Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 15. des. 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STORAUKIN FRAMLÖG TIL SKÓLAB YGGINGA 17'ramsóknarmenn fengu . * slæma útreið í umræð- unum um fjárlagafrumvarp- ið, þegar Jón Árnason, for- maður fjárveitinganefndar gerði nákvæman samanburð á fjárveitingum til skólamála í tíð vinstri stjórnarinnar og núverandi ríkisstjórnar. Kom , þá í ljós, sem að vísu var áð- ur vitað, að allar staðhæfing- ar Framsóknarmanna um van rækslu Viðreisnarstjórnarinn ar í skólamálum eru hreinar blekkingar og uppspuni. Jón Árnason leiddi óhrekjandi rök að því, að framlög til skólabygginga hafa margfald- azt í stjórnartíð Viðreisnar- stjórnarinnar. í ræðu for- manns fjárveitinganefndar fólust m.a. þessar upplýsing- ar: Árið 1958, en það var síð- asta árið sem vinstri stjórnin sat að völdum, voru fjárveit- ingar til skólabygginga sem hér segir: Styrkur til bygginga barna- skóla- og íbúða fyrir skóla- stjóra nam samtals 9 milljón- t um og 760 þúsund krónum, þar af til nýrra skólahúsa og skólastjórabústaða 1 milljón 333 þúsund krónur. Styrkur til byggingar gagnfræðaskóla og héraðsskóla var þá samtals 3 milljónir 599 þúsund krónur, þar af til nýs gagnfræðaskóla 100 þúsund krónur. Auk þess voru veittar tvær milljónir króna sem stofnframlag vegna barnaskóla og gagn- fræðaskólabygginga, sem full- smíðaðar voru árið 1954. Sam tals voru því fjárveitingar til bygginga barna- og gagn- fræðaskóla árið 1958 15 millj. 359 þúsund kr. 700 MILLJ. KR. * RAUNVERULEG HÆKKUN Camkvæmt fjárlagafrum- ^ varpinu fyrir árið 1965, að viðbættum tillögum fjár- veitinganefndar, eru fjárveit- ingar til barna og gagnfræða skóla samtals að upphæð 102 milljónir 548 þúsunö krónur. Mismunur 87 milljónir 189 þúsund krónur. Árið 1958 var veittur styrk- ur til byggingar iðnskóla í Reykjavík 500 þúsund krón- ur. Samkvæmt fjárlagafram- varpinu að viðbættum tillög- um fjárveitinganefndar er nú lagt til að veita til iðnskóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Ak ureyri, samtals 3 milljónir 580 þúsund krónur. Til bygging- ar húsmæðraskóla var veitt % milljón króna árið 1958. í fjárlagafrumvarpinu nú er lagt til að veita til sömu skóla 4 milljónir og 600 þúsund kr. 1 Árið 1958 voru veittar 1 milljón 375 þúsund krónur til byggingar menntaskóla, en nú samkv. fjárlagafrv. fyrir árið 1965 10 millj. 364 þús. kr. Til byggingarframkvæmda við bændaskóla voru 1958 veittar 252 þús. kr., en nú samkv. fjárl.frv. 3 millj. og 375 þús. kr. Auk þeirra byggingafram- kvæmda, sem hér hafa verið taldar upp var veitt á 20. gr. fjárlaga 1958 1 milljón 341 þúsund krónur. Hins vegar eru ótaldar skólaframkvæmd ir samkv. 22. gr. fjárlaga nú að viðbættum tillögum fjár- veitinganefndar, 16 milljónir 540 þúsund krónur. Samtals var veitt til skólabygginga 1958 19 milljónir 828 þúsund krónur, en samkv. fjárlaga- frumvarpinu nú að viðbætt- um tillögum fjárveitinga- nefndar er lagt til að veita á næsta ári 141 milljón 511 þúsund krónur til sömu fram kvæmda. Mismunurinn er því 121 miljón 683 þúsund kr. Jón Árnason sagði, að með því að leggja til grundvallar hækkun byggingarkostnaðar samkv. upplýsingum Hagstof- unnar kæmi í ljós, að raun- veruleg hækkun framlaga til skólabygginga næmi ekki lægri upphæð en 100 milljón- um króna. í þessum 100 millj. kr. fælist hinn mikli munur á því, hversu betur og mark- vísar væri nú unnið að upp- byggingu og framkvæmdum á sviði skólabygginga en í tíð vinstri stjórnarinnar. Vitanlega eru alltaf einhver verkefni sem bíða úrlausnar, á sviði skólabygginga eins og á öðrum sviðum. Það er ekki hægt að gera allt í einu. Það skilur íslenzka þjóðin, þótt henni liggi mikið á í hinu mikla uppbyggingastarfi sínu. En sú staðreynd verður ekki sniðgengin, að » engin ríkis- stjórn hefur unnið jafn ötul- lega að skólabyggingum og margvíslegum umbótum í skólamálum þjóðarinnar og núverandi ríkisstjórn. NORSKA JÖLATRÉÐ TVTorska jólatréð á Austur- ■‘■^ velli, gjöf höfuðborgar Noregs til höfuðborgar ís- lands, er fagur vottur um ævarandi vináttu íslendinga og Norðmanna. Oslóarborg gefur Reykjavík jólatré fyrir hver jól. íslendingar vita að á bak við þessa gjöf liggur mikill vinarhugur og trúnað- I Anna Maria, bráðum 18 ára og 10 miíljón dala virði Milljónaerfinginn og maður hennar. SUÐUR í Caracas situr saut- ján