Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudagiim 28. apríl 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stj&ri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Rannsóknarstofnun íslenzkra fræða Endurheimt fornhandritanna frá Danmörku leggur íslendingum auknar skyldur á herðar. Þar er ekki aðeins að ræða um vandaða og virðulega vörzlu handritanna, svo að þau geymist vel á komandi öldum. Hér er einnig um það að ræða, að íslendingar sýni hinum fornu fræðum meiri ræktarsemi og ástundun en gert hefur verið sein- ustu áratugina. Þann 19. þ. m. reit Jónas Kristjánsson cand. mag. at- hyglisverða grein um þetta efni hér í blaðið. Hann rekur þar, að íslenzk fræði hafi eigi blómgast að sama skapi sem framfarir hafa orðið á öðrum sviðum þjóðlífs og menningar á þessari öld. Eftir að hafa rakið helztu or- sakir þess, segir Jónas: „íslenzk fræði hefur vantað það skapandi afl sem gæti bætt upp fallandi gengi og týndar tómstundir, og keppt við hina voldugu gullkvörn nútíðarinnar. Þar kem- ur margt til greina og margs er þörf, en eitt á að ganga fyrir, eitt er nauðsynlegast: rannsóknarstofnun íslenzkra fræSa. Þeir menn sem nokkurn hug leggja á þjóðleg fræðistörf hafa iðulega látið sig dreyma um þvílíka fræða- stofnun. Og nú horfir svo giftusamlega að þessi gamli draumur íslenzkufræðinga virðist loksins ætla að rætast. í erindi sem Þórhallur Vilmundarson prófessor flutti í hátíðasal Háskólans 1. desember síðast liðinn lagði hann til að 17. júní 1961 yrði 150 ára afmælis Jóns Sig- urðssonar minnzt á þann veg að sett yrði á fót vísinda- stofnun norrænna fræða, sem við hann yrði kennd, Stofn- un Jóns Sigurðssonar, eins og stofnun Árna Magnússon- ar í Kaupmannahöfn er kennd við annan afreksmann ís- lenzkra fræða. Hinn ungi og ötuli rektor Háskólans, Ár- mann Snævarr, lét þetta mál bráðlega til sín taka, og í samvinnu við heimspekideild Háskólans mun hann nú hafa gert tillögur um skipan þessarar stofnunar. Er ætl- unin að þar starfi frá upphafi þrír fastráðnir menn, auk lausamanna, sem styrktir verða til að leysa af höndum tiltekin rannsóknarverk. Þetta á að verða sjálfstæð stofn- un, en í mjög nánum tengslum við heimspekideild Há- skólans. Æðsta stjórn stofnunarinnar á með nokkrum hætti að vera í höndum deildarinnar, og úr hennar náms- mannahópi eiga síðan að koma þeir ungu fræðimenn sem leggja lið sitt fram til nýrra rannsóknarverka. Meginvið- fangsefni stofnunarinnar skulu verða textaútgáfur ís- lenzkra rita, því að slíkar útgáfur eru nauðsynlegur grundvöllur allra rannsókna á máli, sögu og bókmennt- um. í annan stað skal mest áherzla lögð á rannsókn þjóð- hátta og örnefna, en til þess er einnig rík ástæða, ef tak- ast mætti að bjarga frá gleymsku nokkru af þeim sögu- legu verðmætum sem nú eru í þann veginn að týnast vegna gerbreyttra atvinnu- og lífshátta þjóðarinnar.