Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 11
TÍMIN N, föstudaginn 28. apríl 1961. í Illlllll XIcAlf nmtlil* lim Kftrft rkilíar 9 íslenzkir blaðamenn eru fyrlr skömmu komnlr heim úr kynn- V eiKOmmr lim UUlU pilldr. |sferð um Bandar(k|n á vegum utanríkisráSuneytis Bandaríkj- anna. FariS var viðaum Bandaríkin, en einnig var farlð með íslendingana í flugvél út yflr Atlantshafið og lent á flugmóðurskipi. Þar var dvalið um borð í einn sólarhring. Þetta var ævintýraleg ferð. Lending á flugmóður skipinu er heldur ónotaleg fyrir óvana. Flugvélin stöðvast „á punktinum" og menn rykkjast harkaiega til, þótt þeir séu reyrðir duglega ofan í stólinn i flugvélinnt. Flugtak frá borði fannst þó ýmsum enn glæfralegra. Þessi mynd var tekin um borð í flugmóðurskiplnu „USS Lake Champlain CVS—39". Það er æðsti yfirmaður um borð, George P. Koch, aðmíráll, sem býður íslendinga velkomna. Talið frá vinstri eru: Jakob Ó. Pétursson (íslendingur, Akureyri), Gísli Sigurðsson (Vikan), Magnús Óskarsson (félagsmálafulltrúi Reykjavíkurbæjar) og Tómas Karlsson (Tíminn). I R Þrjár kvikmyndir „Múmían", „Mannaveiðar", „Líf og fjör í steininum". Hef séð þessar kvikmyndir og hef skelfing lítið um þær að segja. ,,Múmían“ er spennandi; ,JVIanna- veiðar" er tæknilega bezt af þeim, einn sá leiðinlegasti samsetningur, sem ég hef lengi séð og einnig sá ódýrasti. í myndinni er ekkert. Hugmyndin af henni er tekin frá myndum eins og „Lady Killers" og „The League of Gentlemen" (báð- ar góðar), en svo mikið til hennar sparað að úrvalsklipping hefði ekki einu sinni getað bjargað henni. Þessi efniviður, um snilldariega hugsað rán sem heppnast í fyrstu, en fer síðan al'ltaf út um þúfur vegna smáóhapps eða tilviljana, er vinsæll og margar kvikmyndir ver- ið byggðar á honum. Tvær þær sið- ustu, sem ég man eftir, er brezka myndin „The League of Gentle men“ og svo amerísk mynd frá Las Vegas, en í henni eru spiiavítin í Las Vegas rænd, af Frank Sinatra o.fl Kvikmyndin „Múmían“ er spunnin út frá þeirri gömlu trú manna, að ef fornleifafræðingar eða aðrir röskuðu við hinum æva- gömlu og heilögu gröfum Egypta- lands, þá væru hinum sömu dauð- inn vís á einhvern voveiflegan hátt. Ekki hefur þessi trú manna minnkað við margvíslegar frásagn- ir af óhugnanlegum atvikum, sem fólk hefua- átt erfitt með að út- skýra og þá nærtækast að kenna einhverjum dularfullum öflum um, og í versta tilfelli að hér hafi „Múmía“ verið að verki. Eftir því, sem mér skilst, þá mun „Múmían" eiga að vera helmingi verri viðureignar en venjulegur draugur að þvi leyti til, að hún („Múmían" er ekki bundin við neinn ákveðinn stað. Sé hún á ann- að borð á eftir einhverri persónu, þá nær hún henni hvar í heimin- um sem sú persóna reynir að fela sig. En nóg um það. Menn hafa leyfi tii að trúa því sem þá lystir. „Múmía" er að vísu nokkuð mikið af því góða, en trúi menn nógu sterkt, þá geta þeir vafalaust séð allan skrattann fyrir augum sér og skapað hvaða fyrirbrigði sem er með nægilegu hugmyndaflugi og sterkri trú. Kvikmyndin er spennandi. Hún er byggð upp sem hrollvekja og gerð með Technicoloir litum. Kvik- myndastjóri er Terence Fisher, en Peter Cuching (Bretar telja hann einn