Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 2
2 TÍJtUjj J^föstudag!nng28,^apra^L961. | Skápurinn reyndist sterkari en þjófurinn Fjögur innbrot í fyrrinótt — fatnaÖi, stráhatti, vindlingum og peningum stoliÖ Fjögur innbrot voru framin hér í'bænum í fyjrinótt, en þjófarnir höfðu líað upp úr krafsinu í flestum tilfellum. Á einum stað var skemmdur peningaskápur, en þjófurinn varð frá að snúa. Brotizt var inn í efnalaugina Austurstræti 17 og þaðan stolið fötum, stökum buxum og hvítri skyrtu. Ekki mun þjófurinn hafa komizt yfir peninga. Langjökull lagðist að á Djúpavogi Djúpavogi 26. apríl. Hafskipið Langjökull lagð- ist hér að bryggju í morgun, og eru þetta stórtíðindi fyrir okkur hér, þar sem þetta er stærsta skip, sem hér hefur lagzt að. Langjökull er 1968 lestir að stærð. Skipstjóri er Ingólfur Möller. Bryggjan hér var byggð 1948, en hafskipin hafa jafnan verið treg til að leggjast hér að; þykir vogurinn fullþröngur að snúa á. Þykir okkur skipta máli að fram komi, að stór skip komist að bryggjunni. Langjökull tók hér 3300 kassa af freðfiski til Amer- ku ,og kom það sér vel, því að frystihúsið var að ve,tða yfirfullt. Afli bátanna er sífellt tregur. Þeir eru enn með net suður í Meðal- landsbugt. Hér hríðaði mikið um páskana, og gerði ófæra vegina, en nú er mesta blíða og farið að grænka allra síðustu dagaria. Þá var brotizt inn í verzlun Friðriks Beitelsens, Tryggvagötu 10. Þar stal þjófurinn stráhatti miklum, 3—400 krónum í pening- um og einu kartoni af vindlingum. Réðist að peningaskáp Þá var þjófur einnig á ferð á Frakkastígnum og brauzt inn í heildverzlunina Festi. Þaðan var engu stolið, en hins vegar ráðizt til atlögu við peningaskáp heild- verzlunarinnar, en skápurlnn reyndist sterkari en þjófurinn, sem varð frá ð hverfa. Náði hann þó að valda talsverðum skemmdum á skápnum. — Loks var framið inn- brot í Grjótnám bæjarins, en litlu sem engu mun hafa verið stolið þaðan. Bandaríkin senda enn vopn til Laos Bandaríkin hafa ákveðið að halda áfram að senda hægrisinn- um í Laos vopn, að því er segir fregnum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Talsmaður ráðuneyt isins sagði, að þessu yrði haldið áfram mean kommúnistar héldu áfram vopnaviskiptum í Laos. Ekki fékkst talsmaður þessi til að svara spurningu um það, hvort Bandaríkin hefðu sex stórar her- flugvélar í stöðugum flutningum til Vientiane, höfuðborgar Laos. Samkomulagi Breta og Rússa um að skora á deiluaðila í Laos að hætta vopnaviðskiþtum hefur verig fagnað víðast hvar, m. a. í Kína, Kambodja og Indlandi. Deiluailar í Laos fagna og þessu skrefi til hlutleysis í landinu. Eft- irlitsnefndin (Indland, Pólland og Kanada) kemur saman innan skamms. Þ.S. m Fréttir ftá landsbyggðinni GóÖar gæftir en tregur afli Stokkseyri 24. apríl. — Gæftir eru nú góðar, og róið á hverjum degi, en aflinn er tregur, 3—8 tonn í róðri. Bátarnir eru þrír, og atvinnan við aflann í landi er góð, þegar frátök eru ög fiskur- inn kemur nýr að landi. Annars er aflinn saltaður, og þá er minna við hann að gera. Hér gerði mikla snjókomu síðustu daga vetrarins, en hann er allur horfinn, næstum því gufaður upp, og jörð er að byrja að grænka. Lítur út fyrir ágætt vor og