Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 21

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 21
LISTAPOSTURINN / Namur Islensku hljómsveitarinnar Þriggja ára hljómleikaprógramm í bígerð Islenska hljómsveitin hefur sjö- unda starfsár sitt 28. nóvembernk. á glæsilegan hátt með frumflutningi Kristjáns Jóhannssonar óperu- söngvara á nýju tónverki eftir Þorkel Sigurbjörnsson við frumort ljóð Sigurdar Pálssonar skálds. Verk þeirra Þorkels og Sigurðar eru sam- in sérstaklega fyrir Kristján Jó- hannsson að frumkvæði Islensku hljómsveitarinnar og eru upphafið að tónleikaröð sem kynnt verður á næstu misserum undir heitinu „Námur". Eitt helsta markmið Islensku hljómsveitarinnar er að auðvelda ungum hljóðfæraleikurum, ein- söngvurum, stjórnendum og tón- skáldum að stunda list sína hér á landi. Islenska hljómsveitin hefur lagt rækt við tónskáld þjóðarinnar, einkum þau yngstu, en það viðhorf hljómsveitarinnar byggist á þeirri skoðun, að deigla tónlistarlífsins sé meðal tónskálda þjóðarinnar. Það sjónarmið íslensku hlómsveitarinn- ar að íslendingar hafi ekki síður áhuga á sínum eigin tónskáldum en tónskáldum annarra þjóða hefur að mati hljómsveitarinnar ekki ríkt hér á landi. íslenska hljómsveitin vekur athygli á að atvinnumöguleikar þess unga fólks sem nemur við tón- listarháskóla erlendis séu svo til engir og því sé verið að kasta á glæ fjárfestingu ríkisins og einstaklinga í tónlistarmenntun. Þetta hafi oftar en ekki orðið til þess að margir tón- listarnemar ílendast erlendis eða snúa sér að öðrum störfum þar sem sérþekking þeirra nýtist engan veg- inn. Með stofnun Islensku hljóm- sveitarinnar hafi nokkrir einstakl- ingar sýnt viðleitni til úrbóta. Með íslensku hlómsveitinni hafa leikið 122 hljóðfæraleikarar en mik- il hreyfing á hljóðfæraleikurum kom til af því að það unga fólk sem Hér eru saman komnir þrír af fjórum stjórnarmönnum hljómsveitarinnar: Ás- geir Sigurgestsson, Guðmundur Emilsson, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, og Sigurður Ingvi Snorrason. Fjarverandi var dr. Þorsteinn Hannesson, veðurtepptur í Hvalfirði eða á Akranesi. lék með hljómsveitinni var ýmist á leið til framhaldsnáms erlendis eða nýkomið heim frá námi og í leit að föstum störfum í höfuðborginni eða á landsbyggðinni. Hafi fólki því þótt Islenska hljómsveitin kærkominn áningarstaður meðan það hugsaði ráð sitt. Nú hefur hópurinn um kjarna hljóðfæraleikara íslensku hljómsveitarinnar hins vegar þést og flestir þeirra sestir að fyrir fullt og altt. Tónleikaröðin Námur sem áður er getið fjallar um tiltekið brot úr ís- landssögunni, ýmist stóratburði eða daglegt líf, söguhetjur eða almúga- fólk. Ljóðskáld, tónskáld og mynd- listarmenn beina sjónum að þjóðar- arfinum á öld sterkra erlendra menn- ingaráhrifa. Listaverkum þeirra er ætlað að túlka óblíða náttúru lands- ins og glímu mannsins við hana og sjálfa sig. Þegar er hafin gerð mynd- bandsþáttar um ,,Námur“ og að- draganda þeirra og undirbúningur hafinn að útgáfu myndskreyttrar bókar um verkin og listamennina er við sögu koma. Auk þess sem ráð- gert er að gefa út hljóðritanir af tón- verkunum stendur til að efna til sýn- ingar á myndverkunum í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Með,,Nám- um" er lögð sérstök áhersla á virkan stuðning almennings og menning- arstofnana við listsköpun í landinu um leið og vakin er athygli lista- manna á þjóðlegum menningararfi. Samhliða tónleikaröðinni mun ný- stofnaður Strengjakvartett íslensku hljómsveitarinnar halda tónleika á hennar vegum. Með því að falast eftir og flytja einungis íslensk tón- verk hefur Islenska hljómsveitin ekki aðeins sérstöðu hér á landi heldur munu þess fá dæmi í öðrum löndum að hljómsveit geri hvort tveggja: falist eftir nýjum tónverk- um eigin þjóðar og sérhæfi sig í flutningi þeirra. MYNDLIST Eins og dagbókarbrot Að koma á sýningu Rögnu Her- mannsdóttur í Nýlistasafninu er einna líkast því að manni sé unnt að stíga inn í dagbók og hann fái að svipast um í henni um stund. Eða kannski fær maður rétt að líta á