Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 2
2 MQRGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 15. des. 1965 Dæmdur fyrir að skerða Lriólsræði 8 óra drengs HÆSTIRETTUR hefur nýlega kveðid upp dóm í máli, sem höfð- að var af ákaeruvaldinu gegn manni nokkrutn, þar sem honum var gefið að sök að hafa tekið' átta ára gamlan dreng, sem mað- urinn taldi að hefði kastað snjó- kúlu í bifreið sína, og fært hann með valdi inn í bifreiðina og far- ið með hann á skrifstofu sína og haldið honum þar um stund. Málavextir eru sem hér grein- ir: Lauat eftir hádegi þriðjudag- inn 13. nóv. 1962 leitaði kona nakkuir til lögreglunnar út af því að barni hennar hefði verið rænt og hefði ákærður í máli þessu unnið það verk. Taldi konan, að barnið væri í skrifstofu ákærða, en hann héldi því fram, að bam- ið hefði kastað snjó í bifreið hans, en í þann mund var ákærð- ur að senda frá sér barnið. Ákærður skýrði svo frá, að ranræddan dag hefði hann verið í bifreið sinni upp í Hlíðum og Iþá tekið eftir tveimur drengjum, aem voru að hnoða snjóbolta. Þegar hann hefði ekið af stað, hefði annar drengjanna kastað snjó í bifreiðina. í>á kvaðst ákærður hafa stöðvað bifreiðina, farið út og tekið dreng þann, sem kastað hafði og sett hann inn í aftursæti bifreiðarinnar og ekið síðan með hann til skrifstofu sinnar í miðbænum og farið þar irm með hann. Hann hefði ætlað sér að koma dregnum til fóreldra sinjna, og í símtali við móðurina Bókmennta- verðlatin IMorð- urlandaráðs sertn veitt Ósló, 14. des. — NTB SÍÐAR í þessum mánuði koma tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna saman í Reykjavík, til að ákveða, hverjum skuli veitt bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Verðlaunin, sem eru 50.000 danskar krónur (rúml. 300.000 ísl. kr.JT verða veitt um mán- aðamótin janúar-febrúar, á næsta ári, en um svipað leyti kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Kaupmannahöfn. í fyrra var verðlaununum skipt milli tveggja rithöfunda, þar eð ekki náðist þá sam- komulag um að veita þau ein- um höfundi. f>eir, sem þá hlutu þau, voru Svíinn Olof Lagercrantz og Færeyingurinn William Heinesen. Áður hafði það þá ekki gerzt, að verðlaununum væri skipt, og segir fréttastofan NTB, að hæpið sé, að það verði nokkru sinni gert aftur. óskað þesis, að vandað yrði um við hann, en móðir drengsins' hefði orðið mjög æst og hefði hann þá etoki getað rætt málið á „Stockholms- Tidningen64 lagt niður Stokkhólmi, 14. des. NTB: ÚTGÁFUSTJÓRN „Stock- holms-Tidningen“, málgagns Alþýðusambandsins sænska, hefur skýrt frá því, að blaðið ’muni senn hætta að koma út. Segir stjórnin, að tap það, sem útgáfan hefur í för meS sér, sé óviðráðanlegt orðið. Blaðið kemur út í 160.000 eintökum, og hafa um 6§0 manns atvinnu af útgáfunni. Tapið nemur þó nú. um 15 mill jónum sænskra króna á ári ^(rúmlega 120 millj. ísl. kr.), og hefur Alþýðusambandið sænska ekki lengur bolmagn til a!ð greiða slíkar fjárhæðir, árlega. Tilkynning blaðstjórnarinn ar hefur vakið mikla athygli, ekki sízt vegna þeirrar kröfu, sem fram er komin um, að sænska ríkið greiði styrk til blaða, svo að tryggja megi út- komu þeirra, þrátt fyrir lé- lega fjárhagsafkomu. þeseum grundvelii., f>á hefði hann hringt til skóla- stjóra Hlíðarskólans, en þar var drengurinn nemandi og sagt hon- um frá töku drengsins og óskað þess, að hann léti sækja dreng- inn, en þar sem skólastjórinn hefði ekki getað komið því við, hefði hann sen>t drenginn til hans í leiguibifreið. Ákærður kvað markmiðið með aðgerðum sínum hafa verið upp- eldislegt og miðað að því að koma í veg fyrir, að drengurinn endurtæki óknytti sína. Móðir drengsins hélt því fram, að hann hefði verið mjog slæmur á taug- um efltir þennan atburð, oft vaknað upp um næfur og verið órólegri og lausari við nám en áður. Niðurstaða máls þessa varð sú, bæði í héraði og fyrir Hæsfarétti, að ákærði var dæmdur til refs- ingar fyrir atferli sitt. Segir svo í forsendum að dómi Hæetaréff- ar: „Ákærði fflutti umræddan dreng yegna ætlaðs snjókasts með valdi frá Eskiblíð í Reykja- vík til skrifstofu sinnar í ..... og hélt honum þar um stund. Varðar verknaður þessi við 22ö. gr. laga nr. 19/1940 og eru ákvæði greinarinnar tæmandi um brotið.