Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 19
um í gang, því vélstjórinn eins og
flestir aðrir panikkeruðu og ætlaði
frá borði. Að minnsta kosti hélt skip-
stjórinn þakkarræðu yfir mér og
hrósaði íslenskum sjómönnum al-
mennt."
Pétur á sem fyrr segir tvo Dalmati-
an-hunda, með langa ættartölu á
bak við sig. „Þetta eru sérlega þægi-
legir heimilishundar sem ekki fyrir-
finnast enn á íslandi. Þessi tegund
er þekkt fyrir rólegt og gott skap,
greind, þol og einstaka tryggð og
hlýðni. í Bandaríkjunum gengur
þessar stundirnar yfir Dalmatian-
æði, þeir eru t.d. mikið notaðir í
auglýsingar.
,,Eg sá það í blaði um daginn haft
eftir formanni Hundaræktarfélags-
ins að mikill vilji væri til að flytja inn
þægilega heimilishunda af einmitt
þessari millistærð og enn fremur
nýjar tegundir. Þegar ég heyri um
þessar undanþágur fyrirfólks eða
fólks með rétt sambönd verður mér
ósjálfrátt hugsað til þess mannorðs
sem íslendingar hafa skapað sér í
SÓL
Þverholti 17-21, Reykjavík
HOLDUM LANDINU
HREINU
indsson, sjómaður með meiru: Ég er eng-
dor, nema þá sem sjómaður frá íslandi, en
t orð á sér ytra fyrir feikilegan dugnað og
KEM EKKIÁN
„BARNAy/ MINNA
— segir Pétur Gudmunds-
son í Seattle, sem uill
heim á ný, en ekki án
Dalmatian-hunda sinna,
Fríðu og Helgu.
„Eftir átta ára fjarveru frá Islandi
hreinlega vard ég að koma í heim-
sókn og ég varö strax það hrifinn af
þeim breytingum sem orðið hafa, að
ég fór að athuga rneð atvinnutœki-
fœri og annað sem því fylgir að
flytja heim á ný. Auðvitað fylgja því
vandkvœði, en verst er þó að engin
leið virðist að fá leyfi til að flytja inn
,,börnin“ mín, Dalmation-hundana
sem ég hreinrœktaði, Fríðu og dótt-
ur hennar Helgu. Og það kemur
bara ekki til mála að koma án
þeirra, þótt ég feginn vildi koma til
landsins alfluttur."
Þetta sagði Pétur Guðmundsson í
samtali við Helgarpóstinn, en hann
er búsettur í Seattle í Bandaríkjun-
um og var nýlega í heimsókn hér á
landi. Um árabil hefur Pétur stund-
að sjómennsku út af ströndum
Alaska, Hawaii og víðar, eins og
reyndar margir aðrir íslendingar,
sem eru eftirsóttir í fiskveiðarnar
sökum dugnaðar og atorku.
„Mér skilst á yfirvöldum að í raun
gæti komið til að ég fengi undan-
þágu, en vandamálið er að engin
einangrunaraðstaða er fyrir hendi.
Því er öllum umsóknum hafnað er
mér sagt — en mér er sagt af öðrum
að leyfi hafi samt sem áður verið
gefið og hundar settir í sóttkví í
heimahúsum. Það munu aðallega
vera ambassadorar og annað fyrir-
fólk sem fær undanþágu. Og ég er
enginn ambassador, nema þá á
þann hátt að vera einn af mörgum
„fulltrúum" íslands í sjómennsk-
unni við Aleutian-eyjar hjá Alaska.
íslenskir sjómenn hafa orð á sér
fyrir að vera hörkuduglegir, afkasta-
miklir, miklar aflaklær og aldeilis
óhræddir við veðurofsann sem oft
ríkir á þessum slóðum. Nýlega mátti
lesa um þegar Kristján Olgeirsson,
kunningi minn, bjargaðist úr sjó
þarna eftir nokkurra tíma volk og
veit ég persónulega um tvo íslend-
inga sem hafa farist við þessar veið-
ar. Ekki mátti muna miklu hjá mér
fyrir nokkrum árum þegar báturinn
fór að taka inn á sig. Þótt ég segi
sjálfur frá var það fyrir mitt snar-
ræði að það tókst að koma dælun-
sjómennskunni ytra. Fyrir þetta
mannorð ættum við kannski öllu
frekar að fá undanþágu til að flytja
inn hunda okkar en sumir aðrir! Nú
er ég orðinn ástfanginn af landinu
upp á nýtt og ekkert stendur í vegin-
um fyrir því að koma heim — nema
þetta með „börnin" mín, Fríðu og
Helgu," sagði Pétur.
'FUNPA&AUN/
NÚNA
er veríð að selja milljónustu SÓLDÓSINA!
Á örfáum vikum hefur Sól sent frá sér
1.000.000 (eina milljón!) Sóldósir. Af
því tilefni færum við öllum stuðnings-
mönnum okkar þessi skilaboð: Bestu
þakkir! Það er meira á leiðinni!!!
Og ekki nóg með það. Við heitum
fundarlaunum handa þeim sem
finnur milljónustu Sóldósina!!!
100.000 kr. Peningarnir eru þínir ef þú
finnur dósina og skilar henni á Sól-
safnið. Svona ferð þú að því: Allar Sól-
dósir eru merktar á botninum með
tveim talnalínum. Ef í seinni línunni
ertþú 100.000
kr. ríkari. Aðeins ef þú skilar okkur
dósinni! Og mundu: Við vitum ekki
hvort milljónasta dósin er með Sól
- Cola, Grape eða Límó—með eða án
NutraSweet. En við erum vissir um
að þú kemst að því!
r U fó á ít
Nepal er sjálfstætt konungsríki undir stjórn Prithvi Narayan
shah hins mikla og er í hjarta Asíu.
Staðsett í hlíðum Himalayafjalla, býður það upp á
fjöldan allan af fallegum vötnum,
fjöllum. fossum. hofum. fornri menningu og grænum dölum.
Fararstjórn er í höndum
Sigurðar A. Magnússonar
rithöfundar sem
skrifaði m.a. bókina. Við elda
Indlands. 3 vikna ferð og brottför
6. febrúar.
Ferðaskrifstofan
Ifarandi
Vesturgotu 5. Reykjavik simi 622420
HELGARPÓSTURINN 19