Tíminn - 24.12.1938, Side 8
I
8
T í M I N N
Sankti Pétur virtist vera í þungum þönkum.
„En ertu nú ekki illgjarn í garð mannanna,
Blær minn, þegar þú heldur því fram, að
þeir hafi engar eigin sálir? Við höfum alltaf
trúað, að þeir hefðu það, og hegðað okkur
eftir því.“
„Þeir hafa haft það, en ekki nú orðið,“
skýrði Blær borginmannlega frá.
„Jæja þá! En að hugsa sér þær miklu
framfarir!“
„Já, það eru framfarir í heiminum núna,
frændi. En hér.... “
„Við skulum þá ekki spyrja um sálirnar,
því að þar sem ekkert er, hefir keisarinn
einskis að krefjast. Eða hvað, drengir?“
„Alveg rétt, frændi. Mennirnir hafa
sjálfir orðið þess sér meðvitandi, að þeir
hafa enga sál, nema þá sameiginlegu, og
eftir henni á að dæma þá, ef réttlætið á
að ríkja,“ sagði Blær með áherzlu.
„Og hjá okkur verður réttlætið að ríkja,“
fullyrti Bláinn.
„Það er mála sannast! Réttlæti verður
að ríkja,“ skaut Sankti Pétur fram í. „Hald-
iö áfram, ég hlusta.“
Báðir englarnir lutu lítið eitt fram yfir
Pétur frænda, sem sat á milli þeirra, studdi
hendinni undir hökuna og lét olnbogann
hvíla á hnénu. Þeir undirstrikuðu orð sín
með fjörlegum armhreyfingum yfir höfði
hans. Blær hafði orð fyrir þeim.
„Það er þá annað atriðið, að það er ekki
hægt að dæma sál eftir syndum hennar
eða góðverkum eða neinu af þessu gamla,
sem enn er við líði hjá okkur, heldur eftir
því, sem hún hefir afrekað í þágu heildar-
innar. í einu orði sagt, verður að skipta
gersamlega um yfirheyrsluaðferð. Hefir
sálin átt þátt í þróuninni? Hefir hún safnað
auði til hagsældar fyrir mannkynið? Hefir
hún notað líf sitt eins vel og hún gat? Hefir
hún verið happasæl, komizt vel áfram og
lyft sér og öðrum á hærra síífir?“
„Hvað sagðirðu? Sti... .?“
„Stig, sagði ég.“
„Hefir hann verið framtakssamur," skaut
Bláinn inn í.
„Hafa athafnir hans borið ríkulegan á-
vöxt?“ tók Blær undir.
Sankti Pétur baðaði út höndunum:
„Hægan, hægan, drengir, ef ég á að geta
skilið öll þessi nýju orð! Við eigum sem sagt
að dæma mennina eftir frammistöðu þeirra,
eftir því, hve vel þeim hefir gengið að vaka
yfir velferð sjálfra sín í jarðlífinu? Ó, já,
það má hugsa sér það! Það er nú ekki svo
auðvelt fyrir fiskimann að verða heildsali,
svo ég taki dæmi, eh-he, eða fyrir dyravörð
að verða húseigandi. Og það er ekki heldur
svo auðvelt að gera jörðina að himnaríki,
þótt manni virðist það komið vel á veg. Já,
það má íhuga málið.“
„Það heppnast, ef við megum leggja orð
í belg,“ sagði Blær og virtist ánægður með
árangurinn. Hann sveiflaði axlakápunni
yfir vinstri öxlina og krosslagði hendumar
á brjóstinu.