“ Ákærði var því dæmdur til að greiða kr. 2.500.00 sekt til rí'kissjóðs, svo og að greiða drengnum kr. 3.000.00 í bætur. f>á var hann og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Fimra leikrit í æfingu UM þessar mundir eru fimm leikrit í æfingu hjá Þjóðleikhús- inu, Fyrst ber að telja Mutter Courage, sem verður frumsýnd á annan í jólum. Leikstjóri er Walter Firner, frá Vínarborg. Næsta frumsýning hjá Þjóð- leikhúsinu verður um nýárið, á barnaleiknum Ferðinni til Lim- bó, en þeirri sýningu stjórnar Klemens Jónsson. Þá er einnig byrjað að æfa Gullna hliðið, eftir Davíð Stefánsson, og er Lárus Pálsson leikstjóri. Þegar er byrjað að æfa tvö leikrit fyrir litla sviðið í Lind- arbæ og eru það leikritin: Hrólf- ur eftir Sigurð Pétursson. Leik- stjóri er Flosi Ólafsson, en hitt leikritið er pólskur einiþáttung- ur er nefnist Á rúmsjó, og er eftir Slawomir Mrozek, leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Boothby sendiherra á förum EINS og kunnugt er hefir sendiherra Breta hér á landi, Mr. Basil Boothby fyrir skömmu verið skipaður sendiherra Bret- lands hjá Evrópuráðinu. Mun hann taka við því starfi um næstu áramót. Héðan fer sendi- herrann í dag ásamt konu sinni. Brezku sendiherrahjónin hafa verið fulltrúar lands síns hér á íslandi síðan árið 1962. Hafá þau getið sér hið bezta orð, eignast hér fjölda vina og komið vel og virðulega fram í hvívetna. Alls komnar rúmar 4 milli. mála á land VEÐUR var sæmilegt á mið- unum austur af landinu vik- una, sem leið, og góð síldveiði. Flotinn var að veiðum 55— 80 sjóm. SA og SA af A frá Gerpi. Síðustu daga hefir síld in færzt lengra frá landi og er aðalveiðisvæðið nú um 90— 100 sjóm. SA af Dalatanga. Vikuaflinn var 162.697 mál og tunnur og var heildarsíld- araflinn norðan lands og aust- an orðinn 4.114.448 mál og tn. — í sömu viku í fyrra var engin síldveiði á Austfjarða- miðum. Aflinn norðan lands og austan hefir verið hagnýttur þannig: { salt, uppsaltaðar tn. . . 402.365 í frystingu, uppm. tn. . . 49.799 í bræðslu, mál....... 3.662.284 Sæmilegur afli var á miðun- um austur af Vestmannaeyjum vikuna sem leið. Vikuaflinn nam 81.306 uppmældar tunnur og var þá heildaraflinn hér sunnan lands frá vertíðarbyrjun til sl. laugar- dags orðinn 1.218.453 uppm. tn. Samkvæmt síðustu skýrslu MIKILL gangur var kominn í lægðirnar yfir Atlantshafi í gær og ollu þær snöggum veðrabrigðum og þíðu uim alLt land. — Ný lægð er syðöt á kiortinu og ætti hún að valda A-storimi við S-strönd-1 ina um það leyti sem þettaj blað er borið út um Reykja-' vík.— Kl. 14 í gær var 1° hit: | á Akureyri og Hveravölluim | og 5° í Rvík, en 6 á Stórhötfða. Fiskifélags íslands frá laugardeg- inum 11. desember, hafa eftirtal- in átta skip fengið yfir 50 þús. mála- og tunnuafla: Barði, Neskaupstað, 51.574, Bjarmi II., Dalvík, 60.438, Dag- fari, Húsavík, 61.704, Hannes Haf stein, Dalvík, 64.105, Heimir, Stöðvarfirði, 58.263, Jón Kjart- ansson, Eskifrið, 66.946, Ólafur Magnússon, Akureyri, 55.113, Sig urður Bjarnason, Akureyri, 52.328 og Súlan, Akureyri, 51.262 mál og tunnur. Veður spilltist á miðunum í fyrrinótt og var ekki veiðiveður síðari hluta nætur. Þó fengu þá alls 19 skip 18.600 mál og tunnur, þrjú þeirra 1500 mál: Jón Kjart- ansson, Búðaklettur og Þórður Jónasson EA. Brotizt inn á þrem stöðum í