Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 3
IljfaÞIWIJ, íðstudaginn 28. aprfl 1961. 3l Orrustan um háloftin: Bandarískur geim- fari á þriðjudag Könnuíur 11. fór á Ioft i ir.orgun Þann 14. þ. m. flutti MatarbúS Sláturfélags Suðurlands að Akra nesl ( ný og glæslleg húsakynni vlð Vesturgö'tu 48. Sláturfélag Suðurlands hefur starfrækt mat- arbúð að Skólabraut 4, Akranesi, undanfarln 4 ér, en með siaukn- um viðskiptum reyndust gömlu húsakynnin of þröng og var þvi ráðlzt ( að flytja verzlunina í stærri og henfugri húsakynni. Um leið var verzluninni breytt í kjörbúð og er það von Sláturfé- lagslns, að þetta nýja fyrirkomu- lag megi vera viðskiptavinum verzlunarinnar til aukinna þæg- inda. Verzlunarstjóri er Hannes Jónsson. Lokasvipur í Eyjum Vestmannaeyjum 24. apríl — Það er kunnara en frá þurfi að segja, að útkoman á vetrarvertíð inni í Vestmannaeyjum er hin ömurlegasta, og aflinn er varla hálfur á við það sem gerist í með- alári þrátt fyrir mikinn fjölda báta. Nokkrir eru hættir og ýms- ir eru nú að taka upp netin. Það er að koma lokablær á allt at- hafnalíf í Eyjum. Undanfarna daga hefur varla gefið á sjó, en í dag er gott, og eru nokkrir hát ar að fiski. S.K. Canaveralhöfða 27/4 (NTB). í dag heppnaðist Banda- ríkjamönnum geimskot. Frá tilraunastöðinni á Canaveral- höfða var snemma í morgun skotið á loft fjögurra þrepa eldflaug, sem bar með sér sjónvarpshnött, er athuga skal geislanir í himingeimnum. Öll þrep eldflaugarinnar unnu svo sem til var ættazt en ekki var vitað, hvort hún hefði náð þeim hraða, er nauðsynlegur væri til þess að hnötturinn færi á braut umhverfis jörðu. En tveimur, stundum eftir geimskotið var til- kynnt, að allt hefði gengið að ósktym og hnötturinn færi um- hverfis jörðu. Þessi gerfihnöttur hefur hlotið nafnið Könnuður 11. Hann vegur 42 kg., fer lengst 1200 km. frá jörðu- en næst jörðu í 480 km. fjarlægð. Hnötturinn er 98 mín- útur að fara umhverfis jörðina. f öðrum enda hans er komið fyrir tækjum, er mæla gammageisla utan úr himinhvolfinu. f hinum enda hnattarins eru hins vegar tæki þau, er senda upplýsingar frá honum til jarðar. Tilkynnt hefur verið í Was- hington, að fyrsti bandaríski geimfarinn verði sendur á loft þann 2. maí n.k. Afleiðingar uppreisnarinnar: Miklar breytingar á her og lögreglu Frakka Salan, Zeller og Jouhaud enn ófundnir — Miklar handtökur í Frakklandi frönsku landnemunum Alsír/París 27/4 (NTB). Franskf lögreglulið búið bryndrekum umkringdi í dag herbúðirnar í Zeralda skammt frá Algeirsborg. í þessum her- búðum hafast við þeir fall- hlífahermenn í útlendinga- hersveitinni, er virkastan þátt tóku í uppreisninni um síðustu helgi. Jafnframt þessu var til- kynnt í París, að allar skrif- stofur útlendingaherdeildar- innar í Frakklandi væru í um- sátri lögregluliðs frönsku stjórnarinnar. Fallhlífarhermennirnir héldu til Zeralda, er uppreisnin hafði verið hrotin á bak aftur snemma í gær- og Alsír — Challe treysti morgun. Fjórar fallhlífarherdeild- ir eru staðsettar í Alsír og mun framtíðarhlutskipti þeirra rætt í kvöld á fundi borgaralegra og hernaðarlegra fulltrúa í Alsír. Það verður landvarnaráðherrann, Pierre Messmer, sem stjórnar þess um umræðum, en hann er nú kom inn til Alsir með sér'legar fyrirskip anir frá de Gaulle, forseta. Skæruliðar í f jöllum Allt hefur verið með kyrrum kjörum i Algeirsborg í dag. Ekk- ert hefur spurzt til hershöfðingj- anna þriggja, þeirra Salans, Zell- ers og Jouhauds. Hins vegar er fjórði leiðtogi uppreisnarmanna, Challe hershöfðingi, nú í steinin- um í París eins og kunnugt er af fyrri fréttum og mun Challe brátt verða leiddur fyrir rétt. Svo virðist sem ekki sé fullljóst hvort allir fallhlífaihermennirnir, er þátt tóku í uppreisninni, hafi aftur snúið til herbúða sinna, er uppreisnin var brotin á bak aftur. Þjóðverjar í útlendingahersveit- inni í Zerala fullyrða, að margir hafi ekki komið aftur til her'búð- anna. Opinberir aðilar í Alsír segja, að 50 hermenn hafi ekki snúið aftur til Zerala. Þá þykir og fullvíst, að fjölmargir hafí ekki farið til hinna herbúðanna þriggja heldur leitað til fjalla og muni reyna að hefja skæruhernað það- an. Sagt er, að mikil spenna sé í Zeralaherbúðunum. eftir að þær voru umkringdar lögregluliði og bryndrekum. Treystu á landnemana Jean Marie Querville, aðstoðar- flotaforingi í Alsír sagði frá því í da,g, að Challe hershöfðingi hefði hringt til sín s. 