Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 26
MAL OG MENNING Málmhaugar í sumar virðist hugur margra hafa beinzt að nafni á skánskri borg, sem á sænsku nefn- ist Malmö, en á íslenzku hefir ýmist verið kölluð Málmey eða Málmhaugar. Einkum hefi ég orðið þessa áhuga var í lesendabréf- um til Velvakanda Morgunblaðsins, sbr. Mbl. 15. og 21. ágúst 1987. Slíkur áhugi á örnefn- um er virðingarverður. Ég hafði ekki hugsað mér að leggja orð í belg um þetta mál. En þegar gamall og góður nemandi minn, Þór- hallur Guttormsson cand. mag., hvatti mig til að fjalla um þetta efni í HP-þáttum mínum, hlaut ég að verða við beiðni hans. Örnefnafræði er mjög erfið fræðigrein, enda eru oft til litlar sem engar heimildir um örnefni á eldra málstigi. Við Islendingar er- um að vísu til þess að gera vel settir að þessu leyti, en aðrir Norðurlandabúar sýnu verr. Ef skýra á uppruna örnefna, er frumatriði að rannsaka sögu þeirra. En svo vel vill til, að saga orðsins Malmö, svo og upprunaleg merking þess, liggja ljós fyrir. Samkvæmt þeim heimildum, sem ég hefi tiltækar, kemur sænska orðmyndin Malmö fyrst fyrir 1367. Hins vegar eru eldri dæmi um orðmyndina Malmöughe. Fyrri hluti þessa síðar greinda orðs er hinn sami og ís- lenzka orðið málmur, þó í annarri merkingu en tíðkast í íslenzku, eins og síðar verður nánara rætt. Síðari hlutinn (-öughe) samsvar- ar fleirtölu íslenzka orðsins haugur, sem á fornsænsku var höger. I staðarnafninu hefir h-ið fallið brott á sama hátt og þegar sagt er Moldaugnaháls í stað Moldhaugaháls. Orð- myndina Moldaugnaháls heyrði ég oft, þeg- ar ég bjó á Akureyri. En það er við fleira að styðjast en þessa fornsænsku orðmynd, þegar uppruni orðs- ins Malmö er skýrður. Það þarf ekki annað en fletta upp i annarri helztu orðabók yfir ís- lenzkt fornmál — orðabók Guðbrands Vig- fússonar — undir málmur, til að sjá, að í forn- um íslenzkum ritum var staðurinn kallaður - Málmhaugar, sbr. An Icelandic-English Dic- tionary. . . by Gudbrand Vigfusson, M.A. . . . Oxford 1874. Enginn fræðimaður dregur mér vitanlega í efa, að íslenzkan geymi upp- runalega mynd orðsins, enda í samræmi við elztu kunnu sænsku mynd örnefnisins. Sá er galli á, að Guðbrandur greinir enga tilvitnun í fornrit um örnefnið Málmhaugar. En vandalítið er að sjá, að hann fer ekki með neitt fleipur. Skal hér tekið eitt dæmi um ör- nefnið úr Sögu Hákonar konungs gamla eft- ir Sturlu Þórðarson. Sagan er samin á árun- um 1264-1265. Svo segir í henni: „Hann [þ.e. Hákon konungur] lét taka kugg einn í Eyrar- sundi yfir vid Málmhauga, er átti herra Jón, bródir Jakobs erkibiskups í Lundi. (Hér er farið eftir Flateyjarbók III, útgáfu frá 1945, bls. 565.) Ég þykist nú hafa fært fullgild rök fyrir því, að sá staður, sem Svíar kalla nú Malmö, hét á fornri íslenzku Málmhaugar og samsvar- andi nafni í Svíþjóð. En hvað merkir þá nafn- ið? Fyrri hlutinn er málmur. En við megum ekki falla í þá gryfju, að það orð hafi alltaf og alls staðar haft þá merkingu, sem það hefur í íslenzku. Nauðsynlegt er að huga að merk- ingu samsvarandi orðs í öðrum germönsk- um málum og ekki sízt í sænsku og sænskum mállýzkum. Orðið málmur er samgerm- anskt orð og hefir í sumum málum aðrar merkingar en þá, sem tíðust er í íslenzku („metal"). Þannig er til í gotnesku malma í merkingunni „sandur" og í fornensku sam- settu orðin mealmstán „auðmulinn steinn“ og mealmiht „sendinn". Orðið er Ieitt af rót- inni í mala og merkir upprunalega „e-ð sem hefir verið kramið eða mulið sundur“. I sænskum mállýzkum kemur malm fyrir í merkingunni „sendin hæð“, „sendið skógar- svæði" (sandig höjd, sandig skogstrakt). Þá má ekki gleyma því, að orðið kemur fyrir í fleiri örnefnum en Malmö. Þannig eru í