Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 13
TÍMINN, föstudaginn 28. apríl 1961. I 13 Hvernig á að sækja um húsbyggingarlán? Mikill meirihluti þeirra er byggja íbúðarhús fyrir sjálfa sig, eða kaupa íbúðir á þessu eð'a hinu byggingarstiginu, leita eftir lán- um hjá Húsnæðismálastofnun rík isins. Vegna ýmissa formsatriða sem lánsumsækjendur verða að full- nægja til þess að fá lán á vegum Húsnæðismálastofnunar ríkisins þykir rétt að vekja athygli íbúða- húsabyggjenda vissum þýðingar- miklum atriðum. 1. Þegar sá sem hyggst fá lán á vegum Húsnæ'ðismálastofnunar ríkisins, hefur fengið lóð og ákveðið teikningu af fyrirhug- aðri byggingu, þá .getur hann sent lánsumsókn til Húsnæðis- málastofnunarinnar á þar til gerílu eyðublaði. Eyðublöðin eiga að fást hjá hlutaðeigandi oddvitum eða bæjar stjórum og ávallt á skrifstofu Hús niéðismálastofnunarinnar að Lauga veg 24, Reykjavík. Húsnæðismálastofnunin rekur teiknistofu og geta húsbyggjend- ur fengið þar teikningar af ýms- um gerðum, ásamt járn-, hita- og raflagnateikningum, fyrir tiltölu- lega lítið gjald. Ef lánsumsækjendur hafa keypt íbúð í smíðum eða fullgerða, þá þarf umsækjandi að senda veðbók arvottorð með umsókn, eða afrit af kaupsamningi. Ekki er Iánað út á gamlar í- búðir eða til endurbóta á gömlum íbúðum. 2. Ekki er lánað út á stærri íbúð- ir en 360 m3 ef fjölskyldan (nánar til tekið börn eða for- ■ eldri umsækjanda) er ekki 6 manns eða fleiri. Sé fjöl- skyldan 6 manns eða fleiri, eru engin stærðartakmörk. 3. Meðan ekki er hægt áð' full- nægja eftirspurn eiga þeir a® sitja á hakanum, sem hafa átt fullnægjandi íbúð þegar þeir hófu byggingu, eða ef þeir byggja tvær íbúðir. Fullnægj- andi íbúð hefur verið talin 15 m á fjölskyldumeðlim. Til þess að umsókn sé tekin til greina þarf að fullnægja eftirtöld um atriðum: a. Senda umsóknina á eyðublaði sem Húsnæðismálastofnunin hefur gefið út. Fáist það ekki hjá oddvita (bæjarstjóra), þá að skrifa eftir því til Húsnæðis málastofnunarinnar. b. Láta fylgja umsókninni eftir- greind plögg: Teikningu í tví- riti (eða vísa á ákveðna teikn- ingu sem liggi hjá stofnun- inni). Skilríki fyrir lóðaréttind um. Vottorð oddvita eða mann talsskrifstofu um stærð fjöl- skyldu. Á því vottorði þarf að tilgreina aldur barna og nöfn og aldur annarra fjölskyldu- meðlima. Vottorð hlutaðeigandi skattyfirvalda um skuldlausa eigna og nettotekjur 2 síðastlið- in ár. 5. Hámarkslán er nú 100 þús. kr. og einungis lánað út á 1. veð- rétt. Þó er heimilt að lána þeim, sem tekið hafa þátt í skyldu- sparnaði 25% hærra lán, og geta þeir því sótt um 125 þús. króna lán. Slík hækkun láns fæst þó ekki nema samanlagt skyldusparnaðarfé aðila nái 25 þús. krónum, þegar þeir sækja um lánið. 