Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 26
ERLEND YFIRSÝN
eftir Magnús Torfa Ólafsson.
Stökkbreytingar eydni-
veiru fimmfalt hraðari
en hjá flensuveiru
Arkadía hét hjá Grikkjum til forna sælureitur, þar
sem ríkti samræmi unaðssemda náttúrunnar og göf-
ugs mannlífs. Þangað er heiti sótt á smábæinn Arcadia
í bandaríska fylkinu Flórída. Þar fór fram rétt fyrir síð-
ustu mánaðamót lokaþáttur harmleiks í hrópandi
mótsögn við nafn staðarins. Arcadia í Flórída reyndist
svið fyrir ofstæki, grimmd og illræðisverk.
til karls viö leggangasamfarir er
afar fátítt. Af 40.051 skráðum
eyðnisjúklingi í Bandaríkjunum er
aðeins að finna 17 4 karla sem talið
er að hafi fengið í sig eyðniveiruna
með því móti.
Scheer fréttamanni fannst áber-
andi, hve margir af eyðnisérfræð-
ingum í opinberri þjónustu vildu
Hjón í Arcadia, Ray að nafni,
eiga þrjá drengi, átta, níu og tíu
ára að aldri. Allir eru þeir haldnir
arfgengum kvilla, dreyrasýki, sem
felst í að storknunarefni skortir í
blóð þeirra. Hver skráma getur
orðið slíkum börnum lífshættuleg.
Leitast er við að gera börnin svona
á sig komnum fært að lifa eðlilegu
lífi í leik með jafnöldrum á þann
hátt, að gefa ítrekað í æð storkn-
unarþátt unninn úr blóði annarra.
Eftir að eyðni kom upp varð
ljóst, að menn höfðu í grandaleysi
tekið við blóði frá eyðnisýktum
blóðgjöfum, og það náð að menga
blóðefnabirgðir. Ray-bræðurnir
reyndust meðal þeirra blæðara,
sem fengu í sig eyðniveiruna með
þessu móti. Um leið og nágrannar
frétt,u af eyðnismiti drengjanna,
sem átt hefur sér stað fyrir að
minnsta kosti þrem árum, kom á
daginn að Arcadia Fla. ber síður
en svo nafn með rentu.
Ofsóknir hófust gegn Ray-fjöl-
skyldunni. Hún var hrakin úr söfn-
uði sínum, en þetta gerðist á bibl-
íubeltinu, þar sem boðskapur
ofsatrúarprédikara hefur hvað
mest áhrif. Frá því eyðni varð
kunn hafa þeir margir hverjir
smjattað á, að þarna megi lýður-
inn sjá og þreifa á hefnd almættis-
ins fyrir syndsamlegt líferni. Sam-
kvæmt trú þeirra sem við slíku
gleypa hlaut hörmung Ray-fólks-
ins að vera réttmæt refsing, veitt
fyrir tilstilli æðri máttarvalda.
Næst meinaði skólanefndin í
Arcadia Ray-bræðrunum vist í
barnaskóla bæjarins. Foreldrarnir
fóru í mál til að fá sonum sínum
dæmdan rétt til skólanáms, og
unnu það fyrir alríkisdómstóli. Þá
þyrptust 500 manns saman á fund
í Arcadia til að mótmæla því að
þurfa að láta börn sín sækja skóla
með bræðrunum útskúfuðu.
Sprengjuhótanir voru hafðar í
frammi. Jafnharðan og foreldrarn-
ir komu með drengi sína í skólann
komu bæjarstjóri og menn hans
og hröktu þá brott af skólalóðinni.
Svo gerðist það seint í ágúst, að
reynt var að brenna Ray-fjöskyld-
una inni. Fólkið slapp úr logunum,
en heimili þess brann til ösku. A
slóðum Ku Klux Klan mátti búast
við morði næst, og Ray-hjónin
ákváðu að flýja átthagana með
drengina sína þrjá í leit að griða-
stað.
Mál þetta hefur vakið mikia at-
hygli í Bandaríkunum og orðið til-
efni til aukinnar viðleitni til að
eyða með fræðslu vanþekkingu á
eðli og smitnæmi sjúkdómsins og
móðursýki og grimmd sem af
henni hlýst. Sífellt er líka að koma
fram frekari vitneskja um farald-
ursfræðilegar hliðar þessarar ný-
tilkomnu drepsóttar. Hér verður
getið tveggja niðurstaðna, annarr-
ar uppörvandi, hinnar ógnvekj-
andi.