Stokkhólmi hverfi, sem heita Norrmalm og - Södermalm. Og ekki má gleyma Östermalm úr hinu ljúfa kvæði eftir Evert Taube um stúlkuna í Perú: sitter jag hár upp í Nordens land och vármer mina ben/framför brasan i mitt rum pá Östermalm. Með stoð í framan greindum rökum tel ég mig geta fullyrt, að orðið Málmhaugar merkir í rauninni Sandhœdir, Sandhaugar. Og ég er ekki einn um þessa skoðun. Fremsti orðsifjafræðingur Svía á þessari öld, Elof Hellquist, sem var prófessor í Lundi í ná- grenni Málmhauga, segir orðið merkja „mal- ar- eða sandhæðir" (grus- el. sandhögarna) í hinu mikla verki sínu Svensk etymologisk ordbok. Ég hef ekki fundið dæmi þess, að málmur geti merkt „sandur" í íslenzku, og að því er ég bezt veit, er orðið fátítt í íslenzkum ör- nefnum. Því má þó ekki gleyma, að norður á Skagafirði er Málmey. Sennilega er þetta örnefni frá landnámsöld, þó að ég geti ekki sannað það. Hitt get ég fullyrt, að nafnið kemur nokkrum sinnum fyrir í Sturlungu. Ég hefi ekki komið út í Málmey, en hefi af því óbeinar fréttir, að mold sé þar sandborin og sandstein sé þar að finna. Auðvitað get ég ekki fullyrt, að Málmey merki Sandey. En at- huga ber, að íslenzki örnefnaforðinn er einn þáttur hins norræna. Þess vegna er óvarlegt að skýra íslenzk örnefni forn án hliðsjónar af norrænum nafnaforða á landnámsöld. Skipt- ir merkingin þá ekki alltaf máli. Það, sem ég nú hefi sagt, varðar nafnfræði. Hitt er undir málstefnu okkar komið, hvaða nafn við viljum nota nú um hina sænsku borg. í stuttu máli er málstefna mín fólgin í hóflegri fastheldni á fornar málvenjur, jafn- framt þróttmikilli nýsköpun í máli. I sam- ræmi við fastheldni mína tel ég affarasælast að nota nafnið Málmhaugar í íslenzku, en láta Málmey (sem nafn á borginni) og Malmö lönd og leið. Ég sé í hinu ágæta húsblaði Ríkisútvarps- ins, Tungutaki, nr. 5, nóvember 1984, að Árni Böðvarsson hefir sömu afstöðu og ég til notkunar íslenzkra nafna á erlendum stöð- um. HVAÐ ÆTLAR »0 AÐ GERA UM HELGINA? TÓMAS JÓNSSON RITSTJÓRI „Á fimmtudagskvöldid, sem er eiginlega ekki helgi, er ég ad hugsa um að fara í Holly- wood þar sem Sykurmolarnir spila ásamt fleiri góðum. Föstudagurinn fer náttúrlega í það að klára vinnuvikuna, slappa af heima og svo þykir mér ólíklegt að ég sleppi eftir- lœtisþœttinum í sjónvarpinu, „Moonlightn- ing“, sem þeir eru að sýna á Stöð tvö. haugar- dagsmorgnarnir eru friðhelgar stundir meö fjölskyldunni, en þá um eftirmiddaginn þykir mér sennilegt að ég aðgœti hvað kemur und- an kartöflugrösunum í garðinum. Á sunnu- daginn er ég svo að vonast til að keyra norð- ur til Akureyrar í svona tveggja—þriggja daga frí. Ég hefsatt aö segja ekkert komist út ár bœnum í sumar." STJÖRNUSPÁ Helgin 4.—6. september Gættu þess að gera ekki mistök á föstudaginn og mundu eftir skyldum þínum. Þér hættiroft til aðgera of miklar kröfur til annarra. Samstarfsmenn þínir eru ekki sammála þér um einhver málefni og þú verður að stilla skap þitt af þeím sökum. Þú kynnist aðila á laugardaginn sem getur haft mikil áhrif á líf þitt svo fremi sem þú ferð eftir þeim ráðleggingum sem hann gefur þér. nmsmm Þú ættir að reyna að hvílast um helgina og jafna þig. Ekki veitir af að endurnýja kraftana því álagið sem þú ert undir tekur ekki enda alveg á næstunni. Vinir þinir eru boðnir og búnir að aðstoða þig og bíða bara eftir óskum frá þér. Margt í fari þínu á eftir að koma fólki á óvart, einkum við úrlausn mála sem þurfa sérstaka meðhöndlun. TVÍBURARNIR (22/5—21/6] Forvitni þín er vakin á einhverju málefni sem varð- ar starf þitt. Gefðu ekki færi á þér, flestir bíða þess að þú spyrjir nánar út í tiltekin atriði. Gerðu þeim það ekki til geðs. Þrátt fyrir tilfinningalega erfiðleika um stundarsakir virðistu