6. í hvert skipti og úthlutun fer fram á að skifta fjármagninu milli kaupstaða og kauptúna (þorpa) þannig, að % skiftist eftir íbúatölu og % eftir um- sóknafjölda. (Umsókn um hluta af hámarksláni tekin jöfn umsókn um fullt lán). Þegar umsækjandi fær byrj- unarlán t.d. 14 til Vz af því sem hann hefur beðið um, þarf hann ávallt að senda umsókn um viðbótarlán. Dæmi: A hef- ur sótt um 100 þús. króna lán. Hann fær t.d. 20 þúsund, þeg- ar hann hefur fengið þá upp- hæð, þarf hann að sækja um 80 þúsund króna Viðbótarlán og svo koll af kolli, þar til hann hefur fengið' það sem liann telur sig þurfa og heim- ilt er að lána samkvæmt gild- andi lögum. Sendi hann ekki slíka viðbótarlánbeiðnir fær hann aldrei neitt meira en hann hefur fengið í fyrstu út- hlutun. Ef lántakandi býr t.d. í smáþorpi þar sem lánsfjár- magnið til hlutaðeigandi þorps er mjög lítið hverju sinni, þá getur svo farið að lántakandi verði oft að sækja um viðbót- arlán. Húsnæðismálastofnunin hefur sérstök eyðublöð fyrir viðbótar- lán, en slíkar umsóknir er þó hægt að senda í venjulegu bréfi eða símskeyti ef umsóknareyðublöð eru ekki fyrir heíidi. Það er sérstaklega áríðandi a@ menn láti ekki undir höfuð' leggj ast að sækja um viðbótarlán, hafi þeir ekki fengið eins hátt lán og þeir telja sig þurfa. (Au'ðvitað innan ramma hámarksláns). Það er hægt að sækja um við- bótarlán, þó áðurveitt lán hafi ekki verið tekið út, ef menn t.d. vilja ekki vera að gera sér það ómak að hefja 5—10 þúsund kr. lán. Þannig er hægt að draga sam an 2—3 lánveitingar. 8. Láni er aldrei úthlutað fyrr en umsækjandi liefur sent Hús- næðismálastofnuninni vottorð byggingafulltrúa éða oddvita a'ð hlutað'eigandi hús sé fok- helt. Hins vegar er ávallt bezt að Fermingarföt í mörgum stærðum og lit- um, verð frá kr. 1200.00. Stakir drengjajakkar ■— drengjabuxur Drengjajakkaföt frá 6—14 ára. Matrósföt, frá 2—8 ára. Dúnhelt léreft — Fiðurhelt léreft Æðardúnn — Danskur hálfdúnn Æðardúnssængur, 3 stærðir. • Enska Pattons-ullargarnið í mörg- um grófleikum — Lit- ekta. — Hleypur ekki. — Litaúrval. SENDUM í PÓSTKRÖFU. Vesturg. 12. Sími 13570. senda umsókn strax og bygging er hafin og viðbótarumsóknir strax og hlutaðeigandi hefur fengið ein hvern hluta fyrirhugað's láns út- hlutað. 9. Aldrei má veita hærra lán en sem nemur % af matsverði í- búðar. Er það mat ýmist fram- kvæmt af starfsmönnum veð- deildarinnar (sem hafa cneð höndum afgreiðslu og inn- heimtu á lánum fríá Húsnæðis- málastofnuninni) eða dóm- kvöddum mönnum. Út á litla íbúð fæst jafnhátt lán og á stóra íbúð. Aðeins að ibúðin sé metin að verðmæti % hærra en lánið er. 10. Enda þótt lögin um Húsnæðis- málastofnun ríkisins o.fl. geri ráð fyrir því að lánið sé aðeins til íbúðarhúsabyggjenda í kaup stöðum og kauptúnum, þá hef ur sú venja oiyndast að lána einnig út á íbúðarhús sem byggð eru á útmældum lóðum utan kaupstaða og kauptúna, hafi húsbyggjandi ekki rétt til lána úr Byggingarsjóði Búnað- arbankans. Hér að framan hafa verið tekin þau atriði, sem hver og einn húsbyggjandi þarf að vita fullkomin deili á, og ættu þeir sem leiðbeiningar þessar lesa að festa sér þær í minni, Að síðustu. Umfram allt gleym- ið ekki að senda umsókn um við- bótarlán, hafi þið ekki fengið full- nægjandi fyrirgrei'ðsiu. ■ i NÝJUNG FRÁ VOLVO AUKINN DRIFKRAFTUR STÆRRI VÉL MINNI ELDSNEYTIS NOTKUN VOLVO Einkaumboð: GUNNAR ÁSGEIRSSON Suðuriandsbr. 16. — Sími 35200. Söluumboð á Akureyri: MAGNÚS JÓNSSON Sími 1353. Vinsælar skemmtibækur Eftirtaldar bækur eru að minnsta kosti helmingi ódýrari en ef þær væru gefnar út nú. Flestar bækurnar hafa ekki verið til sölu í bókaverzlunum árum saman, og jafnvel um áratugi. Af sumum bókunum eru aðeins til nokkrir tugir eintaka. Hetjan á Rangá. Norræn hetjusaga úr fornöld. 