Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 12
12 i N N, föstudagmn 28. aprii 1961» RITSTJORI HALLUR SIMONARSON ÚR EINUIANNAÐ k Danir hafa gert samninga við tvö beztu knattspyrnulið heims um leiki í Kaupmannahöfn í sumar. Spánska liðið Real Mad- rid með Puskas og di Stefano í broddi fylkingar mun leika sinn fyrsta, leik í Kaupmanna- höfn 8. ágúst og ensku meist- ararnir frá Tottenham leika þar átta dögum síðar. íslend- ingar, sem verða í Kaupmanna- höfn á þessum tíma, og þeir rorea áreiðanlega margir, munu því fá tækifæri til að sjá þarna marga af beztu knatt spyrnumönnum heimsins. k Á þriðjudaginn sigruðu ítalir Norður-íra í landsleik í knatt- spyrnu með þremur mörkum gegn tveimur. Leikurinn var háður í Bologna. Danny Blanch flower, sem leikið hefur 39 leiki í röð fyrir Norður-frland, flesta sem fyrirliði, tók ekki þátt í leiknum, þar sem Tott- enham vildi ekki gefa honum leyfi til þess. Danny er einnig fyrirliði Tottenham, en fyrsta laugardag í maí mun Totten- ham leika til úrslita í ensku bikarkeppninni gegn Leicester. . Þess má geta, að Leicester sigr aði Tottenham með 3—2 í Lon- don í deildarkeppninni, en tap aði heima með 2—1. k Úrvalslið Kaupmannahafnar lék í fyrrakvöld við brazilíska liðið Banfeu, sem verið hefur í keppnisferðalagi í Evrópu að undanförnu. Leikurinn var mjög skemmtilegur, en jafn- tefli varð, 2—2. k Sex klukkutímum eftir að Harald Nielsen, miðherji lands liðsins danska í knattspyrnu, gerði samning við Bologna, kom umboðsmaður frá ítalska liðinu Torino til Kaupmanna- hafnar til að hafa tal af Har- aldi, en hann var hins vegar einum of seinn. Umboðsmað- urinn lét það þó ekki á sig fá, og þegar þetta sama kvöld hélt hann á fund Flemming Niel- sen, sem er framvörður í danska landsliðinu, og hóf samningaumræður við hann. Danir reikna með að Flemm- ing sé einnig tapaður danskri knattspyrnu. k Haraldur Nielsen er 26. danski knattspyrnumaðurinn, sem ger- ist atvinnumaður, og jafn- framt hinn yngsti, aðeins 19 ára, þegar hann gengur í raðir atvinnumannanna. 16 dönsku knattspyrnumannanna gerðust atvinnumenn í Ítalíu, sjö í Frakklandi og einn, Viggo Jen- sen hjá Hull í Englandi. Jensen gerði einnig „stórbísness" í Hull, þar sem hann var hinn fyrsti til að selja pulsur úr vagni þar í borg. John Hansen var fyrsti Daninn, sem gerðist atvihnumaður, nokkru eftir Ólympíulcikana ’í Lbndön 1948. Danir unnu þá bronzverðlaun í knattspyrnukeppni leikanna, og eftir það byrjaði fyrir al- Heimsmeistarakeppni í borðtennis var nýlega háð í Peking í Kína og þótti takast með ágætum. Kínverjar urðu mjög sigursælir í keppninni, hlutu meistara í fimm flokkum af áfta, sem keppt var í. Japanir sigruðu í tveim- ur flokkum, og Rúmenar einum. Myndin hér að ofan sýnir nokkurn hluta hinnar miklu íþróttahallar, sem keppt var í, en þar var oft keppt á átta borðum samtímis. Eftir fslandsmótið í handknattleik fór fram verðlaunaafhending í Sjálf stæðishúsinu. Ásbjörn Slgurjónsson, formaður Handknattleikssambands íslands, afhenti sigurvegurunum f hinum ýmsu flokum verðlaunin og hér sést hann afhenda Birgi Björnssyni, til vtnstri, fyrirliða meistaraflokks FH hinn veglega verðlaunagrip, sem keppt er um í meistaraflokki. vöru að danskir knattspyrnu- menn gerðust atvinnumenn. k Það eru ef til vill ekki allir, sem vita það, að íslendingur var fyrstur til af Norðurlanda- búum að gerast atvinnumað- ur í knattspyrnu. Það var Al- bert Guðmundsson, sem réð'ist til Frakklands, eftir að hafa leikið með tveimur frægustu knattspyrnuliðum Bretlands, sem áhugamaður, Arsenal og Glasgow Rangers. Og Albert er jafnframt eini íslenzki knatt- spyrnumaðurinn, sem gerzt heíur atvinnumaður. k Á nýafstöðnu handknattleiks- móti íslands náði Fimleikafé- lag Hafnarfjarðar beztum ár- angri, sigraði í sex flokkum af ellefu á mótinu. F.H. lék 37 leiki í hinum ýmsu flokkum í mótinu, sigrað'i í 25, gerði 6 jafntefli, en tapaði sex leikj- um. Þessi árangur er glæsileg- ur, rúmlega 77 prósent. k Víkingur var bezta 'Reykjavík- urfélagið