Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 23
Rúrik Haraldseon í hlutverki Rómúlusar. Lárviðarsveigurinn, öðru fremur tákn hinnar keisaralegu dýrðar, orðinn blað-
fár. (Mynd: Grímur Bjarnason, Þjóðleikhúsið.)
Mikill maður Rómúlus
Fyrsta frumsýning vetrarins hjá Þjóðleikhúsinu
Þjóðleikhúsid frumsýnir á laugar-
dagskvöldid fyrsta verkefni þessa
leikárs, en það er Rómúlus mikli
eftir Svisslendinginn Friedrich Durr-
enmatt. Leikstjóri verksins er Gísli
Halldórsson en með titilhlutverkið
fer Rúrik Haraldsson. Leikritið segir
fráRómúlusikeisaraRómarríkis, en
hann varsíðasti keisari heimsveldis-
ins, og um leið frá síðustu valdadög-
um hans og þeirra sem honum
fylgdu að málum.
Þetta er stór og viðamikil sýning
og í henni koma fram margir leikar-
ar. Eins og fyrr segir fer Rúrik Har-
aldsson með aðalhlutverkið. Sigur-
veig Jónsdóttir leikur konu hans,
keisarafrúna, og Lilja Þórisdóttir
leikur dóttur þeirra hjóna. Aðrir
sem nefna má til sögunnar eru t.d.
Flosi Ólafsson, sem leikur innanrík-
isráðherrann, Gunnar Eyjólfsson
sem leikur keisara aust-rómverska
ríkisins, sem kemur til Rómúlusar í
leit að hæli sem pólitískur flótta-
maður. Baldvin Halldórsson og Árni
Tryggvason leika herbergisþjóna
Rómúlusar, Sigurður Skúlason leik-
ur hermarskálkinn, Karl Ágúst Úlfs-
son leikur hermann, Magnús Ólafs-
son fer með hlutverk buxnagerðar-
meistara sem býðst til að bjarga rík-
inu með peningum sínum. Að auki
má nefna þá Arnar Jónsson, Jóhann
Sigurðarson, Benedikt Árnason og
Þórhall Sigurðsson.
Eins og fyrr var nefnt gerist leik-
ritið á síðustu valdadögum Rómúl-
usar keisara. Germanir sækja að
ríki hans og hermenn falla unnvörp-
um fyrir föðurlandið. Rómúlus er
hins vegar hinn rólegasti og hefst
ekkert að til að bjarga ríki sínu —
mönnum sínum til mikillar mæðu.
Hann hugsar einvörðungu um mat-
inn sinn og hænsnin sem hann rækt-
ar, enda kemur í ljós að hugmyndir
hans um keisaradæmi og heims-
veldi eru aðrar en títt er um menn í
valdastöðum á borð við þessa.
Verkið er einskonar blanda af hár-
beittu gamni, ádeilu og um leið
djúpri alvöru, þar sem höfundur
Ieggur allan heiminn undir, þrátt
fyrir að á yfirborðinu segi leikritið
frá þessum forna keisara hins mikla
rómverska heimsveldis. Skírskotan-
ir höfundarins til sögunnar og ná-
innar samtíðar eru augljósar og um
leið verður meginviðfangsefnið í
sjálfu sér tímalaust.
Sem fyrr segir er frumsýningin
þann 19da þessa mánaðar og með
henni hefst leikárið hjá leikhúsinu,
en óhætt er að segja að margt væn-
legt eigi eftir að fylgja í kjölfarið
þegar lengra líður á veturinn.
-kk
DJASS
Bræöingur, rokk og pönk
Það var mikið fjör í Hollywood
fimmtudagskvöldið 3. sept. Þá
dreif þar að hið ólíkasta fólk enda
tónlistin fjölbreytt: bræðingur,
rokk og pönk. Þar léku kvintett
Björns Thoroddsen, Óðmenn og
Sykurmolarnir að ógleymdum
Halldóri Pálssyni, saxófónleikara,
sem lengi hefur verið búsettur í
Svíjsjóð.
Eg er ekki frá því að þetta sé
besta hljómsveit sem gítarleikar-
inn góðkunni Björn Thoroddsen
hefur boðið okkur að hlýða á.
Sjálfur þenur hann gítarinn,
Gammafélagi hans Stefán S. Stef-
ánsson blæs í saxófón, Kjartan
Valdimarsson, er numið hefur við
Berkeley í Boston, var við hljóm-
borðið og Mezzodrengirnir Jó-
hann Ásmundsson og Gunnlaug-
ur Briem á bassa og trommur.
