Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstudaginn 28. aprfl 1961. 7 INGVAR GISLASON RITAR -AKUREYRARBREF- Leikstarfsemi með blóma - Fræg nöfn - Bláa kápan sýnd í maí - Kostnaðarsamt fyrirtæki - Fjórtán syngjandi leik- arar - Fimm einsöngshlutverk. Starfsdagur Jóhanns Ög- mundssonar, formanns Leikfé- lags Akureyrar, hefst fyrr en fiestra annarra góSra borgara í Akureyrarbæ og lýkur oft- ast seinna. Frá klukkan átta á morgnana til fimm eftir há- degi vinnur hann að smíðum í Kassagerð Kaupfélags Ey- firðinga, en um leið og erfiði hins daglega strits er úti tek- ur hann til við margs konar störf á vegum Leikfélagsins sem formaður þess og fram- kvæmdastjóri, leikstjóri og einn helzti leikari. Kvöld eftir kvctld er þrotlaus vinna og erill fram yfir miðnætti. Fram að þessu hefur Jóhann ekki kvartað um þreytu, og þegar ég hitti hann á förnum vegi fyrir nokkrum dögum og spjallaði við hann stutta stund um leiklistarstarfið í bænum, fann ég ekki, að lát væri á brennandi áhuga hans á þeim málum. En Jóhann Ög- mundsson er ekki einn um það að verja flestum tómstund um sínum í þágu leiklistar- málanna, heldur er með hon- um í starfi f jöldi annarra karla og kvenna, sem með sama á- huganum og ósérplægninni leggur á sig alls konar auka- amstur til þess að halda leik- starfseminni hér vakandi. 45 ára starf Leikfélag Akureyrar á sér tals- vert merka sögu þau 45 ár, sem það hefur starfað. Allmargir lands þekktir leikarar hafa starfað í fé- laginu, svo sem Haraldur Björns- son, sem var um árabil einn af dugmestu forystumönnum þess og aðalleikari. Sömuleiðis Soffía Guð- laugsdóttir, Ágúst Kvaran og Reg- ína Þórðardóttir, en allt þetta fólk er í röðum merkustu leikara landsins. Jón heitinn Norðfjörð setti svip á akureyrskt leiklistar- líf um tugi ára, búinn ágætum leikhæfileikum og ást á leiklist- inni, og mun flestum hafa þótt sem skarð væri fyrir skildi, þegar hann lézt langt fyrir aldur fram. Og úr því ég er farinn að nefna nöfn, þá mætti geta þeirra góðu leikkvenna Emelíu Jónasdóttur, Svövu Jónsdóttur og Sigurjónu Jakobs'dóttur, sem fyrr á árum áttu rnörg spor um fjalir samkomu hússins á Akureyri og gátu sér hið bezta orð. Adam Poulsen og Gerd Grieg Leikfélagið hefur auðvitað að mestu leyti búið að sínum áhuga- sömu leikstjórum úr hópi heima- manna, en þó hefur það oft og tíð- um notið starfskrafta aðfenginna leikstjóra og þegið heimsóknir úr- valsleikara, svo sem Adams Poul- sens og Gerðar Grieg. M. a. setti fiú Grieg Brúðuheimilið eftir Ibsen á svið á Akureyri, og er þess enn minnzt með ánægju af þeim, sem þess nutu. Félagið hef- ur árlega sett á svið 3—4 leiki, og glímt við margs konar efni og höfunda, innlenda og erlenda. Eitt stærsta viðfangsefni Leikfé- lags Akureyrar var áireiðanlega sýning fslandsklukkunnar, sem Ragnhildur Steingrímsdóttir stjórn aði í fyrTa. Töldu þá margir, að leikfélagið færðist of mikið í fang, en hinir munu nú fleiri, sem álíta, að sú sýning hafi heppnazt vel og orðið