Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐ 1 Ð Þriðjudagur 12. ágúst 1958 Eisenhower Bandaríkjaforseti sæmir skipstjórann á Nautilus heiðursmerki fyrir afrek það, er hann vann ásamt áhöfn kaf- bátsins á dögunum. Eins og kunnugt er sigldi kafbáturinn frá Kyrrahafi til Atlantshafs undir ísbreiðuna við Norðurskautið. Skipstjórinn, W.R. Anderson, er 37 ára gamall. Nautilus kemur til * Englands í dag Ætla að neyða Chamoun til að láta af embœtti Chamoun og Chehab rœða um skipun sendinefndar Líbanons til aukafundar Allsherjarþingsins LUNDÚNUM, 11. ágúst — Reuter — Skipstjórinn á bandaríska kaf- bátnum Nautilus kom í dag til Lundúna, og kafbáturinn sjálfur kemur til Portland í Englandi á morgun úr sinni sögulegu sigl- ingu frá Kyrrahafi til Atlants- hafs undir ísbreiðuna á norður- skautinu. Eins og þegar hefir verið skýrt frá var skipstjórinn fluttur í þyrlu frá kafbátnum undan ströndum íslands til Kefla víkur, en þaðan fór hann flug- leiðis til Washington. Anderson sagði fréttamönnum í dag, að hann teldi það ómögu- legt fyrir venjulega kafbáta að sigla 1.830 mílur undir ísbreið- unni, en eins og kunnugt er, er Nautilus stærsti kjarnorkuknúni kafbáturinn, sem Bandaríkja- menn eiga. Kvað Anderson það vera skoð- un sína, að miklar líkur væru á því, að í framtíðinni yrði olía flutt með kafbátum frá Kyrra- Fyrsla minknum r banað í Arnes- hreppi á Slröndum FYRIR nokkru fóru þær Ester Magnúsdóttir, Djúpavík, Ingi- björg Guðmundsdóttir, Reykja- firði og Herdís Árnadóttir s. st., ríðandi norður í Trékyllisvík. Er konurnar voru komnar út að svokölluðu Vallnesi, sem tilheyr- ir Reykjafjarðarlandi, sáu þær dýr í fjörunni, sem þær báru ekki kennsl á. Fóru þær af baki og eltust við dýrið, sem reyndist vera minkur. Flúði minkurinn undir stein. Konurnar tóku þá það ráð, að tvær fóru heim í Reykjafjörð, að sækja Kjartan Guðmundsson bónda til að ráða niðurlögum hins skaðiega dýrs. Komu Kjartan og konurnar eft- ir um það bil klukkustund og var Kjartan með byssu og hund með sér. Byrjaði þá orrustan og voru þau öll í vígahug. Konurn- ar tóku rekaviðarspýtur og hugð- ust lyfta steininum, sem minkur- inn lá undir. Eftir nokkuvn tíma skauzt minkurinn undan steinin- um og skaut Kjartan hann sam- stundis. Þetta er í fyrsta skipti, sem minkur sézt hér í Árnes- hreppi. —Regína. hafsströnd Bandaríkjanna undir ísbreiðuna á norðurskautinu til Evrópu, en til slíks væri að- eins hægt að nota kjarnorku- knúna kafbáta. ★ ★ ★ Anderson gat þess við blaða- menn, að því virtust engin tak- mörk sett, hversu stóra kafbáta væri hægt að smiða. Skipstjórinn mun fara um borð í kafbátinn, áð ur en hann kemur til Portland. Tekið verður á móti Nautilus með mikilli viðhöfn, er kafbátur- inn kemur til Portland á morgun. PARÍS. — Smám saman er nú að skýrast forsaga þess ósamkomu- lags milli Moskvu og Peking olli því að sovézki for- sætisráðherrann Nikita Krú- sjeff fór í skyndi í heimsókn til Peking og tók þar sinnaskiptum í sambandi við tillögurnar um ríkisleiðtogafund innan Öryggis- ráðsins, segir í fréttaskeyti frá AFP, sem kveðst hafa upplýsing- ar sínar eftir traustum heimild- um í París. Samkvæmt þessum heimiidum kvað Krúsjeff hafa sagt stjórnar- erindreka nokkrum í Moskvu, eftir að hann kom heim frá Austur-Þýzkalandi 