Helgarpósturinn - 17.09.1987, Side 35
FRÉTTAPÓSTUR
Höggvið á bnút
fslensk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi í
hvaladeilunni svokölluðu. Samkvæmt tillögu Bandarikja-
manna frá 9. september sl. munu þeir ekki gefa út staðfest-
ingarkæru vegna veiða á þeim 80 sandreyðum sem íslenska
ríkisstjórnin hafði lýst yfir að yrðu veiddar í ár. Þar með
virðist búið að leysa þann hnút sem kominn var á hvalveiði-
mál íslendinga. Tveir hvalveiðibátar héldu síðan á miðin er
samkomulagið lá fyrir.
Enn í hnút?
Alþýðusamband Austurlands gerði þær kröfur til Verka-
mannasambandsins að fiskvinnslufólk yrði sett í efsta
launaflokk í kröfugerð komandi kjarasamninga. Á fram-
kvæmdastjórnarfundi VMSÍ á þriðjudag var ákveðið að
skipa 24ra manna samninganefnd sem færi með samninga
fiskvinnslufólksins og að hún yrði skipuð fólki úr öllum
landshlutum. Sá hnútur sem málefni verkafólks voru kom-
in í virðist því vera að losna aðeins.
Fréttapunktar
• Vinnuveitendasamband íslands hefur óskað eftir fundi
með Alþýðusambandinu um verðbætur á laun 1. október
næstkomandi. Vinnuveitendur eru ennfremur tilbúnir með
tilboð fyrir næstu kjarasamninga.
• Mikill samdráttur hefur orðið í sölu íslenskra fiskflaka á
Bandaríkjamarkaði að undanförnu.
• Feiknastór sjávarútvegssýning verður haldin í Reykjavík
og hefst 19. september. Gífurlegur fjöldi erlendra gesta er
væntanlegur til landsins í tilefni sýningarinnar og er allt
hótelpláss í Reykjavík fullbókað, svo og heimagisting. Búið
er að leigja hótelskip til að hýsa gesti en hvergi dugir til. Sýn-
ingin er enda ein stærsta sem haldin hefur verið i þessari at-
vinnugrein, ekki aðeins hérlendis, heldur erlendis líka.
• Á ráðstefnu sem landlæknir og Háskóli íslands stóðu fyr-
ir um eyðni kom í ljós að liklega verða tæplega 1.000 íslend-
ingar smitaðir af sjúkdómnum innan fimm ára. Nú þegar
hafa fundist 32 einstaklingar smitaðir hér á landi, en talið
er að það sé aðeins toppurinn af ísjakanum, miklu fleiri hafi
smitast, en fólk ku vera lélegt að koma til prófunar.
• Listin hefur verið áberandi i Reykjavík að undanförnu.’
Yfir stendur mikil bókmenntahátíð, þar sem fjöldi erlendra
höfunda gistir ísland, les úr verkum sínum, heldur fyrir-
lestra og tekur þátt í umræðum ásamt íslenskum kollegum.
Ung nordisk musik er tónlistarhátíð sem einnig stendur
yfir og mætast þar ungir norrænir hljóðfæraleikarar og tón-
skáld. Hvorri tveggja þessari hátið lýkur á laugardaginn en
þá tekur við kvikmyndahátíð Listahátiðar, sem stendur í
eina viku.
• íslendingar keyptu málverk dýrum dómum í Kaup-
mannahöfn á uppboði á þriðjudagskvöld. Fjögur íslensk
verk voru boðin upp: Kjarvalsverk, í útskornum ramma
Ríkharðs Jónssonar, var selt á yfir 700.000 krónur, Ásgrím-
ur og Gunnlaugur Blöndal fóru á milli tvö og þrjú hundruð
þúsund og verk eftir Svavar Guðnason var selt á hálft fjórða
hundraö þúsund.
• Nýr fiskmarkaður var opnaður hér á landi í vikunni.
• Byggingarsamvinnufélagið Búseti hefur samið við Hag-
virki um að kaupa allar 46 íbúðirnar í fjölbýlishúsinu við
Frostafold 18—20 í Grafarvogi. Kaupverðið er 170 milljónir
króna.
