Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 16
Herskipið Vasa, sem sökk fyrir 333 árum, hafið úr sjó. Konungsskip- inu lyft úr sió Síðastliðinn mánudag var hafið upp á yfirborð sjávar skip, sem legið hafði í djúp- unum í meira en þrjár aldir. Sænska konungsskipinu Vasa, sem valt og sökk á hinni fyrstu siglingu sinni innan skerja- garðsins út af Stokkhólmi í allhvössu skúraveðri 10. ágúst 1928, var lyft af hafsbotni. Skipið fannst árið 1956 eftir mikla leit og rannsóknir, kafið leir og sandi. Var þá þegar 'tekið að kafa niður að flakinu og ná úr því ýmsum munum. Meðal annars var náð nítján metra hárri fokku- siglu og mörgu öðru, svo sem smjörkút úr tini, sem enn var í smjör. Svíar létu sér þetta ekki nægja, heldur hófu að grafa skips- skrokkinn upp úr leirnum, og árið 1959 var hann fluttur inn undir Kastalahólmann. Árið 1960 var lát laust unnið að undirbúningi þess, að skipið yrði lyft upp á yfir'borð- ið. Það var loks gert á milli klukk- an níu og tíu á mánudagsmorgun- inn. Það voru gildir bjálkar úr skut- káetu, sem fyrst komu upp úr sjón um, en síðan birtust skutur og stefni, og klukkan tvö var þilfarið komið upp úr sjó. Að sjálfsögðu var mikið um dýrðir. Hljómsveit sænska flotans lék, ræðuskörung- ar og vísindamenn fluttu ræður, og öllu var útvarpað og sjónvarp- að. Flakið cr að vísu allmjög skadd-l að, ekki sízt vegna þess, að fjöldi skipa hefur varpað akkerum á liðnum öldum, þar sem það var! undir. Eigi að síður gera Svíar sér vonir um, að þeir geti gert við það, svo að engu skakki frá upphaflegu sniði þess. Og enginn vafi er á, að það mun laða að margan ferða- manninn á komandi tímum. I Á þriðjudaginn var hélt útvarpsráS 1500. fund slnn. Hér á myndlnni sjást útvarpsráSsmenn, ásamt útvarps- stjóra. TalK €ré vlnstrl: Björn Th. Björnsson, Þorvaldur Garöar Kristjánsson, Benedikt Gröndal, Vilhjálmor Þ. Gfslason, SSgurður Bjarnason og Þórarlnn Þórarinsson. 2000 kv. vararafstöð tek- in í notkun á Akureyri Undirbúningur aS nýrri Laxárvirkjun Akureyri 26. april. í dag bauð stjórn Laxár- virkjunarinnar fréttamönnum á Akureyri að vera viðstödd- um, er sett var í gang og tekin í notkun ný dieselrafstöð, sem á að vera varastöð og toppstöð fyrir Laxárvirkjunina. Hún er á Oddeyrartanga. Hér er um að ræða tvær vélar, sem hvor um sig framleiðir 1000 kíló- wött. Vélar þessar eru nú til taks, hvenær sem Laxárvirkjunin bregzt. Þær voru keyptar notaðar frá Bretlandi, en Albert Sölvason og Jón Guðmann sonur hans hafa sett vélamar upp í húsnæði við Laufásgötu á Oddeyri. Undirbúningur að nýju orkuveri. Knútur Ottestedt verkfræðingur gaf lýsingu á hinu nýja mannvirki. Framkvæmdir þessar kosta nú 5,7 milljónir króna, en eftir er að full gera húsið, sem vélarnar eru í. Orkuframleiðsla vélanna, 2000 kv, er 1/6 á móti allri orkuframleiðslu Laxárvirkjunarinnar eins og hún er nú. Hins vegar er hafinn undir- búningur að nýrri virkjun við Laxá, vegna þess að innan skamms verður allt rafmagn orkuversins fullnýtt, en bygging nýs orkuvers tekur aíltaf nokkur ár. Lagfæringar við upptök Undanfarin 7 ár hefur notkun rafmagns aukizt til jafnaðar um 500 kv. á ári, og með sama áfram- haldi verður þörf á nýju orkuveri eftir 4—5 ár. Sigurður Thorodd- sen verkfræðingur hefur með hönd um áætlanagerð um framtíðarvirkj anir við Laxá. — Rafmagnsstraum urinn frá Laxárvirkjun hefur í vet ur aldrei brugðizt, og þakka menn Mikil hlýindi * Seyðisfirði 24. apríl. — Hér er nú þýðviðri dag og nótt, og snjór- inn mikli, sem kom um sumarmál- in, er horfinn úr byggð. Það hrað- ar og hlákunni og vorkomunni, að næturfrost hafa engin verið og þíðan bæði mikil og jöfn. Vindur er sífellt austlægur, og hefur því ekki gefið á sjó, en annars veiðist dável á færi, þegar gefur. I.H. það aðgerðum við upptök Laxár, sem unnið hefur verið að undan- farin ár, en er þó enn ekki að fullu lokið. E.D. Gagarín varð fyrstur Moskva 26.4. (NTB) Rauða stjarnan, málgagn Rauða hersins, gerir í dag að umtalsefni þá full- yrðingu, sem komið hefur fram í vestrænum blöðum, að Júrí Gagarín hafi ekki verið fyrsti geimfarinn, heldur Sergei Iljusin, sonur þekkts flugvélasmiðs i Sov- étríkjunum. Blaðið segir þessa full yrðingu út í bláinn. Gagarín sé sá fyrsti. Það séu staðlausir staf- ir, að Iljúsín hafi farið þrjá hringi umhverfis jörðu og orðig geðbil- aður. Blaðið segir enn fremur, að sonurinn heiti ekki Sergej heldur Vladimir. Hins vegar heiti faðir- inn Sergej, en þeir feðgar séu báðir við beztu heilsu. Bílabúð í Vík í Mýrdal í vor opnaöi Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga nýja verzlun í Vik I Mýrdal. Þar eru seldir varahlutir í bila og annað til viðhalds bílum. Myndin er tekin í hinni nýju verzlun og sýnir hún afgreiðslumann- Inn, Stefán Ármann Þórðarson, vera að afgreiða viðskiptavin. Verzlun þessi er til mikils hagræðis fyrir Vestur-Skaftfellinga. (Ljósmynd: Lars Björk.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.