12. júlí s.l., að hann hefði ekki í hyggju að fara í heimsókn til Peking. Sagði hann, að Kínverjar gætu ekki skilið sjónarmið Rússa í ýmsum vandamálum. Kín- verja skortir þá reynslu, sem Rússar hafa aflað sér á stjórn- málasviðinu undanfarin 40 ár, og þeir hafa ekki áhuga á ýmsum alþjóðavandamálum, sem skipta máli fyrir Rússa, á Krúsjeff að hafa bætt við. ★ ★ ★ En skömmu síðar kom kín- verski sendiherrann í Moskvu, Liu Hsiao, í heimsókn tii sovézka forsætisráðherrans og sagði hon um, að það hefði mælzt illa fyrir í Kína, hversu óðfús Krúsjeff væri til að setjast að samninga- borðinu með fulltrúa þjóðernis- sinnastjórnarinnar á Formósu í Öryggisráði S.Þ. Gaf sendiherrann í skyn, að persónulegar viðræður Krúsjeffs og Mao Tse-tungs myndu vera BEIRUT, 11. ágúst. — NTB —- Reuter. — Líbanonstjórn hóf í dag að gera ýmsar öryggisráð- stafánir, eftir að leiðtogar stjórn- arandstöðunnar höfðu í morgun rætt áform um að neyða Cham- oun forseta til að láta af embætti, áður en kjörtímabil hans er á enda 23. sept. nk. Eftir að fréttir bárust af fundi þessum sendi stjórnin herdeildir á vettvang, er tóku sér stöðu víða um borgina. Vörður var settur við alla vegi, sem liggja inn í borgina, og öll farartæki, sem þessar leiðir fara, eru nákvæmlega rannsökuð. Chamoun forseti ræddi í morg- un við eftirmann sinn Chehab hershöfðingja og Malik utanríkis ráðherra um það, hvernig skipuð skyldi sendinefnd Líbanons á aukafund Allsherjarþings S. þ., sem hefst á miðvikudag (morg- un). í fréttaskeytum segir, að tillögu Hammarskjölds aðalritara S. þ., um lausn vandamálanna í Mið- austurlöndum sé kuldalega tekið af stjórnarandstöðunni í Líbarxon. Gerði Hammarskjöld grein fyrir tillögu sinni á fundi Allsherjar- [ þingsins sl. föstudagskvöld. Aðal- atriðin í tillögu hans voru þessi: 1. Sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar til að skapa öryggi í Jór- daníu, í þessu sambandi yrði ef til vill aukið eftirlit S. þ. i ísrael. 2. Arabalöndin staðfestu regl- urnar um gagnkvæma virðingu og hétu því að gera ekki árásir. Með þessu yrði komið í veg fyrir óbeinar árásir og undirróður. 3. Þau ríki, sem framleiða olíu, og þau ríki, sem olíu- leiðslur liggja um, hefðu með sér samvinnu. 4. Álíka sam- vinna yrði höfð um nýtingu vatns á þessum svæðum. Lagði Hamm- arskjöld til, að settar yrðu á stofn sérstakar stofnanir til að hafa yfirumsjón með slíkri samvinnu. mjög gagnlegar. Ekki mun sendi herrann hafa beinlínis krafizt þess, að Krúsjeff færi í heim- sókn til Peking. En upp úr þessu breyttist afstaða Krúsjeff til rík- isleiðtogafundar innan Öryggis- ráðsins. Og er hann kom frá Pe- king, hafði hann alveg- lagt á hill- una tillöguna um ríkisleiðtoga- fund innan Öryggisráðsins. Ágreiningsefni Kínverja og Rússa kváðu vera fleiri, t.d. hafi Kínverjar verið mjög óánægðir yfir því, að þeim skyldi ekki boð in þátttaka í Tundi kjarnorku- fræðinganna í Genf, en þangað var fulltrúum Póverja, Tékka og Rúmena boðið. Einnig telji Kínverjar, að Rússar hafi ekki veitt þeim nægilega aðstoð á sviði kjarnorkumála, og dragi þeir það í efa, að Rússar vilji í raun og veru, að Kínverj- um verði gert kleift að fram- lefða kjarnorkusprengjur. ★ ★ ★ Fréttamenn eru sammála um, að kínverska stjórnin hafi nú komið því til leiðar, að