Ekki er ýkja langt síðan banda-
rísk heilbrigðisyfirvöld létu það
boð út ganga, að hætta væri á að
eyðni breiddist í vaxandi mæli út
fyrir helstu áhættuhópa, samkyn-
hneigða og sprautufíkna. Var því
til sannindamerkis vitnað til
reynslu frá sumum löndum Afríku.
Fyrir nokkru skýrði Robert
Scheer frá því í LosAngeles Times,
að flestir reyndustu eyðnirannsak-
endur teldu þennan boðskap til-
efnislausan. Benda þeir á að stað-
fest tilfelli meðal gagnkyn-
hneigðra eru samkvæmt síðustu
samantekt langtum færri en far-
aldursfræðilegar spásagnir höfðu
gert ráð fyrir. Enda er komið á
daginn að undirstaða reiknilíkans
þeirra er gölluð, nýliðar í hernum,
sem taldir voru utan áhættuhópa,
hafa við nánari skoðun reynst
vera að breiða yfir sprautufíkni
eða samkynhneigð.
Harold W. Jaffe, yfirmaður
þeirra sem fylgjast með faraldurs-
fræði eyðni hjá eftirlitsstöð Banda-
ríkjastjórnar með næmum sóttum
í Atlanta, segist ekki verða var við
neina teljandi fjölgun eyðnismita
hjá gagnkynhneigðum Banda-
ríkjamönnum sem ekki sprauta
sig með fíkniefnum. Byggir hann
einkum á tölum frá Kaliforníu ann-
arsvegar, þar sem samkynhneigð-
ir úr öllum Bandaríkjunum hópast
saman, og af New York-New Jers-
ey-svæðinu, verstu fíkniefnavilpu
á jarðríki.
Sama sinnis er Robert C. Gallo,
sem tók þátt í að greina eyðniveir-
una í fyrsta sinn. „Við höfum enga
ástæðu til að tryllast yfir smiti
milli gagnkynhneigðra. Það tekur
ekki að geisa. Mesta hættan sem
vofir yfir okkur hérlendis stafar af
þeim sem eru ánetjaðir fíkni-
efnum."
Gallo bendir á, að mismunandi
hegðun sjúkdómsins í Bandaríkj-
unum og Afríku staðfestir, hversu
blóðblöndun er ráðandi smitleið. í
Afríku eru sár á kynfærum af völd-
um kynsjúkdóma langtum tíðari
en í Evrópu eða Norður-Ameríku,
og smitleiðin því greið. Þar að auki
kemur betur í ljós, að smit frá konu
ekki tjá sig undir nafni, og sögðu
opinskátt að þeir þyrðu ekki að
styggja pólitíska yfirboðara sína,
sem vildu fyrir hvern mun sann-
færa fjárveitingavaldið um að
gagnkynhneigður almenningur
væri í yfirvofandi hættu. „Þeim
sem fénu ráða er innst inni alveg
sama, þótt einhver skari af homm-
um dópistum fái eyðni,“ sagði
einn slíkur.
En þá er komið að slæmu frétt-
inni. Komið er á daginn að eyðni-
veiran er mun viðsjárverðari en
hingað til hefur verið talið. Erfða-
efni hennar tekur stökkbreyting-
um fimm sinnum hraðar en inflú-
ensuveiran, og hafa menn átt
nógu bágt með að sjá við brögðum
hennar. Þetta þýðir, að þótt loks
finnist bóluefni eða lyf við eyðni
eru engar líkur á að það dugi til
frambúðar, veiran breytir sér svo
ört. Afbrigði geta komið fram sem
velja sér nýjar smitleiðir, leggjast á
aðra vefi og fara öðru vísi í kring-
um ónæmiskerfi mannslíkamans
en hingað til hefur þekkst.
