Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR íi. ÁPRÍL Í991. 15 Við erum stoltir af þvi, jafnaðarmenn, að geta nú sagt með sanni: Við höfum náð góðum árangri. - Þingflokkur Alþýöuflokksins á fundi. Liðsbón Alþingiskosningar veröa á ís- landi laugardaginn 20. apríl nk. Mikil umskipti til hins betra hafa orðið í íslensku þjóðlífi á sl. 4 árum. Framan af kjörtímabilinu var við mikla erfiðleika að fást. Þeir voru gamalkunnir frá fyrri tíð: afla- brestur, verðlækkanir á erlendum mörkuðum, gengislækkanir, verð- bólga og kjararýrnun. Góður árangur Alþýðuflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn sl. 4 ár. Við erum stoltir af því, jafnaðarmenn, aö geta nú sagt með sanni, við lok kjörtíma- bilsins: Við höfum náð góðum ár- angri. Við skilum af okkur mun betra búi en við tókum við. Og stjómmálaflokka á að dæma af verkunum, ekki rétt? Verðbólga er nú 5,3%. Vextir eru svipaðir og í flestum Evrópulöndum. Haflarekstri og skuldasöfnun fyr- irtækja hefur verið snúið í hagnað sem er ávísun á bættan kaupmátt í næstu kjarasamningum. Við höfum lögfest nýtt húsnæðis- kerfi sem býður upp á valkosti við hæfl ólíkra fjölskylduþarfa. Ein af hverjum hremur félagsleg- um íbúðum var byggð sl. 4 ár. í húsbréfakerfmu er unnt að KjaUaiinn Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands ljúka fasteignaviðskiptum á 3-5 vikum, í stað 3ja til 5 ára biðlista í gamla kerfmu. Þetta eru fáein dæmi af mörgum um batnandi þjóðfélag. Það er því að birta til í íslensku þjóðlífi á ný. Leggðu okkur lið Við jafnaðarmenn stóðum við það fyrirheit okkar fyrir kosning- arnar 1987 að vinna bug á verð- bólgunni - koma á jafnvægi og stöðugleika. Nú leitum við liðsinnis þíns við að lyfta kaupmætti og lífskjörum á næstu 4 árum - án verðbólgu. Við gerum þetta með því að virkja vannýttar orkulindir lands og þjóð- ar og með því að afnema leifar hafta og einokunar í atvinnulífinu. Helstu verkefni okkar á næsta kjörtímabfli verða þessi: Stórvirkjanir og nýtt álver - til þess að skapa 5000 ný störf, auka hagvöxt, kaupmátt og gjaldeyris- tekjur. Samningar um Evrópskt efna- hagssvæði (EES): M.a. um toll- frjálsan markaösaögang fyrir full- unnar sjávarafurðir sem mun þýða nýtt vaxtarskeið í flskvinnslu á ís- landi. Sala veiðileyfa sem tekin verði upp í áfóngum í stað ókeypis út- hlutunar kvóta. Það mun auðvelda okkur að lækka skatta í framtíð- inni - arðurinn af sameiginlegri auðlind mun þá renna til þjóðar- innar allrar. Breytt landbúnaðarstefna. - Til að lækka matvælaverð. Hærri skattfrelsismörk og nýtt kerfi húsaleigubóta sem við höfum fullmótaðar tillögur um. Kjörorð okkar í þessum kosning- um er: ísland í A-flokk Evrópu- þjóða. (X-A). Þessi grein er liðsbón. Leggðu okkur lið í þessari baráttu. Þá mun ísland bjóða upp á auðugra mannlíf á þessum aðfaraáratug nýrrar aldar. Jón Baldvin Hannibalsson ----------------------------------------- „Við jafnaðarmenn stóðum við það fyr- irheit okkar fyrir kosningarnar 1987 að vinna bug á verðbólgunni - koma á jafnvægi og stöðugleika.“ Skattakóngurinn Davíð Oddsson „Leikur borgarstjóra með útsvarstölur í fjölmiðlum hefur faiist í því að bera saman álagningaprósentur áður fyrr, þegar útsvar var greitt ári eftir að teknanna, sem það var byggt á, var aflað“, segir m.a. í greinninni. „Fjöldinn er heimskur og gleym- inn, segir Hitler í bók sinni Mein Kampf og af þessari staðhæfingu dregur hann eftirfarandi ályktani'r: Áróðurinn verður aö vera einfald- ur... jafnframt þvi sem áróðurinn er einfaldur verður hann að vera einhliða. Og þar sem fjöldinn er skilningssljór, heimskur og gleym- inn verður að endurtaka þessar einföldu og einhliða skoðanir ótal- mörgum sinnum." Þessi tilvitnun er í kafla um áróður í bókinni Sál- fræði eftir Símon Jóh. Ágústsson. Orð hans sjálfs Davíð Oddsson borgarstjóri virð- ist hafa tileinkað sér þessar bar- áttuaðferðir Hitlers. Við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir rúmum mánuði sagöi hann um skatta á Reykvíkinga: „Sannleikurinn væri sá að undið hafi verið ofan af þeim hækkunum sem urðu á kjörtímabili vinstri meirihlutans í Reykjavík" (Mbl. 22/2 1991 bls. 16). Þetta veit Davíð að er rangt. Skattar í tíð hans sem borgarstjóra hafa stórhækkað að teknu tilliti til hækkunar verðlags og fólksfjölgunar. Þetta má meira að segja sjá með því að lesa orð hans sjálfs neðar á sömu síðu. Þar segir borgarstjóri: „Útsvörin hafa fylgt sama takti og heildartekjurnar og tekjur af þeim aukist um 23,7% á mann á sam- bærilegu verðlagi." Á mannamáli þýðir þessi setning að útsvar, þ.e. tekjuskattur borgarinnar á hvern íbúa í Reykjavík, hefur að teknu tilliti til verðbólgu hækkað um ná- lægt fjóröung á stjórnartíma Dav- íðs. Samt er sagt í kafla um Davíð og borgarmálefni í kynningarþætti Sjálfstæðisflokksins sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum: „Staðið hefur veriö aö stór- huga framkvæmdum án þess að hækka skatta.