Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 31
Miðvikudagur 15. des. 1965 MORGUNBLAÐiÐ 31 Varðstjórarnir tveir, sem munu hafa yfirumsjón með jólaferðinni, Sverrir Guðmundsson og Óskar Ölafsson ásamt Pétri Sveinbjarnarsyni frá Umferðamefiud. ' Ýmsar ráðstafanir lögreglu vegna iólaumferðarinnar U Skorað á ökumenn að aka ekki Lauga- veginn, eí hjá því verður komizt EINS oer undanfarin ár um jóialeytið, hefur lögreglan gert miklar varúðarráðstafan- ir tii þess að hin geysiiega um- ferð, sem jafnan fylgir þessu mikh kaupsýslutimabili, geti haidizt sem greiðust og örugg- ust, jafnt fyrir akandi sem gangandi fólk. 1 þessu sam- bandi mun ekkert verða til sparað af hendi lögreglunnar, að því er þeir Pétur Svein- bjarnarson, hjá Umferðanefnd Reykjavíkurborgar, Óskar Ól- afsson yfirvarðstjóri, og Sverr ir Guðmundsson aðstoðar- varðstjóri, tjáðu fréttamönn- um í gær. Vegna þessa hefur t. d. ver- ið ákveðið að gera eftirfar- andi ráðstafanir um takmörk- un á umferð á tímabilinu 16. til 24. desember nk.: Að ein- stefnuakstur verður tekinn upp á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs, og á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lindar- götu. Þá verður hægri beygja bönnuð úr Tryggvagötu í Kalkofnsveg, úr Snorrabraut í Laugaveg, úr Snorrabraut í Njálsgötu og úr Laufásvegi í Hringbraut. Bifreiðastöður verða bann- aðar eða takmarkaðar á all- mörgum stöðum í miðbænum, en í því sambandi er bifreiða- eigendum bent á auglýsingu lögreglustjóra um takmörkun umferðar í Reykjavík, sem birt er í öllum dagblöðum og í útvarpinu. Einnig verður á þessu tímabili ökukennsla bönnuð í miðborginni milli Snorrabrautar og Garðastræt- is. Bifreiðaumferð verður bönnuð um Austurstræti, Að- Saltað AKRANESI, 14. des. — Afli Mnu- bátanna hér í gær var frá 4 tonn upp í 6,3 tonn á bát. Hæst var Hörungur III kom hingað í da.g ineð 1850 tunnur af síld af Aust- fjarðamiðum, sömuleiðis Sigur- borg með 700 tunnur. Síldin af bátunum er ýmist hraðlfryst eða BÖltuð. — Oddur. alstræti og Hafnarstræti, laug ardaginn 18. desember frá ki. 20—22, svo og á Þorláksmessu frá kl. 20—24. Einnig verður samskonar umferðartakmörk- un á Laugavegi frá Snorra- braut og í Bankastræti ef ástæða þykir til. Að öðru leyti er vísað til áðurgreindr- ar auglýsingar lögreglustjóra um takmörkun umferðar. Að því er Pétur Sveinbjarn- arson tjáði fréttamönnum, hafa þessar aðgerðir lögregl- unnar um jólaleytið borið mjög góðan árangur undan- farin ár, og t. d. urðu aðeins 22 slys í desembermánuði í fyrra, þrátt fyrir hina geysi- legu umferð þá. Pétur kvað skortin á bílastæðunum hér í miðborginni vera eitt mesta vandamálið, sem lögreglan glímdi við á þessu timabili, og því hefði verið gripið til þess ráðs að setja upp gæzlu- lið við stærstu bílastæðin síð- ustu dagana fyrir jólin, til þess að leiðbeina bifreiðun- um. Væri þjónusta veitt frá því kl. 1—6 daglega. Hann kvaðst að lokum vilja beina þeim tilmælum til allra bifreiðastjóra, að aka ekki Laugaveginn, nema þeir ættu þar brýnt erindi, en nota fremur • Skúlagötuna eða Hringbrautina, ef þeir þyrftu að komast í miðborgina, enda væri það sízt seinlegra. Óskar Ólafsson aðalvarð- stjóri skýrði fréttamönnum frá því, að nú um jólaleytið yrði um tvöfalt fleiri lög- regluþjónar á vakt, en venja væri. Bænum yrði skipt í iþrjú varðsvæði, sem síðan skiptust í smærri svæði, þannig að hér í mið- og vesturbænum myndu verða um 30 varð- svæði en í austurbænum um 15—20. Þá greindi Óskar frá nokkr- um breytingum, sem gerðar hefðu verið á akstri í mið- bænum. Beygja til hægri úr Lækjargötu við Skólabrú hefði verið bönnuð, og það gert m. a. til þess að auðvelda gangandi fólki að fara yfir á Skólafbrú, og eins þvert yfir Lækjargötu. Þá hefði beygjan einnig mjög truflað umferð norður Lækjargötu. Bannaðar hefðu verið beygj- ur úr Austurstræti við gatna- mót Pósthússtrætis, en þessi ráðstöfun þjónað aðallega tvennum tilgangi; yki öryggi gangandi fólks, sem þyrfti að fara yfir Pósthússtrætið við gatnamótin, og gerði umferð ökutækja um Austurstrætið greiðari. Þrátt fyrir að þessar breytingar hefðu komið til framkvæmda núna skömmu fyrir jólin, þá væru þær var- anlegar. Óskar sagði að lokum, að mikið bæri á því á þessum tíma, að