133 bls. kr. 15,00 Einvígið á hafinu. Óvenjuleg saga um ást, hatur og einvígi úti á opnu hafi. 232 bls. ób. kr. 15,00. Svarta liljan. Ævintýraleg saga eftir hinn heimskunna höfand Rider Haggard. 352 ób. kr. 25.00. Percy hinn ósigrandi, 5. bók 196 bls. kr. 15,00. Percy hinn ósigrandi, 6. bók 192 bls. kr. 15,00. Percy hinn ósigrandi, 7. bók. 220 bls. kr. 15,00. Úalagaerjur, eftir Zane Grey. Stórbrotin skáldsaga um ástir og bardaga í „villta vestrinu“. 332 bls. ób. kr. 25,00. Hart gegn hörðu. Hörkuspennandi leynilögreglusaga, 142 bls. ób. kr. 15,00. í undirhcimum. Saga um hættur og ógnir undirheima stór- borganna. 112 bls. ób. kr. 10.00. Svarti sjóræninginn. Frábærlega skemmtileg sjóræningjasaga. ób. kr. 15,00. Horfni safírinn. Spennandi saga um gimsteinarán. 130 bls. ób. kr. 15.00. Gullna köngulóin. Leynilögreglusaga. 60 bls. ób. kr. 5,00. Spegillinn í Venedig. Dularfull og spennandi saga. 76 bls. ób. kr. 10.00. Verzlunarhúsið Elysium. Hugnæm ástarsaga. 96 bls. ób. kr. 10.00. Hver vissi hvað sannast var? 94 bls. ób. kr. 7.00. i , Silfurspegillinn. 66 bls. ób. kr. 7,00. 'l'>:: Skugginn. 44 bls. ób. kr. 5.00. Hvítmunkurinn. Saga um dularfullt fyrirbæri. 130 bls. ób. kr. 15.00. Mynd Abbotts. Stutt en eftirminnileg saga. 40 bls. ób. kr. 5,00. Leyndarmálið í Cranebore. Mjög sérstæð saga um ást og af- brot. 238 bls. ób. kr. 20,00. Morðið I Marshole. Spennandi sakamálasaga. 76 bls. ób. kr. 10.00. Vitnið þögla. Enginn, sem les þessa sögu býst við þeim endi sem hún fær. 142 bls. ób. kr. 10,00. Leyndarmál frú Lessington. 42 bls. kr. 5,00. Gorillaapinn o. fl. sögur. Allar mjög vel sagðar. 76 bls. ób. kr. 7,00. Eigandi Lynch-Tower. Saga um ástir, vonbrigði, undirferli og að lokum sigur hins góða. 232 bls. ób. kr. 20,00. Klippið auglýs'inguna úr blaðinu og merkið X við þær bæk- ur, sem þér óskið að fá sendar gegn póstkröfu. Merkið og skrifið greinilega nafn og heimilisfang. Undirrit ... óskar að fá þær bækur, sem merkt er við í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. Nafn Heimili Ódýra bóksalan, Box 196, Reykjavík. Til sölu Farmall dráttarvél, múgavél McCormick og áburð- ardreifari fyrir tilbúinn áburð. Upplýsingar gefur Gunnar Stefánsson, Grundarfirði eða Kaupfélagið Grafarnesi. ^•■V*V«‘V*X*X*V»X*'V*X‘V*4»k*X.*,V Að byggja (Framhald af 11. síðu). deild háslólans og aðrar opin- berar jtofnanir. Hins vegar hefur S'purlinni byggt svo mörg hús aðferð sinni að hér er engin hætta á ferðum og því sjálfsigt að nota hans aðierc við ö:l þau hús sem hið upin- bera h'ífur á sínum vegum út um sveitir landsins og má ekki seinna vera ef hann á að njóta einhve.ta ávaxta af verkum sínum , þágu almennings Einni' væri æskilegt að .áta Sgiurlinra skipuleggja of stutn- setja sv’puð steypuverkstæði eins ov ba.nn nú hefur, á Norð- ur og Austurlandi, til þess að stytta vegalengdir vegna flutn inga efrisins, og væri þannig gengio ti! móts við hans stéra (ramlag í þessu merkilega máli — Byggingamaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.