blíðu, a. m. k. til landsins. B.T. Komast varla út úr firðinum Hólmavík, 24 apríl — Illa hefur gefið á sjó að undan- förnu, og oft hefur ekki verið hægt að vitja um á minna en tveggja sólarhringa bili. Núna er hann rétt einu sinni að rífa sig upp með norðan og norðaustan stinningskalda og dimmviðri. Afli hefur og verið frekar tregur. Sjóinn stunda fimm þilfarsbátar og ein dekklaus trilla, 5—38 tonna fleytur, og láta menn eng- an bilbug á sér finna. Sjaldnast hefur verið hægt að róa út úr firðinum vegna veðurs, enda er hér mjög opið fyrir norðaustan- áttinni. Þrátt fyrir tregan fisk, hefur verið næg atvinna í landi, og valda þar breyttar og bættar vinnsluaðferðir mestu um. Ekk- ert þýðir að reyna með línu, og á færi verða menn ekki varir. HS. Fagurhólsmýri 26. apríl. Það gengur prýðilega með flutningana hingað um þessar mundir, og er fjölfarið meðj | f lutningabifreiðir. Bifreiðir kaupfélagsins og Olíu-i félagsins Esso hafa verið í vöru- flutningum austur hingað undan- farið. Bílar frá vegagerðinni hafa verið hér á ferðinni með sement í ræsi, sem byggja skal, og enn- fremur hafa verið hér ökutól frá landssímanum, og eru þar á ferð- inni menn til að líta eftir síman- um. Rigning á hverjum degi Leiðin yfir árnar og sandana getur haldizt fær fram í maí, ef hann hættir að rigna, en nú hefur i dálítil úrkoma verið á hverjum ; degi í langan tma þar til í dag. ! Er nú komið bjart veður og sól- skin, og er vonandi að glaðna til ifyrir alvöru. S.A. breytingar De Gaulle gerir (Framhald af 3. síðu). un og beðið sig að styðja uppreisn ina. Ghalle hafði sagt, að stefna frönsku stjórnarinnar myndi leiða til þess, að Serkir hefðu Alsír á sínu valdi innan hálfs árs. Quer- ville 'hafnaði þátttöku í uppreisn- inni, sem hann kvað myndu verða til þess eins að flýta fyrir valda- tökw Serkja í Alsír. Eftir að ypp- reisnin var gerð tókst Querville að komast burt fr'á Alsír á litlum vélbáti. Querville sagði ennfremur, að fulltrúi Challe hefði heimsótt sig og skýrt frá fyrirhugaðri uppreisn. Fulltrúi þessi hafði sagt, að upp- reisnin myndi örugglega takast, landnemar í Alsir myndu sjá til þess. Enn mikill viðbúnaður f dag héldu borgarar i Alsír áfram að afhenda vopn sín, er þeir höfðu fengið í hendur, er upp- reisnin hófst. Þúsundir manna hafa þegar afhent vopn sín. Und- an Alsírströnd eru herskip á sveimi til varnar því að nofckur uppreisnarlnaður geti komizt und- an sjóleiðis. Fjölmargir háttsettir embættis- menn og óbreyttir borgarar hafa verið handteknir í gær og í dag. Eru allir þessir menn sakaðir um stuðning við uppreisnina. Búizt er við áframhaldandi handtökum, enda hefur enn ekki náðst til fjöl margra uppreisnarmanna. Frönsku landnemarnir eru bókstaflega lam aðir eftir hinn snögga endi upp- reisnarinnar og hafa ekki haft í frammi nein ólæti. Ein sprengja sprakk þó í Alsír í dag og særði fjóra menn. Annars er allt með kyrrum kjörum í landinu. Tilkynnt hefur verið, að de Gaulle forseti hafi sett á fót sér- stakan dómstól til þess að fjalla um mál Mauriees Challes, hers- höfðingja, sem situr í fangelsi í París. Mun mál Challes verða tek- ið fyrir innan mánaðar og getur hershöfðinginn búizt við dauða- dómi. Leitinni að hinum uppreisn arforingjunum