Helgarpósturinn - 17.09.1987, Síða 3

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Síða 3
FYRST OG FREMST í veitingahúsinu Óperu í næstu viku. STÖÐ TVÖ hefur nú í haust- byrjun blásið til gríðarlegrar sóknar og greinilegt að úr þessu verður varla neinn maður með mönnum nema hann hafi afrugl- ara í húsi sínu, eða hvað segir ekki Jón Ottar sjónvarpsstjóri um markmið Stöðvarinnar í ávarpi í nýju fréttablaði fyrirtækisins. ,,Að taka jákvæðan þátt í þjóðfélags- legri og menningarlegri umsköpun þjóðfélagsins fyrir næstu öld.“ I fréttablaði þessu kennir reyndar ýmissa grasa. Þar er sagt undan og ofan af nýjungum sem Stöðin bryddar upp á nú í haust, meðal annars íslenska listanum sem kynntur verður í hverri viku, en það er vinsældalisti, sem tekur mið af vikulegri símakönnun Bylgjunnar, lista DV yfir plötusölu og ,,áliti dagskrárgerdarfóls", eins og það er orðað í fréttablaði Stöðvar tvö. Hins vegar er engar nánari upplýsingar að finna um hvert umrætt „dagskrárgerðar- fól“ er, en við ætlum að það hljóti að vera Pétur Steinn Gudmundsson, Helga Möller eða Valdimar Leifsson, en þau hafa veg og vanda af íslenska listanum. JÓN BALDVIN fjármálaráð- herra hefur lýst því yfir að fjár- lagahallinn megi vera 1.200 milljónir króna á næsta ári. Þetta veit Jónas Kristjánsson ritstjóri og fjallaði um fjárlagadæmið í leiðara í gær, miðvikudag. Fjármálaráð- herra nefndi þessa tölu og sagði hana vera 0,5% af landsfram- teidslu. Jónas misskildi þetta eitt- hvað og nefndi 0,5% af fjárlögum. Og þetta eru dýr mistök, því landsframleiðslan er áætluð um 240 milljarðar króna en fjárlögin verða sjálfsagt um 50 milljarðar. Mistökin hjá Jónasi hljóða því upp á 190 þúsund milljónir króna! BARNAHEIMILI ríkisspítal- anna auglýsti um daginn eftir fólki, sem vildi vinna ,,lifandi“ starf. Þetta er næstum jafnfárán- legt og þegar fyrirtæki auglýsa eftir „lifandi starfskrafti". Kannski vildu ríkisspítalarnir bara taka af allan vafa um að fóstrustéttin væri ekki alveg útdauð? Ennþá, a.m.k. EINS og alþjóð er kunnugt gerð- ust allnokkur tíðindi í knattspyrnu- heiminum í síðustu viku. Leiftur frá Olafsfiröi tryggði sér sæti í fyrstu deild á næsta keppnistíma- bili, eftir að hafa aðeins verið eitt tímabil í annarri deild. Eftir því sem fregnir herma tæmdist Ölafs- fjarðarbær þegar Leiftur lék úr- slitaleikinn við Þrótt í Reykjavík. Allir sem vettlingi gátu valdið, og hinir líka, þustu til Reykjavíkur til að fylgjast með og í útvarpinu mátti heyra auglýsingar frá öllum fyrirtækjum, skipshöfnum og útgerðarmönnum, þar sem menn voru hvattir til að koma og styðja Leiftur. Ein auglýsingin var þó nokkuð kindarleg. Hún hljóðaði svo: „Áfram Leiftur. Áfram Leiftur. Sóknarpresturinn í Ólafsfirði." Hingað til hefur Guð verið talinn brasilískur í knattspyrnu- heiminum, en ljóst að hann hefur verterað, eða kannski bara tekið feil, bæði liðin spila jú í gulu. . . SMARTSKOT UNGLINGARNIRsem fjöl- menna ár hvert, dýrvitlausir, á útiskemmtanir og hallærisplön þessa lands eru víst hálfgerðir liðléttingar í sukki og svínaríi miðað við það sem var upp á teningnum meðal fullorðnari og ráðsettari manna á ónefndu hóteli á landsbyggðinni hér á dögunum. Þar