Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 9
TÍMINN, föstudaginn 28. aprfl 1961. Tíu ár eru miðlungi langur námsferill. Þó mun fremur sjaldgæft að íslendingar eigi svo mörg ár að baki við nám erlendis. Það er því forvitni- legt að hitta slíka menn þeg- ar þeir koma heim til gamla landsins og taka að færa í nyt þá kunnáttu sem þeir hafa aflað á erlendum vettvangi. Við hittum einn „tíu ára mann“ frá Svíþjóð nú um daginn. Það var Kristján Sturlaugsson, tryggingafræð- íngur, en hann er í þann veg inn að taka við starfi hjá líf tryggingarfélaginu Andvöku. Við bönkuðum upp á hjá Kristjáni, þar sem hann hef ur nú tekið sæti á fjórðu hæð Sambandshússins — og bjugg umst til að rekja úr honum garnimar, en komumst fljót lega að raun um að það sem Kristján hefur lært er það sérlegt að spurningar okkar virtust nánast út í hött. Ófaglegt spjall — Þú vildir kannski segja okkur hvað við ættum að spyrja um? varð okkur að segja til að styrkja aðstöðu okkar með því að viðurkenna hana af hreinskilni. — Við ættum kannski að spjalla um þetta ófaglega, sagði Kristján brosandi. — Gott, sögðum við alls hugar fegnir. Ófaglegt spjall um faglegt nám þitt í Sví- þjóð. Segðu okkur til dæmis, hófst trygginganám þitt strax eftir að þú fórst utan fyrir tíu árum? — Á vissan hátt. Eg byrj- að'i þá að vinna hjá sænsku samvínnutryggingum. Folk- sam. Annars las ég ekki bara tryggingarfræði í Stokk hólmi, ég er líka sænskur stúdent. — Lastu þá til stúdents- prófs með vinnunni? — Ég las til stúdentsprófs með því að taka bréfaskóla og vann að nokkru leyti jafn framt. Rekstrartækni má læra en trygging arform eru þegar nægilega mörg Rætt við Kristján Sturlaugsson, tryggingafræíing, nýkominn frá Svíþjó'ð eftir 10 ára nám — Svo það er tíðkað í Sví- þjóð. — Já. Að lesa til stúdents- prófs í bréfaskóla, það hefur auðvitað sína kosti og galla. Kennslubréfin eru vel útbúin. Bréfaskólarnir fá yfirleitt þá færustu kennara, sem völ er á í landinu, til að semja þau. Ef ég gæti kvartað yfir nokkru þá væri það helzt að mér þóttu leiðréttingar kenn ara i stytzta lagi. En þeir tóku því yfirleitt vel ef beðið var um ýtarlegri leiðrétting- ar. — Margir stúdentar hafa útskrifast á þennan hátt? — Það er aðeins einn bréfa skóli sem hefur heimild til að útskrifa stúdenta. Ég má segja hann hafi útskrifað rúmlega hundrað á ári nú í seinni tíð. Með undanþágu — Hvað varstu lengi að ljúka þessu bréfaskólanámi? — Ég tók þetta ekki í beinni röð. Ég var búinn að lesa nokkurn hluta af stærð fræðinni og tryggingarfræð- inni með undanþágu við Stokkhólmsháskóla áður en ég tók stúdentsprófið. Ég varð ekki stúdent fyrr en 1958, og tryggingarfræðingur 1960. — Hélztu áfram vinnu hjá tryggingarfélaginu eftir að þú byrjaðir háskólanámið? — Það var bæði og. Ég vann til dæmis í fyrra frá í maí til októberloka. Svo útskrifaðist ég í desember. — Hvað viltu segja okkur ^meira um námið? | — Um sjálft námið er það ; að segja að það er að mestu , leyti stærðfræðilegt, allt að i fimm sjöttu hlutum. Um sjötta hlutann á maður nokk urt val. Hvað tryggingum við kemur getum við svo sagt að Svíar standa þar mjög fram arlega. Tryggingarstarfsemi er þar ákaflega fjölþætt og útbreidd. Þeir geta að sjálf- sögðu boðið uppá fleiri teg- undir trygginga heldur en við, einfaldlega vegna þess, hvað þeir eru fleiri. En þær | tryggingar sem eru algeng- I astar þar eru þó yfirleitt þær sömu og hér. Ég hef þó grun um að tryggingarupphæðirn ar séu miklu hærri. Hóplíftryggingar — Eitthvert dæmi sem þú telur sérstaklega athyglis- vert? — Við getum tekið hóplíf- tryggingamar sem dæmi. Starfsmenn hjá fyrirtækjum eða