Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 2

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 2
2 HAUKUR. IV. 1-3. sama stólinn, sem jeg bafði setið á. Jeg varð of for- viða til þess, að mjer gæti komið til hugar að líta við. Jeg stóð þess vegna kyr, og starði á mynd hans í speglinum. Maðurinn var hár og grannvaxinn. Andlitið var náfölt, og jeg tók eftir því, að undir augunum voru dökkir baugar. Jeg hafði einu sinni áður sjeð þessu svipað andlit í líkhúsinu. Mjer var ómögulegt að hætta að horfa á manninn. Allt í einu þreif hann blýantinn minn, og skrifaði depla og strik á pappirs- miða er lá á borðinu. Jeg hafði gát á því, hvernig hann hrevfði höndina, og sá, að hann skrifaði fyrst tvö strik og einn depil, eða með öðrum orðum »G«. Því næst skrifaði hann »æ«, svo »t«, svo »i«, og svo »ð«. Svo sá jeg að hann skrifaði »y«, svo »ð«, svo »a«, og svo »r«. Svo hætti hann um stund, og var svo að sjá, sem hann hugsaði sig rækilega um. Jeg vissi, hvað næst myndi koma, og að lokum skrifaði hann líka stafinn »H«. Að því búnu stóð hann upp. Hann hafði auðsæi- lega engan grun um það, að jeg væri í herberginu. Hann leit hvorki til hægri nje vinstri, og gekk hægt og gætilega út um dyrnar, er stóðu opnar. Jeg stóð sem steini lostinn af skeifingu. LoksÍDs náði jeg mjer þó svo aftur, að jeg gat farið yfir að skrifborðinu. Það er víst hægt að hugsa sjer það, hvernig mjer varð við, þegar jeg leit á pappírsmið- ann, og sá, að hann var með öllu auður — á honum var ekki svo mikið sem einn depill. Jeg reikaði fram að dyrunum, ljet þær varlega aftur, og lokaði þeim. Svo hneig jeg máttvana niður á stól, og varð svo utan við mig, að jeg gat ekki fest hugann við neitt. Jeg veit ekki, hversu lengi jeg sat þannig hreyfiDgarlaus. Sólin var fyrir löngu far- in að skína inn um gluggann hjá mjer, þegar jeg raknaði við aftur, og fjekk fulla meðvitund. En blóð- ið ólgaði í æðum mínum, eins og jeg hefði megnustu hitasótt. Jeg fór yfir að glugganum, og lauk honum upp, til þess að anda að mjer hreinu og svölu lofti. Jeg starði stundarkorn ofan á götuna, sem var með öllu mannlaus, og var mjög utan við mig. Það kom mjög sjaldan fyrir, að maður sæist á gangi svona snemma morguns; en ef svo bar við, að einhver gekk um götuna meðan næturkyrrðin var á, bergmálaði fótatak hans æfinlega frá einu húsi til annars. Meðan jeg stóð þannig, og starði út á götuna, sá jeg mann einn koma eftir gangstjettinni hinumegin við götuna. Hann gekk hratt, en þó svo hljóðlega, að ekkert fótatak heyrðist. Mjer þótti þetta býsna kynlegt, einkum vegna þess, að mjer virtist hann ganga svo ákaflega þunglamalega. Þegar hann náigaðist húsið, sem jeg var 1, fór hann að hægja á sjer. Fyrst í stað sneri hann sjer undan, eins og hann vildi ekki láta sjá framan í sig. En þegar hann var kominn á móts við gluggann, sneri hann sjer allt í einu við, og starði beint framan í mig. Víð horfðum þannig iitla stund hvor á annan, og sájeg, að einhver skelfing- arsvipur hvildi yfir ásjónu hans. Svo benti hann með hendinni yfir til Eastend. Jeg get ekki lýst, þvf, hvernig mjer varð við, þegar jeg þekkti, að þetta var sami maðurinn, sem hafði heimsótt mig um nóttina. — — Jeg teygði mig út úr glugganum, og kallaði til hans. En hann ljet sem hann heyrði það ekki. Hann hjelt áfram hægt og rólega, 0g leit ekki einu sinni við. Svo hvarf hann fyrir næsta húshorn. Jeg