Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 30
so MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. des. 1965 Effir iQndsleikina: Sex „smáatriði til athugunar ■a Þessa mynd tók Sveinn Þormóðsson í seinni leik Islands og Rúss- lands. Ágúst hefur fengið knöttinn inn á línu og ætlar að skjóta á markið, en Rússarnir hindra hann ólöglega. Eins og sjá má á myndinni, stendur leikmaðurinn nr. 6 fyrir innan vítateig. 1 slík- um tilfellum eiga dómarar skilyrðislaust að dæma vítakast, en í þetta sinn dæmdi hinn ágæti sænski dómari Islendingum aðeins aukakast. TAP ísl. landsliðsins í hand- knattleik í síðari leiknum við Sovétríkin var almennt til um- ræðu manna á meðal í gær. Var bollalagt á ýmsa lund um það, hvað valdið hafi tapinu á síð- ustu stundu eftir að ísl. liðið hafði haft forystu í leiknum nær allan tímann og það stund- um svo góða og örugga forystu að tap virtist útilokað, ef liðið léki síðustu 10 mín. leiksins með svipuðum krafti og 50 mínúturn ar þar á undan. Rússnesku forystumennirnir voru ósköp ánægðir yfir sigrin- um, sögðu aðeins: ísl. liðið getur sjálfu sér um kennt, þessum leik átti liðið ekki að geta tap>að. Ýmsa punkta er freistandi að benda á varðandi leikinn: 1) isl. liðið hafði undirtök í leiknum og frumkvæði alltaf NEMA þegar það hafði náð góðri forystu, þ.e. er stóð 10:6 í íyrri hálfleik og 14:11 í síðari. Það bendir tii að liðið þoli ekki þá spennu, sem sam- fara er að komast í sigur- aðstöðu, taugarnar bili og liðið nái ekki eðlilegum • leik við slíkar aðstæður — hvað þá að nota sér yfir- burðastöðuna til aukins framgangs. 2) Sendingar manna á milli voru ónákvæmar og kæru- leysislegar og leiddu til mikilla ófara. Er ekki nauð syn á að æfa þær sérstak- lega? Er dðlilegt að sjá hægar bogasendingar milli manna í landsleik? 3) Vítaköst brugðust mörg og liðinu hálfgerð hefndargjöf að fá þau sér dæmd. Þetta er veikor punktur hjá liði hlaðið stórskyttum. 4) Varla tókst ísl. liðinu að stöðva hraðhlaup, nema missa mann af veUi í 2 min fyrir gróft brot. Rússar komu í veg fyrir öll hrað- hlaup isl. liðsins (nema eitt) með einföldu leik- broti. Því skyldi þarna vera á munur? 5) Óeðlilegt er að visu að hvetja til Ieikbrota. En það virðast öll lið beita vörn, sem jaðrar við lögbrot á nettari hátt en ísl. liðið. 6) Skiptingar leikmanna í ísl. liðinu fara mjög hægt fram, svo að bein töf verð ur á eðlilegum gangi leiks- ins hjá liðinu. Þarna þarf fastari tök á stjórninni. Endalaust má svo deUa um það, hvaða liðsmenn eru og eiga vera hverju sinni á leikvellinum. Það mætti eflaust telja fleiri atriði. Þetta er e.t.v. smáatriði, en ef þau hefðu öll verið í lagi hjá ísl. liðinu, þá hefði ísland unnið með miklum mun 1 báð- um leikjunum. — A.St. Víkingur sigraði í 3. fl. karla Á LAUGARDAGINN léku ti'l úr- sliita í 3. flokki karla í Reykja- víkurmótinu í handknaititleik Vík ingur og Fram. Leikur tveggja skemmtilegra liða. Fyrsta mark leiksins kom þeg- ar á fyrstu mín., skoraði það Rúnar.fyrir Fram. Víkingar