jafnvel félagssamtök fá slíkar tryggingar og greiða þá lægri iðgjöld Vegna þess að kostnaður allur verður miklu minni. Fyrirtækið sem þeir starfa hjá innheimtir öll ið- gjöld. Tryggingarskírteini eru ekki gefin út fyrir hvern og einn, heldur allan hópinn. Þessar tryggingar eru mjög útbreiddar í Svíþjóð. Hér eru þær ekki til nema hjá einu félagi, Andvöku, sem hefur tryggt sína eigin starfsmenn, og Samvinnutryggingar. Lítill munur — Hafa Svíar hagstæðari tryggingar heldur en við? — Það er ekki svo mikill munur að hóplíftryggingun- um frátöldum. í sumum til- fellum^ enginn munur. — Hefur það þá enginn á- hrif ef félögin hafa kannski milljón manns á tryggingum í stað nokkurra þúsunda? — Eða kannski tvær millj. eins og sænsku samvinnu- tryggingamar ef hóplíftrygg ingar eru taldar með. — Jú, það hefur sín áhrif. — Þá ættu slík félög að geta boðið hagstæðari kjör? — Þeir geta kannski rekið félögin með eitthvað minni kostnaði. En við höfum háa vexti eins og er. Það vegur á' móti. Hitt kemur nokkuð á óvart hvað áhuginn fyrir líf- eyrissjóðum er mikill hér. En það eru engar tryggingar sem verða jafn illa úti í dýrtíð- inni og einmitt þær, sem þeir bjóða. Rekstrartækni — Telurðu að við höfum hér þau tryggingarform sem við höfum not fyrir? — Ja, við getum ákaflega vel bjargað okkur með þau sem við höfum og megum ein mitt passa okkur að fjölga þeim ekki um of. Við verðum að líta á það hvað við erum fáir. Reksturskostnaðurinn gæti fljótlega aukist of mikið ef byrjað væri að fjölga tek- undum trygginga. Aðstöðu- munur Svíanna vegna fólks- fjöldans kemur ekki hvað sízt fram í því að þeir hafa efni á að bjóða fjölþættari tryggingar. En það sem við höfum til þeirra að sækja er fyrst og fremst tækni í sam- bandi við rekstur tryggingar- félaga. Þeir hafa staðið mjög framarlega á því sviði og heimurinn notið góðs af. B.Ó. Bandarískur geim fari á JjriSjudag Canaveralhöfða 26/4 (NTB). í dag er meiningin að senda á loft Mercuryeldflaug frá Canaveral höfða, en þessari tilraun hefur ver- ið frestað þar til á fimmtudag. Þetta verður síðasta tilraunin, áður en mannað geimfar verður sent á loft á þriðjudag í næstu viku. Svo vir'ðist sem hinn fyrsti am- eríski geimfari eigi ekki að fara umhverfis jörðu. Heldur verður honum skotið 184 km. í loft upp og lendir síðan um 480 km. frá Canaveralhöfða í Atlantshafinu. Sofa ekki fyrir fuglasöng Hvolsvelli 24. apríl. — Vorið er ! komið. Það er ekki um að villast. Hér fellur fólk varla í svefn á kvöldin fyrir fuglasöng, því að far- fuglarnir eru margir komnir og láta glaðlega í veðurblíðunni. Mikil hlýindi eru dag hvern, og lít- ur út fyrir ágætt vor. Snjórinn, sem kom um daginn, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Allir vegir era eins og þeir gerast beztir eða betri, því að klakinn fór úr þeim án þess að rigndi, og varð hvergi aurbleyta. Hitinn er 8—10 stig í dag, og allt er komið í fullan gang á kornakr- inum stóra. P.E. r?>W^iös?ir>a\iirsviíadi^(irý8<ií?8vit>svir/svii-78\iiMi^ýi^ivir^vi^i?ir7sýi^8?if?8\- ;ir?^r?>?ir?ávir7s\i;?«vii7svir7sýir7svii?svitrsvir?sviirsvir?s\iivsvir?svir7svii?svir?s\i Einar Magnússon yfirkenn- ari kom í útvarpið fyrir nokkru og ræddi um „Daginn og veg- inn“. Erindi hans var bráð- snjallt og til þess fallið að koma nokkru róti á hugann, enda var hann hvergi myrkur í máli. Hitt er svo gefinn hlut- ur, að vafalaust munu skiptar skoðanir um erindi yfirkennar ans. Einar talaði m.a. um íþrótta staglið í útvarpinu. Sú þvæla er orðin mörgum hlustendum hreinasta hrelling. Er illt til þess að vita, svo hollar og góð ar og sjálfsagðar, sem íþrótta- iðkanir eru — og