Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 25
FYRSTU tónleikar Tónlislarfé- lagsins í Reykjavík voru haldnir á laugardaginn var. Tónleikahald fé- lagsins hófst fyrir 55 árum og hafa tónleikar jafnan verið haldnir í Aust- urbœjarbíói. Það var kanadíski flautusnillingurinn Roberl Aitken sem reið á vaðið og fékk til liðs við sig þrjá íslenska strengjaleikara, Gerdi Gunnarsdóltur, Helgu Þórar- insdóttur og Noru Kornblueh. Eftir því sem fregnir herrna gekk ekki eins vel og til stóð að halda tónleik- ana í Austurbœjarbíói, sem heitir reyndar alls ekki því nafni lengur. Blái salurinn í Bíóborginni reyndist bara alls ekki til þess fallinn að spila í honum og skundaði því öll hersing- in, tónleikagestir og spilarar, yfir í Langholtskirkju þar sem tónleikarn- ir fóru hið besta fram. Næstu tón- leikar sem Tónlistarfélagið stendur fyrir verða svo að einum mánuði liðnum, þann 10. október, og það verður enginn annar en Kristján Jóhannsson sem syngur við undir- leik Láru Rafnsdóttur. Nú er bara spurningin upp á hvaða hús heims- tenórnum verður boðið. NÝTT LEIKHÚS fer í gang um mánaðamótin október-nóvem- ber, eftir því sem HP hefur heyrt. Það munu vera þrír ungir leikarar sem standa fyrir þessu í samvinnu við Veitingastaðinn Hornið, en meiningin er að leika í Djúpinu, kjallara Hornsins. Þessir ungu fram- takssömu leikarar eru þeir Stefán Sturla Sigurjónsson og Hjálmar Hjálmarsson, sem útskrifuðust báð- ir úr leiklistarskólanum síðastliðið vor, og með þeim er Guðjón Sigur- valdason sem var við leiklistarnám í Bretlandi, en hefur enn ekkert leik- ið hér heima. Ekki er enn ljóst hvaða leikrit þeir félagar ætla sér að setja upp, en HP hefur heyrt að það verði ekki af verri endanum. SMEKKLEYSA SM. efnir til skemmtikvölds í Casablanca í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22.00. Skemmtikvöld Smekkleysu eru nafntoguð, enda hvergi til skemmt- unarinnar sparað, ekki nú frekar en endranær. Aðalnúmerið verður hljómsveitin Sykurmolarnir en einnig koma fram tvær sveitir úr yngri kantinum; Bleiku bastarð- arnir og Bootlegs. Heiðursgestur verður Johnny Triumph. Hann hefur farið sigurför um norður- strandir Grœnlands og leikur á Luft- gítar. Að venju kemur fram Ijóð- skáldið Jóhamar, hann mun kynna nýja ljóðabók sína, Leitina að spojing. Ekki er ljóst hvort Smekk- leysa afhendir verðlaun að þessu sinni, en eins og menn muna hefur félagsskapurinn tvisvar afhent Smekkleysuverðlaunin svokölluðu þeim sem skarað hafa fram úr í smekkleysu og bruðli. Þeir sem fengu verðlaunin voru Hrafn Gunn- laugsson og Jakob Magnásson. Einhver djöfulgangur og vitleysa munu samt verða höfð uppi, þó ekki verði verðlaun veitt. BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 1 9 Fjölhæfar Sterkar Fallegar Endingargóðar 2 ára ábyrgð Sendum í póstkröfu Heildsala - smásala © 91-84779 Texas Instruments reiknivélar og tölvur Tölvusalan hf. Suðurlandsbraut 20 býður nú fjölbreytt úrval af Texas Instruments vasareiknivélum jafnt fyrir háskóla sem grunnskóla. ÚTSÖLUSTAÐIR: Tölvusalan hf. Suðurlandsbraut 20 Bókabúð Braga v/Hlemm Penninn Hallarmúla >' >j 'r: ’ :-T 5 Þar sem fagmennska og gott hráefni fara saman — verður árangurinn. . . VERTG VELKOMINN NK i i %p§ f [""T- ■■ j*»m....:..-. ■mui ■-■■-asa@s rcmisi&msmm ítur matur í hádegí fyrir einstaklinga og fyrirtæki HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.