Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 10

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 10
IO HAUKUR. rv. 1-3. eins og skuggar, og láta sem allra minnst bera á okkur«. Skömmu seinna felldu þau Brandon og frú Katrín talið, og kvöddu hvort annað. Það hvíldi einhver ógagnfærilegur dularhjúpur yflr konu þeirri, er kölluð var frú Katrín. Enginn vissi, hver hún var, eða hvað hún hjet í raun og veru, og það voru að eins fáir af meðlimum leynilögregl- unnar, sem þekktu hana í sjón. Þeir kölluðu hana venjulega Katrínu þöglu, sökum þess hve dæmalaust þagmælsk hún var, bæði um sjálta sig og aðra, þeg- ar hún var ekki beinlínis starfandi í þarflr lögregl- unnar. Hún var einstaklega frið sýnum og háttprúð, og mjög vel að sjer um marga hluti. Þegar Brandon kom heim til sín, sat hann lengi hugsandi. Hann hafði ætíð hugsað sjer, að æfisaga frú Katrínar hlyti að vera mjög furðuleg, en aldrei getað gert sjer grein fyrir því, í hverju leyndarmál hennar væri fólgið. Nú var hann aftur á móti sann- færður um, að hann hefði fundið lykilinn að leyndar- dómnum. Hann hafði sjeð hana við tækifæri eitt, löngu áður en hún gaf sig I þjónustu lögreglunnar, og hafði hún þá haft það starf fyrir stafni, er var býsna ólíkt leynilögreglustörfunum. En hann hafði aldrei minnst á það við hana. Þegar hann nú fór að hugsa um þetta atvik, og reyna að setja það í sam- band við það, er hann nýskeð hafði orðið áskynja um, vaknaði hjá honum sterkur grunur um það, að hjer væri um mikils vert leyndarmál að ræða. 0g það hafði einmitt verið þessi grunsemd hans, sem hafði aftrað honum frá því, að segja henni það, er hann vissi um Benie Ruthendale. Hann hafði minnzt á það, að stúlka hefði verið myrt, en hann hafði ekki nefnt nafn stúlkunnar. Daginn eftir brá Brandon sjer snöggva ferð til New Jersey. Hann átti þar langt tal við konu eina, og»sömuleiðis við kirkjuþjóninn í þorpi einu litlu. Bæði voru þau beðin að þegja yflr umræðuefninu, og ráðabruggi því, er þar fór fram. Um kvöldið, þegar leynilðgreglumaðurinn var aftur kominn til New York, fór hann á fund frú Kat- rínar. »Þjer hafið fullyrt, að þjer mynduð þekkja dótt- ur Ruthendales gamla, hvort sem þjer sæuð hana lífs eða liðna«, mælti Brandon. »Já, jeg er sannfærð um það«. »Eruð þjer þá alveg viss um, að þjer mynduð líka treysta yður til að þekkja hana nú, þegar hún er orðin fullorðin stúlka?« Frú Katrín varð föl eins og nár. Hún lagði skjálfandi höndina á handlegg Brandons, og spurðiáköf: »Þjer haldið þó víst ekki, að höfuð það, sem fannst í fljótinu, sje af Renie Ruthendale?* »Sannast að segja hefi jeg grun um, að slíkt sje ekki með öllu óhugsandi*. Frú Katrín ætlaði að hníga niður, og hefði eflaust fallið á gólfið, ef Brandon hefði ekki tekið hana í fang sjer. Hún missti meðvitundina í svip, en rakn- aði fljótlega við aftur. »Þetta kom svo flatt upp á mig«, mælti hún. »En segið mjer eitt, baldið þjer, að Bayard Knight sje valdur að morðinu?* »Við skulum ekkert segja um það, fyr en þjer haflð gengið úr skugga um, hvort þetta er Renie Ruthendales lík, eða ekki«. »Jafn ömurlegt og óviðfelldið starf er bezt aö leysa sem fyrst af hendi«. »Jeg hefl þegar útvegað vagn og ökumann, til þess að aka okkur til járnbrautarstöðvanna. Hann kemur hingað innan lítillar stundar, og tekur yður. Jeg þarf að skreppa heim til mín, og bíð þar eftir vagninum*. »Heyrið þjer, Burt Brandon«, kallaði frú Katrín allt i einu, þegar Brandon var að fara. »Jeg veit, að þjer eruð ráðvandur og samvizkusamur maður. Jeg skil eftir brjef til yðar hjerna heima hjá mjer. Ef jeg kem ekki heim til min aftur á ákveðnum tfma, þá megið þjer opna brjeflð. í brjeflnu verða ýmsar bendingar, sem geta orðið yður að liði, ef jeg skyldi deyja«. »Deyja? Hvað eigið þjer við? Haldið þjer, að þjer sjeuð í nokkurri hættu stödd?« »Nei. En það getur farið svo, að jeg lifi ekki af nóttina*. »Jeg skil yður ekki«. »Þjer getið ráðið í það, hvað jeg muni eiga við«. »Nei, jeg get það ekki«. »Jeg skal þá segja yður það: Ef jeg þekki llk það, sem jeg ætla að skoða í nótt, þá hverf jeg ekki heim frá því aftur«. (Meira.) Þar þarf hugrekki til. »Jeg var einu sinni á gangi, og þurfti að fara yflr járnbrautarbrú*, sagði amerískur maður 1 samkvæmi einu. »En allt í einu sá jeg, að eimlestin kom með flugferð á móti mjer. Brúin var svo mjó, að það var ekki viðlit, að ætla sjer að víkja til hliðar, og jeg hafði sannast að segja enga löngun til þess, að steypa mjer í fljótið. Hjer voru góð ráð dýr, og jeg hafði ekki langan umhugsunartíma. Lestin kom nær og nær, og jeg varð að ráða eitthvað af. Þegar eimreiðin var svo sem tíu álnir frá mjer, stóð jeg eins og ekkert væri um að vera á miðri brúnni, mitt á milli braut- arteinanna. En þegar hún var komin svo nærri mjer, að jeg íann sjóðheita gufuna leggja um andlit mjer, tók jeg allt í einu á öllum þeim kröftum, sem jeg átti til, og stökk svo hátt upp í loftið, að jeg hefl aldrei á æfl minni stokkið annað eins. Eimlestin hjelt áfram langt fyrir neðan mig, og þegar jeg loksins kom aftur niður, var lestin komin úr augsýn. Jeg nötraði allur af hræðslu, en nú var mjer borgið — jeg hafði umflúið dauðann«. Þegar Vesturheimsmaðurinn hafði lokið sögu sinni, sátu allir hljóðir um stund, og vissu ekki, hvað þeir áttu að segja. En að lokum hvíslaði þó einn að sessu- naut sínum: »Hvaða verðlaun fyrir hugrekki á sá maður skilið að fá, sem dirflst að koma með aðra eins sögu og þessa?« cHíaisfar. Kærleikurinn kvartar aJdrei um það, að hann verði að leggja of mikið í sölurnar. Aðalgallinn á þeim, sem ekkert veit, er það, að hann hyggur sig hverjum manni snjallari. Sár þau, er vinir veita, svíða mest. Náttúran er andlitsblæja guðs. Tungumál kærleikans er tungumál hjartans. Að tala, án þess að hugsa, er sama sem að skjóta, án þess að miða. Fjallið og sandkornið heflr hinn sami guð skapað.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.