Helgarpósturinn - 17.09.1987, Síða 24

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Síða 24
LISTVIÐBURÐIR Árbæjarsafnið Opið 12.30 til 18.00 laugardaga og sunnudaga út september. Frá 1. október opið eftir samkomulagi. Ásgrimssafn, Bergstaöa- stræti 74 Opið alla daga nema laugardaga frá 13.30 — 16.00. Yfir stendur sumar- sýning á úrvali verka Ásgríms Jóns- sonar. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið daglega frá 10—16. FÍM-salurinn v/Garöastræti: Félagar úr SÍM sýna verk sín á sam- sýningu sem haldin er til að afla fé- laginu fjár. Gallerí Borg <■ Yfir stendur samsýning í Austur- stræti 10 og v/Austurvöll opnar Anna Gunnlaugsdóttir sýningu í dag. Flennar fyrsta einkasýning sem stendur til þess 29. Gallerí Hallgerður Kristján Kristjánsson sýnir klippi- myndir. Gallerí Gangskör Frjálst upphengi meðlima gallerís- ins. Opið frá 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Gallerí Grjót Samsýning aðstandenda. Málverk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl. Gallerí Svart á hvítu Helgi Þorgils Friðjónsson opnar á föstudagskvöldið sýningu á vatns- litamyndum og grafík, sem stendur til 20. sept. Gallerí Langbrók Textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað- ur o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Gallerí Vesturgata 17 Sumarsýning Listmálarafélagsins. Margir af okkar fremstu málurum með sölusýningu á verkum sínum. Opið virka daga frá 9—17. Hafnargallerí Guðbjörg Hjartardóttir sýnir oliu- málverk. Kjarvalsstaðir Til 20. sept. sýna Helgi Þorgils Frið- jónsson, Septem-hópurinn og Eydís Lúðviksdóttir. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16.00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—17. IMorræna húsið Vilhjálmur Bergsson sýnir málverk, vatnslitamyndir og teikningar út mánuðinn. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Ragna Hermannsdóttir sýnir bækur, grafík, málverk og klippimyndir til 27. sept. Mokkakaffi Gunnar Kristinsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni frá 11. sept. til 9. okt. KVIKMYNDAHÚSIN Strindberg í Iðnó Faðirinn, eitt þekktasta verk Strindbergs, á fjölunum í leikstjórn Sveins Einarssonar Fyrsta frumsýning vetrarins hjá Leikfélagi Reykjavíkur veröur hiö margfrœga leikrit Strindbergs, Faö- irinn. Verkiö veröur frumsýnt þann 22. september, leikstjóri er Sveinn Einarsson, fyrrum Þjóöleikhússtjóri og leikhússtjóri í lönó, en þetta er fyrsta verkiö sem hann leikstýrir í Iönó í 14 ár. Faöirinn er án efa eitt frœgasta verk Strindbergs, byggt á persónulegri reynslu hans, og hefur í gegnum tíöina oröiö tilefni til mik- illa bollalegginga og athugana, jafnt lœröra sem leikra. Með helstu hlutverk í sýningunni fara þau Sigurður Karlsson, sem leikur höfuðsmanninn, Ragnheiður Elfa Arnardóttir, sem leikur konu hans, og ef undirritaðan brestur ekki minni eru ekki ýkja mörg ár síðan hún fór með hlutverk Fröken Júlíu sama höfundar. Dóttur þeirra leikur Guðrún Marinósdóttir, sem síðastliðið ár lék hjá LA, Jakob Þór Einarsson leikur lækninn, prestinn leikur Jón Hjartarson, Sæla leikur Hjálmar Hjálmarsson, snöfurlegur Dalvíkingur sem útskrifaðist úr leik- listarskólanum síðastliðið vor. Skó- sveinninn er í höndum Valdimars Flygenring og fóstruna leikur Guð- rún Þ. Stephensen, en hún leikur þarna gestaleik hjá Iðnó eftir að hafa verið fjarverandi í 14 ár. Flestum ber saman um