„En það er samt sem áður sitt af hverju,
sem ég geri mér ekki grein fyrir,“ byrjaði
nú Sankti Pétur og virtst leggja hart að
sér til að skilja. „Til dæmis: mennirnir gera
víst allt, sem þeir gera, einnig sjálfra sín
vegna? Eg á við, að sérhver hugsi víst líka
ofurlítið um sjálfan sig, þegar hann er
„framtakssamur“, og hvað það nú allt
heitir. Og þetta er hverju orði sannara, því
þannig er maðurinn gerður, en það er líka
til dálítið meíra, og þessu meira höfum við
bætt við, svo að maðurinn hafi alltaf eitt-
hvað að berjast fyrir, eitthvað, sem ekki er
hægt að vega á vogina þarna niðri. Eg á við
hið ósýnilega og innhverfa, sem ekki er ætlð
goldið með áþreifanlegum vinningi, en er
meira virði en allir fjársjóðir. Það, sem
gerir mann að manni, hvort heldur hann
klæðist purpura eða tötrum. Skiljið þið?“
„Það er enginn galdur að skilja það,“
svaraði Blær tafarlaust. „Einmitt hérna
skýtur það allra elzta og úreltasta upp koll-
inum, sú skoðun, að maður geti ekki einu
sinni snert við því fínasta og bezta. Nei,
það verður ekki dulið, það kemur fram sem
kraftur og hamingja fyrir auglit allra! Það
umskapar heiminn. Menn trúa ekki lengur
á beiningamann, sem heldur því fram, að
hann sé konungur — menn hlæja að hon-
um.“
„Já, það er öldungis of þægilegt að krefj-
ast engra sannindamerkja um hina innri
framtakssemi. Þá getur hver sem vill haldið
því fram, að hann sé beztur,“ bætti Bláinn
við, „það leiðir til yfirdrepsskapar, en það,
sem mennirnir krefjast núna, er einlægni
og hispursleysi. Því hefir fleygt fram.“
„Fyrst og fremst verðum við að losa okkur
við þá skoðun, að maðurinn beri innan í
sér heilan heim, sem hann sé ábyrgur fyrir.
Það er enginn til, sem trúir á það lengur
— sérhver maður er bara lítið hjól í stórri
vélasamstæðu."
Blær sveiflaði kápunni á nýjan leik yfir
öxlina með drembilegri hreyfingu, svo að
hvítu lokkarnir hans Sankti Péturs flöks-
uðust til.
„En því getum við ekki kippt burt, dreng-
ir,“ sagði hann með sinni hógværu rödd og
hristi höfuðið. „Eg á nú t. d. við þá litlu
góðsemi vegna góðseminnar sjálfrar, sem
við höfum gefið sérhverjum manni, eins og
lítið fræ við hjartarætur hans. Því að þeir
eru víst ekki þeirrar skoðunar þarna niðri,
að þeir hafi ekkert hjarta. Við höfum að
minnsta kosti gefið hverjum þeirra eitt.“
„Jú, það viöurkenna menn. En þeir geta
notað það á ýmsan hátt. Og nú hafa þeir
nýja hætti.“
„Það hefi ég ekki komið auga á í gamla
sjónaukanum mínum. En það er gaman, að
menn viðurkenna eitthvað.... Eg ann
mönnunum alls góðs, hverju sem þeir finna
upp á, nýju og gömlu, en stig og framtaks-
semi og allt þetta, sem þið masið um, dugir
ekki til — þróun, vélar og allt hvað heiti
hefir — nei, drengir, það eru gerðar meiri
kröfur hérna uppi og líka þarna niðri, það
get ég sagt ykkur.“
Sankti Pétur snýtti sér í bláa vasaklútinn
sinn; ekki vegna þess að hann beinlínis
þyrfti þess, heldur eins og til merkis um að
nú væri nóg masað.
„Frændi gleymir heilsu, gleði og fegurð,"
sagð Blær dálítið stuttur í spuna. „Maður
verður agndofa yfir, hversu baráttan gegn
fátæktinni og sjúkdómunum hefir borið
góðan árangur þar niðri. Ber það ekki
hjartanu gott vitni?“
„Jú, vinur minn! En betur má, ef duga
skal — vegna sjálfra þeirra, annars blása
önnur gæði bráðlega burt. En það skilur þú
ekki.“
„Má ég spyrja um eitt, svo skal ég þegja.
Er himnaríki til mannanna vegna eða
mennirnir vegna himnaríkis?"
„Mér finnst þú vera frakkur," sagði
Sankti Pétur og leit á slóttuga engilinn.
„Við verðum að mætast á miðri leið, og það
er hérna fyrir utan hliðið! Værum við ekki
strangir hérna — og það er sannarlega ekki
of háskalegt — þá myndi fljótlega hlaupa
snurða á þráðinn þarna niðri. Við höldum
í það gamla, því að við erum að minnsta
kosti elztir. Ja-há, það gerum við. Að lok-
um!“
„Og það hlýtur að enda með því, að eng-
inn kemur hingað,“ sagði engillinn Bláinn
andvarpandi.
En það hefði hann ekki átt að segja, því
að skörpu augun hans Sankti Péturs voru
fyrir löngu búin að festa sjónir á þrem
sálum, sem nálguðust í fjarska. Nú voru þær
svo nærri, að hver sem var hlaut að sjá þær.