• Allt bendir nú til þess að Bifreiðaeftirlit rikisins verði gert
að hlutafélagi með þátttöku tryggingafélaganna, samtaka
bifreiðainnflytjenda og bifreiðaeigenda.
• Sektir við brotum á umferðarlögum hafa stórhækkað.
Ríkissaksóknari gaf nýlega út leiðbeiningar til lögreglu um
upphæðir sekta og hafa þær í sumum tilfellum hækkað um
100%.
• Það f jölgar jaf nt og þétt i hópi þeirra ökumanna sem misst
hafa ökuskírteini sin vegna glæfraaksturs.
• Innlánsaukning hjá viðskiptabönkunum á árinu 1986
var 35,2%, en aukningin var mjög misjöfn milli banka. Mest
var hún hjá Alþýðubankanum, 70,7%, en minnst hjá Út-
vegsbankanum, aðeins um 20,3%.
• Nýlegar rannsóknir úr tölvuheiminum benda til þess að
agnir á sveimi milli skjáa og notenda valda geislun þegar
þær afhlaðast.
• Þórhildur Þorleifsdóttir hefur tekið við starfi þingflokks-
formanns Kvennalistans og mun gegna því embætti á þing-
árinu sem er að hefjast.
íþróttapunktar
• íslendingar unnu Norðmenn með tveimur mörkum gegn
einu í Evrópukeppni landsliða í síðustu viku. Þar með skut-
ust íslendingar upp fyrir Norðmenn í riðlakeppninni.
• Valur varð bikarmeistari i meistaraflokki kvenna um sið-
ustu helgi. Valsstúlkurnar unnu þær af Skaganum tvö eitt
i úrslitaleiknum.
• Pétur Ormslev, Frammari, var kosinn besti leikmaður ís-
landsmótsins af leikmönnum liðanna. Rúnar Kristinsson,
KR-ingur, var hins vegar valinn sá efnilegasti.
• Ragnar Fjalar Sævarsson varð íslandsmeistari í skák 14
ára og yngri á íslandsmóti ungliðanna um siðustu helgi.
iANOCfibV.'
EVOEA
snyrtivörur
Utsölustaöir: Reykjavík:
Árbæjarapótek Brá - Lólý - Regnhlifabúðin -
STÓRAR HERRABUXUR,
aliar stærðir upp í
118 cm,
1,190
SNJÓÞVEGNAR BUXUR,
26-27 tommu,
kr. 690
VINNUBUXUR,
30-33 tommu,
kr. 690
VERSLUNIN
ÁNAR
við hliðina á Regnboganum
á Hverfisgötu. Sími 62-38-60
Blönduós: Apótekið
Keflavik: Dana
Akureyri: Heilsuhornid
Akranes: Lindin
Borgarnes: Monsy
Neskaupstaóur: Apótekið
Vestmannaeyjar: Ninja
Sauöárkrókur: Skagfirðingabúð
Hverageröi/Þorlákshöfn: Olfusapótek
Höfn: Hafnarapótek.
Snyrtivörur úr alpajurtum og ávöxtum.
Frábærar vörur sem þú heldur áfram að nota ár eftir ár enda eru þær þekktar fyrir gæði.
Viðkvæmasta húð þolir EVORA því ilmefnin eru náttúrulegs eðlis og valda ekki of-
næmi. Ilmurinn er mildur og ferskur.
EVORA kremin eru þæði fyrir konur og karlmenn og hafa karlmenn með bólótta eða
viðkvæma húð nú fengið lausn á rakstursvandamálum sínum.
Papaya kremið er það milt að þú mátt nota það á ungbarn.
AVOCADO handáburðinn má ekki vanta á neitt heimili. Hann smitar ekki, fer vel inn
í húðina og hefur hjálpað mörgum sem eru með exem.
Verslunin Ingrid Heildsölubirgðir:
Hafnarstræti 9. Póstsendum. Sími 91 -621 530. Hallgrímur Jónsson, s. 24311.
10%
OPNUNARAFSLÁTTUR
UT ÞESSA VIKU
★
HÖFUM OPNAÐ
GLÆSILEGA
FATAVERSLUN
MEÐ ÞEKKTUM
VÖRUMERKJUM
HELGARPÓSTURINN 35