Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991 25 4 JRtfgtuiÞliifeffe Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Aukum öryggi - eflum hjálparstarf Islendingar eru oftlega minnt- ir á eðlislög umhverfisins og náttúrunnar. Á fyrstu dög- um hins nýja árs gekk veðra- hamur yfir landið norðan- og vestanvert með mikilli ísingu, sem víða olli tjóni í stijálbýli. Tugþúsundir fólks á höfuðborg- arsvæðinu misstu og hita af híbýlum sínum vegna bilunar á hitaveituæð. Hekla gaus, spjó eimyrju yfir næsta nágrenni og vindar báru gjósku hennar víða um land. Jarðhræringar urðu á Suðurlandi. Loks gekk ofsaveð- ur yfir landið í fyrradag og rafmagn fór af stærstum hluta landsins. Vindmælar stóðu í botni í Vestmannaeyjum. Þar mældist meðalvindhraði 110 hnútar og hefur ekki áður mælst meiri hér á landi en fór upp í 120-125 hnúta í verstu byljunum. Víða um land skapaðist nán- ast neyðarástand. í þéttbýli fauk járn af húsum, jafvel heilu þökin, og dreifðist eins á hrá- viði um næsta nágrenni, braut rúður og grindverk og skemmdi bíla. Sums staðar þurfti fólk að flýja íbúðir eða færa sig úr herbergjum áveðurs í herbegi hlémegin í húsum. Svipuðu máli gegndi um stijálbýli, en þar fuku víða þök af íbúðar- og peningshúsum, hlöður og hey. Engin leið er átta sig, enn sem komið er, á eignatjóni, en ljóst er, að það er gífurlegt og nær til flestra byggða landsins. Skemmdir urðu bæði á atvinnu- húsnæði og eignum tugþúsunda einstaklinga. Viðlagatrygging íslands bætir ekki óveðurstjón. Spurning er, hvort ástæða er til að bæta um betur breyta þeirri löggöf, en ofsaveður af þessu tagi ganga yfir landið í mesta lagi á tíu ára fresti, að því talið er. Húseigendatrygg- ing mun hins vegar bæta tjón vegna glers og járnplatna, þeg- ar veðurhæð nær ákveðnu marki, og einnig mun hægt að kaupa sérstakar foktryggingar. Skemmdir á bílum vegna áfoks mgnu aðeins bættar þegar kaskótrygging er fyrir hendi. Ríkisútvarpið gegnir veiga- miklu öryggishlutverki þegar neyðarástand skapast í samfé- laginu. Það kom vel í ljós í veðrahamnum í fyrradag, enda er RUV nauðsynlegur tengilið- ur milli Almannavama, björg- unarsveita og almennings undir þessum kringumstæðum. Það kom því illa við fólk, 'ekkf sízt í afskekktari byggðarlögum, þegar þær fréttir bárust út, að stórt mastur á Rjúpnahæð hefði fallið í óveðrinu, með þeim af- leiðingum að langbylgjan rofn- aði. Lengi hefur verið vitað að mastur þetta var lélegt orðið og gæti fallið í ofsaveðri, svo sem nú hefur gerzt, án þess að við væri brugðið með réttum hætti. Betra er seint en ekki úr að bæta. Það er og eðlilegt að sveitar- stjórnir og almenningur velti fyrir sér, hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir eitthvað af því mikla tjóni, sem varð í veðrahamnum, með fyrirbyggj- andi aðgerðum, t.d. betra við- haldi á þökum húsa, traustari festingu þakjáms. Það er meira en trúlegt. Og það er hyggilegt að draga rétta lærdóma af reynslunni, bæði að því er varð- ar viðhald og nauðsynlegar tryggingar. Jafnrétt er að við- urkenna að húsnæði hér á landi er á heildina litið vandaðra en gengur og gerizt víða erlendis — og hefur af þeim sökum staðizt óveðrið betur. Lofsvert er, hvað hjálpar- sveitir og sjálfboðaliðar um land allt bmgðuzt skjótt og vel við, bæði við að aðstoða fólk, sem var í margs konar vanda vegna veðurs og skemmda á húsnæði, og til að fyrirbyggja frekari skaða með varnarstarfi. Mörg hundruð manna gengu vel og skipulega til verka, við hinar erfiðustu aðstæður, og unnu í raun