að verkið sé að mestu byggt á persónulegri reynslu Strindbergs, enda stóð hann í skilnaði við Siri von Essen, ieik- konuna þekktu, þegar hann skrifaði verkið. Strindberg hefur lengi verið talinn einn mesti kvenhatari sem sett hefur staf á blað og í þessu leik- riti kemur fram ýmislegt sem rennir undir það stoðum. Strindberg hat- aðist við von Essen þegar þarna var komið sögu, auk þess sem hann átti í heilögu stríði við allt sem kallast gat femínismi á þessum tíma. Leik- ritið snýst að mestu um samsæri sem höfuðsmaðurinn telur að kona hans sem og fóstra séu að gera gegn honum, svo að hann geti ekki notið eðlilegra samvista við barn sitt. Menn hafa skrifað um þetta ástand karlhetjunnar langar og lærðar rit- gerðir og sett fram ýmsar kenning- ar og dregið af þessu líkingar. Ein sú frumlegasta og jafnframt skemmti- legasta er að hann sé eins og sæðis- fruma sem er að reyna að brjótast fram og út úr þeirri skurn sem kon- urnar hafa hlaðið í kringum hann. Faðirinn er harmleikur í klassískri merkingu þess orðs og í honum fer fram kröftug umræða um efni sem eiga fullt erindi til fólks nú á tímum, ekki síður en þegar leikritið var skrifað; um stöðu og eðli hjóna- bandsins, vald föðurins og rétt hans gagnvart rétti móðurinnar. Um hreinskilni, tortryggni og tortím- ingu. Það er Þórarinn Eldjárn sem hef- ur gert þýðinguna, um lýsingu sér Árni Baldvinsson, leikmynd og bún- inga gerir Steinunn Þórarinsdóttir og leikstjóri er sem fyrr segir Sveinn Einarsson. ★★★★ Btáa Betty (Betty Blue) Sýnd kl. 9 í Bíóborg. Bláttflaueli Blue Velvet). Sýnd kl. 10. í Bíóhöllinni. Herdeildin (Platoon). Sýnd kl. 5 og 9 í Regnboganum. ★★★ Nedanjaröarstödin (Subway). Sýnd kl. 7 og 11 í Stjörnubíói. Tveir á toppnum (Lethal Weapon). Meö Mel Gibson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborg og kl. 9 og 11 í Bióhötl- inni. Óvænt stefnumót (Blind Date). Notalegur húmor í Stjörnubiói kl. 5, 7, 9 og 11. Logandi hræddur (The Living Day- lights). Nýja James Bond-myndin. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhöllinni. Ottó (Otto: Der Film) Endursýnd mynd, full af fyndni og skemmtileg- heitum. Sýnd íd. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15 í Regnboganum. Villtir dagar (Something Wild) Bráðskemmtileg mynd sem er í senn spennandi og fyndin. Ærslafull. Sýnd kl. 3, 5,7,9og 11.15 í Regnbog- anum. ★★ Valhöll. Barna- og fjölskyldumynd í Laugarásbíói kl. 5, 7, 9 og 11. Wisdom. Hasarmynd. Sýnd kl. kl. 5 og 9 í Stjörnubíói. Sérsveitin (Extreme Prejudice). Plottiö spillir fyrir annars ágætri spennumynd. Kl. 5, 7 og 11.05 í Bíó- borg. Vild'ðú værir hér (Wish you were here). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboganum. Geggjað sumar (One Crazy Sum- mer). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöll- inni. Hvererég (Square Dance). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Svarta ekkjan (Black widow). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborg. ★ Rugl iHollywood. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Ginan (Mannequin). Gamanmynd. Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15 í Regnbog- anum. Superman Þaö hljóta aö vera ein- hver takmörk. Sýnd kl. 5 og 7 í Há- skólabíói. O Lögregluskólinn 4 Langþreytt grín- mynd í Bíóhöllinni kl. 5 og 7. NÝJAR Hinn útvaldi. (White of the Eye). Spennumynd í Háskólabíói kl. 9 og 11.05. Geimskólinn. (Space Camp). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Sannar sögur. (True Stories). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhúsinu. Herklæði Guðs. (The Armour of God). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboganum. ★ ★ framúrskarandi ★ ★ mjög góö ★ ★ miðlungs ★ þoianleg o mjög vond KVIKMYNDIR eftir Ólaf Angantýsson Af hinum torrœöari kvenskörungum kvikmyndasögunnar Bíóborgin: Black Widow (Svarta ekkjan). ★★ Bandarísk. Árgerö 1987. Framleiöandi: Harold Schneider. Leikstjórn: Bob Rafaelson. Handrit: Ronald Bass. Kvikmyndun: Conrad L. Hall. Aöalhlutverk: Debra Winger, Theresa Russel, Sami Frey, Dennis Hopper, Nicol WUliamsson, James Hong o.fl. Latrodectus mactans er latneska heitið yfir vægast sagt mjög eitr- aða köngulóartegund, sem í al- þýðumunni hefur gegnum tíðina verið nefnd svarta ekkjan. Dregur hún nafn sitt af því, að kvendýrið drepur og étur síðan tiltölulega meinlaust og lítilmótlegt karldýrið að mökun lokinni. Kvikmyndin Black Widow, er okkur gefst þessa dagana að líta í Bíóborginni, fjallar um líf og raunir einnar slíkrar. Hún er að vísu meira en svo verðugur fulltrúi öllu skynigæddari dýrateg- undar fánu þessarar plánetu en að áðurnefndum lystisemdum í engu eftirbátur þessarar stallsystur sinnar úr skordýraríkinu. Hún hef- ur sem sagt lifibrauð sitt af því að koma sér vel við og giftast síðan fjárhagslega vel stæðum einstakl- ingum, sem hún af mikilli list og kænsku kemur fyrir kattarnef eftir að hún hefur tryggt sér sinn verð- uga sess í erfðaskrá þeirra. Black Widow er þrátt fyrir vissa vankanta handritsgerðarinnar einkar hönduglega stílfærð hvað sviðsetninguna varðar. Hún er einnig ágætlega leikin og umfram allt með eindæmum fagmannlega kvikmyndaður þriller. Lífsneist- ann sækir hún hins vegar í hina klassísku film noir fimmta og sjötta áratugarins, hvar kvenskör- ungar á borð við Mary Astor í The Maltese Falcon, Ritu Hayworth í The Lady from Shangahi og Simone Simon í Cat People hrærðu svo um munaði upp í karl- veldinu með sköruglegri, fram- göngu sinni og umfram alft hvað karlpeninginn varðaði: illskiljan- legum, svo ekki sé talað um ótíma- bœrum kröfum sínum um per- sónulegt sjálfstæði. Að grimmúðleg örlög þessara klassísku femmes fatales kvik- myndasögunnar ættu meira en svo ærið erindi upp á pallborð kvikmyndahúsagesta eftirstríðsár- anna er ekki svo erfitt að gera sér í hugarlund í dag. Þær þjónuðu einfaldlega sem einskonar var- naglar eða öryggisventlar á það að kvenþjóðin ofmetnaðist nú ekki sökum nýfengins og „tíma- bundins" frelsis, heldur tæki söns- um og hyrfi aftur af vinnumark- aðnum. . . inn á heimilin og allt í þeim tilgangi að rýma til fyrir karl- peningnum, sem um þessar mundir var að snúa aftur heim af vígvöllunum. Hitt er svo öllu tor- ræðara hvaða erindi hún á við okkur í dag þessi vofa aftan úr forneskju kvikmyndasögunnar, sem í seinni tíð og í sífellt auknum mæli hefur tekið að ryðja sér til rúms á hvíta tjaldinu á ný. Það at- hyglisverða við Black Widow er aukinheldur að söguhetjan, sem fengin er til að temja skassið, ef svo má að orði komast, heitir ekki lengur Humphrey Bogart og það- an af síður Clark Gable. í þess stað er það einvörðungu á færi öllu rétttrúaöri kynsystur frúarinnar svörtu að um síðir koma fyrir hana vitinu og snúa henni frá villu síns vegar. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.