorfendur ekki metnir
að verðleikum á knattspyrnuvöllun-
um í landi Járnfrúarinnar. Þeim er
hrúgað á bak við gaddavírsgrind-
verk í eina kös sem hvorki gefur þér
færi á að komast á salerni né í sjopp-
una. Knattspyrnufélögin virðast
hvorki hafa peninga né áhuga á að
gera betur við sína stuðningsmenn,
enda hefur áhorfendum fækkað gíf-
urlega í Englandi á síðasta áratug.
Sömu sögu er að segja víðar í Evr-
ópu. Reyndar er vandamál í sam-
bandi við áhorfendur t.d. í Englandi
mun djúpstæðara en svo að bætt að-
staða bjargaði málunum, en vissu-
lega myndi góð aðstaða hjálpa.
Sé litið á aðstöðu fyrir áhorfendur
á leikvöllum hér á landi þá er ekki
rétt að bera hana saman við millj-
ónaborgir í Bandaríkjunum og Evr-
ópu. Hinsvegar hefur aðstaða smám
saman verið að skapast á völlum
víða um land. Stórkostlegust virðist
hún ætla að verða í Krikanum í
Hafnarfirði en þar vantar helst
áhorfendur. Víðar á landsbyggðinni
er þessum málum þó verulega
ábótavant og nefni ég sem dæmi
Siglufjörð og Vopnafjörð þar sem
áhorfendur eru varla steinsnar frá
vellinum og eiga auðvelt með að
hafa áhrif á leikinn. Ein stétt manna
hefur þó rétt til að kvarta meira en
aðrir en það eru íþróttafréttamenn
sem fá víðast hvar enga aðstöðu og
eru vellirnir í Laugarda! til hreinnar
skammar hvað þetta varðar.
í framhaldi af aðstöðu íþrótta-
fréttamanna á knattspyrnuvöllum
verð ég að benda á að HSÍ hefur
viðrað þá hugmynd að halda bæri
HM í handknattleik hér á landi.
Nánast ekkert iþróttahús á landinu
myndi fá grænt ljós frá Alþjóða-
samtökum íþróttafréttamanna
(AIPS) varðandi aðstöðu fyrir frétta-
menn nema til kæmu ótrúlegar
breytingar. Því miður er skilningur
margra forráðamanna og áhang-
enda íþróttafélaganna á gildi
íþróttamennsku enginn og því
er um litlar úrbætur að ræða fyrir
þessa stétt vinnandi manna.
KNATTSPYRNUVERTÍÐIN AÐ LOKUM KOMIN
UM LÍF OG DAUÐA í DEILDUNUM
— Valur vinnur þá fyrstu en í annarri er allt í hnút
Senn fer að hausta allóþyrmilega
og þá fara knattspyrnumenn að
huga að hvíld eftir erfiði sumarsins.
Einhverjir hafa frestað sumarfríi
sínu þar til knattspyrnuvertíðinni er
lokið en enn aðrir snúa sér að öðr-
um íþróttum eða hvíla sig hreinlega
í sófanum heima hjá sér. Þegar tvær
umferðir eru eftir í 1. og 2. deild sér
enn ekki fyrir endann á neinu. Það
eina sem er öruggt í þessum deild-
um er að ísfirðingar eru fallnir í 3.
deild en fyrir fjórum árum voru þeir
í þeirri fyrstu — en þannig er knatt-
spyrnan, ekkert er öruggt.
1.DEILD— EINSOG
SPÁÐ VAR!
Það lítur út fyrir að knattspyrnu-
snillingar, forráðamenn, þjálfarar
og íþróttafréttamenn ætli að hafa
rétt fyrir sér eins og svo oft áður
varðandi meistaratitilinn i knatt-
spyrnunni. Nánast ekkert getur
komið í veg fyrir að Valsmenn sigri
í deildinni. Þeir eiga eftir að fást við
Völsunga frá Húsavík á heimavelli
eftir að hafa kljáðst við KR-inga í
Vesturbænum en þó bæði þessi lið
geti tekið á móti Valsmönnum á ég
ekki von á öðru en að þeir innbyrði
titilinn í öðrum hvorum leiknum.
Skagamenn hreppa annað sætið
með sigri í báðum þeim leikjum sem
þeir eiga eftir, þ.e. gegn Víði og KA.
Það hefur gjarnan gætt nokkurs
misskilnings hjá forráðamönnum
vissra félaga er þeir byrja á afsökun-
argreinum sínum í upphafi keppnis-
tímabils sumar hvert. Skagamenn
kvörtuðu sáran yfir því að hafa
misst „alla sína menn" og annað
„úthjaratröll", Eyjamenn, skrifaði
góða grein í Moggann sem fullyrti
að allir leikmenn liðsins væru
meiddir og ekki við miklu að búast.
