Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 18
Vegna aðstöduleysis til einangrunar á öllum
umsóknum um hundainnflutning að vera hafnað.
Stífar reglur virðast þó ekki ná til sendiráðsstarfsmanna
og fólks með rétt sambönd. Hinar stífu reglur leiða af
sér smygl — sem aftur felur í sér mestu smithættuna
og þá vegna leitarhunda, hass-
hunda eða einhverra slíkra dýra
sem hafa þýðingu fyrir almenning.
Öðru máli gegnir um einstaklinga
sem yrðu að ábyrgjast einangrun á
dýrum sínum sjálfir. Ég hygg að í
þeim tilfellum þar sem um sendi-
ráðsfólk er að ræða þá sé tillit tekið
til þess, að erfitt er að fá mikilvæga
menn til starfa hér ef snúist er gegn
þeim af meiri hörku en í öðrum
löndum. En það er mikið í húfi og
við megum heita heppin að hafa
losnað við ýmsa alvarlega sjúk-
dóma í hundunum," sagði Sigurður,
sem að sögn heimildarmanns HP er
eins og Páll harður í horn að taka og
hefur á tveimur mánuðum oftar en
einu sinni mælt gegn umsóknum frá
sendiráðsfólki.
„RUGL” SEGIR
HUNDARÆKTAR-
FÉLAGIÐ
Að sögn Jakobínu Finnbogadóll-
ur hjá Hundrarœktarfélaginu hefur
félagið boðist til að taka þátt í því
með landbúnaðarráðuneytinu að
stofna og reka einangrunarstöð. Þá
hefur félagið sótt um leyfi fyrir inn-
flutningi á frystu sæði, ,,en fengið af
dráttarlausa og órökstudda neitun'
að sögn formannsins, Gudrúna
Guðjohnsen, sem nýlega lýsti yfi;
þeirri skoðun sinni að sá háttur sen
hafður er á innflutningi hunda mec
undanþáguveitingum væri rugl. „h
sama tíma og við fáum neitun eru
veittar undanþágur fyrir innflutn-
ingi hunda til einkaaðila. . . Sendi-
ráðin hafa líka í gegnum árin fengið
undanþágu fyrir sína hunda. Nýlega
var sett það skilyrði fyrir innflutn-
ingi þessara hunda að þeir yrðu
gerðir ófrjóir!" Jakobína tók undir
þetta og sagði að svo virtist sem
ákvarðanir um undanþágur byggð-
ust eingöngu á geðþótta vissra
manna. ,,Bara í morgun var hér
kona sem fengið hafði undanþágu
fyrir hundi frá Danmörku. Ég spurði
hana hvernig hún hefði farið að
þessu og hún sagði bara að hún
hefði knúið dyra eins fast og hún gat
en viidi ekki lýsa málinu frekar. En
það er staðreynd að fólk hefur sam-
band við okkur sem vill alls ekki
flytjast heim án hunda sinna. Sumt
fólk smyglar þá hundum sínum að
því er við heyrum og erum ekki hrif-
in af. En það er þessi stífni sem leiðir
til smyglsins, jafnvel frá stórhættu-
legum svæðum. O g smyglaðir hund-
ar eru auðvitað ekki einangraðir að
ráði svo vitað sé, þannig að þar leyn-
ist mesta smithættan," sagði
Jakobína. Ómögulegt reyndist að fá
nokkra nálgun á mögulegu umfangi
smygls á hundum til landsins og í
fljótu bragði virðist eina færa leiðin
vera að smygla þeim með skipum.
Helst ætti það þá að vera fiskveiði-
skip af ummælum tollgæslustjóra
að dæma.
í SÓTTHREINSUN
EFTIR
SÓLARLAN DAFERÐ!?
