Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 8

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 8
8 HAUKUR. IV. 1-3. kynjasögu af sjer og íjármálum sínum, er espaði for- vitni Knights um allan helming. Þegar þau svo komu til gistihússins, fór konan með Knight upp í herbergi eitt á þriðja lyfti. Það var í alla staði virðingarvert gistihús, en Knight fjekk þó ósjálfrátt eitthvert hugboð um það, að betra væri fyrir hann að fara gætilega. Herbergið, sem þau komu inn í, var rúmgott, en húsbúnaðurinn fátæklegur og fornfálegur. Konan bauð Knight að setjast við borðið, settist siðan sjálf, og hjelt áfram sögu sinni. Bayard Knight hlustaði með athygli á sögu henn- ar, og þóttist ráða í það, að hjer gæti verið um tölu- verðan ávinning að ræða, ef kænlega væri á haldið. Þegar þau höfðu setið þannig í rúmlega hálfa klukkustund, dofnaði ljósið allt í einu, eins og verið væri að loka brenniloftspípunni. Konan æpti upp yfir sig af skelfingu; en Knight fullyrti, að ljósið myndi bráðum lifna við aftur, og varð konan þá rólegri, 0g hjelt áfram með söguna. En fám mínútum siðar tók ljósið aftur að dofna. >Jeg fer að halda, að ijósið ætli alveg að drep- astc, mælti konan kviðafall. »Hvernig í ósköpunum getur staðið á þessu?« »Yerið þjer öldungis óhrædd. Það hressist við aftur áður en langt um líður«, svaraði Knight. Konan ætlaði enn á ný að halda áfram sögu sinni, en þá slokknaði ljósið allt í einu að fullu, og ókunna konan 0g gestur hennar sátu í þreifandi myrkri. 9. kapituli. »Guð minn góður hjálpi mjer!« æpti konan upp yfir sig. »Ljósið er alveg dautt«. »Verið þjer óhrædd«, svaraði Knight. »Við get- um alveg eins setið í myrkrinu, meðan þjer Ijúkið við sögu yðar. Fyrir aila muni, segið mjer alla mála- vexti*. Allt í einu tók að birta í herberginu; en sú birta var næsta undarleg og einkennileg. Það var einhver óskiljanleg, eldrauð glæta, óttalega óviðfelldin og draugaleg. Konan varð dauðhrædd, og bað alla góða anda að hjálpa sjer. Bayard Knight varð og töluvert forviða, er hann sá þetta; en hann var svo ffkinn í framhald sögunnar, að hann veitti þessu merkilega fyrirbæri litla eftir- tekt, og skoraði á konuna að halda áfram. Hún reyndi að halda áfram sögunni, en gat ekki komið upp nema einu og einu orði á stangli sakir hræðslu. En þá kom allt í einu óvænt kynjasjón í ljós á veggnum andspænis þeim. Kvennmannshöfuð, með ákafiega miklu og fallegu hári, lá þar fljótandi á vatni, og þokaðist hægt og hægt áfram, eins og það bærist fyrir straumi. Það sneri hnakkanum að áhorfendunum, er auðvitað voru í meira lagi forviða. En svo sneri það allt í einu andlitinu fram, og var þá þegar auðsjeð, að það var hið sama dnlarfulla höfuð, er fannst nokkrum vikum áður fram undan ræsismynninu. Bayard Knight starði litla stund á þessa ömur- legu sjón, en ómögulegt var að sjá, að honum brygði neitt. Hann sat rólegur í nokkrar sekúndur, eins og ekkert væri um að vera. En svo spratt hann allt í einu upp úr sæti sínu, vatt sjer að konunni, greip báðum höndum fyrir kverkar henni, og hvíslaði í eyra henni: > »Jeg skil, hvað þjer ætlið yður. En efþjerviljiö lífi halda, þá segið mjer þegar, hver framleitt hefir þessa skuggamynd«. Konan reyndi að losa sig úr klóm hans, en þá náði hann upp skammbyssu sinni, setti hana að enni hennar 0g hvíslaði: »Ef þjer hreyfið yður, eða látið nokkurn hlut heyrast í yður, þá skal jeg senda kúluna í gegnum hausinn á yður«. Konan reyndi samt sem áður að bera vörn fyrir sig, og þótt Knight hjeldi fyrir kverkar henni, auðn- aðist henni þó að reka upp ofurlítið hljóð. Og í sama bili snörnðust tveir menn inn I her- bergið. Annar þeirra bar vasaklút að vitum Knights, og hjelt honum þar, en hinn reif skammbyssuna úr hendi hans. Þegar Bayard Knight raknaði við aftur að hálfri stundu liðinni, var hann einsamall liggjandi inni í skemmtigarði einum. Fyrst var hann eins og hann væri milli heims og heljar; en þegar hann hafði átt- að sig, og tók að rilja upp fyrir sjer það, er við hafði borið, tautaði hann fyrir munni sjer: »Ha, Brandon, Brandonl Nú skil jeg þig; en jeg skal svei mjer muna þjer þetta. Þú mátt vita það, að jeg þori vel að reyna mig við þig«. Atburður sá, sem hjer hefir verið lýst, var nokk- urs konar sjónleikur, sem Brandon hafði búið út, til þess, að reyna enn á ný að komast fyrir þaö, hvort Knight væri í raun og veru sekur um morðið. Kona sú, sem fór með Knight heim til sín, var ötul og úrræðagóð leynilögreglukona, sem oft hafði veitt Brandon aðstoð, þegar hann þurfti á að halda. Brandon 0g lögreglumaður einn biðu 1 næsta her- bergi við herbergi það, er Knight og konan sátu í. Á þilinu milli herbergjanna var ofurlítið gat, og í gegnum það sýndi Brandon myndina af höfðinu með venjulegri skuggmyndavjel, er kastaði myndinni yfir á vegginn beint á móti. Þegar konan hljóðaði upp yflr sig, hlupu þeir inn í herbergið, svæfðu Knight með klóróformi, tóku hann á milli sín, og báru hann út. Svo ljetu þeir hann upp í vagn, óku með hann til skemmtigarðsins, og skildu hann þar eftir. Einni klukkustundu síðar sátu þau Brandon og frú Katrín, leynilögreglukonan, á tali saman. »Tókuð þjer vel eftir honum, þegar myndin af höfðinu kom fyrst í )jós?« spurði Brandon. »Já, til þess var víst leikurinn gerður«, svaraði frú Katrín. »Og þjer sáuð ekki, að honum brygði neitt?« »Nei, það var öðru nær«. Leynilögreglumaðurinn lagði ýmsar fleiri spurn- ingar fyrir hana, og sat svo hugsi nokkra stund. »Ef satt skal segja, frú Katrín, þá er þetta eitt- hvert það torveldasta mál, sem jeg hefl tekið að ny'er á æfl minni«, mælti hann að lokum. »Jeg er ókunnug öllum málavöxtum. í hverju er aðal-torveldið fólgið?* »Það skal jeg segja yður. Jeg er sannfærður um, að höfuð það, sem fannst í fljótinu, er höfuðið af stúlku einni, sem nýskeð er horfin, og þó heppnast mjer ekki, að grafa upp neinar sannanir fyrir því. »Og þjer ímyndið yður, að Bayard Knight hafi myrt hana?« »Já, jeg er sannfærður um það, að hann heflr

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.