Tónleikarnir hófust á Draumi
Bjössa, sem er einskonar kynning-
arlag hans, og síðan var leitað
fanga í Björn Thoroddsens
samlede værker". Einn ópus af
nýju kvartettplötunni, Fönkið í
bænum, hljómaði mun betur
þarna en á skífunni, rýþminn
kraftmeiri og blástur Stefáns með
ágætum. Svo kom Halldór Pálsson
á sviðið og blés ísbrjótssömbuna
hans Bjössa fyrst en síðan ballöðu:
All of You eftir Cole Porter. Það
gerði hann með slíkum ágætum
að lengi verður munað þó undir-
leikurinn hefði mátt vera ögn
mildari: þetta var ballaða en ekki
fönkópus. Ég hef ekki heyrt í Hall-
dóri í rúman áratug og hann hefur
eflst og þroskast í list sinni frá því
hann hélt utan, þó minnst fengi
maður að heyra þarna. Halldór
þyrfti að blása eitt kvöld með
gömlu félögunum úr Jazzklúbbi
Reykjavíkur.
Þegar Björn og félagar höfðu
lokið leik sínum var komið að Óð-
mönnum. Framúrstefnugrúppan
gamla er farin að láta á sjá sem
vonlegt er, enda gítarleikarinn
Finnur Torfi Stefánsson búinn að
leggja hljóðfærinu og strýkur í
þess stað fiðlu og hittir því ekki Jó-
hann G. og Ólaf Garðarsson í tón-
leik á síðkvöldum. Það var gaman
að heyra þá í Cream-skapi í blús-
um meistaranna: Crossroads eftir -
Robert Johnson og I’m So Glad
eftir Skip James. Svo bættist Hall-
dór Pálsson í hópinn og léð sveit-
inni atvinnumannayfirbragð. Það
var dálítið gaman að frjálsa spun-
anum hjá þeim í lokin. Finnur
Torfi upplýsti að stundum hefðu
Óðmenn spunnið frjálst og látið
tóntegundir og form lönd og leið.
Ég man ekki til þess að íslenskir
djassleikarar hafi leikið frjálst á
þessum árum (frekar en í dag), svo
þarna voru hinir sönnu fulltrúar
„avantgardsins" í íslenskri rýþma-
tónlist komnir fram í sviðsljósið.
Sykurmolarnir voru síðastir á
dagskrá og trúir stefnu sinni; aðal-
atriðið er ekki að geta það heldur
gera það, blés Einar Örn í trompet-
inn. Og það furðulega gerðist:
honum tókst að lyfta afmælinu
með blæstrinum: það sem ég man
best af Sykurmolasúpunni er þessi
trompetblástur svo og trommu-
leikur Sigtryggs.
í minningu
Sveins Ólafssonar
Sveinn Ólafsson, saxófónleikari
og lágfiðluleikari, er allur. Með
honum er genginn góður drengur
og tónlistarmaður; sagnasjór og
húmoristi. Sveinn var í hópi fyrstu
Islendinga er léku djass — svo
stutt er saga þeirrar tónlistar hér-
lendis. Hann fæddist á Bíldudal ár-
ið 1913 og flutti til Reykjavíkur
1926. Á fiðlu lærði hann hjá Þór-
arni Guðmundssyni og á saxófón
hjá Jack Quinet, sem var þá með
hljómsveit á Hótel Borg. Sveinn
lék fyrst með Árna Björnssyni á
Hótel Birninum í Hafnarfirði árið
1933, ári síðar leikur hann í Iðnó
með Aage Lorange. 1936 leikur
hann í hljómsveit Rosburrys á Hót-
el Borg og síðan með Carl Billich
á Hótel íslandi þar til hann heldur
til Danmerkur 1938. Þá var með
honum í för Vilhjálmur hertinn
Guðjónsson, en þeir voru einna
helstir íslenskra djassleikara þar til
Gunnar Ormslev og unga kynslóð-
in komu til sögunnar. Heimkomn-
ir léku þeir í hörkubandi á Borg-
inni sem Jack Quinet stjórnaði.
Þar léku einnig Þórir Jónsson, Jó-
hannes Eggertsson og Páll Dal-
man, hörku trompetisti vestur-ís-
lenskur.
Sveinn hélt aftur til Danmerkur
1946 að læra meira í lágfiðluleik
og þar heyrði hann Don Redman-
bandið og hitti Don Bayas, sem
blés í þessum mjúka og volduga
hawkinsstíl eins og Sveinn.
Sveinn lék í Útvarpshljómsveit-
inni og allt frá stofnun Sinfóníunn-
ar strauk hann þar fyrstu lágfiðlu.