er haldið áfram. Frönsk blöð skýra frá því í dag að framundan séu nú víðtækar breytingar innan hersins. De Ný og betri umferðarljós í fyrradag voru tekin í notk- un ný umferðaljós á gatna- mótum Hverfisgötu og Snorra- brautar, en þau vegamót eru meðal hinna fjölförnustu í bænum og því ekki vanþörf á, að leiðarmerki séu þar svo glögg, sem verða má. Munu um 1300 bílar fara þar um á klst. þegar umferðin er örust auk að heita má stöðugs straums af gangandi vegfar- endum. Ólafur Jónsson, fulltrúi lög- reglustjóra og Ásgeir Þór Ás- geirsson, verkfræðingur boðuðu blaðamenn inn á umrædd gatna- mót í fyrradag og ræddu við þá um hina nýju nmferðavita, en þeir eru 6 talsins. Vitarnir skipta um Ijós eftir ákveðinni tfmastillingu og eins og sakir standa má aka yfir vegamótin og inn Hverfis- götuna í 25 sekúndur í senn, niður Snorrabrautina í 20 sekúndur og 8 sekúndur eru þeim úthlutaðar, sem beygja til hægri inn Hverf- isgötu. Þessari tímaskiptingu er svo hægt að breyta eftir því, sem ástæða kann að þykja til. Á græna ljósinu er ör, sem sýnir hvert bíl- arnir mega aka en á rauða ljósið eru letruð orðin: gangið og biðið, eftir því sem við á, — til leiðbein- ingar gangandi fólki, — og er það gott nýmæli. Gangbrautir eru merktar og ber að leggja áherzlu á það, að menn gangi innan „vébanda" þeirra og gæti vel að þeim bend- ingum sem ilmferðaljósin gefa. Þá er og áríðandi að ökumenn velji í tíma réttar akbrautir og sýni stefnuljós. Nokkuð bar á því í fyrra dag að vegfarendur væru ruglaðir í ríminu gagnvart hinum nýju um- ferðavitum og er ekki nema að vonum, að svo sé til að byrja með. Munu lögreglumenn verða þarna til staðar næstu daga til þess að leiðbeina þeim, er í villu vaða. Annars eru leiðarmerki þessi svo ljós, að öllum á að vera vorkunn- arlaust að átta -sig fljótlega á þeim ef aðgæzla er viðhöfð. Annars verður það aldrei of vel brýnt fyrir vegfarendum, hvort heldur þeir eru akandi eða gangandi, að hlýta settum umferðareglum, en oft skortir á, að svo sé. Vangá eða hirðuleysi í þeim efnum hafa títt valdið stórslysum og þó sjaldn ar en ætla mætti. Það er betra að doka fáeinar sekúndur áður en farið er yfir gatnamót en ag tefla lífi sjálfs sín og annarra í tvísýnu með því að virða ekki þær regl- ur, sem umferðinni eru settar. Blaðamenn skoðuðu einnig um- ferðavita þá á gatnamótum Lauga- vegar og Nóatúns, sem kveikt var á um miðja sl. viku. Þeir eru 4 en fyrirkomulag allt með líkum hætti og á hinum gatnamótunum. Þarna er umferðin opin 30 sek. í senn fyrir þá bíla, sem fara inn Laugaveg en 15 sekúndur eftir Nóatúni. Eyfirðingar gróðursettu 110 þúsund trjáplöntur í fyrra Aðalfundur Skógræktarfé- lags Eyfirðinga var haldinn að Hótel KEA á Akureyri 8. apríl síðastliðinn. í skýrslu formanns félagsins, Guðmund- ar Karls Péturssonar yfir- læknis, kom fram, að gróður- Gaulíe'mun Ma“ ofboðið7’hve«u j settar hafa verið á félagssvæð- auðvelt það er fyrir liðsforingja inu 110 þúsund trjáplöntur og aðra, sem þekktir eru vegna andstöðu við stefnu hans í Alsír, að komast til og fr;á Alsír. Sam- síðast liðið ár. deild Langmest hefur í einni kvæmt fr'egnum blaðanna hefur veri5 gróðursett í Akureyrardeild de Gaulle í hyggju að