Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 5
MiðvikudagTH* 15. des. 1965 MORCU N BLAÐIÐ 5 Klógulir emir yfir veiði hlukku Stork- urinn sagði að hann hefði svona af göml- um vana flogið niður að Iðnó i morgunsárið í gærv Það var hláka, og þó var hálft, og ís- inn ekki farinn af Tjöminni. Morgunskíman var grá, en grátt getur líka verið fallegt, einkan- lega þegar litinn ber við blágrá- an morgunhimininn. Þarna voru aliir fuglarnir mínir, endur gæs- ir og svanir og virtist líða hið bezta og hafa enga þörf fyrir ihjúskaparmiðlun, nema síður væri, og það sér maður bezt á vorin. En þarna við grindverkið ofan við ræsið, sem myndar nú efri enda á þeim læk, sem rann í gegnum borgina forðum eins og Signa gegnum París, og Laekjar gatan heitir eftir, hitti storkur- inn mann, sem ló fram á hand- riðið, starði út á fuglahópinn og hugsaði. Storkurinn: Færðu ekki höfuð verk af allri þessari hugsun? Maðurinn við grindverkið: Ja, það liggur við, og er þó varla nema von. Þú hefur heyrt um Örninn unga þar upp á Keldum, sem nú er stríðalinn, gefinn víta mín og egg upp á hvern dag, jafnvel næla menn sér í skot- verðlaun og drepa handa hon- um svartbak, semsagt hann er stríðalinn eins og stríðshestur, enda liggur mikið við. Það á sem sé að láta hann binda trúss sitt við 12 ára gamla ekkju, eem við þarna uppi í Hvalfirði sjáum stundum sveima einmána yfir fallega firðinum, hátt í lofti, I og það er þá helzt að hún beiti | kjafti og klóm, þegar veiðibjöll- I ur angra hana á fluginu, og hef j ég sjálfur séð 10 ráðast að henni i Mannsefni ekkjunnar í Hvalfirði, örninn ungi frá Hellissandi, p.t. Keldum, Mosfellssveit. eins og orrustuflugvélar, en sjálf flaug ekkjan áfram og rétt blak- aði til þeirra vængjum, rétt eins og hún týndi lýs úr hári sínu eða fjöðrum. Þetta er svo sem ágætt allt saman og verður sjálfsagt í upp- rifinni gloriu, þegar sumarið nálgast, en mér finnst vanta á, að Félagsmálastofnunin sé kvödd til aðstoðar við makaval og hugs- anlegar frjógunarvarnir, og það er þarna, sem þjóðkirkjan kemst í spilið, því að henni var gefinn Piltur 13—15 ára óskast I sveit strax eftir áramót. Uppl. í síma 3524Ö Úrval af fallegum kjólum. Dragt- ir, telpnakápur og kjólar. Notað og Nýtt, Vesturg. 16. Til leigu ca. 40 ferm. iðnaðarhús- næði í Austurbænum. Upp lýsingar í símum 15939 og 16398. Sem nýr gír og millikassi og fl. í jeppa, árg. 42. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 41942, eftir kl. 19. Til sölu gírkassi í Ford ’57—’59. — Upplýsingar í síma 11073 frá kl. 1—6 e.h. Handmálað postulín Málað af Svövu ÞórhaBs- dóttur, er nýkomið í Blóm og Ávexti, og til Jóns Dal- mannssoiyir, Skólavörðu- stíg. 21. Stúlka óskast á gott sveitaheimili á Norð- urlandi. Uppl. í síma 31263. Lítil íbúð óskast til Ieigu Sími 22150. Til leigu frá 1. jan., góð 3ja herb. íbúð, stutt frá miðbænum. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Reglusemi — 8042“. ATHUGIÐ að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa t Morgunbtaðinu en öðium bjöðum. þessi fjársjóður, sem heitir Fé- lagsmálastofnuh á sínum tima. I Einnig væri rétt að kveðja til Ólaf sálfræðing frá Vík í Lóni,' svona þegar kemur til að halda starfsfræðsludag fyrir arnar- unga. Storkurinn leit af manninum á gæsirnar, og hló í hjarta sínu, og sagði: Já, því ekki það!, og með það flaug hann upp á burst- ina á Lindarbæ, þar sem Félags- málastofnunin er til húsa, og nú fá þeir nóg að gera á þeim bæ! Bæjarstjórn Sauðárkróks óskar eftir að ráða tannlækni, sem annist fyrst og fremst viðgerðir í nemendum barna- og miðskóla Sauðárkróks. Nánari upplýsingar gefur undirritaður eða formaður fræðsluráðs Sauðárkróks, sr. Þórir Stephensen. