Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 15. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Nei. það'hefði hver getað, komið sem vildi — en það kom bara enginn. Hann horfði á eft. ir fólkinu, sem var að fara. Ég skil varla í, að þau skyldu nenna að koma heldur. Þeim er vist nokkurnveginn sama um þetta. Þarna voru kransar frá ,,Chuok“ og „Rodney“ og .,Perl- itu“. Ég furðaði mig á því, að Chuck skyldi ekki hafa verið viðstaddur. — Ég hef verið að búast við hringingu frá yður fulltrúi, sagði Albert, er við gengum burt. — Nú, hversvegna? — Er ég ekki grunaður? — Við komum að því bráðum, þér megið ekki reka á eftir okk- ur. — Hafið þér enga hugmynd um, hver hefur gert það? Ég svaraði því engu. — Það skrítna er ,hélt hann áfram, — að þegar tTrsúla er horfin þá er mér ein- hvernveginn alveg sama, hvort þið finnið morðingjann eða ekki — hún. kemur ekki aftur og jafnvel þótt hún gæti það, þá er ég ekki viss um, að ég kærði mig neitt um það. — Hvers vegna segiðþérþað? Við stóðum í skjóli í bogagöng unum og horfðum yfir velhirta grasblettina og garðana. Frá kapellunni heyrðust veikir org- eltónar, og tvær daufar mann- p-------------------------p 52 □------------------------□ eskjur, svartklæddar, gengu fram hjá okkur. Hann svaraði: Af því að ég held, að þetta mundi bara endurtaka sig. Úrs- úla var ekki myrt af því að hún hefði gert neitt af sér, heldur vegna þess hvernig hún var. Það er ég vis um. Og hún hefði aldrei getað breytzt, hversu feg- in sem hún hefði viljað og hvemig sem hún hefði lofað því — af því að hana skorti vilj- ann. — Hún var ekkert hrifin af yð ur? sagði ég og var ruddalegur af ásettu ráði. Hann sneri sér hægt imdan og tárin komu fram í augun. — Hvers vegna var hún ekkert hrifin af yður? — O, hún var það bara ekki, það var allt og sumt. Það er ekki hægt að skylda neinn með neinum lögum til þess að verða hrifinn af einhverjum, eða hvað? — Hr. Hall. sagði ég rólega, — voruð þér nokkurntíma í Aylesbury? Það var eins og allur líkami hans stirðnaði upp. — Ayles- bury? — Fyrir fimm eða sex árum & cirnci ti uncfiingci MOZART er fiirunta bókin í bóka- llokkmim „Frægir menn", ætluð unglingum 12—16 ára. Margar ljós- myndir prýða bókina. Skíðakeppnin er fyrsta barnabók- in, sem skrifuð er um skíðakeppni og útilif, og er jafnt fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 10—14 ára. l>etta er 2. hefti af bókinni um Sandhóla-Pétur (Baráttan). Hún er spennandi frá upphafi til enda. Falleg bók að efni og útliti. Fyrir drengi 11—15 ára. Kátir piltar er spennandi bók, og söguhetjurnar Steini og Óli eru mestu ærslabelgir og rata sí og æ 1 ævintýri og mannraunir. Fyrir drengi 9—12 ára. Áso Díso wmaamaasKmmmmmmKmammmmmmmamKmmaKmam Á»a Disa ar fyrir heilbrigSar og tápmiklar stúlkvr 10—12 ára. Margar teikningar eru í bókinni. Hotundurinn Margarethe Haller er þekikt a£ JEmubókunum. KALLA OG KHISTJÁN Kalla og Kristján er eftir Evi Bögenæs, hööfund bókanna Jóla- dansleikurinn, Anna Beta og Frið- rik og Anna María trúlofast. >etta er saga um heilibrigt og J>róttmik- Erna fer í ferðalag er ný „Ernu" bók eftir Margarethe Haller. Þetssi nýja bók er fjörlega rituð. Kjör- in bók fyrir allar stúlikur á aldr- inum 8—12 ára. Prinsessan sem strauk er önnur bókin í bókaflokknum, sem heit- ir „Bækurnar um Sally Baxter fregnritara". Bókin er spennandi frú upphafi til enda. ið æskufólk. Ævintýri á ísjaka segir frá ferð tveggja Í6lenzkra bræðra út á fljótandi „rannsóknarstöð'*. Þar lenda þeir í hinum margvísleg- ustu ævintýrum. Ætluð ungling- um 10—14 ára. ÆSKUMINNINGAR ALBERT SCHWEITZER m w WmSBt m m Wlw/á Æskuminningar Alberts Schweit- zers. Bókin er lifandi frásögn um óvenjulegan dreng, sem varð mik- ilmenni. Hún er prýdd myndurn og er kjörin bók