Haukur - 01.01.1902, Qupperneq 1

Haukur - 01.01.1902, Qupperneq 1
(Framh.). Hver var morðinginn? Frakknesk leynilögreglu-saga, eftir Emile Graboriau. „Þjer vitið, hvílíkri fyrirstöðu gifting okkar Alberts hefir mætt“, mælti Claire. „Gamli greiflnn vildi hvorki heyra mig nje sjá sem tengdadóttur, vegna þess að jeg er fátæk — jeg á sem sje ekkert til. Albert þurfti flmm ár til þess, að vinna sigur á ó- vildarhug föður síns. Tvisvar samþykkti greiflnn ráða- hag okkar; tvisvar afturkallaði hann samþykki sitt, og sagðist að eins hafa veitt það vegna þess, að sjer hefði verið þröngvað til þess. — Loksins — það er nú hjer um bil mánuður síðan — samþykkti hann trú- lofun okkar af fúsum vilja. En þessi sífellda undan- færsla, og þessar eilífu frestanir og synjanir höfðu sært tilfinningar ömmu minnar mjög átakanlega. Pjer þekkið hana, og vitið, hvað hún er hörundssár; og að því er þetta snertir, verð jeg að játa, að hún hafði gilda ástæðu til þess, að álíta sig móðgaða með því. ------Jafnvel þótt búið væri að ákveða brúðkaups- daginn, sagði amma tuín, að við mættum ekki láta á því bera, að giftingin, sem fæiði okkur auð og alls- nægtir, væri okkur neitt verulegt kappsmál, og gefa náunganum með því tilefni til þess, að hlæja að okk- ur. Hún mælti þess vegna svo fyrir, að þangað til lýsingum væri lokið, mætti Albert að eins koma til okkar annan hvorn dag, síðari hluta dags, og dvelja hjá mjer tvær klukkustundir í senn, að henni sjálfri viðstaddri. Það var ekkert viðiit, að fá hana til þess að víkja frá þessari ákvörðun. — — Svona leið og beið, þangað til jeg fjekk bi jef frá Albert. f“að var á sunnudagsmorguninn. Hann skrifaði mjer, að hann ætti svo anmíkt, að hann myndi ekki geta heimsótt mig, jafnvel þótt þetta væri hans rjetti komudagur. ------Hvað gat það veiið, sem tálmaðí komu haus? Jeg bjóst við öllu þvi verzta. Daginn eftir beið jeg hans óþolinmóð, og yður er óhætt. að trúa þvi, að mjer brá í brún, þegar þjónnin hans kom með annað brjef frá honum. í því brjefi sárbændi Albert mig um það, að leyfa sjer að taia við mig í einrúmi. Hann sagði, að það væri nauðsynlegt, að hann fengi að tala við mig sem allra fyi st, og að það væri áríð- andi að enginn væri viðstaddur. Framtíð okkar væri undir þessum fundi okkar komin. Hann bað mig uin að ákveða stund og stað, og lagði ríkt á við mig, að halda þessu leyndu. Jeg fór þegar að hugsa um, hvernig hægt væri að koma þessu við. Jeg skrifaði honum, og bað hann um að flnna mig á þriðjudags- kvöldið við hliðið á garðinum, sem snýr út að götu, er fáir fara um. Til þess að gefa mjer bendingu um komu sína, átti hann að berja á hurðina, þegar klukk- an í Invalide-kirkjunni slægi níu. Jeg vissi, að amma mín hafði boðið ýmsum vinum sínum til sín þetta kvöld, og jeg ætlaði að láta svo sem jeg hefði höfuð- verk, og vonaði, að jeg gæti á þann hátt. fengið mig lausa, áður en samsætið væri á enda“. „Afsakið, ungfrú", greip Daburon fram í fyrir henni, „hvenær var það, sem þjer skrifuðuð Albert?" „Á þriðjudaginn“. „Munið þjer, um hvert leyti það var?“ „Jeg hlýt að hafa sent brjefið milli klukkan tvö og þrjú“. „Þakka yður fyrir, ungfrú. Gerið svo vel að halda áfram“. „Allt fór eins og jeg hafði búizt við“, mæiti Claire. „Þegar leið á kvöldið, kvartaði jeg um höfuð- verk, og leyfði amma mín mjer þá að draga mig í hlje. Jeg fór þá út í garðinn, og kom þar lítilli stundu fyr en ákveðið var. Jeg hafði náð mjer i lykilinn að garðshliðinu, og reyndi þegar að opna það. En því miður gat jeg ekki snúið lyklinum, því að skráin var svo ryðguð. Jeg neytti allrar orku, en það kom fyrir ekki, og fleygði jeg þá lyklinum til hans yfir múrinn, til þess að hann gæti sjálfur reynt að ljúka upp. Hann reyndi það, en gat það ekki. Jeg bað hann þess vegna að fresta fundum okkar, þangað til daginn eftir. En hann sagði, að þaö væri með öllu ógerlegt, með því að það, sem hann þyrfti að segja mjer, mætti alls ekki dragast lengur, og meira að segja, þessa þrjá daga, sem hann hefði dregið að segja mjer frá því, hefði hann kvalizt svo mjög, að hann gæti ekki af- borið það lengur. — Eins og þjer getið skilið, töluð- um við þetta gegnum hurðina. Svo sagði hann mjer, að hann ætiaði að klifra yfir steingirðinguna. Jeg grátbændi hann um að gera það ekki, því að jeg var svo hrædd um, að hann kynni að slasa sig -á þvi. Girðingin er, eins og þjer vitið, ákaflega há, og brúnin að ofan alsett glerbroddum. Bergfljetturnar þekja alla gii ðinguna að innan og teygja sig út fyrir brúna, svo að það Jitur út sem víðirgerði. Hann hló að hræðslunni í mjer, og sagðist skyldi reyna að klifra yfir girðinguna, nema því að eins, aðjeg bannaði sjer blátt áfram að gera það. — Jeg þorði ekki að banna honum það, og svo fór hann að reyna að klifra. Jeg var svo hrædd, að jeg skalf eins og hrísla. Til allrar hamingju er hann ákaflega fimur, og komst þess vegna klaklaust yfir girðinguna. — Erindið var, að segja mjer frá óláni því, er honum hafði að höndum borið. Yið settumst fyrst á'fiitla bekkinn fyrir utan skemmt.i- húsið — þjer munið vist eftir honum; en svo þegar fór að rigna, fórum við inn í skemmtihúsið, til þess að við skyldum ekki verða vot. — — Það var komið yfir miðnætti, þegar Albert skildi við mig, og þá var hann glaður og rólegur; mjer hafði tekizt að hugga hann. Hann fór sömu leiðina sem hann hafði komið, en nú var bæði hægara og hættuminna að komast yfir girðinguna, því að jeg fjekk hann til þess að nota stigann garðyrkjumannsins. Þegar hann var i-ominn yfir, Jagði jeg stigann niður við girðinguna". HAUKUR HINN UNGI 1901. Nr. 16. 18

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.