vera vel búinn undir að taka breytingum sem verða á lífi þínu. Þær verða þér til góðs svo þú skalt fara eftir þvi sem hugur þinn segir þér. Þér getur reynst erfitt að fá þínu framgengt. Það er oft betra að vera samvinnuþýður, þinn timi kemur áður en varir. Einhver svíkur loforð sitt við þig og veldur það þér þó nokkru hugarangri. Þú ættir að ein- heita þér að því að bæta heilsuna. Málefni sem þú getur engin áhrif haft á eiga ef tir að snúast þér í hag. Hafðu samband við vin sem býr fjarri þér. Hugmyndir þínar mæta óvenju mikilli andspyrnu hjá ástvinum og fjölskyldu. Hlustaðu á röksemda- færslu þeirra. Nú er sá tími í lífi þinu þegar þér hentar ekki að taka áhættu i neinum málum. Þú ert við- kvæmur um þessar mundir og átt erfitt með að taka gagnrýni. Bjartsýnin sem fram til þessa hefur ein- kennt skapferli þitt brýst fram að nýju. rmiMi Nú reynir á þolinmæðina. Útskýrðu fyrir þinum nánustu hvers vegna þér finnst orðið tímabært að brydda upp á nýjungum. Þeir lesa ekki hugsanir þín- ar og þú getur ekki húist við stuðningi nema fólk viti hvað er að gerast. Gerðu þér Ijóst að þú breytir ekki fjárhagsstöðu þinni á einum degi. Treystu ekki um of á að fólk láti verða af framkvæmdum sem ættu að vera þér í hag. Ættingjar þínir hafa niðurdrepandi áhrif á þig. Reyndu að halda góða skapinu í lagi og mundu að það eiga allir sína erfiðu tíma. Sjálfur muntu finna fyrir smáskapbrestum þessa dagana og gætir mjög líklega lent í rifrildi við einhvern þér nákominn. Rómantikin tekur á sig óvænta mynd um helgina og hlutir gerast sem þú hafðir aldrei átt von á. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Heilsan verður með lélegra móti enda hefurðu ekki farið nógu varlega með þig. Þér semur illa við fólk á vinnustað og verður að f orðast dómhörku. Vin- ir í fjárhagsvanda leita til þín eftir aðstoð. Á laugar- daginn verða tímamót í lífi þínu sem verða til þess að meira öryggi færist yfir lif þitt og fjölskyldunnar. Þú lætur verða af þvi að gera breytingar sem þig hefur lengi langað að koma í framkvæmd. BOGMAÐURINN (23/11-21/12] Þér verður Ijóst að peningar færa fólki ekki ham- ingju og unir glaður við þitt. Mál sem hafa verið þér erfið viðureignar fá farsæla lausn. Þú verður að vera hreinskilinn við sjálfan þig varðandi hvaða breyting- ar þú í rauninni vilt á líf i þinu. Það getur enginn annar tekið ákvörðun fyrir þig. Þér hættir til að vera svolítið uppstökkur við þá sem þér eru kærastir. Hafðu hóf á skapsmununum. STEINGEITIN (22/12-21/V Einhver óróleiki er í loftinu og þú getur neyðst til að láta af áformum þínum. Nú þýðir ekki að nota léttu lundina, hún hefur ekkert að segja í því and- rúmslofti sem umkringir þig. Sýndu fram á að þú getur líka verið harður í horn að taka þegar á þarf að halda. Vertu umfram allt heiðarlegur, bæði gagnvart sjálfum þér og öðrum. Geymdu vel þær góðu hug- myndir sem þú færð um helgina. VATNSBERINN (22/1-19/2 Þú verður heldur betur var við að mörgum þykir þú ómissandi. Þetta á einkum við ef þú hefur verið fjarverandi lengi. Samt geturðu ekki forðast eitthvert álag tilfinningalega og þú virðist ekki hafa stjórn á ákveðnum hlutum. Þú verður að sýna ákveðni og láta fólk ekki troða á þér, en forðastu að verða ókurteis. Gagnrýni sem þú færð á þig reynist ekki á rökum reist. FISKARNIR (20/2—20/3 Vinnufélagi þinn tekur upp á að móðga þig allveru- lega og sýnir hroka. Láttu engan hindra þig í að gera það sem hugur þinn stefnir til, jafnvel þótt það kosti smáleiðindi. Vandamál varðandi peninga koma upp en þú leiðir slíkt hjá þér, enda gerist svo margt já- kvætt um helgina sem bætir upp leiðindin. Reyndu samt að komast að því hvað hrjáir vin þinn. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.