á þessu móti. Víking ur lék 36 leiki á mótinu, vann 23 þeirra, gerði tvö jafntefli, en tapaði ellefu leikjum. Skor- aði 335 mörk, en fékk á sig 263. Víkingur sigraði í þrem- ur flokkum á mótinu, og á mjög glæsilega flokka yngri leikmanna og kvenna. Fram náði þriðja bezta árangrinum á mótinu og Valur fjórða. Hins vegar virðist svo sem öldudal- ur sé hjá tveimur félögum, sem sterk hafa verið í hand- knattleik, KR og ÍR. ★ Umboðsmenn ítalskra knatt- spyrnufélaga þeysa nú um all- an heim — en i haust fá fé- lögin aftur leyfi til að láta erlenda knattspyrnumenn leika í félögum sfnum. Inter í Míl- anó hefur boðið um 1,1 milljón marka í miðherja þýzka lands liðsins, Uwe Seeler, sem lék hér í Reykjavík með þýzka landsliðinu í fyrrasumar. Þetta er 20. sinnum meira en Bol- ogna borgaði fyrir Harald Ni- elsen. Inter er einnig að reyna að fá Luis Suarez frá Barce- lona og1 Johnny Haynes frá Fulham — en Haynes mun hafa neitað tilboðinu, en 100 þúsund pund voru boðin í hann. Ef semst með Seeler og -R-I-D-G-E í heimsmeistarakeppninni í Bu- enos Aires, sem lauk á laugar- daginn með sigri ítala, stóðu Frakkar sig lengi mjög vel gegn ítölum og veittu þeim mikla keppni. Þegar_96 spil höfðu verið spiluð höfðu ftalir aðeins 34 stig yfir, en í síðustu 48 spilunum unnu ítalir hins vegar stórsigur, svo þeir höfðu 110 stig yfir í lok- in. Spilið sem fer hér á eftir, átti mikinn þátt í stórsigri ítala. Norður Á KG8654 V 10 4 Á64 4 K93 Vestur Austur A D7 A Á1092 V ÁDG4 V 9873 4 10732 4 K5 4 D84 •£> Á105 Suður. 4 4 V K652 4 DG98 4 G762 Norður-Suður voru á hættu og sagnir gengu þannig á öðru borð- inu: Vestur Norður Austur Suður pass 14 pass pass dobl pass pass lgrand dobl redobl pass 24 dobl pass pass ý pass í Austur og Vestur voru ítal- arnir Forquet og Garozzo, en í Norður Gestem, og Suður Deruy, Frakklandi. Vestur spilaði út tígul tvisti, lítið var látið úr blindum og Aust ur átti slaginn á kónginn. Hann spilaði tigli aftur, sem Suður tók á gosann. Suður spilaði nú spaða og fór rangt í hann, lét kónginn úr blindum, sem Austur tók á ás. Austur spilaði nú hjarta þristi. Suður lét lítið og Vestu- átti slag Inter verður það ein mesta upphæð, sem komið hefur í hlut knattspyrnumanns fyrir að undirrita samning við félag til tveggja ára. inn á gosann. Hann spilaði nú tígli í þriðja sinn. Suður hefði nú getað fengið einum slag meira ef hann hefði spilað litlum spaða og komið and- stæðingunum þannig inn og þeir hefðu þá orðið að hreyfa laufið, en þess í stað spilaði Suður sjálfur litlu laufi frá blindum. Austur lét lítið og Suður setti gosann í, sem Vestur tólc á drottninguna. Hann spilaði aftur laufi, kóngurinn var látinn úr blindum og Austur fékk slaginn á ás og spilaði hjarta. Vestur fékk nú þrjá slagi á hjarta, og þegar Austur fékk einnig á laufatíuna fékk Suður aðeins þrjá slagi og tapaði 1400. Ítalía vann 17 stig á spilinu (nýi stigaskalinn var nú notaður, en hann er mun hærri en sá eldri var), en á hinu borðinu spiluðu Frakkar 2 grönd í Austur-Vestur og unnu þrjú, eða 150. Ekki er hægt að segja, að Suð- ur hafi verið beint heppinn að fara a skipta sér af einum spaða dobluðum, því Norður hefði allt- af fengi fimm slagi í þeirri sögn. JÁFNÍEFLÍ Á miðvikudaginn fór fram > Hamborg undanúrslitaleikurinn í Evrópubikarkeppninni milli Ham- borg og Barcelona. Þjóðverjarnir sigruðu í leiknum með 2—1, en í fyrri leiknum í Barcelona unnu Spánverjarnir með 1—0. Þrið.ia leikinn þarf þvi til að skera úr um úrslit og verður hann í Brúss el 3. maí. 70 þúsund áhorfendur voru á leiknum og urðu þeir fyrir miklum vonbrigðum, þegar Barce lona skoraði eina mark sitt 10 sekúndum fyrir leikslok. í fyrradag vann Dumferline úr- slitaleikinn í skozku bikarkeppr.- inni, sigraði Celtic með 2—0. í ensku deildarkeppninni vann Tott en ham Nott. Forest með 1—0 og hefur því náð stigametinu í deild- inni og á einn leik eftir. Sheff. Wed. vann Chelsea 2—1 og Manch City vann Leicester 2—1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.