stóð yfir þing félagsskapar sem nefndur er Hafnasamband sveitarfélaga, en á svoleiðis samkomur þykir víst tilhlýðilegt að mæti fyrirmenn, sveitarstjórar, bæjarstjórar, embættismenn og þar fram eftir götunum. Eitthvað reyndust þó fínheitin vera af skornum skammti þegar boðið var til samdrykkju eitt kvöldið, heldur tóku ráðsettir hvítflibbamenn að ganga berserksgang, jafnhöttuðu blómapotta, reyndu afl sitt á borðum og stólum og rifu stólpa- kjaft. Segir heimildamaður okkar að aðfarirnar hafi verið mun verri en hjá nokkrum menntaskólalýð og að stórsjái á umræddu hóteli. . . ÞAÐ VAKTI mikla athygli manna að sjá starfsfólk söluturna vinna langt fram eftir morgni aðfaranótt síðasta þriðjudags við að raða sólgosi í hillur. Undarlegra þótti þó að þetta var gert í sjálf- boðavinnu. Skýringanna á þessu undarlega háttalagi var ekki langt að leita frekar en vanalega. Sól- kóngurinn, Davíð Scheving Thorsteinsson, hafði birst á sjón- varpsskjám landsmanna á mánu- dagskvöld og heitið 100 þúsund krónum í fundarlaun þeim er kæmist yfir milljónustu sólgos- dósina . . . Á HAUSTIN þykir góð latína að brydda upp á nýjungum, eins og það heitir. Ekki á þetta síst við um veitingahús og veitingarekstur. Þannig ætlar veitingahúsið Ópera í Lækjargötunni að fá ýmislegt fyrirfólk til að elda mat ofan í gesti á fimmtudagskvöldum, „krásir að eigin hætti", eins og stendur í fréttatilkynningu. Það er heldur enginn amlóði sem ríður á vaðið; sjálfur Jón Páll Sigmarsson, sem varla er trúandi til annars en að matreiða eitthvað kjarngott og seðjandi. Hins vegar er spurning hvort gestirnir á ðperu þurfi ekki að herða sultarólarnar þegar hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram taka völdin í eldhúsinu. DV upplýsti í sumar að Bryndís væri með alhagsýnustu húsmæðrum og heimilisreksturinn hjá þeim hjónum með ólíkindum aðhaldssamur, líkt og væntanlega ríkisreksturinn hjá Jóni. Það verður því sennilega niðurskurður HELGARPUSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Bókmettir Menn lesa sig sundur og saman og segja það mikið gaman. En best er að bókmenntahátíð sé býsna fátíð. Niðri ,,Franskir hugsudir eru enn til. En frönsk hugsun hefur verid í kreppu undanfarin ár líkt og svo vída er'í heiminum." - FRANSKI RITHÖFUNDURINN ALAIN ROBBE- GRILLET í SAMTALI VIÐ DV MIÐVIKUDAGINN 16. SEPTEMBER 1987. Hvaða Rót? Kristján Ari Arason Þetta er grasrótin. Frumkvæðið til athafna sprettur úr grasrótinni getum við sagt. Þá er átt við þessi hagsmuna- samtök, sem starfa vítt inni á þessum almenna grundvelli, í raun og veru hin breiða fylking félagslega sinnaðs fólks þar sem allir eru með. — Er þessu þá líkt farið og með ísjaka, mestallt undir yfirborðinu og kemur aldrei fram í dagsljósið? Rótin er neðanjarðar, en hún sprettur upp og getur þá komið fram á ólíklegustu stöðum. Ber að öllum jafnaði með sér stöngul og blóm sem teygir sig í átt til sólarinnar, til að mennta og bæta þjóðfélagið. En grasrótin sprettur áfram. — Ykkur finnst því ekki að það sé komið nóg af út- varpsstöðvum? Tja, þetta er nú spurning sko. Lengi vel töldu menn að ein útvarpsstöð væri yfirdrifið nóg. Hins vegar var komin upp mikil krafa um það á