hún verði áhrifameiri á alþjóðavettvangi. I Sennilegast þykir, að kommún- istar muni nú sækja það fast, að Mao fái að vera með, ef stór- veldafundur yrði haldinn. Bent er á í þessu sambandi, að í síð- asta bréfi sínu til ríkisleiðtoga Vesturveldanna leggur Krúsjeff áherzlu á, að á slíkum fundi yrði framar öllu unnið að því að bæta ástandið í alþjóðamálum. Þessi yfirlýsing verður mikilvæg í ljósi þess, að bæði í Moskvu og Peking er því nú haldið fram, að „ný styrjaldarógnum sé nú í uppsiglingu vegna aukins árásar- undirbúnings á Formósu". 5. Aukin yrði tæknileg og efna- hagsleg aðstoð við löndin þar austur frá undir umsjá S. þ., og yrði í þessu sambandi lögð höfuð- áherzla á efnahagssamvinnu. Telur stjórnarandstaðan í Líb- anon litla bót að þessum tillög- um. Talið er, að Chamoun og Che- hab muni skipa a. m. k. einn full- trúa stjórnarandstöðunnar í sendi nefndina til S. þ. til þess að koroa í veg fyrir, að tvær sendinefndir, sem keppa hver við aðra, komi frá Líbanon til New York. Tveir áhrifamiklir leiðtogar stjórnar- andstöðunnar tilkynntu í dag, að þeir ætli að sækja aukafundinn. JÓHANN Víglundsson, fanginn. sem oft hefur komið við sögu vegna stroks, strauk í fyrrakvöld enn á ný frá vinnuhælinu á Litia- Hrauni. Komst hann til Reykja- víkur, en var handtekinn þar í gærmorgun. Skipti um klefa á laugardag Jóhann var fluttur til Reykja- víkur um miðjan júlí vegna óspekta, en var fljótlega sendur austur aftur. Var hann hafður í einangrunarklefa í kjallara hæl- isins, enda var hann ódæll • í fyrstu. Helgi Vigfússon, yfir- fangavörður, skýrði Mbl. svo frá í gær, að hann hefði gert hávaða 'um nætur, en ógerlegt væri að koma í veg fyrir, að hljóð úr ein- angrunarklefunum bærust til annarra vistarvera í húsinu. Jó- hann bætti þó hegðun sína, er frá leið, og sl. laugardag var hann fluttur í kléfa sinn á 2. hæð í hælinu. Lokaði fangaverði inni Á sunnudagskvöldið voru klef- ar að venju opnaðir til að fang- arnir gætu ræst þá og snyrt sjálfa sig. Tveir fangaverðir litu eftir mönnunum á efstu hæðinni, stóð annar þeirra yfir Jóhanni, en hinn yfir fanga, sem hafði verið ódæll. Síðarnefndi fanga- vörðurinn kallaði á þann, sem Jóhanni sinnti, sér til hjólpar, og notaði Jóhann þá tækifærið til að strjúka. Komst hann um dyr, sem eru í ganginum á þess- ari hæð, og skellti hurðinni þar í lás, svo að fangaverðirnir voru lokaðir inni. Síðan braut hann upp hurð inn í varðstofuna, en henni var lokað með klinku. I varðstofunni tók Jóhann verk- færi, sem hann notaði til að brjótast út um aðaldyr vinnu- hælisins. Komst hann síðan auð- veldlega út fyrir girðingu þess, tók reiðhjól, sem þar var, og lagði af stað. Skömmu síðar mun hann hafa komizt í bil og farið með honum til Reykjavíkur. I gærmorgun var hann síðan handtekinn I veitingastofu í mið- bænum, þar sem hann ætlaði að fá sér morgunkaffi. Ekki var bú- ið að senda Jóhann aftur austur í gærkvöldi, þar sem rannsaka þurfti framferði hans i Reykja- vík í fyrrinótt. Hefur strokið sjö sinnum Þetta mun vera í sjöunda sinn, sem Jónann strýkur. Hann strauk tvívegis úr hegningarhús- inu í Reykjavík á sl. ári, úr Landakotsspítala strauk hann í vetur og fjórum sinnum hefur han komizt af Litla-Hrauni. — Hann kom upphaflega í hegn- ingarhúsið frá Akureyri