Erfðafræðingurinn Gerald
Myers við rannsóknarstofu Banda-
ríkjastjórnar í Los Alamos reikn-
aði þetta út í tölvu, sem mötuð
hafði verið á formúlum erfðaefnis
þekktra eyðniveiruafbrigða. Nið-
urstaðan varð, að helstu veiru-
stofnarnir, HIV-1 og HIV-2, hefðu
ekki farið að greinast að fyrr en
fyrir fjórum áratugum. Svo hraðar
eru stökkbreytingarnar, að hugs-
anlegt er að sjúklingur sem geng-
ur með eyðnismit í áratugi, eins og
dæmi virðast um, beri í sér í lokin
allt annað afbrigði veirunnar en
það sem smitaði hann, eða jafnvel
mörg önnur. Einnig gerir stökk-
breytingahraðinn að verkum, að
eyðnipróf er enn óábyggilegra en
hingað til hefur verið talið. Próf
sniðið til að finna mótefni við einu
afbrigði eyðniveiru veitir enga
svörun, ef líkaminn er að verjast
öðru afbrigði.
MARKVISSARIBAR-
ÁTTA FRAMIINDAN
— segir Campbell Plowden,
Bandaríkjamaöur, sem hér er á
vegum þarlendra friöunar-
samtaka
Hvalveiöar íslendinga eru enn í
brennidepli, hérlendis, í Evrópu og
sérstaklega í Bandaríkjunum. Og
samfara aukinni gagnrýni á vís-
indaveidar Hvals hf. og íslenskra
stjórnvalda spretta upp fleiri sam-
tök fridunarmanna, sem hyggjast
beina spjótum sínum gegn íslensk-
um fyrirtoekjum erlendis. Fulltrúi
samtakanna The Humane Society í
Bandaríkjunum er staddur á land-
inu. Nafn hans er Campbell Plowden
og hefur hann þann starfa að skipu-
leggja baráttu samtakanna gegn
hvalveiðum. Hann var spurður um
samtökin The Humane Society.
„The Humane Society eru stærstu
dýraverndunarsamtök Bandaríkj-
anna með um 650 þúsund stuðn-
ingsmenn. Samtökin hafa mjög
breitt starfssvið, allt frá því að skjóta
skjólshúsi yfir óskiladýr, svo sem
hunda og ketti sem enginn vill með
hafa, til verndunar dýra sem eru í
útrýmingarhættu. Innan þess
ramma er síðan barátta gegn
grimmúðlegum veiðiaðferðum á
dýrum. Samtökin beittu sér mjög
gegn selveiðum í hagnaðarskyni,
t.d. í Alasaka og víðar. Ég er hins
vegar sérfræðingur í hvalamálum
og vann fyrir Greenpeace í átta ár,
aðallega við rannsóknir á hvalveið-
um við Suður-Ameríku og í Asíu.“
— Ef við snúum okkur að Islandi
liggur beinast við að spyrja afhverju
þú ert hér og þá hver er aðdragandi
komu þinnar hingað til lands.
„Hvalverndarsinnar hafa í nokk-
ur ár beint sjónum að þeim fjórum
löndum sem stórtækust hafa verið í
hvalveiðum, en það eru Perú,
Noregur, Sovétríkin og Japan. Þessi
fjögur ríki lýstu því opinberlega yfir
á sínum tíma að þau myndu halda
áfram á sömu braut í hvalveiðunum.
Fyrst var baráttunni beint gegn
Perúmönnum og þeir létu segjast
1983. Síðan kom að Japönum. 1 lok
árs 1984 sögðust þeir ætla að hætta
sínum hvalveiðum snemma árs
1988. Sovétmenn fylgdu síðan í kjöl-
farið með svipaða yfirlýsingu, öllum
að óvörum, og sögðust hætta á þessu
ári. Þegar Norðmenn héldu áfram
sínum veiðum í fyrra kom upp svip-
uð staða. Þeir sögðust hætta sínum
hvalveiðum eftir veiðitímabil þessa
árs. Öll fjögur ríkin hafa því, ja
fræðilega séð, hætt hvalveiðum í
hagnaðarskyni. En það vandamál
sem eftir stendur eru hvalveiðar ís-
lendinga. íslendingar hafa varðað
leiðina til að opna nýja glufu í þessu
máli, nefnilega hvalveiðar í vísinda-
skyni.
A síðasta ári minnir mig að flutt
hafi verið milli 1.600 og 2.000 tonn
af frystu hvalkjöti til Japans, sem
gáfu af sér um 8 milljónir dollara.
Þetta leiddi til þess að vísindanefnd-
in brást hart við og gerði mun
strangari kröfur um vísindaleg rök
fyrir veiðunum. Þetta var í raun það
sem skóp þær aðstæður og þá at-
burði sem nú eiga sér stað.