“ Á meðan voru sýndar myndir af borgarstjóra vera að klippa á borða, leggja hornsteina og taka fyrstu skóflustungu að ráð- húsi. KjaUarinn Einar Árnason hagfræðingur Og enn var áróðurinn hamraður inn þegar Davíð borgarstjóri sat fyrir svörum fréttamanna sjón- varpsins síðasta sunnudag. Hann sagði þá: „Við lækkuðum fast- eignaskattana, við lækkuðum síð- an útsvörin og samt sem áður er borgin eins og allir tala nú um af- skaplega tjárhagslega sterk.“ Von- andi eru íslendingar almennt og íslenskir fjölmiðlamenn ekki jafn- heimskir og Hitler taídi fjöldann vera. Til að villa enn frekar... í árbók Reykjavíkurborgar 1990, sem kom út í desember síðastliðn- um, kemur fram að tekjuskattar (þ.e. útsvar) á Reykvíkinga námu 4.749 milljónum króna árið 1989 en það ár er nýjasta árið með endan- lega álagningu. Þá var íbúafjöldi í Reykjavík 96.708 samkvæmt sömu bók þannig að útsvar á mann var kr. 49.105. Síöasta heila ár vinstri meirihlutans í borgarstjórn var árið 1981. Samkvæmt árbókum Reykjavík- ur fyrir það ár var útsvar á Reyk- víkinga þá samtals rúmlega 314 milljónir króna sem á verðlagi árs- ins 1989 gerir tæplega 3.274 milljón- ir króna. Þar sem íbúar borgarinn- ar voru þá 84.593 þýðir þetta 38.699 krónur í skatta á mann árið 1981. Skattahækkunin í formi útsvars er því tæplega 27% þótt tekið sé tillit tfl verðlagsbreytinga og fólksflölg- unar. Leikur borgarstjóra með útsvars- tölur í fjölmiðlum hefur falist í því að bera saman álagningaprósentur áður fyrr, þegar útsvar var greitt ári eftir að teknanna, sem það var byggt á, var aflað. Þá gat mikil verðbólga og launahækkanir á ár- inu í raun lækkað þessa skatta verulega svo að álagningarpró- senta útsvars ein og sér sagði því ekkert um skattbyrði. Síðan hefur Davíð boriö þessar tölur saman við álagningarprósentu útsvars í stað- greiðslu til að villa enn frekar um fyrir almenningi (sjá sömu síðu í Mbl.). Á sama hátt og með útsvarið sýna tölur úr árbók Reykjavíkur að fast- eignaskattar á mann í Reykjavík hafa hækkað um rúmlega 39% í tíö núverandi meirihluta eða úr kr. 10.537 á hvern íbúa árið 1981 í 14.677 á íbúa árið 1989 (hvort tveggja á verðlagi ársins 1989). Aðstöðugjöld- in hafa hækkað enn meira eða um tæplega 70% á hvern ibúa á föstu verðlagi á sama tímabili. „Fréttastofa" Davíðs ítrekað hefur verið sýnt fram á það í fjölmiölum undanfarið (m.a. í greinum undirritaðs í DV 5/3 og 19/3 sl.) að Davíð Oddsson sagði almenningi rangt til þegar hann við fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir rúmum mánuði fullyrti að bygg- ingarkostnaður ráðhúss „verði um 20% meiri heldur en gert var ráð fyrir í upphafl" (Mbl 22/2 1991 bls. 16.) Hann margítrekaöi að áætlaður kostnaður við húsið í heild væri 750 milljónir króna, jafnvel eftir að framkvæmdir við það voru hafnar. Framreiknuð nemur áætlunin 1.300 milljónum en kostnaðurinn í dag er áætlaöur 2700 milljónir. Fullyrt hækkun Davíðs um 20% gerir 1.560 milljónir. Mismunurinn, þ.e. 1.140 milljónir, er rangfærslur Davíðs í því tilfelli. Þrátt fyrir ítrekuð tflmæli hefur „fréttastofa" Stöðvar 2 verið sá eini af stóru fjölmiðlunum sem ekki hefur séð sér fært að upplýsa al- menning um þessar stórfelldu hækkanir á byggingarkostnaði ráðhúss. Það er ískyggilegt hvaö sú „fréttastofa" og Davíð Oddsson eru sammála um að þegja um þessi verk borgarstjóra. Skyldi nokkuð heyrast frá þeim nú frekar en fyrri daginn? Eg skora á blaða- og fréttamenn að kynna sér þessi mál og upplýsa almenning um þau því hér er um grundvallarstaðreyndir að ræða. Einar Árnason „Leikur borgarstjóra með útsvarstölur í fjölmiðlum hefur falist í því að bera saman álagningarprósentur áður fyrr, þegar útsvar var greitt ári eftir að tekn- anna, sem það var byggt á var aflað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.