dagbókarblöðin. Allt sem maður sér verður honum kært, ef hann kann að meta einlægni myndanna eða einlægni yfir höfuð, ef hann er fær um að sjá í mynd, hvernig hún er unnin af alúð. Alúðin er í litun- um, alúð er í myndefninu. A heild- ina litiö er hún andvarp að fengnu frelsi. Stundum jaðrar sýningin við það að vera brot úr ævisögu. En til þess að hún væri það alveg vantar ýmislegt í hana, eins og Ijósmynd- ir, persónulega hluti og verk sem hafa varað aðeins andartak. Hér á ég við svo nefnda performansa. Ragna hefur lagt stund á allt þetta, fyrst feimnislega, eins og í huga hennar væru fyrir ótal bönn, en núna er hún miklu frjálsari. Hún hefur stungið sér af alvöru gegn- um bréfvegginn út í frelsið. Aldur- inn ýtir oft undir frelsi mannsins. Myndir hennar eru ekki beinlín- is í barnslega stílnum, en þær jaðra stundum við að vera það. En hún býr yfir of mikilli tækni og hefur lært það mikið í skóla, lík- lega á síðustu árum, eftir að hún hlaut fullan andlegan þroska, að myndir hennar hafa orðið beinlín- is vitsmunalegar, bæði hvað varð- ar táknmál og myndbyggingu. Sem dæmi um þetta eru tvær myndir, tréristur, í efri salnum. í þeim eru bæði táknrænt samhengi og endurtekning forma og lita. En til að draga athyglina frá samræð- inu sem í verkunum býr eru þau ekki látin standa saman. Önnur myndin heitir Eyland og er númer 10, en hini heitir Jökull og er núm- er 14. í jöklinum er kona með hvít- voðung, en í eylandinu er gríma manns. Saman eru myndirnar skírskotun, eflaust hvort tveggja til ættlands og ástar. En oftast eru myndir Rögnu bara myndir fyrir augað og vísa ekki út af fyrir sig til hugmynda- fræði, mannsandans yfir höfuð, bóka eða tákna. Hún hefur aðgreint þörf sína fyrir bækur og tákn og búið til bækur með lesefni, það er að segja ljóðum sem eru fremur sögð en þau séu beinlínis ort. Ljóðin eru ekki felld inn í laust mál í texta. Þau eru sum á ensku. í íslenskum skáldskap var algengt að felláljóð inn í óbundið mál, síðan hvarf slíkt og þótti sveitalegt, en þegar farið var að fella ljóð inn í laust mál á ný í skáldsögum voru þau yfir höfuð ort á ensku ellegar dægurlög, eins og tíðkast í sögum Péturs Gunn- arssonar og Einars Kárasonar. En Ragna lætur ensku ljóðin sín vera innan um fífla, til að gefa í skyn að safi þeirra sé eins og fíflamjólk. Ragna er fædd í Bárðardalnum, sem er fegursti dalur landsins, nema Svarfaðardalurinn sé fríðari en hann — ef marka má ljóð ann- arrar skáldkonu og sönginn sem er sunginn oft sem síðasta lag fyrir fréttir. Hugrúnir þessara skáld- kvenna virðast ekki fara alltaf saman í ljóðlistinni. En ég get ekki lýst hér hver er munur á myndvísi þeirra. En ég hugsaði stíft um það, hvaða hugrúnir er Ragna Her- mannsdóttir að mála? Líklega lok- ar hún «kki augunum og sér myndirnar fyrir sér áður en hún málar þær. Líklega opnar hún ekki augun til hálfs, rétt rifar þau, meðan hún færir þær eins og í draumi á myndflötinn. Líklega byrjar hún bara að mála og lætur höndina ráða að mestu leyti, þótt hún fái örlitla leiðsögn frá hugan- um. Af þessum sökum eru mynd- irnar afar skrautlegar. Stundum eru þær eins og veggfóður, eða svo virðist vera, þótt það sé ekki alltaf rétt. Eftir því sem ég best fæ séð eru sumar blómflétturnar komnar talsvert breyttar úr kín- verskum silkimálverkum. Ég veit það ekki nákvæmlega. En þær falla að öðru efni eða formum verkanna, þannig að verkin verða í ætt við samklippur. Og svo eru eftir Guðberg Bergsson þarna hreinar samklippur. List Rögnu Hermannsdóttur er sérkennileg og alþýðleg. Hún mál- ar ekki beinlínis ömmumálverk, en sum jaðra við að vera þess eðl- is. Við eigum ekki marga málara sem mála þannig, en við mættum gjarna eiga miklu fleiri. I slíkri myndlist er einhver ástríða, sem er ekki til hjá ungu fólki, einhver forvitni og áhugi á lífinu. Og efnið er einlægt og kemur að innan, frá rammíslenskum og bældum ást- ríðum. Ég var einu sinni sem oftar staddur í Louvresafninu í París og fann þá hina sérkennilegu ná- lægð, sem bendir örugglega til þess að einhver íslendingur hljóti að vera