Helgarpósturinn - 17.09.1987, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Qupperneq 4
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYND JIM SMART AÐ VERA EÐA VERA EKKI . . . Máliö er nú ekki flóknara en þetta. Þrír dropar af þvagi eru settir í litla tilraunaglasið og eftir hálftíma veit konan hvort grunar hennar var á rökum reistur eöur ei. * Eru konur á Islandi svona vanafastar, eöa gerir hátt verölag þaö að verkum aö þungunarpróf til heimanota seljast hér ekkert aö ráöi? Það geta verið mikil gleðitíðindi fyrir konur að fá staðfestingu á þvt að þœr séu barnshafandi. Sú fregn getur hins vegar verið öðrum kon- um töluvert áfall. / báðum tilvikum erþó um að rœða afar persónulegar upplýsingar, sem flestum þœtti ef- laust œskilegt að deila fyrst rneð barnsföðurnum eða öörum ná- komnum aðila. Víða erlendis kaupa konur líka gjarnan þungunarpróftil heimanota og fá niðurstöðu þess innan veggja heimilisins, án þess að nokkrir aðrir komi þar við sögu. Það kemur þar af leiðandi á óvart, að slt'k heima-þungunarpróf eru sama og ekkert seld hér á landi. Is- lenskar konur, sem vilja komast að þvíhvort þœr eru með barni, virðast undantekningarlítið fara með þvag- prufu í apótek eða til heilsugœslu- stöðva. Hvernig skyldi standa á því? I gegnum tíðina hefur ýmsum að- ferðum verið beitt til að ganga úr skugga um þungun. Fyrr á tímum framkvæmdu konurnarþessi ,,próf“ stundum sjálfar, einsogt.d. i Egypta- landi til forna. Sagt er, að konur þar hafi í þessum tilgangi hellt þvagi úr sér yfir frækorn. Ef fræin spíruðu var það talin sönnun þess, að viö- komandi kona væri ófrísk. Þungunarpróf okkar tíma eru að sjálfsögðu mun vísindalegri, enda runnin undan rifjum læknavísind- anna, þó svo enn sé þvagprufa not- uð við úrskurðinn. í þvaginu kemur nefnilega fram ákveðið hormón eft- ir að getnaður hefur átt sér stað og rannsókn prufunnar miðar að þvi að staðfesta eða afsanna tilvist þessa hormóns í líkama konunnar. Og sífellt eru efni þau, sem notuð eru, að verða fullkomnari. DÝRT AÐ KANNA ÞUNGUN HEIMA Hér áður fyrr fóru íslenskar konur annaðhvort til lækna eða, þær sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu, á Heilsuverndarstöðina í Reykjavík til að fá úr því skorið hvort þær væru ófrískar. Fyrir u.þ.b. áratug fóru apótek að veita þessa þjónustu og það markaði ákveðin tímamót, þar sem konurnar þurftu þá ekki lengur að gera grun sinn opinberan fyrir heimilis- eða kvensjúkdómalæknin- um. Þessi mál geta jú oft verið afar viðkvæm fyrir þá, sem í hlut eiga. íslenskar konur virðast hins vegar hafa afskaplega takmarkaða löngun til að ganga úr skugga um þungun sína, án þess að utanaðkomandi að- ilar komi þar nærri. Sala á heima- prófum hefur þó glæðst eitthvað svolítið að undanförnu, en árssalan er þrátt fyrir það einungis á bilinu 100—200 stykki. Hvort það er af tómri vanafestu, eða vegna þess að konur vita hreinlega ekki að þung- unarpróf eru til sölu, er erfitt að segja. Einnig er líklegt að verð vör- unnar hafi töluvert með þessa sölu- tregðu að gera. Samkvæmt lauslegri könnun í apótekum á höfuðborgarsvæðinu kostar heimaprófið á bilinu frá 705—790 krónur. Og vel að merkja: þau eru einnota! Sumar lyfjabúðirn- ar höfðu slík próf alls ekki til sölu, en þar sem þau fengust var alltaf um sama vörumerkið