ára gömul stúlka og sinn- ir um eiginmann sinn og ný- fædda dóttur og bíður þess að upp renni 20. desember. Þann dag fær Anna Maria Hitz um- ráð yfir vöxtunum af 10 millj, dala arfi eftir föður sinn. svissneska múrarann sem fór til Venezuela og vegnaði þar svo vel að hann varð milljóna mæringur á nokkrum árum. Þá getur hún kvatt konuna," sem skotið hefur yfir þau skjólshúsi, ungu hjónin og barn þeirra og neitar að láta uppi hvar þau hafizt við, Linu Rosu Fuentes, og greitt henni fyrir. Þá geta þau byrjað nýtt líf ein og út af fyrir sig, í friði og spekt. Sjálf hefur Anna María til þessa lítið haft af friði og spekt að segja. Hún hefur ver- ið þrætuepli foreldra sinna aliit frá því er þau skildu nokkru eftir að h/ún var orðin fimm ára. Skilnaðarorsökin var eyðslusemi frúarinnar, móður Önnu. Bamið var sent tiil Sviss, á klausturskóla þar, en síðan lagði milljónaimær- ingurinn fyrrverandi konu sína í einelti og tókst meira að segja að fá hana setta á geðveikrahæli um tkna. í júlímánuði 1958 lézt herra Blitz og lét eftir sig aðeins einn erfingja að ðllum millj- ónunum tíu — Önnu dóttur sína. Og þá hófst fyrir alvöru togstreitan um Önnu. Dómstóll í Venezuela hafði Móðir Önnu Maríu. úrskurðað, að móðir hennar skyldi hafa yfirráð yfir barn- inu, en svissnesk yfirvöld tóku það okki giit og fengu barnið frænku sinni í Sviss. Móðir Önnu fór með málið fyriir dómstólana cn fékk engu um þokað, þar eð grun- ur lék á að hún hefði meiri áhuga á milljónunum tíu en á barninu og velferð þess. Anna María óx og dafnaði hjá frænku sinni og fóstur- föður — en 6. janúar 1961 var sá friður úti. f>á rændi móð- ir hennar barninu og hafði á brott með sér til Veneauela og síðan til Bandaríkjanna. í>ar þraut þær mæðgur fé og frúin vann fyrir þeim sem ráðskona, en Anna, sem orð- in var ásjálegasta stúlka, gekk á menntaskóla og vann sér inn aukastkilding sem sýning- arstúika í tízkuhúsum þar um slóðir. Ekkert bar til tíðinda I ævi þeirra mæðgna unz kosm fram á sumar í fyrra. I>á bar það til í veiziu í þýzka sendiráð- inu í Washington að Anna hitti ungan þýzkan náms- mann, Uirioh Bierschank frá Hannover, sem vann sem næt- urvörður við sendiráðið til þess að öngla saman í náms- kostnað við háskólann í Utah. Ulrioh Biersohank- var nýsikil- inn við bandaríska bonu sína, þremur áruim eidri, sem hann átti með tveggja ára son. Anna og Ulrich urðu ást- fangin hvort af öðru og mót- mæli móður hennar stoðuðu ekki hót. Anna vildi fá að ráða sér sjálf í fyrsta s'kipti á ævinni. Og hún hljópst á brott, fór vestur til Utah, til Ulrichs síns og þau bjuggu þar framan af við þröngan kost en yfirmáta hamingjusöim. Þegar þar kom að Anna varð barnshafandi héldu þau sem skjótast til Carson City og giftu sig með leynd. 20. obtó- ber hringdi Anna María til móður sinnar í Washington eins og oft áður og bað hana ásjár, spurði hvort hún vildi ebki senda sér 200 dali, hún ætlaði að korna heim aftur flugleiðis. Móðir hennar sendi ávísunina þegar í stað. En Anna María kom ek,ki heim ti'l Washington. Hún hvarf og með henni Ulrich Biersohenk. Móðir hennar leit aði til lögreglunnar og hélt því fram að dóttir hennar hefði verið numin á brott und ir áhrifum eiturlyfja. Þegar mánuður var liðinn frá hvarfi Önnu Maríu, barst móður hennar Skeyti frá Cara cas í Venezuela. f því stóð, stutt og laggott: „Ég er ham- ingjusöm, á nú bæði mann og barn. Hættið þessari hlægi- legu eftirleit.“ Þau Anna og Ulrioh höfðu farið frá Miami 2. nóvember og komu til Caracas án þess að eiga eftir grænan eyri. Það mátti ekki tæpara standa, þeg ar sama dag ól Anna María barn sitt dóttur sem skírð var Claudia Rosa. Tveimur dög- Framhald á bls. 31 1 ur við gömul ættartengsl. — Þess vegna er hinu norska jólatré fagnað og gjöf þess þökkuð. Norðmenn hafa lagt merk- an skerf fram til íslenzkra skógræktarmála. Hundruð Norðmanna hafa undanfarin ár komið hingað til lands og unnið hér skógræktarstörf og allmargir íslendingar hafa farið til Noregs og plantað þar skógi. Þessar gagn- kvæmu skógræktarheimsókn- ir íslendinga og Norðmanna eru raunhæfar og fagur þátt- ur í norrænni samvinnu. Kjarni málsins er að þess- ar tvær náskyldu þjóðir vilja rækja með sér vináttu og frændskap. Norræn frænd- garðshugsjón á enn í dag traustar rætur í brjóstum nor rænna manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.