Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.04.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 28. aprfl 1961., iVlmnmgarorð: Runólfur Krístjánsson, kaupmaður f dag verður til moldar borinn frá Fossvogskapellu, Runólfur Kjaitansson kaupm. sem andaðist í sjúkrahúsi hér 23. þ.m. eftir þunga vanheilsu um árabil. Runólfur Kjartansson var fædd- ur 30. nóv. 1889 að Skál á Síðu. Hann var kvistur á sterkum skaft- fellskum stofni og standa að hon- um traustar ættir bænda austur þar. En þeim er ég annars ekki svo kunnugur að ég r'eki þær hér. Voru foreldrar Runólfs hjónin Kjartan Ólafsson, alþm., á Höfða- brekku, Pálssonar, og Oddný Run- ólfsdóttir hreppstjóra og dbrm. að! Holti á Síðu Jónssonar. Reistu þau Kjartan bú í Skál og bjuggu‘ þar fyrstu árin og þar eru synir þeirra fjórir fæddir. Fluttu þau sig þá vestur í Rangárþing og bjuggu um skeið að Velli, og þar voru þau jarðskjálftaárið mikla, er fjöldi bæjarhúsa hrundi víða1 um þær slóðir. Þá fluttu þau hjón sig austur í Mýrdal og þar andað- ist Kjartan aldamótaárið. Leystist þá heimilið upp og fluttist ekkjan austur að Holti á Síðu til foreldra sinna og þar ólst Runólfur upp hjá afa sínum og nafna. Minntist hann jafnan afa síns í Holti með mikilli virðingu og þökk. Um tvítugsaldur fór Runólfur að heiman til Reykjavíkur, gekk þar í Verzlunarskóla fslands og lauk þaðan prófi. Fór þá til Kaup- mannahafnar og var þar við verzl- unarnám í tvo vetur, en vann hér heima yfir sumarið, en settist svo, að því loknu, hér að og átti síðan heimili í Rvík til æviloka. Fyrst eftir að Runólfur kom heim vann hann hér á skrifstofum, m. a. á Vegamálas'krifstofunni og hjá Halldóri Guðmundssyni raf- fræðingi. En árið 1922 stofnuðu þeir bræður, hann og Þorbergur, verzlunarfyrirtæki, sem rekið er undir nafninu „Parísarbúðin“, og staifar það enn á nafni þeirra. Runólfur Kjartansson hafði mikið yndi af lax- og silungsveiði. Varði hann á sumri hverju flest- um frístundum sínum við iðkun þeirrar íþróttar, að veiða lax á stöng. Þótti hann afburðasnjall veiðimaður. Hef ég þau orð eftir einum veiðifélaga hans um fjölda ára, að ekki hafi hann aðeins verið bráðsnjall veiðimaður, held- ur og frábær veðifélagi, traustur og drengilegur í allri sambúð og öllum samskiptum. Og alveg vafa- laust munu þeir, sem þekktu að ráði hirin látna heiðursmann, geta tekið undir þau ummæli. Því að Runólfur Kjartansson var vel gerð- ur maður til líkama og sálar. Hann var karlmannlegur á velli, hár og gjörfilegur, fríður sýnum, hæg- látur í fasi, jafnlyndur og góð- lyndur og bauð af sér hinn bezta þokka. Og hann var maður hrein- skiptinn, einlægur og öfgalaus og vildi jafnan láta allt og alla njóta sannmælis. Árið 1920 kvæntist Runólfur eftirlifandi konu sinni, Láru Guð- mundsdóttur frá Lómatjörn í Höfðahverfi í S.