bezta Sherlock Holmes leik- ara, sem fram hefur komið) sjáum við þama sem fomleifafræðing og Christopher Lee er „Múmían". Kvikmyndin „Mannaveiðar" er j „Western" og eins og flestar slíkar i er hún filmísk og tæknilega beztl gerð af þessum þrem kvikmynd-l um. Ég hef einu sinni séð Don Murray (leikur aðalhlutverkið hér, j og er vægast sagt leiðinleguir)! leika vel og það var i „Bus Stop"| sem sýnd var hér fyrir nokkmm árum síðan. Fleiri myndum hefur hann þó líklega leikið í, sem hérj hafa verið sýndar, en í augnablik- inu man ég ekki eftir þeim. Kvik- myndinni „Bus Stop“ man ég aftur á móti vei eftir, vegna þess að í þeirri mynd kom fram, að mjög umtöluð persóna gat leikið Marlyn Monroe. Um efni myndarinnar „Manna- veiðar“ gildi hennar sem kvikmynd ar og slíkt, ræði ég ekki að þessu sinni Það er tæpast ástæða til þess. Hún er hvorki betri né verri en gengur og gerist með þessar myndir. Flestir vita til hvers þess- ar myndir eru gerðar og hvemig þær eru, og þessi kvikmynd gefur ekki tilefni til frekari umræðna um slíkar myndir en orðið er. Það eina, sem vekur áhuga minn á þess ari mynd, eru nokkur tæknileg atriði, sem gaman er að hugleiða. Kvikmyndastjóri er Henry Hatho way, en myndin er litmynd og tek- in í Cinemascope. StefánG Píanótónleikar Menningartengsl íslattds og Ráðstjórnarríkjanna hafa haldið marga tónleika hér á landi og jafnan boðið upp á hina beztu listamenn. Prófessor Serebrjakov er talinn „einn ágætasti píanóleik- ari Sovétríkjanna“ en það er raun ar sama og að segja, að hann sé í flokki hinna fremstu, sem nú eru uppi. Það leiðir því af sjálfu sér, að menn bíði þvflíks lista- manns með mikilli óþreyju og geri sér háar vonir, en því miður verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, og hún er á þá leið, að leikur prófessorsins upp- fyllti ekki þau fyrirheit sem gefin voru. Á efnisskránni voru engin svo stórbrotin viðfangsefni að þau sýndu til fulls, hvað í honum býr. Karneval Schumanns var einhvern veginn yfirspennt og kaldhamrað, svo að þar virtist tapast andi Schu manns, sem sveif yfir vötnunum. Bezt tókst flutningurinn á sónötu nr. 2 eftir Zobkovsky, sem var á- gætlega flutt og vel samig verk, slíkt hið sama mátti segja um Dans brúðanna eftir Sjostakov- itsj. Síðari hluti tónleikanna var fyrir einhverra hluta sakir mun betri en fyrri hlutinn ,enda fögn- uðu áheyrendur iistamanninum hið bezta, svo að hann varð að leika aukalög. A. Hvernig á .mLaJaa Það vita allir, og þó frekast þeir sem í því hafa lent, hversu erfitt er að byggja hús, hvort heldur er í bæ eða sveit, kostn- aðarins vegna. Ýmsir menn erlendis hafa gjört n.erkilegar tilraunir með að færa kostnaðarverðið niður, og sumum tekist það að nokkru með því, að opihberir aðilar hafa 3cutt þá með fjárframlög- um og öðrum frfðindum til til- rauna. Hér á landi hefur lítið verið gjört i því skyni. Þó hefur einn maður unnið að þessum málum mjög öhillega um nokkra ára- tugi á eigin spýtur og án styrks eða fjárframlaga frá því'opin- bera eða öðrum, og það merki- lega er, að hann skuli ennþá halda p.fram slíkum tilraunum einum ug þær hljóta að vera tímafrekar og dýrar. Maður þessi er Sigurlinni Pétursson að Hraunhólum