jafna á sömu mín. með hitmiðuðu skoti frá Þórðd. Á 2. min. skorar Haraldur fyr- ir Víking með föstu skoti utan af velli. og 1 tnín síðar skorar Ingvar fyrir Fram með langskoti. Víkingar svara fyrir sig með marki aif Mnu frá Vigfúsi. F.nn bæta Víkingar við og skoraði Haraldur fjórða mark Víkings, Víkingar og Framarar skora síð- an sitthvort markið úr víitaköst- um og voru þar að verki, fyrir Víking Georg og fyrir Fram Ingvar. Staðan í hálfleik var því 5:3 fyrir Víking. Seinni .hállíleiikur hófst með rólegu spili beggja liða. Engin mörk voru skoruð fyrstu þrjár mín. seinni hálfleiks. Framarar voru fyrri til og skoraði Mar- teinn fjórða mark Fram, en hann brauzit skemmtilega í gegnum - vörn Vílkings. Haraldur í Víking svaraði með marki úr uppstökki. Staðan var 6:4 fyrir Víking. Á 6. mín skorar Ingvar fimmta mark Fram af línu. Framarar fá sér dæmt vítakast en misnota. Á 7. mín. skorar Georg fallegt mark af línu fyTÍr Víking, og á síðustu mín. fá Víkingar vítakast á Fram og skora þar sitt áittunda mark og jafnframt síðasta mark leiksihs. Lauk leiiknum með rétt- látum sigri Víkings 8:5. Þetta var skemmtilegur leikur tveggja taktistkra liða, en bæði liðin hafa þó sýnt betri leiki áð- ur. Gireinilegt var að tauga- spenna úrslitaleiksins háði báð- um liðunum. Enska knattspyrnan 21. UMFERÐ ensku deildarkeppn innar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit leiikja þessi: 1. DEILD: Aston Villa — Everton 3-2 Brackburn — Nonthampton 6-1 Blackpool — Stoke 1-1 Fulham — Burnley 2-5 Leeds — W.B.A. 4-1 Leicester — Sheffield W. 4-1 Liverpool — Arsenal 4-2 Sheffield U. — N. Forest 1-1 Sunderland — Mancester U 2-3 Tottenham — Chelsea 4-2 West Ham — Newcastle 4-3 2. DEILD: Bristod C. — Middilesbrough 2-2 Bury — Portsmouth 1-0 Cardiff — Preston 1-3 Charlisie — Crystal Palace 3-1 Coventry — Huddersfield 0-3 Derby — Charlton 2-0 Manchester C. — Leyton O. 5-0 Norwich — Bolton 3-0 Rotherham — Birminghain 3-4 Southampton — Plymouth 4-1 Wolverhampton — Ipswich 4-1 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Celtic — Hibernian 2-0 Motherwell — St. Mirren 4-1 Rangers Morton 3-1 Staðan er þá þessi: 1. 1. DEILD: LIVERPOOL 31 — 2. BURNLEY 28 — 3. LEEDS 25 — 1. 2. DEILD: HUDDERSFXELD 30 — 2. MANOHESTER C. 27 — 3. COVENTRY 27 — Parker 45 hinn fjölhæfi penni Hér er penni, sem gæti verið gerður sérstaklega fyrir yður. PARKER „45“ hefur aila hina hefð- bundnu kosti PARKER ásamt vali um blek- hylkja- eða dælufyllingu. PARKER fjölhæfni þýðir . . . að þér getið fyllt pennann með bleki á venjulegan hátt . . . eða með hreinlegu blekhylki, sem endist yður næstu 10000 orðin . . . og með ritoddi, sem hæfir rit- hönd yðar og sem hægt er að skipta um á augabragði. Skoðið og reynið PARKER „45“ í næstu rit- fangaverzlun. PARKER „45“ er völundarsmíð. — PARKER „45“ hentar yður. Parker „45“ Standard kr. 331.00 A PRODUCT 0F«f>THE PARKER PEN COMPANY—MAKERS OF THE WORLD'S MOST WANTED PENS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.