að ræða. Erlendis fæst hins vegar fjöldi tegunda og verðið er líka viðráðanlegra. í Bret- landi kostar t.d. sama tegund og hér fæst tæpar 400 krónur og hægt er að fá svipaða vöru á rúmar 300 krónur. Þess má geta, að 35% tollur og 4% vörugjald leggjast á þessa vörutegund við innflutning til lands- ins. AUÐVELT í NOTKUN, EF ÞÚ KANNT DÖNSKU Sú eina tegund þungunarprófs, sem virðist til sölu í íslenskum apótekum, nefnist Predictor og er framleidd í Hollandi. Prófinu er dreift hingað af fyrirtæki í Dan- mörku og leiðarvísirinn er einungis á dönsku. Einhver kunnátta í því tungumáli er því undirstaða þess að prófið nýtist viðkomandi konu. Sé danskan engin fyrirstaða eru leið- beiningarnar með prófinu einfaldar og auðveldar i framkvæmd. Framleiðandinn fullyrðir að nið- urstöður þungunarprófsins séu marktækar strax á öðrum degi eftir að blæðingar hefðu átt að eiga sér stað. Hins vegar er mælt með því, að konan hafi biðlund fram á fjórða dag. Efni þau, sem notuð eru við þungunarpróf í apótekum, eru sögð gefa marktæka niðurstöðu örfáum dögum eftir getnað. Konum er þó víða ráðlagt að koma ekki með þvagprufu fyrr en blæðingum hefur seinkað um svo sem viku. Eins og sést á myndinni hér á síð- unni samanstendur prófið af agnar- smáu „efnafræðisetti" með glerröri og tilraunavökva. Þremur dropum af þvagi er síðan bætt út í, glasið hrist og þá hefst biðin. Eftir um 10 mínútur tekur liturinn á vökvanum að breytast og eftir hálftíma er svar- ið komið. Það fæst með þvi að bera endanlega litinn í glasinu saman við litina á miðunum. Dökki liturinn lengst til vinstri þýðir ,,ekki þung- uð“, en þeir í miðið og lengst til hægri ,,þunguð“. Tveimur tímum eftir að niðurstaðan kom i ljós er prófið hins vegar orðið marklaust, því liturinn endist ekki lengur óbreyttur. BYLGJA EFTIR VERSLUNARMANNA- HELGI Eins og fyrr segir fara langflestar íslenskar konur með þvagprufu í apótek eða til læknis, þegar þær hafa grun um að vera ófrískar. Það kostar líka u.þ.b. helmingi minna en að gera það sjálfur, eða um 300—400 krónur. Á Heilsuverndar- stöðinni í Reykjavík fengum við þær upplýsingar, að þeir framkvæmdu afar mismikið af þungunarprófum árlega. Allt frá 400 upp í 800 ár hvert. Eitt apótekið upplýsti líka að konurnar kæmu ,,í bylgjum". Mikið annriki væri t.d. eftir verslunar- mannahelgar. Erfitt er hins vegar að segja til um heildarfjölda þungunar- prófa, sem gerð eru á landinu, eða hvernig niðurstöður þeirra skiptast. Lyfjafræðingur í apóteki í höfuð- staðnum sagðist myndu giska á að jákvæðar og neikvæðar prufur skiptust nokkurn veginn til helm- inga, án þess að vilja fullyrða neitt um málið. Þungunarpróf verða þó ekki skýrð eingöngu með tölum. Þau eru mikið tilfinningamál. Og rómantík- inni er ekki alls varnað við þessar aðstæður, eins og geta má nærri. Lyfjafræðingur nokkur sagði okkur að stundum kæmi það fyrir að kon- urnar vildu fá að eiga bikarinn, sem notaður hefði verið við þungunar- prófið í apótekinu. Hvort þær stilla bikarnum upp í hillu við hliðina á postulínsstyttum og fjölskyldu- myndum vitum við ekki. Það er hins vegar ljóst, að mörgum finnst til- raunaglasið rómantískara sönnun- argagn um væntanlegan erfingja en blaðsnepill með krossi við orðið „jákvætt".

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.