1. laugardagsmorg- (Framhald á 2. síðu). Tshombe í höndum Liímúmbasinna? Katangastjórn óttast afdrif „forsetans“ og heimt- ar a$ fá samband viÖ hann Coquilhatville 27/4 (NTB). Enn er Moise Tshombe, sjálfskipaður forseti Katanga- héraðs í Kongó, fangi kong- óskra hermanna á flugvellin- um í Coquilhatville í Mið- baugsfylki og er bannað að fljúga heim til Elísabetville ásamt föruneyti sínu eins og hann hefur viljað. Mikil eftir- vænting var í dag í Coquilhat- ville eftir að Katangastjórn hafði tlikynnt, að fimm her- flutningaflugvélar væru lagð- ar af stað frá Elísabetville. Ekki hafa þó þessar vélar enn lent í Miðbaugsfylki. Fulltrúar stjórnarinnar í Leo- poldville hafa gert ítrekaðar til- raunir til þess að fá Tshombe til þess að halda áfram þátttöku í ráðstefnunni í Coquilhatville um framtíð Kongó. Tshombe fór af þessari ráðstefnu s.l. þriðjudag og kvaðst mundu halda til Elísabet- ville. Þá var hann hins vegar hand tekinn og sagt, að hann fengi ekki að fara fyrr en ráðstefnunni væri lokið. Fæstir búast við, að Tshombe falli frá fyrri ákvörðun- um sínum, en honum þykja aðrir1 Kongóleiðtogar of leiðitamir SÞ og1 ekki nógu staðfastir um hugmynd- ina að stofnun sambandsnkis í Kongó, sem Tshombe vill fyrir hvern mun fá framkvæmda. Óttast um Tshombe Stjórnin í Katanga hefur snúið sér til Kasavúbú forseta, Mobúto ofursta og Kalonji „forseta“ í Suður-Kasai (þ. e. Albert I Náma- ríkiskonungur) og beðið um að fá að hafa tal af Tshombe. f beiðni Katangastjórnar segir m. a. að vegna mjög mótsagnakenndra frásagna um afdiif Tshombe og félaga hans krefjist Katangastjórn að fá að tala við Tshombe sjálfan til þess að fá fulla skýringu á hög- um hans. í dag söfnuðust um 700 manns saman í Elísabetvilie og hugðust fagna Tshombe, er hann kæmi heim. Bifreið fór þá um borgina með hátalara, þar sem tilkynnt var, að ekki' þýddi að bíða. Tshombe kemur ekki í dag. Tvennt er það, sem veldur imönnum áhyggjum í Elísabetville í sambandi við handtöku Tshombe. í fyrsta lagi munu nokkrir her- menn vera í þjónustu Miðbaugs- fylkisins, er Tshombe rak úr þjón- ustu sinni á s.l. sumri og í öðru lagi óttazt menn, að hann kunni , að vera í höndum stuðnings- ; manna Lúmúmba, er muni þá reyna að ráða hann af dögum. Enn eru vopna- skipti í Laos Næstu 48 stundir skera úr, hvort vopnahlé muni nást Vientiane/London 27/4 NTB) Pathet Lao kommúnistar í Laos halda enn áfram hern- aðaraðgerðum í landinu og virðast ekki hafa tekið tillit til áskorunar Breta og Rússa um að deiluaðilar í landinu leggi niður vopn. Landvarnaráð- herra hægri stjórnarinnar í Laos, Phoumi Nosavan, sneri sér enn í dag til Kong Lee höf- uðsmanns, sem nú stjórnar herjum Pathet Lao, og bað hann um að koma til konungs- borgarinnar Luang Prabang í fyrramálið til þess að hefja viðræður um vopnahlé. Stjórnin í Viantiane segist hafa miklar áhyggjur vegna þess, að kommúnistar hafi ekki tekið tillit til óska Breta og Rússa um vopna- hlé. Af opinberri hálfu í Lund- únum er og tilkynnt, að það sé alvarlegt til þess að vita, að Path- et Lao skuli hafa þessa ósk að engu og að Sovétríkin haldi á- fram vopnasendingum til Laos. Af opinberri hálfu í Lundún- um er tilkynnt, að næstu tveir sólarhringar muni ráða úrslitum um það, hvort friðsamleg lausn verður í Laos. Hætti Pathet Lao ekki hernaðaraðgerðum sé þýðing arlaust að kalla saman eftirlits- nefnd eða 14 ríkja ráðstefnu, og hin stjórnmálalega lausn sé úr sögunni. Tilkynnt hefur verið í Nýju Dehli, að Nehru, forsætisráðherra Indlands muni kalla saman eftir- litsnefndina um málefni Laos á morgun. í nefndinni eiga sæti Indland, Kanada og Pólland. Bandaríkjastj. segist munu senda hægri mönnum vopn enn um sinn að því er talsmaður bandariska utanríkisráðuneytisins tilkynnti í gær. Eldur í togara Laust eftir klukkan hálf níu í gærmorgun var slökkviliðið kvatt að togaranum Neptúnusi við Faxa garð, en eldur hafði komið upp í vistarverum skipshafnarinnar. Reyndist hafa kviknað í fötum, sem lágu undir borðsal skipverja aftan til á skipinu. Var mikill reykur í borðsalnum, en eldinn tókst fljótlega að slökkva og urð'u skemmdir ekki teljandi. Slagsmál - höfuðsár Laust fyrir klukkan þrjú í fyrri nótt var sjúkrabíll kvaddur að Hreyfli við Kalkofnsveg. Þaðan var flutt kraftamenni, sem lent hafði í slagsmálum og meiðst á höfði. Var gert að sárum hans á slysavarðstofunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.