Hafnarfirði Hafnarfjarðarlögreglan skýrði Mbi. frá því í gærkvöldi að í fyrrinótt hefði verfð brotizt inn á þremur stöðum þar í bæ. Lík- ur benda til að fyrst hafi verið brotizt inn í biðskýlið við Strand götu 50, þar sem jafnframt er söiuskáli, og þar stolið nokkru af varningi. Síðan brotizt inn í Apó tekið í Hafnarfirði og mikið eyði- lagt af vörum og stolið 7—8 þús. kr. í peningum. Síðast var brot- izt inn í húsgagnaverkstæði Stef áns og Jónasar en engu stolið. Ekið á kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á kyrrstæðan Volga- bil fyrir utan húsið að Sporða- grunni 2 aðfaranótt laugardags. Hentist bíllinn til um einn metra og urðu á honum talsverð- ar skemmdir. Sá, er árekstrinum olli forð- aði sér burtu af staðnum. Allir þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um þetta mál, eru beðnir að gefa sig fram við umferðadeild rannsónkarlögregl- Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðinu Þar fannst hins vegar ýmislegt af þeim varningi, sem horfið hafði af hinum stöðunum. Talið er að öll þessi innbrot hafi verfð framin eftir kl. 3 um nóttina. Ekki var búið að finna söku- dólgana í gærkvöldi. í gær lentu 8 bílar í árekstrum í Hafnarfirði, en engum alvar- legum. Mr. Boothby kom hingað í þann mund, er fiskveiðideilunni við Breta var ráðið til lykta. Hann hefir átt ríkan þátt í að treýsta vináttuténgslin milli þessara gömlu vinaþjóða. Þau hjónin hafa ferðazt mikið um ísland og kynnzt hér mönn- um og máiefnum. Vinir þeirra hér á landi þakka þeim góð kynni og óska þeim blessunar í nýju starfi. Stewart veiktist Healy og Callaghan taka við London, 13. desember, NTB, AP. MICHAEL Stewart, utanríkis- ráðherra Breta, veiktist skyndi- lega er hann var að vinna á skrifstofu sinni í utanríkisráðu- neytinu í London í morgun og hafa læknar ráðið honum frá því að fara til Parísar að sitja þar ráðherrafund Atlantshafsbanda- lagsríkjanna, sem hefst á morg- un, þriðjudag. Denis Healy, varnarmálaráð- herra og James Callaghan, fjár- málaráðherra, munu skipta með sér ýmsum þeim störfum er Stewart voru fyrirhugað á ráð- herrafundinum og hafa sér til aðstoðar bæði ráðuneytisstjóra utanríkismálaráðuneytisins, Sir Evelyn Schuckburgh. Stewart er ekki sagður sérlega þungt haldinn og telja læknar þetta muni vera einhver smit- sjúkdómur, en ekki var nánar frá því skýrt. Stewart er nú 59 ára. Hátíðlegur féla- fundur Hvatar JÓLAFUNDUR Sjálfstæðis- kvennfélagsins Hvatar var hald inn í Sigtúni á mánudagskvöld og tókst með ágætum. María Maack, formaður félagsins, setti fundinn, og ritari las fundar- gerðir síðustu funda. Þá sneru fundarkonur sér að fundarefn- inu. Frú Geirþrúður Bernhöft, guð fræðingur, flutti jólahugleiðingu og lagði út af ferskeytlunni al- kunriu: „Bráðum koma blessuð jólin. Ræddi hún um tilhlökkun ina og undirbúninginh fyrir jól- in og tilefni þeirra, fæðingarhá- tíð frelsarans, sem bætandi áhrif hefði haft á mánnlífið upp frá þeim atburði. Hún minnti á, að þrátt fyrir ófullkomleika mannsins, þá kæmi allt það bezta fram í honum, þegar jól- in nálgast. Hann viil alla gleðja og heldur hátíð til að fagna fréls aranum. Að lokum bar Geirþrúð- ur fram þá ósk, að hugblær jóia hátíðarinnar mætti endast okk- ur öllum milli jóla. Þá kom frú Sigurveig Hjalte- sted og söng með undirleik Skúla Halldórssonar jólalög er- lend og, innlend, og síðast lét hún fundarkonur syngja með sér Heims um ból. Var nú kom- in mikill jólablær á fundinn og fannst fundarkonum mjög há- tíðlegt. Að lokum sýndi Hendrik Berntsen frá Blóm og ávextir konunum hvernig skreyta má með blómum, kertum og grein- um. Gaf hann þar ýms hagnýt ráð, sem konurnar hugsuðu sér að notfæra sér við skreytingu á heiinilum sinum fyrir jóiin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.