Haukur - 01.01.1908, Side 8
HAUKUR,
Farið, og gætið að, hvað þetta er. Það eru bein:
sum stór og klunnaleg, sum litil og grönn. Þau
stærri eru úr nautum, þau minni úr mönnum. Stígur
þessi er meira en íimmtán hundruð mílur á lengd,
og til og frá meðfram honum öllum sjást þessar
hryllilegu leifar þeirra, er farizt hafa á leiðinni.
— Hinn 4. dag maímánaðar 1847 stóð einmana
ferðamaður í brekkunni norðan í Sierra Blanca, og
starði ofan á sljettuna og stíginn. Utlit hans var
þannig, að hver, sem hefði sjeð hann, hefði vel
getað álitið hann vera anda eða illvætt eyðimerkur-
innar. Þótt hann hefði verið athugaður nákvæm-
lega, þá hefði verið örðugt að dæma um það, hvort
hann var nær fertugsaldri eða sextugs. Hanu var
grindhoraður í andliti, og mórauður, sólbrenndur
bjórinn var sem strengdur utan um holdlaus beinin.
Síða, jarpa hárið og skeggið hans var orðið töluvert
hæruskotið. Augun voru sokkin langt inn i augna-
tætturnar, og úr þeim skein einhver óeðlilegur glampi.
Og höndin, sem var kreppt utan um blaupið á
rifflinum, var ekkert annað en beinin og bjórinn.
Meðan hann stóð þarna, og starði ofan á sljett-
una, hallaði hann sjer fram á riffilinn sjer til stuðn-
ings, og þó var auðsjeð á vaxtarlagi hans og beina-
gildleika, að þetta hafði verið mesta hraustmenni
að eðlisfari. En skinhoraða andlitið og fötin, sem
hjengu í pokum utan um holdlausa limina, sýndu
greinilega hvað það var, sein hafði gert hann svona
hruman og ellilegan ásýndum. Maðurinn var að
deyja — deyja úr hungri og þorsta.
Með miklum erfiðismunum hafði hann staulazt
upp gljúfrið, er var bak við hann, og upp á hamar-
inn, sem hann stóð á. Hann hafði gert það í þeirri
fánýtu von, að honum kynni að auðnast, að sjá það-
an einhvern vott þess, að vatn væri í grendinni.
En hann sá ekkert, nema saltsljettuna miklu, og
eyðifjöllin, sem hillti undir úti í sjóndeildarhringn-
um. Hvergi var hægt að sjá nokkurt strá, nokkurn
gróður, er bæri vott um raka i jörð. Hann starði
í norður, austur og vestur, en hvergi sást neinn
bjarmi af von, alstaðar var sama vonleysis-auðnin,
og hann skildi það þá, að nú myndi ferð hans vera
á enda, og að þarna á berum klettinum yrði hann
að leggjast fyrir og — deyja.
„Er ekki eins gott, að deyja hjer nú, eins og
i rúmi að tíu eða tuttugu árum liðnum ?“ tautaði
hann fyrir munni sjer, og settist niður i skugga af
steini einum afarstórum.
Aður en hann settist, hafði hann lagt frá sjer
riffilinn, og sömuleiðis böggul einn, er hann hafði
borið á bakinu, vafinn i grátt sjal. Það leit svo
út, sem böggullinn væri helzt til þungur fyrir hann,
því að þegar hann tók hann af öxlinni og ætlaði
að leggja hann frá sjer, var hann nærri búinn að
missa hann úr hendi sjer, svo að böggullinn kom
töluvert hart niður. Þá heyrðist allt í einu eitthvert
veikt hljóð úr bögglinum, og út úr honum gægðist
lítið, hræðslulegt andlit með skærum, módökkum
augum, og tvær ofurlitlar og þriflegar hendur,
„Æ, þú meiddfr mig svo mikið“, mælti barnið
með ávítunarröddu.
„Gerði jeg það?“ svaraði maðurinn bliðlega.
„Jeg gat ekki að því gert“.
— 159 —
Meðan hann var að segja þetta, leysti hann
gráa sjalið og vafði það utan af ofurlítilli, yndislegri
stúlku, á að gizka fimm ára að aldri. Snotru skórn-
ir hennar, og fallegi, rauði kjóllinn með hvíta, fellda
Ijereftskraganum, og hreina, sljetta svuntan hennar,
bar vott um móðurlega umhyggjusemi. Barnið var
fölt og tekið í andliti, en holdugu handleggirnir
og fæturnir sýndu, að það hafði ekki þjáðst eins
lengi og mikið af hungri og öðru mótlæti, eins og
samferðamaður þess.
„Hvernig líður þjer mi?“ spurði hann með
bliðri röddu, því að hún stóð enn þá og nuddaði
hnakkann með glóbjörtu, hrokknu lokkunam.
„Kysstu á það, þá batnar þaðu, svaraði hún
með skritnum alvörusvip, og sneri hnakkanum að
honum. „Það var mamma min ætíð vön að gera.
Hvar er hún mamma?u
„Mamma þín er farin frá okkur. En við kom-
um til hennar áður en langt um líðuru.
„Er hún farin, ha?u spurði litla stúlkan. „Það
var skrítið, að hún skyldi ekki kveðja mig. Það
var hún þó ætíð vön að gera heima, og það þótt
hún færi ekki nema yfir til hennar frænku, til þess
að drekka te. En nú er hún búin að vera burtu t
þrjá daga. En hvað jeg er þyrst — ertu það ekki
líka? Er ekkert vatn hjerna og ekkert til að borða?
„Nei, hjer er ekki neitt af neinu, elsku barnið
mitt. Þú verður að reyna að vera róleg og þolin-
móð dálitla stund: enn þá, og þá verður allt gott
— allt gott. Hallaðu höfðinu að mjer — svona,
þá liður þjer betur. Það er ekki gott að tala mikið,
þegar varirnar eru eins og skorpið skinn. En jeg
held samt, að það sje bezt, að jeg segi þjer nú
þegar, hvernig ástatt er. Hvað ertu með þarna?“
„0, það eru falleg gull, sko, hvað þau eru
inndæl“, svaraði litla stúlkan hrifin, og sýndi hon-
um tvær ofurlitlar gljásteinsflögur. „Þegar við
komum heim aftur, þá ætla jeg að gefa honu®
Bob bróður mínum þauu.
„Þú skalt bráðum fá að sjá fallegri gull en
þetta“, mælti maðurinn öruggur, „ef þú ert þolin-
móð og vilt biða svolítið. En það var það, sem
jeg ætlaði að fara að segja þjer frá — þú manst
víst eftir því, þegar við fórum frá ánni?u
„ Ja.
„Jæja, taktu þá eftir, þá treystum við því, að
við myndum bráðlega koma að öðru vatnsfalli. En
það var eitthvað bkakkt — annað hvort kompásinn
eða landsuppdrátturinn, eða þá eitthvað annað, því
að við fundum eldrei neitt vatnsfall eftir þetta-
Svo þraut vatnið hjá okkur, og við áttum bara eftir
ofurlítinn dropa handa þjer og — og —“.
„Og þú gazt ekki þvegið þjeru, greip litla
stúlkan fram i fyrir honum, mjög alvörugefin, og
starði upp i óhreint andlitið á honum.
„Nei, og okki heldur fengið neitt að drekka-
Og Bender, hann var sá fyrsti, sem dó úr þorsta,
og svo fór Indíana Pete og svo frú Mc. Gregor,
Johnny Hones, og svo — svo fór — hún móðir
þín, elsku litla barnið mittu. (Pramh.)
— 160 —