leikfélaginu til sóma. Mikil leiklistarsfarfsemi í vetur hefur leikstarfsemin á Akureyri staðið með blóma. Fyrsta viðfangsefni félagsins var gaman- leikurinn PABBI, sem sýndur var ist Bláu kápunni í Þýzkalandi, fékk sýningarrétt á henni í Dan- mörku og færði hana upp í Folke- teatret við fádæma hrifningu. Er ekki að orðlengja það, að ágóð- inn af sýningunum bjargaði leik- húsinu frá gjaldþroti, og varð mjög til þess að vekja athygli á leiknum,. sem síðan hefur verið sýndur víða um lönd við miklar vinsældir. Dýrt fyrirtæki Bláa kápan var fyrst sýnd í Reykjavík á árunum 1937—38 og síðar 1949—50, í bæði skiptin undir leikstjórn Haralds Björns- sonar. Sýning Leikfélags Akureyr- ar er því þriðja uppfærsla óper- ettunnar hér á landi, en önnur Fyrsta viðfangsefni Leikfélags Akureyrar í vetur var PABBI undir stjórn Jónasar Jónassonar. Hér birtist mynd af „pabba" „mömmu" og „strákun- um". — Talið frá vinstri: Jón Kristinsson, Björg Baldvinscóttir, Úlfar Hauksson, Einar Haraldsson, Börkur Eiríksson og Arnar JoKsson. liggur tæplega í efni hennar, því að það er ekki stórbrotnara 'en gerist og gengur í þýzkum söng- leikjum. Meðal persónanna er hæfilegur fjöldi af greifum og fri- herrum og fjörugu kvenfólki, há- rómantískum ástarraunum og við- eigandi „happy end“ í lokin. Mús- íkin ber leikinn uppi eins og eðli- legt er, og mörg lög leiksins eru viinsæl meðal almennings vegna léttleika og sönghæfni. Þarf vart að efa, að Akureyringar munu taka óperettunni með fögnuði, enda væri leikfélaginu og hinum áhugasömu leiklistarmönnum bezt borguð fyrirhöfnin með góðri að- sókn og ánægju leikhúsgesta. Svið setning Bláu kápunnar kostar mikla vinnu og mikil fjárútlát. Jóhann Ögmundsson segir mér, að hún sé dýrasta fyrirtæki, sem Leikfélag Akureyrar hafi lagt í, ef frá er skilin íslandsklukkan. Fjórtán leikendur Alls eru fjórtán leikendur í ó- perettunni, þar af eru fimm ein- söngshlutverk, en allir verða leik- endur að syngja meira eða minna, oftast í kór eða fleiri saman. Með aðalhlutverkin fara: Ragnhildur Steingrímsdóttir, Aðalsteinn Jóns- son, verkfræðingur, Jóhann Kon- ráðsson, Björg Baldvinsdóttir og Jóhann Ögmundsson. Aðrir leik- endur eru: Júlíus Oddsson, Stefán Halldórsson, Sigríður Pálína Jóns- dóttir, Sigtryggur Sigtryggsson, Haraldur Sigurðsson, bankagjald- keri, Halldór Helgason, Egill Jón- asson, Brynhildur Steingrímsdóttir og Inga Guðmundsdóttir. Miklabæjar-Solveig eftir Böövar frá Hnífsdal var sýnd 9 sinnum um og eftir jól í vetur. Leikstjóri var Jóhann Ögmundsson, sem jafnframt lék annað aðalhlutverkið. Miklabæjar-Solveig var leiikn af Solveigu Guðbjarts- dóttur. — Á myndinni sjást talið frá vinstri: Soffía Jakobsdóttir, Jóhann Ögmundsson, Emil Andersen, Ragnehiður Júlíusdóttir og Solveig Guðbjarts dóttir. 