sínum tíma, þegar útvarpslögun- um var svo breytt, að þessi svokallaða ríkiseinokun yrði afnumin og ákveðið frelsi gefið í þessu. Það sýndi sig síðan að það var mikill áhugi fyrir þessu svokallaða auglýsinga- útvarpi, sem kemur með tónlist sem samtengjandi þátt við auglýsingarnar. Nú á sama hátt leggur þetta síðan að mörgu leyti enn meiri grundvöll fyrir útvarp sem byggir á töluðu máli, skoðanaskiptum og umræðum, þ.e.a.s. þjóðfé- lagslegum og félagslegum umræðum hjá þeim fjölda fé- lagasamtaka sem eru nú starfandi á landinu. — Þannig að tilkoma þessarar stöövar er þá þjóðþrifa- ráð? Já, þjóðþrifaráð og ætti að geta eflt umræðuna til hins betra og jafnvel drifið landsmenn svolítið upp úr þessari menningar- og þjóðfélagslegu ládeyðu sem ríkir á íslandi dagsins í dag. — Er þá of mikil ládeyða í íslensku þjóðlífi? Við teljum sem sagt að fjölmiðlun í dag hafi alls ekki sinnt þessu upplýsingahlutverki sem flestir höfðu bundið vonir við. Það hefur sýnt sig að dagblöðin, og þá sér í lagi stóru blöðin einsog Morgunblaðið og Dagblaðið, hafa ekki sinnt því ríkulega, þ.e. þessum frjálsu skoðanaskiptum. Þetta hefur allt verið hálflágkúrulegt. Eins er með Ijósvaka- fjölmiðlana. Þeir hafa ekki lagt nægilega rækt við að efla þjóðfélagslegar umræður. — Þannig að nýtt útvarp er þá lausnin við lágkúrulegri þjóðfélagsumræðu á íslandi í dag? Nýtt útvarp er í sjálfu sér engin lausn. En útvarp sem byggir á allri þeirri umræðu og allri þeirri vinnu, sem farið hefur fram við undirbúning þessa útvarps, á rétt á sér. Þar sem virkilega frjó umræða hefur átt sér stað og mikil þekk- ing býr undir, það er sú umræða sem á skilyrðislaust erindi til sem flestra, og það er einnig markmið stöðvarinnar að gera sem flestum félagasamtökum mögulegt að koma sínum skoðunum á framfæri. — Hvernig efni veröur þá haft í öndvegi? Við höfum oft sagt að númer eitt verði umræðan, númer tvö talað mál og númer þrjú verði tónlist. Við erum samt ekki með þessu að segja að tónlist sé ómenning eða neitt slíkt, heldur verði fjallað um tónlist á öðruvísi hátt. Hún verður kynnt sem slík en ekki tónlist sem svona, ja glym- skrattaandskoti. — Þetta á sem sagt að verða öndvegisútvarp, eða hvað? Þetta á að verða mesta þrjóðþrifafyrirtæki, vonum við að minnsta kosti. — Er búiö aö ráöa útvarpsstjóra? Nei, það hefur ekki ennþá orðið. En viö höfum ráðið fram- kvæmdastjóra sem kemur til með að sjá um allan daglegan rekstur. Við, sem grasrótarfólk, erum mjög á móti öllum titl- um og þvíumlíku og leggjum lítið upp úr því. Það kemur vissulega til með að verða starfsmaður, sem mætti þess vegna kallast útvarpsstjóri. Hann mun fyrst og fremst sjá um praktísk mál, en verður ekki með puttana ofan í dag- skrárgerð. Þetta verður fyrst og fremst Rótari. Með tilkomu nýrra útvarpslaga hafa opnast nýir möguleikar til þess að koma málum á framfæri með einföldum og ódýrum hætti. Nú í sumar tóku á þriðja tug manna sig saman og stofnuðu Út- varpsfélagið Rót hf. Tilgangurinn með stofnun þessa félags er að koma á fót grasrótarútvarpi, sem senda á út á Faxaflóasvæðinu. Einn forvígismanna þessa útvarps er Kristján Ari Arason. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.