ungmenni reyndu að komast yfir sprengiefni, og bæri mest á svonefndum kín- verjum. Það kæmi oft fyrir að ungmennin köstuðu þess- um sprengjum einmitt þar sem fólk hefði safnazt saman, og sprengdu þá þar. Þessar sprengjur væru mjög leiðin- legar og gætu verið hættuleg- ar. óskar kvað lögregluna óska eftir aðstoð allra til þess að koma í veg fyrir spreng- ingar og kvaðst hann vilja hvetja foreldra og aðra um- ráðamenn ungmenna, að þeir létu lögregluna vita, ef börn þeirra hefðu komizt yfir þessa hluti. — Lét dæfa Framhald af bls. 32. legur á svip, kváðst aðeins geta gefið eina skýringu á strandinu, en hún væri sú að hið sjálfvirka stýri hefði skyndilega bilað og skipið farið ú,t af stefnu sinni, en hann hefði nokkru áður en strand ið varð sett sjálfvirka stýrið í samband. Hann hefði verið einn í brúnni, — orðið að bregða sér frá í 4—5 mín. — Um leið og ég kom aftur upp á stjórnpalt- inn, sagði Björge skipstjóri, strandaði skipi'ð. Ekki er búið að ákveða hvort hér verði gert vi'ð skipið tii bráðabirgða, eða hvort reynt verður að skila því með hið rifna stefni, en á því er 3—4 m rifa, til Reykjavíkur, til fullnað- arviðgerðar. Skipi'ð var búið að lesta hér um 500 tonn, en það er rúmlega 1000 tonn að stærð. — A. Þ. - Utan úr heími Framhald af bls. 16 um síðar yfirgáfu mæðgurn ar sjúkrahúsið án þess að geta borgað reikninginn fyrir dvö; ina þar. Horfurnar voru ekki itarmount TRINYL N YLOlf Biaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Skerjai sunnan flugvallar Lindargata Skólavörðustígur Háteigsvegux Snorrabraut Vesturgata, 44-68 Freyjugata Laugarteigur Ingólfsstræti Laugavegur frá 1 - 32 Aðalstræti Túngata Laufásvegrur, 1-57 Bræðraborgarstígur SIMI 22-4-80 sem glæsiílegastar. En þá koim til skj&lann-a Lina Rosa Fuenites, eklkja eh, sem verið hafði góður vimur Hitz-fjölskyldunnar forðum daga, tók ungu hjónin o.g dóbtur þeirra að sér og leynJi 'þeim. Anna María óttaðist nefnilega að móðir hennar myndi krefjast þess að fá hana senda heim með lögreglu valdi. Og sjálf vildi hún fyrir alla muni fá að vera kyrr í Venezuela allt til 20. desern- ber, því þann dag verður Anna Maria átján ára og má ráðstafa öllum vöxturn af milljónunum tíu, sem faðir hennar arfleiddi hana að. Sjálfan höfuðstólinn má hún samt ekki snerta fyrr en et'tir þrjú ár, þegar hiún verður tuttugu og eins árs. í Hannover sitja foreldrar Ulrichs og bíða þess að frét-ta eibthvað af syni sínum. Hann hafði að visu alltaf skrtfað þeim reglulega að vestan en ekkert sagt um hjónabands- áform sín. Móðir Ulrichs, Aline, kærir sig kollótta um þessa tíu þúsund dali, sem tengdadóttir hennar hefur í heimamund. „Ég veit að Ul- rich mun elska hana og það er mér nóg. Ég hlakka til að kynnast henni og það heldur fyrr en síðar.“ Nýkomið Hollenzkar stretchbuxur á 1—14 ára. Verð frá kr. 298.— Mikið úrval af barnapeysum. Dönsk barnanáttföt. Hvítir og mislitir sportsokkar og margt fleira. Gerið svo vel og lítið inn. * Verzlunin Asa Skólavörðustg 17 — Sími 15188. Nauðungaruppboð fer fram á skrifstofu borgarfógeta, Skólavörðustíg 12, fimmtudaginn 16. desember 1965 kl. 10 árdegis. Selt verður: 1. Eftir kröfu Þorvaldar Ara Arasonar hrl. víxlar, að nafnverði kr. 158.412,00, eign þrotabús Húsbúnaðar h.f. 2. Eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands h.f. 2. veðréttar- skuldabréf í Grænuhlíð 5, að eftirstöðvum kr. 241.658,24, eign Friðriks Hjaltasonar. 3. Eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl. 2 veðskulda- bréf, að eftirstöðvum kr. 330.000,00 og kr. 165.000,00 tryggð með 2. veðrétti í mb. Hamar SH. 224 éign Út- ness h.f. og 2. veðrétti í húseign að Rifi í Snæfellsnes- sýslu, eign Sævars Friðþjófssonar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Beatles BOOK BEATLES JÓLABÓK m/64 myndasíðum (m. a. 16 litsíður og myndir_ úr kvikmyndinni (HELP). Verð kr. 40.00. Sendum burðargjaldsfrítt af greiðsla fylgir. FRÍMERKJASALAN Lækjargötu 6 A. N auðungaruppboð Eftir kröfu Agnars Gústafssonar hrl. fer nauðungarupp boð fram hjá Raftækni h.f. Laugavegi 168, hér í borg, laugardaginn 18. desember 1965, kl. 10 árdegis og verð- ur þar selt: Rafmagnsstillitæki O. M, Z. rennibekkur og borvél. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.