“ Jónas færir síðan rök að því, að eðlilegt sé að þessi stofnun beri nafn Jóns Sigurðssonar, sem hafi verið ann- ar mesti handritasafnari íslands, verið afkastamikill fræðimaður og mjög byggt rök sín í sjálfstæðisbarátt- unni á þeirri þekkingu sinni. Að lokum segir Jónas: Vera má, að sumir menn telji íslendingum önnur verkefni brýnni en koma á fót rannsóknarstofnun í forn- um fræðum, til að mynda að styrkja þær rannsóknir sem kynnu að gefa meira í aðra hönd, efla framleiðslu og atvinnuvegi þjóðarinnar. Þar er því að svara að ís- lenzk fræði eiga engan vísi til rannsóknarstofnunar hér á landi og biðja nú aðeins um það að bætt verði úr gam- alli þörf. Og enginn getur með sannindum mælt á móti því að okkur sé nauðsynlegt að efla þjóðleg fræði. Við erum undur lítil þjóð, sem hefur sogazt inn í hringiðu ERLENT YFIRLIT t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) r ) ) ) ) Sierra Leone - nýtt Afríkuríki Tekst því að halda hlut sínum til jafns viS Gueneu og Ghana? I GÆR bættist nýtt ríki í Afríku, SieiTa L-eone, í tölu gjálfstæðlra rfkja. Þefcta mýja ríki er á vesturströnd Afríku, miili Líberíu og Guinea. Að flatarmáli er iþað eitt af minnstu ríkjum Afríku, um 28 þús. fermílur. íbúarnir eru um 2.5 millj,, nær allir blökku- menn. Þótt Sierra Leone sé þannig eitt af minnstu ríkjum Afríku, er það að mörgu leyti taiið byggja á traustara grunni en flest hin nýju Afríkuríkj- anna. Það má segja, að saga Sierra Leone hefjist um 1787. Evrópu menn voiu þá oft búnir að koma á þessar s'lóðir og höfðu gefið þeim það nafn, sem síðan festist við landið og þýðir á ís- lenzku Ijónafjallið. Ástæðan til nafngjafarinnar var þó ekki það, að mikið væri þar af ljón- um, því að þau eru þar fá eða engin, heldur hitt,’ að brimið úti fyrir sfcröndinni minnti sjó- farana á ljónaöskur. En þótt oft geti vei'ið brimasamt á þess um slóðum, er þar jafnframt að finna beztu höfnina, sem til er frá náttúrunnar hendi á allri vesturströnd Afríku. Saga Sierra Leone hófst við þessa höfn árið 1787, eins og áður segir. Jafnframt var henni þá gefið nafnið Freetown. Nafn ið var dregið af því, að 400 afríkanskir þrælar, sem höfðu verið í Bretlandi, höfðu hlotið frelsi og verið fluttir til Afríku í því skyni að koma þar upp sjálfstjórnarnýlendu. Það voru brezkir hugsjónamenn, sem börðust fyrir frelsi þrælanna, er stóðu fyrir þessu. Þeir höfðu sfcofnað sérstakan félags- skap, sem m. a. hafði keypt Freetown í því augnamiði að koma þar upp heimkynnum fyrir blökku menn, sem höfðu hlotið frelsi. Á NÆSTU áratugum blóðstraði Flreetown - veru- lega, enda hafði brezki flotinn inn komið þar upp miðstöð í baráttu sinni gegn þrælasöl- unum eftir að Bretar tóku að beita sér gegn starfsemi þeirra. Milton Margai, forsætisráSherra í Sierra Leone, og McLeod nýlendu- málaráðherra Breta. Þrælum, sem 'höfðu fengið frels ið, fjölgaði þar líka stöðugt. Sambúð þein'a og heimamanna var ekki alltaf snurðulaus. Að- komumennirnir áttu það til að líta niður á hina. Þetta ýtti und ir það, að nokkru fyrir sein- ustu aldamót, lögðu Bretar und ir sig allmikið land til viðbót- ar og settu á fót nýlenduna Si- erra Leone, sem nú ehfur hlot- ið fullt sjálfstæði. Fordæmi Bi’eta í Freetown varð til þess, að hugsjónamenn í Bandaríkjunum beittu sé fyr- ir frelsi allmargra þræla og fluttu þá til Afríku, þar sem þeir mynduðu sérstaka ný- lendu. Það var upphaf Líberíu, sern liggur að Sierra Leone og um langt skeið hefur ver'ið eina sjálfstæða blökkumannaríkið í Vestur-Afríku. •X -X • V • heimsins. SjálfstæSi okkar, tunga og þjóðmenning hefur lent í nýjum háska, og þá er brýn nauðsyn að varðveita innlend verðmæti. Og þessi innlendu verðmæti eru þannig