skammt undan, týndur í mannfjöldann. Svo ég svipaðist um, vantrúaður á dulræna reynslu mína og skynjun. En þarna var þá Ragna Hermannsdóttir að rýna í málverk. Ég þekkti hana aðeins í sjón og ég gaf mig ekki að henni. Að sjálfsögðu skynjaði hún ekki nærveru mína, svo niðursokkin var hún við að skoða. Svona eiga listamenn að vera, hugsaði ég og gekk burt, sár yfir að ég fann betur fyrir mannlegri nálægð en málverkum. En snilld er í því fólgin að vera jafn næmur á mann og list — og ofur lítillátur gagnvart hvorutveggja. FORLAGIÐ sendir frá sér með haustinu Kvœdi og söngva 1917-1956 og er þar um ljóð þess kunna þýska skálds Bertholds Brecht að ræða. Brecht er reyndar fyrst og fremst kunnur hérlendis af leikritum sínum og er þessi bók hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi, þar sem ljóðaunnendum gefst kostur á að kynnast ljóðagerð hans í miklum mæli. Alls eru það 16 þýðendur sem hafa lagt hönd á plóg við gerð þess- arar bókar og má þar nefna Halldór Laxness, Þorgeir Þorgeirsson, Þor- stein frá Hamri, Sigfús Dadason og Þórarin Eldjárn. Sá sem mestan heiður á þó er Þorsteinn Þorsteins- son, en hann hefur þýtt flest ljóð og annast að auki útgáfuna. Eins og nafnið á bókinni ber með sér eru þarna bæði stök ljóð og einnig safn söngva úr leikritum Brechts. ENN FRÁ FORLAGINU. Þorgeir Þorgeirsson, sá ötuli þýð- andi, hefur á vegum útgáfunnar þýtt bók Williams Heinesen, höfuð- skálds Fœreyinga, Töfralampann. Þorgeir hefur eins og mönnum er kunnugt verið óþreytandi að snara verkum Heinesens á íslensku og lætur nærri að allt hans höfundar- verk sé til á okkar tungu. Þessi bók, sem Heinesen skrifaði hálf-nírœdur, dregur nafn sitt af sýningarvél sem var ein af fjölmörgum fyrirrennur- um kvikmyndavélarinnar, en sagan heitir á frummálinu, dönsku, Laterna Magica. Bókin er eins kon- ar kveðjukonsert í myndum og sem siíkur afar heillandi, þar sem allur heimurinn er lagður undir, þrátt fyr- ir að sem fyrr sé það færeyskt líf og lifnaðarhættir sem blasa við á yfir- borðinu. GALLERÍ BORG stendur fyrir tveimur sýningum um þessar mundir. í sal gallerísins við Austur- völl sýnir Anna Gunnlaugsdóttir, sú sýning opnuð reyndar í dag kl. 17.00. Anna sýnir olíuverk, unnin á pappír og striga. Anna stundaði nám við MHÍ og síðan framhalds- nám í Frakklandi, en að auki hefur hún einnig stundað nám í auglýs- ingateiknun og unnið sem slíkur. Þetta er hennar fyrsta einkasýning. Sýningin stendur til 29. september. í salnum í Austurstræti 10 stendur hinsvegar yfir sýning á verkum fjölda listamanna og heitir sýningin Madurinn og umhverfi hans. Meðal sýnenda eru Gunnar Örn, Daöi Guöbjörnsson, Einar Hákonarson, Magnús Kjartansson og Haukur Dór, auk margra fleiri. Myndirnar á sýningunni eru til sölu og hanga uppi til 23. september. DIE HOREN heitir þýskt bók- menntatímarit og var 3. hefti síðasta árgangs helgað íslenskum bók- menntum eftir seinni heimsstyrjöld. Ritið var prentað í 5500 eintökum og seldust þau upp á skömmum tíma. Er það fremur sjaldgæft á þýskum bókamarkaði, sem ekki er jafn bókmenntasinnaður og hann er stór. Enn fátíðara er þó að tímarits- hefti af þessu tagi séu endurprentuð, en vegna mikillar eftirspurnar ákváðu útgefendur ritsins í sumar að gefa það út aftur, þessu sinni í 2000 eintök. Um svipað leyti og ís- landsheftið kom út endurprentað kom út 2. hefti ’87 af ,,die horen" (ritið kemur út ársfjórðungslega) og flutti sýnishorn skáldskapar frá hin- um Norðurlöndunum. Upphaflega var ekki áætlað að ísland flyti með í Norðurlandaheftinu, en vegna þess hve íslandsheftið hafði hlotið góðar móttökur var ákveðið að hafa í því íslenska „deild", og lauk svo að hún Víu-ð tæpar 30 síður. Auk grein- ar um hreyfilistar-bræðurna Hauk og Hörö Haröarsyni og grafíkmynd- ar eftir Ragnheiöi Jónsdóttur birtast þar þýdd ljóð eftir Guöberg Bergs- son, Einar Braga, Stefán Hörö Grímsson, Þorstein frá Hamri, Snorra Hjartarson, Sigurö A. Magn- ússon, Baldur Óskarsson, Hannes Pétursson og Steinunni Siguröar- dóttur. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.