Báðum þessum liðum hefur gengið
furðanlega miðað við „aðstæður"
og sennilega hefur það mest að
segja að bæði þessi lið eru skipuð
mörgum „gömlum" harðjöxlum
með gifurlega reynslu. Þar sannast
einnig hið fornkveðna að „maður
kemur í manns stað".
Það er einnig gaman að rifja það
upp að mörgum Gaflaranum þótti
sem hið „unga" lið FH þyrfti ein-
göngu á hörðum og baráttumiklum
þjálfara að halda til að lifa góðu lífi
í 1. deildinni. í því skyni (þar sem
Hólmbert var ekki á lausu) var ráð-
inn skoskur harðjaxl. Hann reyndist
síðan vera gæðamenni og því hálf-
svikinn enda árangur FH-inga sá að
liðið sér nú um tvo þriðju af 2. deild-
inni blasa við. Það verður þó að
segja FH-ingum ,til hróss að lið
þeirra hefur ekki spilað verri knatt-
spyrnu en hvert annað lið í deild-
inni. Hinsvegar skortir liðið alveg
„karakter" og hefur verið óheppið
með afbrigðum.
Reyndar sagði mér einu sinni
gamansamur en góður þjálfari hér á
Fróni að það væri ekkert til í knatt-1
spyrnunni sem héti heppni eða
óheppni. Það væri til einbeiting og
einbeitingarleysi sem gjarnan væri
fóðrað undir dulnefnunum heppni
og óheppni. Knattspyrnuleikur
stendur yfir í 90 mínútur og á þeim
tíma reyna liðin að koma knettinum
í netið hvort hjá öðru. Hvort það er
gert á fyrstu eða áttugustuogníundu
mínútu skiptir engu máli. Þegar upp
er staðið eftir heillt keppnistímabi!
er það gjarnan besta liðið sem er í
efsta sæti en þau er lakari eru í því
neðsta. Þetta er staðan í dag eins og
ávallt.
Þetta um góðu liðin og þau lakari
sannaðist illilega í úrslitaleik bikar-
keppninnar um daginn. Fram tók
piltana úr Garðinum í kennslustund
og reif úr þeim hjartað, sem ég hafði
spáð að myndi skipta meginmáli í
leiknum, strax á fyrstu 20 mínútun-
um með þremur mörkum. Eftir það
var leikurinn leikur kattarins að
músinni. Niðurstaðan: FH og Víðir
leika í 2. deild að ári.
2. DEILD —
LÍF OG DAUÐI
Þó keppnin í 1. deild hafi verið
spennandi í sumar og lengi vel ekki
víst um sigurvegara eða botnlið þá
er keppnin í 2. deiid helmingi meira
spennandi. ísfirðingar eru fallnir en
það er það eina sem er vist fyrir
tvær síðustu umferðirnar. Fimm lið
berast á banaspjót um sætin tvö í 1.
deild og þó Víkingar standi óneitan-
lega vel að vígi eiga þeir erfiðar
rimmur við Eyjamenn og Seifyss-
inga fyrir höndum. Selfyssingar,
sem virtust vera búnir að missa af
lestinni eftir tap fyrir KS á heima-
velli í 15 umferð, hafa allt í hendi sér
þar sem þeir eiga eftir að mæta
Þrótturum og Víkingum. Leiftur,
sem sumir kölluðu ,',spútniklið“
deildarinnar en þeir skynsömu
kalla „malarlið" deildarinnar, stend-
ur mjög vel að vígi enda ætti liðið að
fá gefins þrjú stig um næstu helgi er
Einherjar koma á mölina á Ólafs-
firði. Síðasta viðureign þeirra er síð-
an við Þróttara í höfuðborginni. Ein-
herjar komu á óvart um síðustu
helgi er liðið steinlá á grasblettinum
á Vopnafirði fyrir Selfyssingum.
Hafa menn haft á orði á þeim bæ að
það sé skynsamlegra að vera í
þriðju deild en annarri þar sem
ferðakostnaður þeirra Vopnfirðinga
er slikur að mörg sterk 1. deildarlið
myndu ekki vilja vera í þeirra spor-
um. Liðið er þó ekki alveg búið að
vera og sigur í öðrum leiknum sem
þeir eiga eftir gæti tryggt þeim
áframhald í „dýru deildinni".
Fyrir tvær síðustu umferðirnar er
staða efstu liða í 2. deild sú að Vík-
ingar eru með 29 stig og 7 mörk í
plús. Þróttarar hafa 28 og 7 í plús,
Leiftur 26 og 7 í plús, Selfyssingar 26
og 6 í plús en Blikar hafa 25 og 8 í
plús. Hinsvegar er líkiegt að lið falli
í 3. deild á um 20 stigum og er það
algjört einsdæmi að því er ég best
veit.
V