Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 14
14 TfMINN, föstudaginn 28. aprfl‘1961. Þau drukku kaffi I setu- stofunni og um leið og þau voru búin, stillti Clive sér upp fyrir framan arinhilluna. Eftir að hafa ræskt sig nokkr um sinnum, byrjaði hann: — Það eru nú tvö ár síðan Ez Roy Faversham dó. Tvö ár er ekki langur tími......... kannski ekki nógu langur til þess að enska kvikmyndaeftir litið leyfi okkur að sýna myndina fyrst um sinn, en það er nægilega langur tími til að þið getið leikið í mynd inni án þess það valdi ykkur of miklum sárindum. Það væri bókstaflega hættulegt að fresta tökunni .... minni okkar er ekki óskeikult .... og ég vil reyna að safna sam an öllum smáatriðum og staðreyndum í sambandi við' dauðsfall Faversham . . . ég hef áhuga á öllu, hversu mik ið smáatriði það virðist í fljótu bragði .... með því móti einu getum við fengið skýra og lifandi mynd af því sem gerðist hér þessa helgl. Hann hikaði og horfði fast á fólkið í stofunni, sem horfði á hann með vakandi áhuga. — Það sem gerðist i RAUN OG VERU, endurtók hann hægt. — Ekki þá vitleysu sem borin var fram í réttinum. Mark hélt niðri í sér and- anum og beið eftirvæntingar fullur þess að orðin þrengdu sér inn ímeðvitund áheyrend anna. Antonia hafði að vísu verið undir þetta búinn, en jafnvel henni varð ónotalega við. Það liðu nokkrar mínút- ur áður en hin áttuðu sig, hann sá það á andlitum þeirra að þau höfðu skilið . . . . En enginn mælti orð af vörum og Clive hélt áfram: — Eins og ykkur er öllum kunnugt um, viðurkenndi Lorelie March að hún hefði skotið Faversham af slysni meðan á töku auglýsingaat- riðis stóð. Áður en lengra er haldið er eitt sem þið öll verð ið að fá að vita .... ÞAÐ VAR EKKI SATT SEM HÚN SAGÐI .... EKKI EITT EIN- ASATA ORÐ! Eg hef ferið yfir allt málið með ungfrú March og hún hefur skýrt mér frá þvi sem raunverulega gerðist. Hún var neydd til að segja það sem hún sagði í rétt inum, verjandi hennar þving aði hana til þess, af því að hann hélt það yrði henni fyr ir betzu. Það var tekin mynd sem sýnir kvenmann miða byssu á Faversham í gervi „Bróður Villa“ . . . . en þessi kona er EKKI Lorelie March. Hann hikaði enn og leit á furðu lostna áheyrendur sína. — Hún vissi það auðvitað allan tímann . . . af þeirri ein földu ástæðu að hún tók aldrei þátt í neinu auglýsinga atriði . . . — Hvað í fjáranum eruð þér að dylgja, æpti Hastings fokillur. Eg tók þessa mynd af Lorelie á þeirri sekúndu þegar hún lyfti byssunni . . . og hún var heppin að ég skyldi gera það! Það bjarg- aði henni frá dauðadómi. Clive sneri sér leiftur- snöggt að leikaranum. — Já, myndi nvar ástæð- an til þess að hún samþykkti að segja það sem hún gerði . . . myndin gerði henni ó- kleift að segja sannleikann . . . sem var að hún SNERTI EKKI BYSSUNA. Hún fór á eftir Faversham niður í garð inn til að slíta sambandi þeirra að fullu . . . það er ekki nauðsynlegt é gfari út í þá sálma, þið vorum hér öll kvöldið áður og vitið hvað gerðist milli þeirra. Hún tal- aði við Faversham þarna niðrí „Skógargöngunum" og slðan fór hún aftur inn í húsið .... hún var ekki með neina byssu í hendi . . . . og Faversham var ekki búinn neinu gervi . . . en samt gerist það fáeinum mínútum síðar, að hann er skotinn og hefur þá hárkolluna og skeggið á sér þegar að er komið. Þér, herra Hastings gátuð lagt fram mynd sem sýndi kven- mann með byssu í hendi. Við erum samankomin hér til að grafast fyrir um hver þessi kona var! Það var augnabliks þögn, hlaðin svo mikilli spennu að Mark átti ervitt með að draga andann. Svo sagði frú Charles undr andi og skelfd: — Þér eruð vitskert'ur! Auðvitað var það Lorelie March sem drap tengdason minn! Hvernig dirfist þér að koma með dylgju um aðra? — Af því að ég trúi orðum hennar, svaraði Clive. — En ég hélt að málinu væri lokið fyrir löngu, skaut Con Garvin inn í. — Eruð þið í lögreglunni? Clive hristi höfuðið. — Nei, alls ekki. Opinber- sá að Garvin léttilg . Marks sá að Garvin létti stórum, en þegar Clive hélt áfram, dimmdi á ný yfir svip hans: — Þetta er einkarann sókn okkar. Við Mark Clare erum báðir sannfærðir um að það var ekki Lora sem skaut Faversham. Við erum hingað komnir til að komast að því HVER gerði það . . . Hastings þaut upp og kom ógnandi í átt til Clive. — Þetta kalla ég ósvífni! Hver í andskotanum haldið þér eiginlega að þér séuð. Clive leit rólega á hann. — Herra Clare var kvæntur ná frænku Loru, og ég ætla að kvænast Loru. Hastings stóð eins og á báð um áttum, úr svip hans varð ekkert lesið. — Eg skil, hvæsti hann. — Ein stóreflis fjöl- skylda. Svo það útskýrir þessa ósvifnu tilraun ykkar til að hvítþvo hana af grun. — Hvítþvo? — Já, það er það sem þið