12 sinnum við ágætar viðtökur í október og nóvember. Leikstjóri var Jónas Jónasson frá Reykjavík. Fyrir og eftir jólin var sýnt leik- ritið Miklabæjar-Solveig eftir Böðvar frá Hnífsdal undir stjórn Jóhanns Ögmundssonar, og urðu á því alls 9 sýningar. Loks var svo tekinn fyrir grínleikurinn Biðl ar og brjóstahöld undir stjórn Guðmundar Gunnarssonar, og var það sýnt nú seinni hluta vetrar 6 sinnum, en þá var sýningum hætt vegna veikindaforfalla eins leik- arans, en ráðgert er að hefja sýn- ingar á því að nýju í haust. . Bláa kápan sýnd í maí En leikárinu er ekki þar með lokið. Undanfarnar vikur hefur Ragnhildur Steingrímsdóttir unnið af kappi að því að æfa óperettuna Bláu kápuna með Ijóðum og lög- um eftir Walter og Willi Kollo í þýðingu Jakobs Jóh. Smára, og ætlunin að hefja sýningar á henni upp úr næstu mánaðamótum. Bláa i kápan var frumsýnd í Berlín 1927 j og varð þá þegar mjög vinsæl óperettusýning, sem leikfélagið hér fæst við. Fyrsta óperetta, sem sviðsett var á Akureyri, Meyjar- skemman, var sýnd fyi'ir nokkr- um árum. Gildi Bláu kápunnar Fermingargjöf Lífið er hrif — heimurinn á- hrif. Menn verða æ og alla tíð lífs síns fyrir áhrifum — illum, góðum. Bækur — persónuleg sköp- un listaverka, skálds, höfundar, það eru áhrif. Og þegar maður hefur lokið lestri bókar tekur hugs unin, afl ímyndunarinnar við, sorg yfir söknuði hörmulegs end- is, gleði yfir sigri lífsins. Skáld- verk hrífa mann, lesandann, með. Staður og stund hverfa út í þann bláinn, sem umlykur svið sögunn- ar. — Já, ég var að lesa bók. Silfurþræð'ir heitir hún, gefin út alf Br'æðiralag-V kristiliegu félagi stúdenta. Bókin er tuttugu smá- sögur, flestar þýddar, tvær frum- samdar. Önnur þeirra er mynd, fordæmi, sem séra Jón Kr. ísfeld, prófastur á Bíldudal, dregur upp á eðlilegan, sannan hátt. Hinar sögurnar eru allar þýddar af prest um, félögum í Bræðralagi, og á séra Gunnar Árnason þar stærstan skerf. Þannig koma til greina í bókinni Silfurþræðir hin ýmsu sjónarmið, frjáls hugsun. Bókin er sem betur fer firrt ofstæki, japli og junti, að henni standa frjálslynd samtök, menn, sem byggja upp í fegurð og hreinleika. — Við lestur þessarar bókar fær hugsunin það flug, sem hún ella vær’i án, skyggnið batnar, það rofar til í örlagavíddinni, svip ur og sjón skýrast. — Mér kom í hug, eftir lesturinn, að hér væri göfug fermingargjöf. Og nú fara í hönd fermingar í kaupstöðum og er lengra líður á vorið í sveit- um. Jú, bókin er fermingargjöf, þegar hið nýfei'mda ungmenni ef- meðal leikhúsgesta. Um þær þrjgja verkefni leikfélagsins, grínleikurinn Biðlar og brjóstahöld, var mundir átti Folketeatret í Kaup-! sýnt sí8ari h|uta vetrar/ en sýnlngum Varð að hætta vegna veikinda eins a,st’ fað olluuafloknu um gildi síns mannahofn r miklum fjarhagserf- a3 ver3i teknar upp aftur , haust. _ Á Þfaðrv‘Ila’ vdlf I íðleikum, og var ekki annað synna ,, ; x .... V. ., . i til að halda srtt heit. A þennan ó- en að það yrði gjaldþrota. Þá var i mynetinn. s.ast: Níels Halldorsson, Jon Ing.marsson (a grufu) og V.lhelm- bundna> öfgalausa hátt, öðlast hug I það, að forstjóri leikhússins kynnt-1ína Sigurðardóttir. I (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.