Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 1
Ásfófirftarsífni rui er 1-33-23 95. tbt — 45. árgangur. VISflfTtð tryggingafræðing bls. 9. Pösttraagur «8; apríl íðfel. Tilhugalífið í fullum gangi á Tjörninni Þessa dagana er heldur líf í fuskunum á Tjörninni, enda tilhugalífið í fullum gangi hjá öndunum. Er þar oft hið mesta fjaðrafok, er ekki eru allir á eitt sáttir varðandi makavalið. — í veðurblíðunni í gær brá hins vegar svo við, að tilhuga- lífið „gleymdist" að mestu leyti, og voru endurnar svo værukærar og latar í sólinni, að þær nenntu ekki að bera sig eftir brauðmolum, sem vegfarendur fleygðu að þeim. í gærmorgun bar einnig svo við, að islenzki álftar- steggurinn kom svífandi að og hlassaði sér með miklum bægslagangi á Tjörnina. Svo Brúarsmíði haíin í Homafirði Hornafirði 25. apríl — Hlýviðri er nú, dag eftir dag og farið að grænka. Þorvaldur Guðjónsson brúarsmiður, sem hér stýrði verki í fyrra við að reisa stöpla hengibrúar yfir Horna- fjarðarfljót, er nú kocninn hingað aftur með flokk sinn, og hafa þeir hafið undirbúning að því að setja bita undir brúargólfið, en þetta verður steinsteypt hengibrú. Dísarfellið kom hingað um dag- inn með bitana, og liggja þeir nú hér í Höfn. Verða þeir fluttir inn eftir einhvern tíma á næstunni, en eitthvað mun áður þurfa að laga veginn, því að þetta eru hin- ir mestu stórgripir. A.A. sem kunnugt er, stóð’ mikið stríð milli íslenzku og þýzku álftanna á Tjöminni í fyrrn- sumar og fram á haust. Nú brá svo við, að sá íslenzki veittist að þýzka heimilisföð- urnum, hrakti hann á brott frá frúnni, og sýndi henni síðan ástaratlot á meðan bóndi horfði angurvær á úr fjarska og þorði sig hvergi nð hræra til þess að bjarga heiðri konunnar. Sá íslenzki mun síðan hafa haldið á braut, enda þarf hann trú- lega fyrir annarri frú að sjá annars staðar. Þrjú umferðarslys Þrjú umferðarslys urðu hér í bæ á miðvikudagiun. Laust fyrir klukkan eitt síðd. ók maður á bif- hjóli austur Bústaðaveginn. Á mót um Klifvegar kom bíll aðvífandi norður Klifveginn, lenti hægra megin á hjólinu, svo það og öku- maðurinn hentust út í skurð norð an gatnamótanna. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofuna. Reynd ist hann hafa meiðst í baki, en ekki alvarlega, að því er talið var. Þá varð drengur fyrir bíl í Mávahlíð á áttunda tímanum um kvöldið, en meiddist lítið. — Kl. 8.20 varð kona, Borghildur Ein- arsson, Höfðátúni 4, fyrir bíl á Borgartúni, skammt innan Höfða- túns. Hlaut konan fótbrot á hægra fæti og var flutt á slysavarðstof- una. VeSrið var dásamlegt í gær, og þegar Stefán Sigurkarlsson fór a5 kenna eðlisfræSi í fjórða bekk í hinum gömlu húsakynn- um menntaskólans, rann honum tii rifja, að nemendur skyldu verða að sttja inni í þvílíkri blíðu, þústaðir eftir langan vet- ur. Hann fór því með bekk sinn út á þrep og kenndi þar í sól- skininu. Það var ekki heldur illa viðeigandi, því að hann var að fræða hópinn á ýmsu um nær- ingarefni jurta, fosfór og köfn- unarefni. (Ljósm.: TÍMINN, GE) Þorkell máni baróninn? Ágreiningur um leiksýn- ingu í þjóSIeikhúsinu viS komu Ólafs Noregskon- ungs í sumar. Ólafur Noregskonungur kemur í heimsókn til íslands eftir rúman mánuð, og er a3 sjálfsögðu hafinn undirbún- ingur að móttökunum. Hins vegar mun kominn upp á- greiningur um einn þátt þeirra, hátíðarsýningu í þjóð- leikhúsinu. Konung'ur er sagður lítt gefinn fyrir leiklist, nema þá að um söngleiki sé að ræða. Um þær mundir, er hann verður hér, mun þjóðleikhúsið byrja að sýna þýzk an söngleik, Sígaunabaróninn eft- ir Strauss. Hátíðanefndinni gazt þó ekki að því að sýna konungi þennan söngleik, og fékk hún Sig- urð Nordal prófessor til þess að semja samtalsþátt, sem á að ger- ast á Þingvöllum að fomu, og eru það Þorkell máni, Þorvaldur víðförli og Eiríkur rauði, sem þar ræðast við. Þátt þennan var hug myndin að sýna aðeins einu sinni, og kostnaðurinn við að setja hann á svið er áætlaður um tvö hundr- uð þúsund krónur, auk höfundar- launanna. Þá hugsar nefndin sér og, að karlakór syngi. Öðrum geðjast ekki að þessari hugmynd. Þykir þeim kostnaður- (Framhald á 2. síðu). Nazistatímarit seld í bókaverzlunum A5 minnsta kosti í þremur vel þekktum bókaverzlunum Reykjavík- ur liggja nú frammi þekkt nýnazistarit. Er hér um að ræða blöðin NORDISK KAMP, málgagn þjóðernissinna á Norðurlöndum og COMBAT, málgagn brezkra þjóðernissinna. Bæði þessi rit, og þó sérstaklega Combat, hafa að geyma hinn svæsnasta nazistaáróður, bæði Gyðingahatur af verstu gerð og dýrkun á hinum „aríska kyn- flokki". í einni bókabúðinni, að Laugavegi 8, er öðru þessara rita meira að segja stillt áberandi út í glugga. Ekki vitum við, hvort bókaverzlanirnar þykjast með þessu vera að glæða stjórnmálalegan þroska landsmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.