-Þingeyjarsýslu, mikilli fríðleiks- og hæfileikakonu og hefur heimili þeirra jafnan verið með miklum myndar- og menningarbrag. • Börn þeirra hjóna eru fjögur og öll uppkomin og hafa mannazt ágætlega. Þau eru: Guðmund- ur Kjartan og Sverrir, báðir bú- settir í Bandaríkjunum og kvæntir þarlendum konum af góðum ætt- um. Rekur Sverrir þar sjálfstætt og allstórt fyrirtæki af hinum mesta dugnaði og myndarskap, en kom nú af skyndingu heim til að fylgja föður sínum til grafar. Þriðji sonurinn, Valgarð, nú skólastjóri í Hveragerði, er kvænt- ur Ásdísi Kjartansdóttur. Og svo -NYJUNG- MINNING: Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Merki, Reyðarfirði er ein dóttir, yngst barnanna, Guð- björg Svanfríður, gift Friðjóni B. Friðjónssyni skiifstofumanni, og eru þau búsett í Reykjavík. Með þessum fáu orðum kveð ég hinn látna sæmdarmann, Runólf Kjartansson, sendi ástvinum hans einlæga samúðarkveðju, og flyt honum hugheila þökk fyrir margt frá liðinni tíð, og bið honum bless- unar guðs í nýrri veröld. Snorri Sigfússon Fyrirliggjandi nýr gang- setningarvökvi fyrir allar vélar. Efnasamsetning vökva þessa gerir notkun hans hættulausa en endingu vél- arinnar meiri. Ennfremur ýmsar gerðir af dælum, statívum og til- heyrandi ventlum o. fl. COLUMBUS H.F. Brautarholti 20. ■— Reykjavík. Fyrirliggiandi: Miðstöðvarkatlar með og án hitaspírals. STÁLSMIÐ.TAN H.F. Sími 24400. Dýrfirðingafélagið 15 ára Dýrfirðingafélagið hélt laugar- daginn 18. þ.m. árshátíð sína að Hlégarði í Mosfellssveit og var það jafnframt 15 ára afmælisfagnaður þess. Var þar margt manna saman komið, svo sem húsrúm frekast leyfði. Hófið hófst með sameiginlegu borðhaldi, og undir borðum skemmti 30 manna bl. kór úr fé- laginu undir stjórn Guðmundar Jóhannessonar forstjóra. Ennfrem- ur var þar sýndur leikþáttur sem nokkrir félagsmenn höfðu æft. Ræður voru fluttar fyrir minni félagsins, og minni Dýrafjarðar, og frumort kvæði flutt í tilefni af afmæli félagsins. Á eftir var svo stiginn fjörugur dans. Dýrfirðingafélagið var stofnað 3. marz 1946. Markmið þess er meðal annars að efla og viðhalda sambandi og kynningu við heima héraðið og meðal Dýrfirðinga bú- setta hér í bænum og nágrenni hans. Fyrir nokkrum árum gaf félag- ið Ijósaútbúnað í Núpskirkju 6em þá var verið að endurbyggja. Enn fremur gaf félagið árið 1956 mjög fagra altarisgripi úr silfri til Þing eyrarkirkju. Félagið heldur að jafnaði 5 skemmtifundi á vetri fyrir með- limi sína og gesti þeirra við góða aðsókn. Þar er venjulega spiluð félagsvist og oft sýndar kvikmynd ir. Mjög góður félagsandi og öfl- ugt félagslíf hefur ávallt verið ríkjandi innan félagsins. í mörg undanfarin sumur hefur félagið efnt til skemmtiferða til annarra landshluta og upp til ör- æfa og hafa þær ferðir orðið mjög vinsælar. Á s.l. sumri rættist langþráður draumur margra fé- lagsmanna er félagið efndi til hópferðar vestur til Dýrfjarðar Farið var í síðustu viku júní mán aðar, á Jónsmessunni. Var þátt- taka mjög mikil, tóku um 120 manns þátt i ferðinni, og þó veður væri ekki sem ákjósanlegast og færð ekki góð, hafði ferðafólkið Hinn 8. apríl 1961 andðaist í Landsspítalanum frú Guðbjörg Þor steinsdóttir. Hún var