„Spá þín rætist ekki, litli karlinn minn,“
sagði hann, „ég sé þrjár sálir koma á langa,
bláa skýjabakkanum. Sjáið þið þær?“
Hvorugur engillinn sá neitt, en það var
líka ekki neinn venjulegur bakki, heldur
óendanleg himinvíðátta, svo að þeir horfðu
margar mílur úr leið.
„Jú, það eru þrjár sálir, sem koma
þrammandi nú á hallandi degi. Sjáið þið
nú?“ Og hann benti í áttina.
Jú, nú sáu þeir. Alveg rétt! Þrjár sálir....
Þær virtust ekkert vera að flýta sér, en þær
bar þó fljótt yfir, því að þær gengu öðrum
skrefum en á jörðinni.
„Og þið, sem sjáið svo margt, sem ég get
ekki séð,“ sagði Sankti Pétur önugur. „Það
var nú heldur en ekki aumt.... Eg sé auk
heldur hverjir það eru. Það eru Nils Fálki,
járnbrautarstöðvarskrifari á Bláhamri og
Jóhann Jóhannsson á Gafli, eimskipskynd-
arinn. En hver er með þeim? Eg held þeir
hafi fengið Rússa með sér að handan,
Rauða-Pétur. Ja-há, það er Pétur og lítur
út fyrir að vera samferðamönnunum til
lítillar ánægju.
Sálirnar nálguðust óðum.
„Vertu nú vænn við þá, frændi, þegar þeir
koma til okkar,“ bað Bláinn.
„Dæmdu þá ekki of hart,“ áminnti Blær.
„Takið því með ró — ég veit vel hvað ég
geri. Og nú segi ég ykkur: blandið ykkur
ekkert í þetta! Þið eruð núna vinnumenn
mínir og gerið það, sem ég skipa. Því það
getur hent sig, að ég gefi dálitlar fyrirskip-
anir.“
„Vertu miskunnsamur, Pétur frændi!“
Engillinn Bláinn horfði á hann grátbæn-
andi, með vot augu.
„Réttlæti, réttlæti! Hljóðir, þær eru alveg
að koma. Eigum við að gera úr þeim eina
sál? Nei, þakk, þá verður einn að líða fyrir
annan og það er nú um seinan! Við tökum
þá hvern í sínu lagi, því að þeir hafa lifað
hver fyrir sig. Og ekkert nöldur — nú er
það ég, sem tala!“
Sálirnar þrjár stóðu hlið við hlið frammi
fyrir Sankti Pétri; þær höfðu gengið mjög
hægt og augsýnilega ófúslega síðasta spöl-
inn. Pétur leit á þá hvern um sig, byrsti
sig og strauk skeggið með báðum höndun-
um. Að lokum sagði hann:
„Jæja þá, hér eru gestir á ferðinni. Hver
hefir gert boð eftir þér, Nils Fálki? Komdu
nær, svo að við fáum að heyra erindi þitt.“
Nils Fálki kom nær; hann skalf í hnjá-
liðunum og röddin titraði.
„Réttláti Sankti Pétur! Eg stend hér
frammi fyrir þér, íklæddur syndum mín-
um....“
„Já, rétt er nú það....“
„Eg hefi ekkert til að hæla mér af.“
„Ónei, það er nú líka rétt — að mestu
leyti.
„En líttu á hendur mínar....“ Hann rétti
fram hendurnar.
„Hvað? Hendur þínar,“ greip Sankti Pét-
ur fram í, „hvað koma þær þessu máli við?“
Það var eins og Sankti Pétur yrði dálítið
forviða og við það vottaði fyrir óvæntu hug-
rekki hjá Fálka. Hann færði sig því enn
einu skrefi nær og rétti fram hendumar í
áttina til Sankti Péturs.
„Mega þær tala máli mínu, því að mér er
ekki laust um tungutakið. Hlutskipti mitt í
lifinu er skráð í þær. Einu sinni voru þær
olíukámugar og skitugar, hrjúfar af heið-
arlegri vinnu. Eg var þá vélamaður við
járnbrautirnar heima. En ég var borinn
til einhvers annars og áleit mig ekki hafa
rétt til að misvirða tilgang lífs míns. Eg fór
að lesa í tómstundum mínum og lauk prófi