suð- ur við Hafnarfjarðarveg og íafði undirritaður tal af honum nýlega. Sagði hann að nú gæÞ hann boðið til dæmis útveggi með ísteyptum glugga- körmum á 70 ferm. gólfflöt fyr- ir kr 30 500.00 og ef flöturinn væri fyrir hendi tæki þrjá daga frá því útveggir væru fluttir frá verksmiðju og þar til DÚið væri að reisa þá á gólfflötinn, miðað v;ð að hann sé hér ; ná- grennu'm, en slíkt hús myndi af járni og steypu, og verður þá fermeterinn um 4Ó0 kr. og meira et um mjög háa veggi er að ræua Verð á útveggjum penings- húsa e? yfirleitt mjög hagstæit, þar sem þau eru venjulega létt- byggð og reiknast Sigurlinna til að termeter í fjárhúsvegg kosti um 300 kr. með tilheyr- andi efni í samtengingar. Útveggir með ísettum glugga- körmum og efni til samskeyta kostar á 70 ferm gólfflöt kr. 90 — — — 100 — — — 120 — — — 140 — — — 160 — — — Útvcggir eru reistir á tveim til fimn- dögum eftir aðstöðu á byggingprstað, ef undirstaða er fyrir hendi. Útvc-ggir með steyptum gluggafals í fjárhús og fjós ásamt hurðum úr borðvið. f fjárhús fyrir ca. 120 fjár kr. 25.500.00. f fjárhús fyrir ca. 200 fjár kr. 27 000.00. Útveggir reistir á tveim til þrem dögum eftir að efnið er komið á staðinn, ef undirstaða er fyrir hendi. Einnig eru framleiddir hlöðu- veggir eftir pöntun, segir Sigur- linni Yfineitt er 70—120 ferm. nús 30.500.00 33.000.00 36.000.00 40.000.00 44.000.00 46.500 00 kosta íokhelt um 70 þúsund krónur með járni á þaki og ein- földu gleri í gluggum. En /egna þess hversu jarö- vegur er misjafn, getur verð undirstöðu hlaupið • á nokkrrm þúsundum meira eða minna sem '••erður að athugast við hvert ei.vstakt hús. Sigurlinni sagði að fermetri í óeiamgruö'um vegg kostaði hjá séi frá 330 til 360 kr og færi það eftir gluggafjölda og Lversu mörg horn væru á hús- inu, jg réði arkitektinn oftast þar mcsfu um, hve vel honrm tækist a! hafa hornin fá og ein- föld sniði og húshliðarnar lausai vð bríkur og stalla, sem oftar vcr-ru til óprýði en feg- urðariuka, en því miður væru alltof mörg hús hér ein gr*ut- argerð stíi, sem ætti víst að túlka skáldleg tilþrif, en þetta yrðu rálfgerð hortittaljóð oe því 'egðu margir augun aftur. er _fr u.ih’á gengju Útvcggir verksmiðjuhúsa eru nokkrj dýrari þar sem um er að ræ’a meira efnismagn. bæði ag gólffleti reist og gjört fok- helt á 10—20 dögum ef allt efni til þess er fyrir hendi og góli- flötur steyptur með tilliti til þessara útveggja. Á hverju ári eru reist eða endurbyggð hús fyrir Iækna, presta og íbúðarhús og penings- hús á peim jörðum sem ríkið á og framselur á leigu. í þessi hús mætti kaupa alla útveggi og skurúmsveggi þar sem því verður við komið og væri ekki annar galdur fyrir hið opinbera við bessa framkvæmdabreyt- ingu en sá að gefa hlutaðeig- andi terknistofu fyrirmæli um að telkna húsin éftir þessari byggiegaraðferð. Þetta er út- gjaldalcust, eða ekki neitt fram- lag í permgum. Það eru aðeins dren^ileg viðskipti til að létta smávegis undir með braufryój- anda binnar heppilegu að- ferðæ’ Nokkur af þessum húsum metti byggjn ’ rannsóknarskyni og láta .< jgurlinna annast fram- kvæmdir í samráði við atvin*,u- __ (Framhald á 13. stOu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.