Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. des. 1965 Skrifsfofustúlka með vélritunarkunnáttu óskast á skrifstofu í mið- bænum núna strax eða fyrir 1. janúar. Tilboð send- ist afgreiðslu Mbl. merkt: „8040“. UM BÆKUR Óska eftir góðum 36—38 manna bíl. Draumur og vaka í oft mjög myndrænum lýsing> um á hinum eilífu átökum ljóss og myrkurs, lífs og dauða í nátt- úrunni umhverfis okkur. Upplýsingar í síma 40324. ORIGINAL HANAU HÁFJALLAS#L veitir aukinn þrótt og vellíðan í skammdeginu. Verðin hagstæð. Birgðir takmarkaðar. Einkaumboð: SMITH & NORLAND H.F. Suðurlandsbraut 4 sími: 38320. m UNDRA- BOLTINN Útsölustaðir: Frístundabúðin, Veltusundi 1 Verzl. Fáfnir, Klapparstíg Verzl. Örninn, Spítalastíg 6 Verzl. Rangá, Skipasundi 56 Verzl. Víðir, Starmýri 2 Verzl. Bambi, Háaleitis- braut 58 Hlíðarbúðirnar, Kópavogi Eyþórsbú'ð, Brekkulæk Silkiborg, Dalbraut 1 Kjörbúðin Laugarás Þórskjör, Langholtsvegi 128 Grensáskjör, Grensásvegi Bókabúðin Álafheimar 6 Kaupfélag Hafnfirðinga, Vesturgötu 2 Sportvöru- og hljóðfæra- verzlun Akureyrar. Þorgeir Sveinbjarnarson: Vís- ur um drauminn. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Rvík. Frent- smiðjan Oddi. 1965. Ég var einn af þeim, sem tók VÍSUM BERGÞÓRU, eftir Þor- geir Sveinbjarnarson, fegins hendi. Liðin eru rétt tíu ár, síð- an sú bók kom út, og nú er loks komin út önnur ljóðabók frá höfundi. Sú heitir VÍSUR UM DRAUMINN. Þetta er falleg bók, vandaður pappír og blæ- fallegur, ljóðin smekkvíslega sett á síður og prentun með á- gætum. Og ljóðin hafa ekki valdið mér vonbrigðum, heldur ljúfri og hljóðlátri gleði. Það var meðal annars mark- vert um Vísur Bergþóru, að hið ytra form ljóðanná var sér- kennilegt. Höfundur þeirra var auðsjáanlega snortinn af þeirri tízku, sem þá þegar hafði hlotið mikið fylgi meðal ungra ís- lenzkra skálda og ljóðföndrara, tízku rímleysunnar, en hins veg- ar var ljóst, að hann var tengd- ur íslenzkri rímhefð traustum og viðkvæmum taugum og hafði talið ómaksins vert að freista þess að leita sér frjálsara forms, án þess að segja í sundur með sér og hinum fornu menning- arerfðum á vettvangi rímsins. Hann sleppti ekki ljóðstöfum og lét heldur ekki endarím lönd og leið, en notaði það á talsvert óvenjulegan hátt. Hann batt sig ekki við fasta skipan ljóðlína í vísur eða erindi, svo sem íslenzk ljóðhefð gerði kröfur til, og fór hann að þessu leyti sömu braut og Davíð Stefánsson í sumum ljóða sinna, en samhæfði eins og þessi brautryðjandi lengd vísna og Ijóðlína hugblæ ljóðs- ins. Þorgeir Sveinbjarnarson hafði sem sé, svo sem Snorri Hjartarson og Hannes Pétursson fundið leið til meira frelsis á sviði formsins en ströngustu reglur íslenzkrar ljóðhefðar gera ráð fyrir, án þess þó að rjúfa tengslin við mjög mikilvægar menningarerfðir. Þessi nýja bók sýnir ,að skáldið hefur haldið áfram á sömu leið og hann hóf göngu sína, þó að raunar séu nokkur fullrímuð ljóð í þessari bók og einnig órímuð, en með henni virðist mér hann sanna, að hann hafi ekki aðeins eign- ast í leit sinni sitt persónulega form, heldur einnig losað sig úr tengslum við hvers konar fordóma á þeim vettvangi. Þorgeir Sveinbjarnarson mun hafa ort sem lipur hagyrðingur þegar í bernsku og æsku, en mér skilst að djúp og varanleg sorg hafi gert hann að því sér- kennilega skáldi, sem við höfum nú fengið að kynnast í tveimur ljóðabókum. 