Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 12

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 12
12 HAUKUR. IV. 1-3. hreyfast ekki, og þess vegna. er ekki hægt að sjá, að kúlan snyst. En lími maðnr pappírsögn á kúluna, þá er þegar hægt að sjá, að hún hreyfist. Reyndar sjest ekki kúlan sjálf fremur eftir heldur en áður; það er að eins pappírssnepillinn, sem sjest. Nafnið »guðakúla« er sprottið af því, að kúlan er í sinni röð fullkomnari, heldur en nokkur annar jarðneskur hlutur, og telja Japansmenn hana þess vegna ímynd hinna guðlegu eiginlegleika: fullkom- leikans, skírleikans og ósýnilegleikans. Flest þau hof, er nokkuð kveður að, eiga ofurlitla guðakúlu, og geyma hana sem helgan dóm. Enn þá hefir engu gripasafni í Evrópu heppnast, að ná í slikan dýrgrip, og er mjög hætt við því, að slys það, sem kúlum þeim, er áttu að fara til sýn- ingarinnar í Vínarborg, vildi til, verði til þess, að slíkar gersimar fáist aldrei sendar til Evrópu framar. Það hefir komið í sama stað niður, hversu hátt verð Japansmönnum hefir verið boðið fyrir slíka guða- kúlu; þeir eru ófáanlegir til þess, að láta hana, hvað sem í boði er, og er þess vegna ekki of mikið sagt, þótt þær sjeu kallaðar dýrustu gimsteinar heimsins. Var ekki von aö henni gremdist? Ungur maður einn, sem hafði meiri gjöld en tekj- ur, var að draga sig eftir vel efnaðri stúlku, er hafði mesta yndi af blómum. Hann langaði þess vegna til, að senda henni blóm við og við, en sá sjer ekki fært að kaupa þau. Loksins komst hann að samningum við garðyrkjumann einn, um það, að garðyrkjumaður- inn skyldi láta hann íá blóm, gegn því, að hann Ijeti garðyrkjumanninn l'á gömul föt, er hann var hættur að nota. Einn góðviðrisdaginn sendi garðyrkjumaðurinn honum svo ljómandi fallegan blómvönd, og hann var ekki lengi að hugsa sig um, heldur sendi hann þegar til stúlku þeirrar, er hann var ástfanginn í, og Ijet þá orðsendingu fylgja, að hann ætiaði að leyfa sjer, að koma og heilsa upp á hana síðari hluta dagsins. Um kvöldið lagöi hann svo af stað heim til henn- ar, og þóttist nú viss um, að hann myndi fá hinar beztu viðtökur. En hversu mjög brá honum ekki í brún, þegar hann heyröi, hversu stúlkan og foreldrár hennar voru þur og afundin við hann, rjett eins og þau væru rekin upp í hrútshorn. »1 hverju skyni hafið þjersentmjer þennan miða, sem þjer senduð mjer?« spurði stúlkan eftir langa og ógeöslega þögn. »Miða?« stamaði maðurinn út úr sjer. »Jeg hefi ekki sent yður neinn miða«. »Það er nú ekki til neins fyrir yður, að bera á móti því«, mælti stúlkan gröm i geði. »Þjer höfðuð stungið honam inn á milli blómanna í blómvendinum. Sko, hjerna er hann«. Hún fjekk honum ofurlítinn miða, og á þaun miöa voru rituð þessi orð: »Þjer lofuðuð, aö láta mig fá gamlar buxur af yður. Gleymið ekki að senda mjer þær«. Sfirítlur. Skrítið. Ari: Eigið þjer Ijóra bræður á lífi? Bjarni: Nei, ekki nema þrjá. Ari: Er það nú áreiðanlegt? Bjarni: Já, það er áreiðanlegt. Ari: Hafið þjer þá nýlega misst bróður yðar? Bjarni: Nei, jeg hefi aldrei átt nema þjá bræður. Ari: Það er skrítið. Jeg talaði þó alveg nýskeð við systur yðar, og hún sagðist eiga fjóra bræður. * * * A. : Hvað gerir sonur yðar? B. : Sama sem eimreiðin. A. : Hvað eigið þjer við? B. : Hann kemur og fer, og reykir allan daginn. * * * »Hvað var það, sem Samson notaði sem barefli, þegar hann sló Pílisteana?* spurði kennarinn, og til þess að minna börnin á það, hverju þau ættu að svara, benti hann með fingrinum á vangaun á sjer, og spurði: »Hvað er þetta? Hvað er þetta?« Drengsnáði einn stóð upp, og svaraði i mesta grand- leysi: »Asnakjálki«. ♦ * * »Það er merkilegt«, sagði írægur stjórnmálamaður einn nýskeð við vin sinn, »hvernig eitt og hið sama getur haft misjöín áhrif á menn«. »Hvað áttu við?« »Jeg á við ræðuna, sem jeg hjelt á þingmálatundin- um í dag. Mjer hefir hún haldið vakandi i fjór^r nætur, en á tilheyrendurna haiði hún þau áhrif, að þeir stein- sofnuðu allir«. * * * Hún misskildi hana vist. Frúin: Þú getur hæglega skroppið eftir rjómanum í þessum stigvjelum, þótt þau sjeu ljót. Vinnukonan: Já, en góða frú, haldið þjer að það finnist ekki á bragðinu? Gáta. Blað eitt í Ameriku segir svo frá: í vikunni sem leið var forsetinn á gangi á götu einni í Washiugton. Þá kemur ofurlítill drenghnokki til hans, fær honum blað, sem reikningsdæmi er skrifað á, og biður hann í öllum guðanna bænum, að reikna þetta dæmi fyrir sig. Forsetanum leizt vel á drenginn, og vildi gjarn- an gera honum þennan greiða. Svo settist hann nið- ur á bekk undir húshlið einni, og ætlaði að reikna dæmið í snatri, en — hann gat ekki reiknað það. Hann skammaðist sin fyrir, að verða að fá drengnum það aftur óreiknað, og stakk því þess vegna i vasa sinn, og kvaðst myndi hitta drenginn á sama stað daginn eftir. Þegar hann kom heim til sin, settist hann við að reikna, en það fór á sömu leið. Hann gat ekki reiknað dæmið. Um kðldið voru þingmennirn- ir í boði hjá honum, og að gamni sínu fjekk hann þeim dæmið í hendur, og bað þá reikna það. Þeir hjeldu, að það væri lítill vandi, og að máltíðinni lok- inni fóru þeir þegar að glíma við dæmið. Síðan hafa þeir setið við það nótt og dag, og hvorki unnað sjer svefns nje matar, en ekki hefir þeim enn þá tekizt að reikna dæmið, og er sagt, að þeir sjeu nú allir orðnir meira og minna brjálaðir af þ vi að brjóta heilann um það, og að nokkrir þeirra hafi þegar fyrirfarið sjer af gremju yfir því, að geta ekki reiknað það. Dæmið er gannig: »7 kettir geta á 7 mínútum jetið 7 rottur. Hvað þarf þá marga ketti tii þess, að jeta 100 rottur á 50 minútum?* Máske kauperdur »Hauks« vilji hlaupa undir baggann með amerísku þingmönnunum, og reikna dæmið fyrir þá? Þaö er gustukaverk. Prentsmiðja Stefáns Runólfssonar,

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.