til að afplána 6 mánaða dóm, en síðanl hafa verið kveðnir upp tveir dóm I Hin ákafa andstaða uppreisnar manna gegn utanríkisráðherran- um Malik kvað hafa valdið mest- um erfiðleikum við skipun nefnd arinnar. Ef fulltrúar stjórnarand- stöðunnar fengju sæti í nefndinni. mundu þeir ef til vill fallast á, að Malik yrði skipaður í nefnd- ina. Uppreisnarmenn telja Malik standa að baki ákærunum um erlenda íhlutun í Líbanon, og telja hann hafa átt mestan þátt í því, að bandarískar hersveitir voru kallaðar á vettvang. For- ingi uppreisnarmanna í Beirut, Saeb Salam, sagði í dag, að engin Líbanonbúi gæti tekið sæti í nefnd, sem Malik væri formað- ur í. ★ Dómsmálaráðherrann í stjórn Sami Solhs hefir nú sagt af sér, og hefir Solh ájálfur tekið við embætti hans. Gegnir Solh nú fjórum ráðherraembættum, em- bætti forsætisráðherra, innan- ríkisráðherra, varnarmálaráð- herra og dómsmálaráðherra. ar vegna framferðis hans, þegar hann hefur strokið. Hefur hann með þeim verið dæmdur í 28 mánaða fangelsi. Helgi Vigfússon tók fram, að hann teldi háttalag Jóhanns sjúk legt og hann hefði óskað eftir, að fanginn yrði tekinn til geðheilsu- rannsóknar. — Má ég segja Framh. af bls. 9 að taka við, og þarf ekki að vera feimið né deigt í kröfum. „Hinar hungruðu þjóðir Evrópu kaupa fiskinn fyrir hvaða verð, sem upp er sett“, sagði Einar Ol- geirsson 1945. En það hlálega skeði, að hungruðu Evrópuþjóð- irnar vildu heldur brauð og smjör. Nú er orðin offramleiðsla á landbúnaðarvörum hérlendis. Hvernig fer nú fyrir afdalabænd- unum, sem versta hafa aðstöðuna, þegar kaupgeta alþýðu minnkar enn stórkostlega, vegna bjargráð- anna og fjárausturs og sukks ríkisstjórnarinnar? Ekki þýðir að senda landbúnaðarvörur á erlend an markað. Þær eru þar ekki sam keppnisfærar. Tý reyndist það hættulegt, að leggja höndina í gin úlfsins, eft- ir því ,sem goðafræðin segir. Hvað myndi þá, ef þjóðin leggur höfuð sitt í þann hættulega stað? En svo mun fara, ef við snúum baki við þeim þjóðum, sem í raun eru vinir okkar, þó einstaklingar þeirra láti ófriðlega. Það er gott að vera stórlát- ur, en þó með gát. A. m. k. má stórlætið ekki ganga svo langt, að þjóðinni sé ekki sagt á hverju hún hefur átt kost. Við teljum okkur réttarríki, og að lög eigi að ráða. Er ekki eðlilegast, að Alþjóðadómstóllinn í Haag skeri úr, að hve miklu leyti einhliða ákvörðun okkar sé lög, þegar því er haldið fram, að réttur annarra þjóða sé þar í vegi. Þetta ætti alþýðan að at- huga. Það kemur hvort sem er á hennar bak, að bera þau mis- tök, sem kunna að vera gerð. Talað er um, að undirstöðuat- vinnuvegirnir, sem afkoma þjóð- arinnar hvílir á, séu einungis landbúnaður og fiskveiðar. Þetta er misskilningur. Báðir þessir at- vinnuvegir eru mjög takmarkað- ir. Það er iðnaður, sem einn bezt er fær um að veita vaxandi fólks- fjölda uppeldi, og þá fyrst og fremst stóriðnaður. Þar höfum við góða aðstöðu. En til þess að koma upp stóriðnaði þarf erlent fjármagn. Það er áreiðanlega til reiðu, ef eftir því er leitað á rétt- an hátt. Reykjavík, 1. ágúst 1958. Hannes Jónsson. Mao segir Krúsjeff fyrir verkum Jóhann Víglundsson sfrýkur í sjöunda skipti Komst trá Litla-Hrauni í fyrrakvöld, var handtekinn í Reykjavík í gœrmargun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.