í hreinskilni sagt bjuggust samtök-
in við því að þetta stöðvaði veiðarn-
ar, en eftir viðræður við bandarísk
yfirvöld hafa íslendingar veitt yfir
80 hvali, sem er meira en leyfi var
fyrir hjá hvalveiðiráðinu, og hafa
jafnvel hrefnuveiðar í hyggju. Af
þeim sökum fannst okkur mjög
mikilvægt að ég kæmi til landsins til
að kanna hvort ekki væri hægt að
gera eitthvað, svona á síðustu
stundu, til að stöðva þessar fyrirætl-
anir.“
— 77/ hvaða aðgerða hafa The
Humane Society gripið í Bandaríkj-
unum vegna hvalveiða Islendinga?
„Eins og flestir vita hafa samtökin
staðið fremst í baráttu fyrir því að
bandarískur almenningur snið-
gengi íslenskar sjávarafurðir vegna
hvalveiðanna. En þrátt fyrir þessa
áskorun, sem staðið hefur yfir í um
ár núna, höfum við í raun lítið gert
í þessu máli ennþá. Við höfum beint
kröftum okkar að öðrum hvalveiði-
þjóðum þannig að áskorunin hefur
aðeins verið svona táknræn athöfn
af okkar hálfu fram til þessa. Við
höfum beðið stuðningsmenn okkar
að sniðganga íslensku vörurnar en
ekki lagt mikinn þunga í það.“
— Aþáað kýla á það núna?
„Ef Bandaríkjastjórn semur við ís-
lensk stjórnvöld núna, eins og allt
bendir til að verði um hrefnuveið-
arnar, erum við í raun í sömu spor-
um og fyrir ári. Utanríkisráðherr-
ann og reyndar aðrir úr stjórninni
líka hafa reynt að fela kjarna máls-
Campbell Plowden
ins nú á síðustu dögum. Þeir eru
farnir að slá á allt aðra strengi en
málið snýst raunverulega um. Nú
tala þeir um sjálfstæði þjóðarinnar
og að Bandaríkin hafi ekkert með
það að gera að segja Islendingum
fyrir verkum. Þannig er reynt að
hylma yfir veiðarnar og vinna þeim
fylgi meðal íslensku þjóðarinnar á
fölskum forsendum.
Islendingum hefur hreinlega ekki
tekist með neinum rökum að rétt-
læta vísindalegan tilgang veiðanna.
Nú er slegið á tilfinningastrengi og
hluti íslensku stjórnarinnar er með
hótanir á lofti varðandi aðstöðu
Bandaríkjanna á íslandi. Við eigum
engra annarra kosta völ en leggja
allan okkar kraft í baráttuna heima
í Bandaríkjunum og hvetja fólk ein-
dregið til að sniðganga íslenskar
sjávarafurðir."
— Hefur koma þín til íslands þá
engan árangur borið?
„Ég hef lært heilmikið. Ég hef tal-
að við fólk úr pólitískum samtökum
og flokkum, svo og átti ég tal við ís-
lensku líffræðingana sem skoruðu á
stjórnvöld að stöðva hvalveiðarnar.
Ég hef komist að því að það eru
greinilega skiptar skoðanir meðal
Islendinga um þessar veiðar og jafn-
vel eru þingmenn á báðum áttum.
Einu hef ég komist að sem er alveg
lykilatriði fyrir áframhaldandi bar-
áttu, en það eru þessi beinu fjár-
hagslegu tengsl milli Sambandsins
og Hvals hf. Slík vitneskja er mjög
mikilvæg vegna komandi aðgerða í
Bandaríkjunum."
— Pið œtlið þá sem sagt að kaf-
sigla Sambandið?
„Þegar fólk heima heyrir um þessi
tengsl er hægt að beina baráttunni á
mun áhrifaríkari brautir og hún
verður að sama skapi markvissari.
Við munum því fyrst og fremst
hvetja fólk til þess að kaupa ekki
vörur frá Sambandinu. Það mun
hafa forgang. Samt sem áður mun-
um við ekki losa snöruna alveg af
Coldwater, en við verðum að hefja
áhrifaríka baráttu og munum því
beina spjótum okkar að Samband-
inu.“
26 HELGARPÓSTURINN
- JGG