viljið, ekki satt? Þér viljið ekki kvænast kvenmanni, sem hefur flekkað mannorð . . . þér viljið reyna að svipta hana allri sök án þess að taka minnsta tillit til ann- arra. Hann sneri sér að Noll Chambers. — Þér er ljóst hvað þetta þýðir. Við höfum verið göbbuð til að koma hing að, og þetta raus um kvik- myndina var hreinn upp- spuni, bara yfirskin til að tæla okkur hingað. Það var eins og hann væri að kafna úr vonzku og hann þagnaði til að ná andanum. Áður en Clive og Mark fengu ráðrúm til að segja nokkuð, sneri hann sér að eiginkonu sinni og sagði kuldalega: — Komdu, Sonja! Við förum héðan á samri stundu, og . . . bætti hann við og leit á hin tvö — ef þið eruð skynsöm gerið þið það líka. Frú Charles leit upp. — Nei, nei, það megið þið ekki gera. Þið eruð mínir gestir. Það eru . . . þessir herrar þarna sem eiga a ðfara. Þeg ar ég bauð ykkur að koma hingað, datt mér ekki í hug að hús mitt yrði notað sem réttarsalur. — Eg geri samt ráð fyrir að þér kjósið það heldur en að ég þurfi að mæta í raun- verulegum réttarsal, sagði Clive fljótmæltur og leit á hana. — Ef við verðum reknir héðan í dag, förum við beina leið í lögregluna. Hún fölnaði en Hastings hló yfirlætislega. — Og segið lögreglunni hvað? Að þér viljið taka málið upp aftur, vegna fyrirhugaðrar gifting- ar með Lorelie March .... Hann herpti varirnar fyrirlit lega. — Eg hef ekki trú á að lögreglan yrði mjög áhuga- söm með það. Clive hristi höfuðið: — Nei . . . en ég hugsa að þeir yrðu áhugasamir ef ég gæfi þeim nokkrar upplýsing ar um ykkur, sem ég hef í fór um mínum. — Upplýsingar .... hvers konar upplýsingar? Rödd Hastings var stirðleg, þótt hann reyndi að láta ekki bera á hve bilt honum varð við. — Til dæmis er sú stað- reynd að öll höfðu fullgildar ástæðúr til að ryðja Favers- ham úr vegi . . . sum ykkar höfðu tækifæri til þess að minnsta kosti tveir — eða tvö höfðu það sem til þurfti! Eg er viss um að lögreglan mun ekki hika við að taka málið upp þegar ég hef leyst frá skjóð'unni. Jæja . . . hvað eigum við að segja? Rólegar samræður hér í Ítalska hús- inu eða opinbera rannsókn? Það er i ykkar valdi að segja til . . . þig skulið ákveða ykk- ur í næði. Komdu með mér út á meðan Mark .... Mark leit áhyggjufullur á Antoniu Brent áður en hann fylgdi Clive út í forstofuna. — Hvað átturðu við með að tvö hefðu haft það sem til þurfti? spurði hann forvitnis lega. Clive hló: — Ekkert sérstakt. Eg var bara að gabba þau, skilurðu. En ég skal veðja skyrtuhnöpp unum mínum upp á það, að brellan hefur tilætlaðan ár- angur. Við verðum grátbeðn ir að vera kyrrir .. þau þora ekki annað en vinna með okk ur. Þau vita öll að það var ýmislegt sem ekki kom upp á yfirborðið við rannsóknina fyrir tveimur árum og það Föstudagur: 28. apríl: 8.00 Morgunútvarp. 1 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Um starfsfræðslu (Óalfur Gunnarsson sálfræðingur) 13.40 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Tónleikar: Harmonikulög. 18.50 Ulkynningaír. 19.20 Veðurfregnir. 19j30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Tó.mas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 Úr tónleikasal: Sinfóníuhljóm- sveit Berlínarútvarpsins leik- ur. Stjórnandi: Kurt Masur. 21.00 Ljóðalestur: Siguirður Jónsson frá Brún l'es frumort kvæði. 21.10 íslenzkir píanóleikarar kyima sónötur Mozarts; VI: Rögnvald ur Sigurjónsson leikur sónötu D-dúr (K284). 21.30 Útvarpssagan: „Litli-Brúnn og Bjössi" eftir Stefán Jónsson; H. (Gísli Halldórsson leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ferðaþáttur: Þvert yfir Suður- Ameríku; síðari hluti (Vigfús Guðmundsson gestgjafi). 22.35 Þjóðlög og létt tónlist ýmis konar frú ungveirska útvarp- inu. KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 27 Itaiska h.ússins EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti hrafninn 76 Það sem hann sá, staðfesti illan grun hans. Sjóræningjarnir höfðu rofið borgarmúrinn og streymdu nú inn í borgina. Konurnar skr'æktu. Allt var í öngþveiti. Ei- ríkur gaf fyrirsikpanir. Konurnar féllu á kné og rifu hár sitt. Menn Glenndanons voru að því komnir að gefast upp, en stuttar fyrirsikp- anir Eiríks söfnuðu þeim saman aftur. Gefizt ekki upp, haldið hóp- inn, hrópaði hann. Menn hvíta hrafnsins böiðust á aðra hlið hans, en hinum megin sveiflaði Erwin sverði sínu. — Bara ef liðsaukinn gæti nú komið, hugsaði Eiríkur. — Áfram, mínir menn, grípið hvíta hrafninn, hrópaði Ragnar, pt an við sig af æsingi. — HÆTTIÐ! heyrðist allt í einu í miðjum hávaðanum. — Hættið þessum til- gangslausu blóðsúthellingum. Ég framsel mig þér, Ragnar rauði. Láttu menn þína koma og taka mig!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.