Ég heyrði Svein blása eitt kvöld
fyrir nokkrum árum á Hótel Sögu.
Jazzklúbbur Reykjavíkur var þar
með tónleika og Sveinn leit inn
með saxófóninn eftir að hafa leik-
ið með Sinfóníunni. Enn var tónn-
inn mikill og breiður — þeir
gleymdu aldrei blæstrinum kapp-
arnir sem ólust upp fyrir daga raf-
væðingarinnar. Sem betur fer var
blástur hans hljóðritaður og má
heyra hann í þættinum Sveiflunni
á rás 2 nk. mánudagskvöld.
Sveinn var heiðursfélagi Jazz-
sambands íslands ásamt Jóni Múla
Árnasyni og að leiðarlokum færa
íslenskir tónlistarunnendur hon-
um þakkir fyrir ómetanlegt fram-
lag til íslenskrar tónlistarsögu.
Friedrich
Diirrenmatt
Friedrich Durrenmatt (f. 1921) er
heimsþekkt leikritaskáld, en hefur
einnig og ekki síður fengist við
skáldsagnagerð og smásagna.
Rómúlus mikli var fyrsta verkið sem
vakti á honum athygli utan heima-
landsins, Sviss, en það skrifaði hann
árið 1956. Aður hafði hann skrifað
fjölda verka og var orðinn vel virtur
heima fyrir.
Dúrrenmatt er af prestaættum og
á háskólaárum sínum lagði hann
m.a. stund á guðfræði, þó meginvið-
fangsefni hans væru heimspeki og
bókmenntir. Hann komst einhverju
sinni svo að orði um sjálfan sig að
hann væri rótslitinn mótmælandi
sem dáðist að trú því hann hefði
sjálfur glatað henni. Skilningur á
verkum hans byrjar því í þeim
punkti að lífssýn hans byggist á guð-
fræði undir sterkum áhrifum frá
Kirkegaard og Kafka, sérstaklega í
upphafi ferilsins. Öndvert við
Brecht, sem trúði á skynsemi
mannsins og gæsku og þannig á
möguleikann á breyttu samfélagi,
heldur Dúrrenmatt því fram að
heiminum verði ekki breytt. Heim-
ur Dúrrenmatts er ófreskja sem
menn verða að sætta sig við en
mega aldrei láta undan. Hann lítur á
mannkynið sem misheppnaða til-
raun af hálfu guðs og heldur því
fram að ást guðs sé alls ekki nægjan-
leg til að bjarga heiminum, það sýni
núverandi ástand.
í greinum sínum um leikhúsið hef-
ur Dúrrenmatt gefið leikritun sinni
heitið tragíkómík. Hið tragíska er
örlög mannsins og um leið aðstæð-
ur hans — kómíkin kemur fram þeg-
ar hann reynir, án árangurs, að flýja
örlög sín með nýjum, en misheppn-
uðum áætlunum og framkvæmd-
um. Segja má að allt þetta komi
fram í Rómúlusi mikla, sem ætti þar
af leiðandi að gefa góðan þverskurð
af hugarheimi Friedrichs Dúrren-
matt.
Ung nordisk
musik
Fimmiudagur 17. sept.
Tónlistarskólinn í Reykjavík,
kl. 16.30
Flutt verða verk eftir Ari Vakkil-
ainen, Fleming Hansen, Atla lng-
ólfsson, Melin frá Svíþjóð og Schatt-
hun frá Noregi. Guðni Franzson leik-
ur á þessum tónleikum verk Atla
fyrir einleiksklarinett og tekur þátt
i flutningi verksins eftir Hansen,
Fimmtudagur 17. sept.
Menntaskólinn v/Hamrahlíð
kl. 20.30
Verk eftir Kahrs, Koskinen, Isaks-
son, Engström, Tryggva M. Bald-
vinsson og Strubbe-Tegelbjærg.
Slagverkið verður áberandi á
þessum tónleikum, er i aðalhlut-
verki í þremur verkum af 6.
Laugardagur 19. sept.
Skálholt kl. 17.00
Einskonar grand finale músíkhá-
tíðarinnar. Robert Aitken, heims-
þekktur kanadískur flautuleikari,
leikur fjögur verk fyrir flautu. Síðan
leikur György Geiger trompetleik-
ari einleik með strengjasveit músík-
hátíðarinnar verk eftir ungverska
tónskáldið László Dubrovay, Con-
certo no. 3. Stjórnandi verður Mark
Reedman.
HELGARPÓSTURINN 23