vaxin að þau leggja okkur einnig skyldur á herð- ar vegna annarra þjóða. Við tölum enn í dag það mál sem er elzta lifandi tunga germanskra þjóða. Enginn er- lendur maður getur skilið þetta tungumál til jafns við íslendinga sjálfa, og því ber okkur skylda til að varð- veita það og rannsaka. Við eigum sögu sem er í mörgum greinum stórfengleg, en lítt rannsökuð á ýmsum svið- um. Við eigum þær fornbókmenntir sem eru mesti skerf- ur norrænna manna til menningar heimsins, og engin önnur þjóð getur skilið þessar bókmenntir og rannsakað á sama hátt sem við. Tungan og bókmenntirnar voru líftaug þjóðarinnar á liðnum hörmungaröldum. Ef við hefðum ekki átt bókmenntirnar, þá hefði aldrei kviknað sú þjóðernishreyfing nítjándu aldar sem gaf okkur sjálf- stæði og velmegun á tuttugustu öld. Sjálfstæðiskröfur okkar voru reistar á traustari sögulegum heimildarritum heldur en nokkur önnur undirokuð þjóð hefur haft fram að færa í sjálfstæðisbaráttu sinni. Og ef við hefðum glatað tungu okkar, þá hefði seint kviknað nokkur neisti þjóðlegrar tilfinningar og sjálfstæðisbaráttu. Þetta skul- um við jafnan hafa hugfast, og gæta þess vel að sleppa ekki sjónum af þræðinum að ofan, sem uppi ber allan glitvefnað nútímans.“ Undir þessi umrnæli vill Tíminn taka eindregið. BRETAR hafa unnið að iþví smátt og smátt seinustu áratug- Ina, einkum þó eftir síðari heimsstyrjöldina, að veita íbú- um Sierra Leone aukna sjálf- stjórn á ýmsum sviðum. íbú- arnir hafa þannig verið búnir undir það að taka stjórn lands- ins alveg í hendur sínar. Á síð- astl. áii náðisfc svo samkomu- lag um það milli Breta og full- trúa flokkanna í Sierra Leone, að landið skyldi fá fullt sjálf- stæði 7. apríl 1961. Það er einn stjórnmálaflokk- ur, sem ræður mestu í Sierra Leone, þótt flokkar séu þar annars margir. Þessi flokkur, sem kallar sig Þjóðflokkinn, hefur 36 fulltrúa á þinginu af 51 alls. Sá næststærsti hefur að eins 5 þingmenn. Formaður Þjóðflokksins og forsætisráð- herra í Sierra Leone er Milton A. S. Margai, sem er læknir að menntun og stundaði læknis- starf í Freetown á árunum 1927—50. Hann varð heilbrigð- is -og landbúnaðarráðherra í stjórn Sierra Leone 1953 og for sætisráðherra 1958, þegar fyrst var mynduð hrein heimastjórn. Margai er sagður laginn samn- ingamaður og njóta trausts landsmanna. Hann hefur og komið sér vel við Breta, er hafa sæmt hann sir-titli. FYRST um sinn, mun verða allnáin samvinna milli Bret- lands og Sierra Leone. Bretar munu aðstoða við varnir lands- ins og veita verulegan stuðn- ing til uppbyggingar á atvinnu- vegum þess. Landbúnaðurinn er langstærsti atvinnuvegurinn, en næst kemur námuvinnsla, aðallega járn. Nokkur iðnaður hefur þegar risið á legg. Þróunin í Afríku getur mark- azt verulega af því, hvernig Si- erra Leone og Líberíu tekst í samanburði við nágrannaríki þeirra, Guinea og Ghana, þar sem fylgt er róttækari stjórn- arháttum. Önnur Afríkuríki eru líkleg til að fylgjast vel ' með slíkum samanburði og draga ályktanir af honum. ÞÞ. V*V«V»X..VV‘X*V»VV*X*V»X*X.. / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) t ) ) ) t t ) t ) ) ) t ) t t 'c / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) t ) ) ) ) ) ) ) t t t t ) ) ) ) ) t t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.