1 þessari bók er smáljóð, sem heitir í brekkunni: í brekkunni spruttu tvö blóm. Þau brostu þegar þau fóru að sofa og þegar þau vöknuðu. í morgun var aðeins eitt blóm Somkomui Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30 í Kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Bene dikt Arnkelsson, guðfræðing- ur, talar. Allir velkomnir. í brekkunnL Eitt blóm en ekkert bros. Þarna er mikil saga sögð í stuttu og fjaslausu máli. Þorgeir Sveinbjarnarson Hin mikla þjáning og hin al- gera fórn er órjúfanlega tengd- ar lífi og dauða Krists, en hann er einnig ímynd hins sjálf- gleyma kærleika og hin algilda trygging dauðlegs manns fyrir upprisu og endurfundum. Og í tveimur ljóðum, sem eru honum tengd, fáum við framhald sög- unnar um blómin tvö. Annað þeirra heitir Að velja manninn, og það skýrir heiti þessarar bók- ar: Maðurinn eða Kristur. Kristur er þrá lóunnar sem flýgur óravegu til að búa óskinni stað. Hann er eftirvænting brjóstsins sem bíður ástvinarins. Hann er löngun þyrstra eftir vatninu. Kristur er ástin, draumur mannsins. Að velja manninn er að hafna draumi hans. Hitt ljóðið og það næsta í bók- inni heitir Á páskum. Páskarnir eru hátíð upprisunnar. Á páska- daginn ljómar birta morgunsins og litur landsins skærar en nokkra aðra daga. Þegar augað lyftist, fær það ljós að gjöf. Eng inn skuggi við gröf . . . Eng- inn dáinn, segir skáldið. Og: Gangan er létt úr garði til glaðra endurfunda. Það sem var er heilt y framundan horfið en ekki liðið. í birtu morgunsins mætir þú Kristi við hliðið. En þó að þarna birtist glögg- um lesanda leið skáldsins frá yf- irþyrmandi harmi og ógnþrung- inm þjáningu til þeirrar sælsáru og tregabundnu lífsnautnar, sem einkennir skáldskap hans, er dulkennd persónuleg hlé- drægni mjög áberandi í allri tjáningu hans sem skálds. Svo að segja alltaf eru tilfinningar hans og viðhorf dulbúin, koma fram Dynur í hjarta. Dynur í þínu hjarta. Dauðinn hleypir myrkrinu. Hart og títt ber nóttin fæturna fyrir utan gluggann. Dynur í hjarta. Dynur í mínu hjarta hófasláttur skugganna. Hart er brjóstið troðið af þeim sem hleypir í myrkrinu. Þarna er nóttin á ferð, og svo er það haustið: . . . Jökullinn hækkar. Landið sem fer aldrei ófrjálsri rödd um orð eða tón kveinkar sér. Kvíðbogi er borinn að strengjunum strokinn liturinn af enginu. Mosinn reynir að jafna alla misklíð. En leikið er sárhent á urðina . . . En svo er þá líka vor og gró- andi, nóttleysa í dal og á fjallL Og skáldið nýtur vordýrðarinn- ar og getur jafnvel ekki stillt sig um að yrkja svona glettið ljóð um dalalæðuna: Hún mjakast eftir dalnum mjúkum fótum smýgur niður í hverja dæld og dokar við í brekkurótum, hringar sig við stein, strýkur honum þrifin bak við eyrað þvær hann allan. Setur svo upp gestaspjóL Og sjá, þá kemur geisli á skýjaskjáinn. Svo stígur hún í léttan fót lyftir kryppunnL teygir sig. Og trítlar út í bláinn. En það vill verða skammt I vordýrðinni á íslandi og í gleði og unaði í huga og hjarta skálds ins. Hvenær getur ekki verið von frostnótta í ríki íslenzkrar náttúru og hið innra með þess- um syni hennar, þótt raunar megi hún svo síðar vænta sólar, svo sem hann endurfunda? Mjúkum höndum virðingar fyrir íslenzkri tungu og heitrar ástar á náttúru lands síns, þessu tvennu, sem er skáldinu tæki til dulúðgrar tjáningar á lífsnautn hans og lífsþjáningu, fer hann um hvert ljóð sitt, en fá eru þau betur formuð en Frostnótt: Svo bað ég, vinur minn, blæinn hlýja fyrir boð til þín um daginn. Hann fór himinlifandi af stað, hirti ekki um frost né klaka. En kveðja þín kom i éli til baka. En þrátt fyrir hinn trega- þunga tón flestra þessara ljóða, eru þau engan veginn dapur- legur lestur. Yfir þeim sem heild er glit fagurs máls, sæt- leiki næmrar náttúruskynjunar og ríkrar nautnar. Guðmundur Gislason Hagalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.