þrekvirki, sem seint verður fullmetið að verðleikum. Það er ekki of fast að orði kveðið, þótt fullyrt sé, að Almanna- vamir, björgunar- og hjálpar- sveitir, lögregla og annað hjálp- arlið eigi hönk upp í bakið á almenningi og samfélaginu fyr- ir ómælt og farsælt hjálpar- starf, bæði nú og oft áður við svipaðar kringumstæður. Við erum mun betur í stakk búin til að mæta áhrifum um- hverfisins og eðlislögmála þess á hag og líf þjóðarinnar en fyrri kynslóðir. Samt sem áður koma þessi áhrif okkur oftlega í opna skjöldu, hvort sem um er að ræða jarðhræringar, eldgos, skriðuföll, snjóflóð eða óveður. Við þurfum — enn §em áður — að draga rétta lærdóma af óveðrahamnum og afleiðingum hans og efla öryggisvarnir okk- ar og hjálparstarf — með öllum tiltækum ráðum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ Gróðurskemmdir þær mestu sem orð- ið hafa í borginni -segir Jóhann Pálsson garðyrkjustj óri MIKLAR gróðurskemmdir urðu á höfuðborgarsvæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið á sunnudag. Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri, segir að skemmdirnar séu þær mestu sem orðið hafi í borginni. Hann seg- ir að fjöldi tijáa hafi rifnað upp með rótum og dæmi séu til þess að heilu lundimir hafi skekkst. Flest elstu trjánna í borginni björguðust en einhver þeirra þurfa aðhlynningar við. „Starfsmenn mínir hafa verið að gera úttekt á ástandinu í dag en samantekt verður ekki tilbúin fyrr en á morgun, í fyrsta lagi.“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið á mánudag. „Eitt er hins vegar víst og það er að skemmdirnar eru geysilega miklar. Ábyggilega þær mestu sem hér hafa nokkurn tíma orðið. Mestar verða gróðurskemmdir þegar hvessir og enginn klaki er í jörðu eins og núna því þá er engin mótspyma fyrir hendi. Annars er- um við líka með dæmi um tré sem hafa verið vel fest en rætumar hafa hreinlega brotnað af þeim. Þetta á til dæmis við um greni á hominu á Hringbraut og Suður- götu, og í lundinum á horninu á Hallveigarstíg og Skothúsveg þar sem birkitré hafa kubbast í sundur. Rætur hafa líka rifnað upp og tré fallið um koll eða skekkst, jafnvel heilu lundimir, til dæmis í suðaust- urhorni Hljómskálagarðsins við Njarðargötu og Sóleyjargötu þar sem mikill halli er á stærstu tiján- um. Þá hafa skjólgirðingar farið og lítil tré til dæmis grenitré, 1-2 metra, hafa fokið. Þannig fór til að mynda fyrir grenilundi sem við gróðursettum í Elliðaárdal í fyrra- vor. Þar liggja nú 8-10 metra há tré á hlið. Að einhveiju leyti má segja að hér hafi verið um eðlilega grisjun að ræða. Sum tijánna í bænum máttu fara en öðrum sér maður auðvitað eftir. Gömul tré eru oft viðkvæmari en yngri tré vegna þess að þau em stærri og þeim hefur verið plantað við húsveggi eða steypta garða og rótarkerfið nær ekki að þroskast nema í aðra átt- ina. Sem betur fer sluppu þó flest fallegustu trén en nefna má að fal- leg gráösp frá því um 1930 í Berg- staðastræti beint á móti Hótel Holti losnaði upp. Vonandi verður hægt að bjarga henni enda er hún ein Borgarspítalinn: 20-30 manns á slysadeild Á SLYSADEILD Borgarspít- alans komu 20-30 manns vegna áverka af völdum hvassviðrisins á sunnudag og þar af voru fjórir lagðir inn. Enginn þeirra slasaðist þó lífshættulcga, að sögn Svein- björns Brandssonar læknis. „Alvarlegustu tilfellin voru þau að rúða sprakk framan í eldri mann, sem var að horfa út um gluggann hjá sér, annar datt á brunahana og slasaðist í andliti, sá þriðji nefbrotnaði þeg- ar hlutir fuku í andlitið á