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. Athugið Getum afgreitt fyrir jól nokkur sett af okkar vinsælu hjónarúmum úr eik og teak ásamt fleiri húsgögnum. Gjörið svo vel að líta í gluggana. FRÉTTIR Kvenfélag Hallgrímskirkju. Jólafundur kvenfélagsins verður haldinn miðvikudaginn 15. des. kl. 8.30 í Iðnskólanum. Fundar- efni. Upplestur: Steindór Hjör- leifsson leikari les upp sögu eftir Jökul Jakobsson, einsöngur Guðm. Guðjónsson óperusöngv- ari, jólahugleiðing: dr. Jakob Jónsson, kaffidrykkja. Félags- konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Æskulýð'sstarf Nessóknar. Jólafundur í kvöld kl. 8 1 fundarsal Neskirkju. Allir piltar í Nessókn, 13—17 ára eru vel- komnir. Séra Frank M. Halldórs eon. Frá félagi ungra guðspeki- nema. Fundur verður í kvöld kl. 8:30 að Laugavegi 51. Úlfur Ragnarsson talar um nútíma sál- fræði. Hjúkrunarfélag íslands! Jóla- trésfagnaður verður haldinn fyrir börn félagsmanna í Lídó, fimmtudaginn 30. des. kl, 2 e,h, Aðgöngumiðar verða seldir í ekrifstofu félagsíins þingholts- etræti 30 (efstu hæð). föstudag- inn 17. og laugardaginn 18. þm. þm. kl. 2—7 eh. Kristileg samkoma verður hald in í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 rniðvikudagskvöldið 15. des. kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkom- ið. Munið Jólasöfnun Mæðrastyrks nefndar. Gleðjið einstæðar mæð ur og börn. Skrifstofan er að Njálsgötu 3. Opin frá 10:30 til 6 »lla daga. Nefndin. Fataúthlutun Hjálpræðishers- Ins stendur nú sem hæst, og er opið frá kl. 10—12 f.h. og frá kl. 14—18, að Kirkjustræti 2, alla daga til aðfangadags. Hjálp- ræðisherinn biður Dagbókina fyrir þakkir til allra hollvina sinna. Hjálpræðisherinn hefur hafið jólafjársöfnun sína og jólapott- arnir eru nú komnir upp víða í miðbænum. Mikið hefur safnazt í. jólapottana undanfarin ár. Hjálpræðisherinn hefur sent þessar gjafir vegfarenda inn á fjölmörg heimili og margir hafa notið þeirra fyrir milligöngu ýmissa greina líknarstarfsins. Að þessu sinni mun hluti af söfnun- inni renna til starfsins að skóla- heimilinu Bjargi. Æskulýðsfélagið, yngri deild. Fundur miðvikudagskvöld kl. 6. Aðalfundur Vestfirðingafélags- ins verður fimmtudaginn 16. des. kl. 8:30 í Tjarnarbúð uppi. Venju- leg aðalfundarstörf. Rætt um byggðasafnið. Vestfirðingabókina og skemmtiatriði verða: Karl Guðmundsson leikari les upp, Anna Þórhallsdóttir syngur og leikur á langspil. Vestfirðingar fjölmennið. Nýir félagar vel- komnir. Stjórnin. Ekknasjóður Reykjavíkur. G. Skúlason og Hliðberg hf. Þóroddsstöðum, Rvk. Styrkur til ekkna látinna félagsmanna verður greiddur í Hafnarhvoli 5. hæð alla virka daga nema laugardaga. Stjómin. Hafnfirðingar. Vetrarhjálpin í Hafnarfirði og Mæðrastyrktár nefnd biðja þá, sem gefa vilja fatnað til söfnunar þessarar að- ilja að koma fatagjöfum sínum í Alþýðuhúsið, en þar verður þeim veitt móttaka hvern virkan dag kl. 1—3 til 15. des. þeir, sem ekki hafa tök á að senda fata- gjafir sínar eru beðnir að gera aðvart í símum 51671, eða 51241. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er á Laufásveg 41. (Farfugla- heimilið). Sími 10785. Opið alla virka daga kl. 10-12 og 1-5. Styðj- ið og styrkið Vetrarhjálpina. Vetrarhjálpin í Reykjavík. Jólagetraun barna OKKUR langar rétt til að minna ykkur á að klippa fuglamyndimar jafnóðum út, svo að þið tapið engri, og svo I förum við bráðlega að birta | getraunaseðilinn, sem þið fær ið nöfnin inn á. Hvað heitir þessi fugl? „Cathy66 Miklatorgi — Lækjargótu 4. CATHY transistor útvörpin eru vönduð og hafa sérstaklega góðan hljómburð. 8 transistora — 3 bylgjur, einnig er hægt að tengja plötuspilara við það. Verð kr. 2480 Einnig fyrirliggjandi lítil ferðaútvörp 7 transistora með L og M bylgjum. Verð kr. 1345 Tilvaldar jólagjafir. - Takmarkaðar birgðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.