,,Ég hef starfað 14 ár hjá tollgæsl-
unni og ég man ekki eftir því að upp
hafi komist um hundasmygl hjá okk-
ur. Þetta kemur sjálfsagt fyrir en þó
þannig að við erum síðastir manna
til að frétta af slíku! Við höfum
ekkert áþreifanlegt í þessum efnum,
þó við heyrum kannski óstaðfestar
sögur, sem reyndar eru ekki hávær-
ar, að svona hafi gerst. En það er úti-
lokað að rekja slíkt og staðreyndin
er sú að ég man ekki eftir einu ein-
asta tilviki að upp hafi komist um
slíkt smygl," sagði Kristinn Ólafsson
tollgæslustjóri um mögulegt hunda-
smygl til landsins.
Hundum virðist þá vera smyglað
til landsins í einhverjum mæli þótt
ekki hafi það komist upp. Lögunum
frá 1928 er framfy lgt á strangan hátt
þótt sendiráðsfólki, félagasamtök-
um og valinkunnum einstaklingum
séu veittar undanþágur. Grunn-
vandamálið er hins vegar að það
vantar aðstöðu til að láta dýrin í
sóttkví í tiiskilinn tíma og engin
áform virðast uppi um að breyta því.
Sjálf eru hin gildandi lög sex ára-
tuga gömul en í fullu gildi. Til gam-
ans má geta þess að í þeim er kveðið
á um að atvinnumálaráduneytid af-
lagða eigi að framfylgja lögunum og
ljóst að ekki er farið stíft eftir fjórðu
grein laganna þar sem segir: ,,Hver
Dalmatian-hundarnir Fríða og Helga. 1
mæðgur til fyrirheitna landsins?
sá maður, sem kemur hingað til
lands frá útlöndum, skal á fyrstu
höfn, sem skipið kemur á, áður en
hann stígur af skipsfjöl, gefa lög-
reglustjóra eða sóttvarnarlækni
yfirlýsingu, að viðlögðum dreng-
skap, um það, hvort hann hafi á síð-
ustu þrem mánuðum áður en hann
lagði af stað frá útlöndum dvalið
eða verið á ferð í sveit, þar sem gin-
og klaufaveiki eða aðrir hættulegir
og næmir alidýrasjúkdómar hafa
gengið síðastliðin ár. Hafi farþeginn
dvalið eða verið á ferð í slíku héraði
á síðustu þrem mánuðum, skal hann
tafarlaust einangraður, þar til hann
og farangur hans hafa verið tryggi-
lega sóthreinsaðir."
„ALLT ANNAÐ ER
FORNESKJA"
Sjálfsagt muna lesendur eftir frétt-
um þess efnis að Scháfertík hafi ver-
ið send í keisaraskurð vegna þess að
hún þoldi ekki „framleiðsluálagið".
Umræðan kom upp í vor og af því
tilefni var haft eftir Davíö Oddssyni
borgarstjóra: „Þetta ástand lagast
ekki fyrr en viðurkenndum aðilum
verður heimilað að flytja inn hrein-
ræktaða hunda. Allt annað er forn-
eskja."
HUNDAINNFLUTNINGUR
KLÍKA
EINI KOSTURINN
Lög frá 1928 banna innflutning á öllum lifandi spen-
dýrum og fuglum. Það er í höndum landbúnaðarráðu-
neytisins að framfylgja þessum lögum — og að veita und-
anþágur frá banninu í samráði við ráðunaut sinn, sem er
yfirdýralæknir. Lög þessi voru og eru skiljanleg til varnar
því að dýrasjúkdómar berist til Iandsins og allra hags-
munir að halda pestum sem lengst frá. Formlega séð á
öllum umsóknum um innflutning á hundum að hafna
vegna þess að engin einangrunaraðstaða er fyrir hendi
og því ekki hægt að láta hundana í tilskilda nokkurra
mánaða sóttkví. Og öllum umsóknum er hafnað þegar
þær berast ráðuneytinu og yfirdýralækni frá „sauðsvört-
um almúganum“. Samt eru undanþágur veittar þegar um
er að ræða sendiráðsstarfsfólk og pottþétt dæmi er um
fólk sem fengið hefur undanþágu, að því að virðist á
þeim forsendum einum að það hafði „rétt sambönd“.