honum en sá fjórði, fullorðinn maður, datt og fékk sprungu í mjaðma- grind. Þessir voru allir lagðir inn,“ segir Sveinbjörn Brands- son. Hann segir að fólkið, sem kom á slysadeildina á sunnudag, hafi aðallega slasast vegna þess að það fauk um koll og kom illa niður á hina ýmsu líkamsparta, til dæmis hendur, axlir og höf- uð. Einnig klemmdust nokkrir á hurðum, hlutir fuku í fólk og það skarst á glerbrotum. fallegasta gráöspin í Reykjavík." Jóhann sagði að ógjörningur væri-að gefa öllum garðeigendum eitt og sama ráðið en benti á að ef að um stór og falleg tré væri að ræða og hægt væri að kom vinnuvélum inn í garða væri sjálf- sagt að reyna að bjarga tijánum. í öðrum tilfellum væri því miður ekki annað að gera en að saga trén nið- ur og flytja þau í burtu. í þeirra stað væri hægt að planta öðrum og jafnvel heppilegri tijátegundum. Þakplötur fuku af Seljaskóla í Breiðholti, og á myndinni má sjá björgunarsveitarmenn festa plötur sem höfðu losnað. Morgunblaðið/Júlíus Hiti fór af Breiðholti og Bolholti HITI fór af Breiðholti og húsum við Bolholt í raf- magnsleysinu á sunnudag en þar urðu dælur fyrir hverfin óvirkar. Að sögn Gunnars H. Kristinssonar, hitaveitu- sljóra, kom ekki til vatnss- korts í öðrum hverfum borg- arinnar þar sem vatnsgeym- ar hitaveitunnar sáu fyrir þörfinni. Oll dæling úr borholum stöðvaðist vegna rafmagnsleys- isins en þrátt fyrir að verulega hafí minnkað á geymum í Öskjuhlíð kom ekki til vatnss- korts nema í Breiðholti og í kringum Bolholtið. Gunnar sagði að hitaveitan væri með 56 borholur á jarð- hitasvæðunum og 10 dælu- stöðvar í hverfum borgarinnar sem kallaði á sérstakt rafmagn- skerfi fyrir hitaveituna. Þó væri hitaveitan tvítengd inn á dreifikerfi rafmagnsveitunnar. Óveðrið á Stór-Rcykjavíkursvæðinu: Engin alvarleg slys en eignatjón var gífurlegt ENGIN alvarleg slys urðu á fólki í fárviðrinu sem geisaði á sunnu- dag en nokkrir hlutu minniháttar meiðsli. Mikið eignatjón varð og líklegast einna mest á Landspítalanum. Geysilega mikið tjón varð einnig þegar tveir byggingakranar lögðust á hliðina í Grafarholti. Litlu mátti muna að annar kraninn félli á íbúðarhús. Trúlega hafa um 600 manns frá Björgunarsveitinni Ingólfi í Reykjavík, Flugbjörg- unarsveitinni og Hjálparsveit skáta sameinað krafta sína, ásamt starfs- mönnum Reykjavíkurborgar, slökkviliði og lögreglu, við að aðstoða fólk um alla borg. Öllum, sem við björgunarstörf unnu, ber saman um að þetta sé versta veður sem komið hafi í Reykjavik. Mikið var hringt og beðið um aðstoð og segir lögreglan í Reykjavík að nærri láti að hringt hafi verið 1.500 sinnum til þeirra. Ekki er ljóst hversu mörg útköll voru í heildina í Reykjavík en hjá lögreglunni voru út- köllin sem rekja má beint til veðursins 271 talsins en útköll lögreglu á sunnudaginn voru alls 345. Ingólfsmenn segjast hafa fengið 150 beiðnir sem þeir sinntu og Flugbjörgunarsveitirnar telja að um 200 beiðnir um aðstoð hafi borist þeim og skátarnir segja að útköll hafi skipt hundruðum. Eignatjón í Reykjavík er mjög mikið en ekki er enn komið í ljós hversu mikið. Miklar skemmdir urðu á Landspítalanum og þar voru einnig flestir við björgunarstörf, enda lá mikið við. Tjón á bygginga- krönum sem fuku um koll í Grafar- vogi varð mikið og það munaði ekki nema örfáum metrum að ann- ar þeirra félli á íbúðarhús. Björgunarsveitir, almannavarnir, lögregla, slökkvilið og borgarstjóri héldu skyndifund upp úr hádeginu á sunnudag. Fyrst sneru allar sveit- ir sér að því að bjarga málum á Landspítalnum, enda mikið í húfi. Eftir það skiptu menn með sér verk- um þannig að hver sveit sá um ákveðin hverfi í borginni. Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem að björgun unnu var ástandið í Reykjavík einna verst í Fellahverfi og telja menn að þar hafi eignatjón einstaklinga orðið hvað mest. Ástandið var víða slæmt. Þakplötur flugu um íbúðar- hverfi, tré rifnuðu upp með rótum, rúður brotnuðu og grindverk gáfu sig. Þak losnaði af sundlaug Vestur- bæjar en það tókst að njörva niður þannig að það stóð af sér veðurofs- ann. Engin alvarleg slys urðu á fólki en þó er vitað um björgunarsveitar- menn sem slösuðust. Stúlka fékk ruslatunnu í andlitið os skarst illa. Þá féll maður úr stiga þegar hann var að aðstoða íbúa í Breiðholtinu. Maðurinn féll um þijá metra og lenti á bakinu. Bæði voru þau með hjálma sem björguðu miklu. Maður úr Flugbjörgunarsveitinni fékk fiskikar í lærið og marðist mjög illa. Fyrstu sveitir voru kallaðar út klukkan rúmlega níu á sunnudags- morgun og um klukkan tíu um kvöldið höfðu menn lokið við að lagfæra það helsta sem hægt var að lagfæra. Byggingavöruverslanir voru opnar á sunnudaginn og þang- að gátu björgunarsveitarmenn sótt efni til lagfæringar. Mannskaðaveður í Engihjalla Verulegar skemmdir urðu í Kópavogi og að minnsta kosti 140 útköllum var sinnt á tímabilinu frá klukkan tíu á sunnudagsmorgni fram undir kvöldmat. Tilkynningar sem bárust lögreglunni voru þó enn fleiri, en reynt var að vega og meta mikilvægi hjálparbeiðnanna og þær afgreiddar eftir því. Að sögn Þrastar E. Hjörleifsson- ar, varðstjóra í lögreglunni í Kópa- vogi, var ástandið langverst við Engihjalla og í suðurhlíðum Kópa- vogs. „Það var mannskaðaveður í Engihjallanum og vandræðaástand skapaðist í suðurhlíðunum. Það var ansi slæmt veðrið í Engihjalla árið 1983, en þetta var verra,“ sagði Þröstur sem segist ekki hafa kynnst öðru eins í þau 16 ár sem hann hefur starfað við löggæslu. Ekki er vitað um alvarleg slys. Algengustu útköllin voru vegna fljúgandi bárujárnsplatna og klæðninga sem fuku um allan bæ. í Engihjallanum fóru þrír bílar á hvolf í verstu vindhviðunum. Þak á skemmu Teits Jónassonar við Dal- veg losnaði og þurfti að binda það niður. Lítill bátur sökk við flot- bryggju í Vesturbænum og flot- bryggja siglingaklúbbs í Fossvogin- BHi . Milfiri tinn víirri á hílnm virl F'.nrriliifilln í KAmvno-i pn hnr fnnL moriril « Morgunblaðið/Júlíus um fór á haf út. Rúður gáfu sig víða og eignatjón varð mikið. Fyrsta útkall var upp úr klukkan níu um morguninn og eftir það var mjög erilsamt fram undir hádegi. Þá kom nokkurra mínútna hlé á meðan vindurinn var að snúa sér úr suðaustri til suðvesturs. Þá tóku tilkynningar að streyma inn, en það var aðallega er síðari hvellurinn kom sem eignatjón varð. Þröstur sagði að það hefði háð þeim mikið að rafmagnslaust var á lögreglustöðinni þannig að þeir gátu ekki nýtt sér talstöðvamar sem þeir nota venjulega. Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi lánaði þeim litla rafstöð þannig að þolanleg vinnuaðstaða skapaðist. Það má því segja að aðstæður hafi verið erfiðar innan dyra sem utan hjá lögregl- unni í Kópavogi. „Við nutum góðrar aðstoðar Hjálparsveitar skáta og án þeirra hefðum við ekki ráðið við ástandið. Þeir voru vel útbúnir og stóðu sig frábærlega vel,“ sagði Þröstur. Nýbyggingasvæðin betri en áður Hjá lögreglunni í Hafnarfirði fengust þær upplýsingar að um eitt hundrað manns, í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, hafi komið nálægt