hóflegar frá sagnir af þeim. En hann minnt ist ekki á meistarafarganið. Einu sinni áttum við meistara Jón og meistara Hálfdán, og vorum vel sæmdir af. En þeir og aðrir slíkir eru ekki lengur í móð, — löngu kafnaðir í Nóa- flóði hinna nýtízku „meistara". Við eigum „meistara“ í öllum mögulegum hlutum — og ó- mögulegum líka. Og meistara- flóðið flæðir um allar jarðir. Þarna eru íslandsmeistarar, Reykjavíkur, Akureyrar og ann arra kaupstaða meistarar, fjórðungsmeistarar og ég veit ekki hvað og hvað. Talan er Eftirþankar legíó. Vísast bætast svo bráð- um við sýslu-, hreppa-, presta- kalla- og sóknameistarar. En ekki nóg með þetta. Meistaraplágan ríður svo sem ekki við einteyming. Fyrir nokkrum árum undirbjó hún innreið sína í íslenzkan land- búnað. Einhverjir hálærðir búivísindamenn hugðust leiða til öndvegis á íslenzkum býl- um uppdubbaða fjósameistara. Orðið fjósamaður (sbr. sauða maður), sem er jafngamalt tungunni, var ekki lengur nógu fínt. Þá hefðu og vafalaust komið í kjölfarið sauðameistar- ar, hrossameistarar, hænsna- meistarar, svína(stíu)meistar- ar. En bændur ginu ekki við þessari dönsku flugu. Hún varð sjálfdauð — og mættu fleiri fara sömu leið. Einar Magnússon lagði í er- indi sínu ríkt á um varðveizlu gamalla og söguríkra bygginga í höfuðstaðnum, og leiddi síð- an talið að náttúruvernd. Þau orð voru í tíma töluð. Um skeið var mikið rætt um að reisa nýjan mennta- skóla í Reykjavík. Ég skrifaði um þær mundir grein í Tím- ann til varnar hinum gamla skóla. Svo að sleppt sé sögu- legri helgi, sem ekki ásækir okkur fslendinga um skör fram, þá er Menntaskólinn ein mesta höfuðprýði Reykjavikur og fegurri miklu í sínum ein- faldleik en byggingar þær ýms ar í tólffótungastfl, er risið hafa í síðari árum. Skólinn á að standa ,og hýsa enn sem fyrr þá menntastofnun, sem þar hefur haft inni frá upp- hafi þess virðulega húss. Það er því miður allt of satt, að hirðuleysi okkar um vernd un fagurra og sérkennilegra staða verður aldrei afsakað. Margt er lygilegra en að það verði reiknað okkur til synd- ar á degi dómsins. Þetta hirðu leysi, þessi grimmd við náttúr- una, er óhugnanleg. Má víða sjá þess sorglegan vott. Hér í Skagafirði voru sprengdir Hestavígshamrar tveir, er svo hétu, báðir hinir fegurstu. Nú er ógeðsleg urð, þar sem áður risu fagrar hamraborgir. Gi^fót ið var notað í brúarstöpla. — Ferjumannsskýli Jóns Ós- manns, Byrgið ,er svo var kall- að, stóð undir fallegum kletta beltum, er gnæfðu yfir Byrgið og Ósinn, — Vesturós Héraðs- vatna. Hamrarnir voru tættir í sundur. Einnig þar er eftir urðin ein. Nú var það hafnar- garður, sem endilega þurfti að gleypa grjótið, endilega þetta grjót. Stíflan, ein hin prúðasta sveit, var eyðilögð að verulegu leyti. Það kann að þykja goðgá að fást um þvílíka „smámuni", þegar annað eins þarfaþing og raforka er annars vegar. Og var ekki einhvern tíma verið að tala um það — í alvöru — að sökkva Mývatnssveit og Skorradal? Meistaratitill er virðingar- nafnbót lærdómsmanna. Gam- alt og veglegt hús, sem miklar sögulegar minningar eru við tengdar, er framt að því heilag ur staður. Fögur klettaborg er einn vottur um óendanlega fjölbreytni og sérkennileik ís- lenzkrar náttúru — og hefur ósjaldan að geyma auðlesnar rúnir um sköpunarsögu þessa tígulega lands. Kynni ekki nokkur vafi á að leika um langlífi þessarar þjóg ar í landinu — sem íslenzkrar þjóðar og menningarþjóðar — ef hún lætur skeika að sköp- uðu um varðveizlu sögulegra og náttúrulegra minja og jafn ar við jörðu þá varða, er gnæfa hátt Á síðasta vetrardag 1961. Gísli Magnússon, Qí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.