fyrir unglinga 10—16 ára. jBgrrr Grímur grallari og Lotta frœnka Grímur grallari og Lotta frænka er enn ein ný og skemmtileg Grímsbók. Allar bækurnar um Griim grallara og félaga hans hafa hlotið miklar vinsældir hér á landi. Bóka- útgáfan SETBERG FREYJUGÖTU 14 SÍMI 17667 — með flughemum — í Halton, kannski? Hann kinkaði kolli og það var rétt svo, að ég sá það, en ég hélt áfram, vægðarlaust: — Mér datt í hug, að þér hefðuð verið þar. Þér náðuð þar í skóla stelpu, sem hét Úrsúla Twist, og meðan á stóð þessu ævintýri ykkar. gáfuð þér henni þetta. Ég hélt ljósmyndinni fyrir fram an andlitið á honum, og sneri henni þannig, að hann gat séð nafn Ijósmyndarans í Halton, sem var á bakinu á henni. Hann starði á myndina, en lét sér hvergi bregða. — Og það var ekki það eina, sem þér gáfuð henni, eða var það? Hann stóð grafkyrr og beit á vörina, ó- lundarlega. Svo sagði hann rólega. — Ég var fús til að giftast henni — og vildi það. — Sextán ára gamalli! Hún var ekki nema sextán ára. Hann sneri sér að mér og röddin var áköf og biðjandi. —■ Haldið þér, að ég hefði gefið mig nokkuð að henni, hefði ég vitað, að hún var ekki eldri? Þér verðið að ætla mér svolitla sómatilfinningu. Enginn hefði getað getið sér til, að hún væri enn á skólaaldri eins og hún hagaði sér. Það var ekki fyrr en hún vissi, að hún var barnshaf- andi að hún sagði mér sannleik- ann. Ég varð frá mér af hræðslu. Ég gaf henni hvern eyri, sem ég átti til þess að hún gæti losnað við það, og svo fluttu þær hing- að til London og ég sá þær ekki árum saman. En ég vonaði allt- af, að ég mundi rekast á hana aftur. Auk þess sem ég vildi bæta úr þessu við hana, var mér orðið ljóst, að .... T'Hann þagnaði og horfði á kransahrúg- una í rigningunni. — Hvað? Að þér elskuðuð hana, eða hvað? Hann kinkaði kolli, en svo leið góð stund áður en hann hélt áfram: — Ég sá mynd af henni framan á einhverju kvenna- tímariti, og eftir það var ekki erfitt að finna hana. í fyrst- unni virtist hún fegin að hitta mig aftur, og vera reiðubúin að taka upp þráðinn þar sem fyrr var frá horfið — og meira að segja fann hún þessa gömlu mynd af mér og fór a@ bera hana á sér. En fyrir nokkrum vikum fór þetta að færast úr lagi aftur. Hún hafði vitanlega breytzt á þessum árum . . . en síðustu vikumar var rétt eins og hún væri alveg að sleppa sér. Hún fór að tortryggja alla, og þá fyrst og fremst mig . . . . allir væri á móti henni, að of- sækja hana, njósna um hana, og svo framvegis. Ég beið átekta og vonaði, að ég gæti orðið að einhverju gagni, en sú hjálp var ekki þegin, og meira að segja snerist hún beinlínis gegn mér fyrir hana. Hún var sjúk og það ekki eingöngu á sálinni. Stund- um fékk hún þessa hræðilegu verki og krampaköst........ Ég greip fi-am í fyrir honum, óþolinmóður: — Þér vissuð vel, hvað að henni gekk, var ekki svo? Hann leit á mig, vesældarleg- ur á svipinn og hristi höfuðið. — Ég veit það núna, en ég vissi það ekki þá. Ég datt ofan á það alveg fyrir tilviijun. Það vildi svo til, að ég var að lesa um •eitt tiltekið mál í lagabókunum minum, og þarna kom það — öll þessi einkenni, sem ég kann- aðist svo vel við. Ég skil ekki, hversvegna mér hafði aldrei dottið það í hug, en hvernig hefði mér líka átt að detta það í hug? Ég hafði aldrei áður komizt neitt í tæri við eiturlyf. — Fannst yður, að verið væri að halda eiturlyfjunum frá henni? Hann kinkaði kolli, dræmt. —. Það gæti verið, en ég veit það ekki. Stundum var , hún alveg eðlileg og sanngjöm við mig, og þá gátum við farið út að kvöldi dags en svo snögglega og upp úr þurru, gat hún orðið nið urdregin, fyrtin, gert uppistand og stungið af frá mér — eða þá talað við bláókunnugt fólk og hagað sér eins og hún væri drukkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.