hjálparstafi vegna óveðurs- ins á sunnudag. Lögreglunni bárust yfir eitt hundrað beiðnir um aðstoð. Mest var um að ræða þakplötur á flugi og annað lauslegt. Lögreglu- mönnum bar saman um að þetta væri alversta veður sem þeir hefðu upplifað lengi. Þeir sögðu að það hefði komið þeim nokkuð á óvart hversu vel væri gengið frá lausum hlutum þar sem verið væri að byggja. Töldu þeir trúlega skýringu vera að nú á tímum væru steypumót mun þyngri en áður og það ætti einnig við um ýmsilegt annað sem notað væri til nýbygginga- Sveinn Torfi Sveinsson, formaður almannavarnanefndar Hafnar- fjarðarumdæmis, segir að mest hafi verið um að þakplötur fykju af þök- Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjórir stórir byggingakranar á höfuðborgarsvæðinu fuku niður í óveðrinu. Einn krani féll niður í Mosfellsbæ og tveir í Grafarvogi, og eins og sjá má á myndinni munaði aðeins hársbreidd að annar þeirra Ienti á íbúðarhúsi. Þá fauk niður krani við nýbyggingu SEM- samtakanna við Sléttuveg í Reykjavík. um. „Það virðist sem það vanti einn naglapakka í hvert einast þak. Þetta er auðvitað ekki nógu gott því það ætti að vera auðveldara að negla þakplötur sómasamlega niður þegar verið er að ganga frá þakinu. Það hlýtur að vera betra en að vera uppi á þaki í fárviðri til að lagfæra hlutina," sagði Sveinn Torfi. Hann sagði að í Bessastaða- hreppi hefðu þök farið af nokkrum gömlum húsum, en við skoðun hefði komið í ljós að ekki hefði þurft fár- viðri til að þau færu, þau hefðu verið orðin mjög léleg. Byggingakrani á hliðina Páll Guðjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir talsvert hafa skemmst í veðurofsanum, en hvert tilvik sé ekki ýkja stórt. Eignatjón' er verulegt en skiptist niður á marga. í útjaðri byggðar hafa göm- ul og illa farin hús tæst og einstaka sumarbústaður splundraðist. Páll segir að þakplötur hafi fokið af húsum en lítið tjón hafi orðið vegna þess hve snarlega var brugð- ist við. Stærsta tjónið var þegar byggingakrani í eigu Álftáróss fauk á hliðina við íbúðarblokkir sem voru í byggingu. í sveitunum í kring varð tölvert eignatjón. Heyhlaða splundraðist til dæmis í Þormóðs- dal. Eitthvert tjón varð einnig á bílum í Mosfellsbæ. „Með dyggilegri aðstoð drengj- anna í björgunarsveitinni og tug smiða sem brugðust snöggt við tókst okkur að ráða við þetta fyrir myrkur,“ sagði Páll. Hann sagði að um 40 manns hafi unnið við björgunarstörf og útköll hafi verið rúmlega þrjátíu. Engin alvarleg slys urðu, en þó vissi Páll um að maður skarst á hendi og var gert að sárum hans í rafmagnsleysinu á Reykjalundi. Seltjarnarnesið slapp nokkuð bærilega Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri ' á Seltjarnarnesi, segir að þeir á Nesinu hafi sloppið nokkuð bæri- lega. Hann vissi til þess að tveir hefðu slasast. Maður skarst þegar plata braut rúðu í húsi í Tjarnar- bóli og annar fótbrotnaði þegar þak fauk af húsi. „Járnplötur fuku auðvitað hér eins og annars staðar og rúður brotnuðu, en að öðru leyti virðumst við hafa sloppið hjá stóráföllum. Útköll voru um fjörutíu talsins og það voru um þijátíu manns sem aðstoðuðu þegar mest var. Það eir verið að fara yfir stöðuna og engar tölur eru tiltækar um hversu mikið tjónið varð,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að mesta tjónið hefði trúlega orðið á íbúðarhúsinu á Unn- arbraut 12 þar sem allt járnið fór af þakinu. Hluti af þaki fór af ný- byggðu verkstæðishúsi, en mest var* um minniháttar skemmdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.