Jafnvel björgunarsveitir hafa átt í hinum mestu vandræð-
um með að fá inn leitarhunda og sumar hafa fengið blá-
kalt n,ei. Um leið er vitað til þess að tveimur Sánkti Bern-
harðs-hundum hafi verið komið til landsins — til
óbreyttra einstaklinga með undanþágu.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
Áhugasamur hundaeigandi getur
sótt um að flytja hund sinn eða
hunda til landsins. Og landbúnaðar-
ráðuneytið sendir umsóknirnar til
yfirdýralæknis og fær til baka með-
mæli eða höfnun. Oftast höfnun, því
embættið er strangt í höndum Páls
A. Pálssonar og staðgengils hans
um þessar mundir, Siguröar Sig-
urössonar. „Staðreyndin er sú að
öllum umsóknum er hafnað burtséð
frá umsögn yfirdýralæknis, einfald-
lega vegna þess að einangrunarað-
staða er ekki fyrir hendi," sagði
Guömundur Sigþórsson, skrifstofu-
stjóri landbúnaðarráðuneytisins, í
stuttu spjalli við H P og átti þá við all-
ar almennar umsóknir um hunda-
innflutning. Annar ónafngreindur
starfsmaður ráðuneytisins sagði að í
undanþágutilfellum væri það yfir-
dýralæknir sem krefðist þess að við-
komandi setti upp fullnægjandi ein-
angrunaraðstöðu og sæi um að
hundarnir væru sprautaðir eftir
þörfum — og þá væri viðkomandi
einstaklingum einfaldlega treyst til
að standa við sitt. „Það berast marg-
ar fyrirspurnir til ráðuneytisins og
það segja flestir hið sama, að dýrin
séu hluti af fjölskyldunni. Oft fylgja
alls konar „tragedíur", hágrátandi
börn og þar fram eftir götunum. Ég
man til þess að einhverjir ungir
dýralæknar í Noregi hafi varla feng-
ist heim vegna hunda sinna; en það
er síðan ekki sama hvaðan hund-
arnir koma og þá eru suðrænu lönd-
in verst," sagði starfsmaðurinn.
„ÞAÐ ER MIKIÐ
í HÚFI"
Yfirdýralæknir er sem fyrr segir
Páll A. Pálsson, en staðgengill hans
frá því í sumar Sigurður Sigurðsson
á Keldum. „Ég hef ekki mælt með
neinum innflutningi frá því ég tók
við þessu starfi um miðjan júlí,“
sagði Sigurður. „Þessum dýrum hef-
ur smám saman verið að fjölga hér
á landi og þar með hefur einangrun,
sem eigendur hafa orðið að setja
upp sjálfir, orðið ótryggari. Þess
vegna hefur orðið erfiðara að fá
nokkrar undanþágur. Til að sæmi-
legs öryggis sé gætt þyrfti að vera
opinber aðstaða til að setja dýrin í
sóttkví eins og tíðkast í öðrum lönd-
um. Rætt hefur verið um þetta, en
það er dýrt fyrirtæki að reka, þótt
áhugi sé fyrir hendi. En ég býst við
því að eftir sem áður verði gefnar
undanþágur í sérstökum tilfellum
/
' • - '. „ : ;
ð p f M. á °L Ó $
Nú gefst þér kostur á að upplifa Indland. Indland er lífsreynsla.
Þú gætir orðið yfir þig hrifinn — sem þú vafalaust verður — eða
borin(n) ofurliði af yfirþyrmandi fjölbreytileika landsins.
Hvað sem verður. átt þú aldrei eftir að gleyma Indlandi.
Því að Indland getur heillað þig með fegurð. töfrað þig með
gestrisni. eða ruglað þig með andstæðum.
En framar öllu — Indland umvefur þig dulúð sinni!
18 HELGARPÓSTURINN