hljóp, eins og jeg væri viti mínu fjær, ofan stigann, og veitti honum eftirför. En hann sást hvergi. Það var eins og jörðin hefði allt í einu gleypt hann. Jeg hjelt öldungis ósjálfrátt áfram til ritsímastöðv- anna. Fjelagar mfnir urðu æði forviða, er þeir sáu mig svo snemma á ferli, en jeg sagði þeim, að jeg hefði verið lasinn, 0g ekki getað sofið. Svo fletti jeg upp í eftirritabókinni, til þess að gæta að því, hverj- um þetta dularfulla símrit hefði verið sent. Og því næst lagði jeg af stað til Eastend. Þegar jeg nálgaðizt hús það, sem móttakandi sfm- ritsins átti heima í, sá jeg, að fjöldi manna hafði safnazt saman fyrir utan það. Jeg ruddist gegnum mannþröng- ina. Við dyrnar stóðu tveir lögreglumenn, til þess að verja mönnum inngöngu. Jeg þekkti annan þeirra af tilviljun, og spurði hann, hvað um væri að vera. »Það hefir alveg nýskeð verið framið morð hjerna í húsinu«, svaraði hann. »Þjer megið gjarnan fara inn, ef þjer viljið. En verið þjer samt ekki lengi inni«. Jeg var ekki lengi að hugsa mig um, að nota þetta leyfi, Mjer var vísað inn í herbergi eitt, og þar sá jeg lík af karlmanni, er lá á gólflnu. Og mjer er sem lík þetta liggi enn þá fyrir augunum á mjer — slík óhugð kom yfir mig, er jeg sá það. Það var óttalega útleikið, og blóðtjarnirnar voru til og frá um allt gólfið. Mjír lá við öngviti. Lögregluþjónn leitaði f vös- um líksins, f þeirri vod, að hann myndi máske flnna þar eitthvað það, er gæfi vitneskju um morðingjann. Andlitið var svo sundur tætt, að það var nærri því óþekkilegt. Loksins fann lögregluþjónninn saman- brotinn miða i einum vasanum. Hann fletti miðan- um sundur. Það var símrit það, er jeg hafði tekið á móti kvöldið áður með undirskriftinni »H«. Jeg reikaði út úr stofunni, og steig upp f þann fyrsta vagn, er jeg sá halda áleiðis til ritsimastöðv- anna. Þegar jeg kom þangað, sagði jeg einum af fjelögum mínum alla söguna, og sýndi honum eftir- ritið af símritinu. Hann ljet sera hann efaðist um, að þetta hefði í raun og veru verið svona, og virtist halda, að jeg væri ekki með öllum mjalla. Jeg ein- setti mjer þess vegna, að segja ekki fleirum frá þessu æfintýri raínu. Svo leið hver mánuðurinn af öðrum, og lögregl- unni auðnaðist ekki, að fá frekari vitneskju um þetta dularfulla morð. Enginn hafði neinn grun um það, hver morðinginn væri, og ekki heldur um orsökina til morðsins. En einn góðan veðurdag, hjer um bil missiri eftir að morðið var framið, bar svo við, að maður einn, hár og grannvaxinn, kom inn á ritsimastöðina, meðan jeg sat þar einn við vinnu mína. Hann fór að skrif- borðinu við gluggann, tók þar eyðublað, og fór að skrifa símrit, sem hann ætlaði að senda. Hann sneri bakinu að mjer, og jeg sat líka þannig, að jeg gat ekki sjeð hann, nema jeg liti um öxl mjer. Loksins hafði hann svo lokið við simritið, og kom inn að grindunum. Sökum þess að jeg var af tilviljun ein- samail, varð jeg að standa upp og taka við símritinu. í sama bili sem hann kom inn að grindunum, sneri jeg mjer við á stólnum. En þegar mjer varð litið framan f hann, kipptist jeg við af hræðslu. Þetta var sami maðurinn, sem hafði heimsótt mig nóttina ömur- legu fyrir sex mánuðum. Maðurinn tók eftir viðbragðinu, sem jeg tók, og það var svo að sjá, sem hann yrði einnig hálf-skelk- aður. Þegar hann kom nær, tók jeg þó eftir því, að

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.