endurskipu- félagsins, samtals yfir 32000 leggja lögreglu landsins með það t piöntur. En hjá einstaklingi var fyrir augum, að hún verði samvirk mest gróðursett í landi Yztabæj- ' 1 ““ ‘ ar í Hrísey, þar sem eigandinn, Farnir á færi norður heild undir forystu lögreglufor- ingja, er hafi mikil völd. Jafnframt mun Debré forsætisráðherra hafa gert mönnum það Ijóst, að stjórn- in hyggist nota tækifærið til þess að fá meiri völd í hendur í fram- tíðinni. Mikið er rætt um styrk- leika útlendingahersveitanna. Hing að til hefur aldrei mátt láta uppi, i hversu margir væru í þessum her-j deildum, en talið er að það séu 301 þúsundir manna. ÍHornafirði, 25. apríl. Handtökur hafa verið miklar í: Hér er afli enn yig sama Fi’akklandi. Eru það ofgamenn til , , hægri, er lögreglan setur nú undir i1 tregasta lagi. Batarnir eru lás og slá. 120 manns hafa veriðjað reyta með netum vestur í handteknir i Parísarborg einni. j Meðallandsbugt Og hafa 20— ■, 30 tonn eftir 3—4 daga. En tveir bátanna, Akurey og Helgi, hafa tckið það til bragðs að fara með línu og handfæri norður að Langanesi, en það'an kom allgóð fiskisaga fyrir nokkru. Bátarnir fóru héðan fyr ir tveimur dögum og ætla að freista gæfunnar norður þar. AA. Frumefnið -agarmicum Prag 27/4 NTB). Fyrsti geimfarinn, Júrí Gagarín,1 kemur á morgun í tveggja daga heimsókn til Tékkóslóvakíu í boði kommúnistaflokks landsins. N. k. laugardag verður hann sæmdur hvers kyns heiðursmerkjum ásamt beztu verkamönnum landsins síð- asta ár. Sovézkir visindamenn hafa skýrt nýtt frumefni, er þeir hafa fundið, Gagarínicum. 1 Wifw flffi^fe* PÉÉ WfflM HRINCUNUM PRA Sæmundur Stefánsson, lét gróð- ursetja 25000 plöntur. Meginhluti allra trjáplantnt, sem gróðursettar voru á svæði fé- lagsins, komu úr gróðrarstöð fé- lagsins á Akureyri, en hún hefur auk þessa afgreitt á sjöunda þús- und garðplöntur. 30 ára afmæli f gróðrarstöðinni var sáð trjá: fræi í 360 fermetra í beðjum og dreifsettar á þriðja hundrað þús. plöntur úr fræbeðum. Félagið minntist á árinu 30 ára afmælis síns með fjölsóttri samkomu í Vaglaskógi. Niöurstöðutölur fjár- hagsáætlunar þessa árs, er fund urinn samþykkti, ery. 325 þúsund krónur. Meðal annarra ákvarðana fundarins var samþykkt um að undirbúa ræktun skjólbelta. Á þessu ári er ráðgert að gróður- setja á vegum félagsins um 100 þúsund trjáplöntur. Framkvæmda stjóri Skógræktarfélags Eyfirð- inga er Ármann Dalmannsson. J.S. Þorkell máni (Framhald af 1. síðu). inn ærinn, þar sem ekki yrði um neinar tekjur að ræða, og draga í efa, að konungi muni skemmtun að samtalsþætti, er fer fram á máli, er hann skilur ekki. Kjósa þeir söngleikinn og það því frek- ar, að kostnaður við eina auka- sýningu vegna konungskomunnar er aðeins talinn fimmtán til tutt- ugu þúsund krónur. Um þetta er nú nokkur tog- streita. Einnig mun sitt hafa sýnzt hverjum um það, hver leika eigi aðalhlutverkið, hlutverk Þor- kels mána, ef á sýningu Þing- vallaþáttarins verður. Vill hátíða- nefndin, að Þorsteinn Ö. Stephen sen verði fyrir valinu, og mun hún sjálfsagt ráða, ef til kemur, því að sýningin yrði að öllu leyti á kostnað móttökunefndarinnar í nafni ríkissjóðs, en ekki þjóðleik- hússins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.