fædd á Aðal- og gamanið græskulaust. ist hún á dvöl sína þar, enda bar hún sérstakan hlýhug til beggja heimilanna á Eiriksstöðum. Um tíma er Guðbjörg svo í Fljótsdaln- um aftur, en flyzt síðan til Reyð- arfjarðar til Maríu heitinnar syst- ur sinnar og manns hennar, Krist- ins kaupmanns Magnússonar. Árið 1937 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Ingibergi Stefánssyni frá Reyðarfirði. Bjuggu þau fyrst í Holti, en fluttu að Merki 1941 og þar áttu þau heima æ síðan. Þeim varð tveggja dætra auðið. Guðríður Þóra 22 ára og María Kristín 14 ára. Þar að auki áttu þau 5 ára gamlan fósturson, Elm- iar Sófus. Guðbjörg Þorsteinsdóttir var mikil og góð húsmóðir. Hún unni heimili sínu framar öllu öðru og helgaði því krafta sína óskipta. Hún var í eðli sínu fremur hlé- dræg, en í hópi kunningja var hún kát, hlátur hennar glaðvær bóli í Hrafnkelsdal 16. okt. 1914 og var því aðeins 46 ára, þegar hún lézt. Foreldrar Guðbjargar voru þau Soffía Pétursdóttir frá Mýrum í Skriðdal Guðmundssonar Eg átti því láni að fagna að vera heimilismaður í Merki um tíma. Eg minnist þeirra tíma með fölskvalausri ánægju. Þar ríkti hinn góði andi í heimilislífinu frá Geitdal og Þorsteinn Jónsson öllu. frá Brekkugerði í Fljótsdal Þor- stærstan þáttinn í því átti hús- steinssonar frá s. st. Guðbjörg móðirin. Eg vil að lokum þakka ólst upp á Aðalbóli til 11 ára ald- (henni alla þá umhyggjusemi og urs, en hún var næst yngst af 9: góðvild, sem hún sýndi mér þá mikla ánægju af ferðinni. Mót- tökur fyrir vestan voru hinar á- gætustu, eins og vænta mátti. Hreppsfélögin buðu til kaffisam- sæta í samkomuhúsinu á Þingeyri og skólahúsinu á Núpi þar sem margt manna var saman komið til þess að fagna ferðafólkinu. Menn heimsóttu æskustöðvarnar og heils uðu upp á gamla vini og ættingja og þáðu þar góðgerðir. Mátti svo heita að hvert hús og býli stæði opið fyrir heimsóknum ferðafólks ins. Var stuttur nætursvefn hjá mörgum hinna gestrisnu heima- manna á meðan á dvölinni stóð. Félagið var eitt hið allra fyrsta til þess að hefja skógrækt í Hc/i- mörk og mun nú hafa gróðursett þar um 25 þúsund trjáplöntur. Meðlimatala félagsins mun nú vera nær þrjú hundruð. Stjórn þess skipa nú: Bjarni R. Jónsson frkv., formaður og meðstjórnend- ur Jónas Halldórsson forstj., Sæm undur Kr. Jónsson, veggfðram., Gísli Jónsson verkstjóri og Guðný Kristinsdóttir, skrifstofustúlka. •-» - -- VV.-VN SKIPAÚTGERÐ RlK'SINS Skjaldbreið Vestur um land til Akureyrar hinn 2. maí. Tekið á móti flutningi í dag til Tálknafjarðar, áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð svo og til Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir árdegis á laug- ardag. börnum þeirra hjóna. Þau voru: María, dáin 1943, Ingibjörg, Björg- vin, Ragnheiður, öll búsett í Rvík, Elísabet fyrrum húsfreyja á Víði- völlum í vFljótsdal, nú látin, Sig- ríður búsétt í Reykjavík, Geirrún til heimilis á Seyðisfirði og Pétur bóndi í Bessastaðagerði í. Fljóts- dal. Hálfsystkini: Margrét Þor- steinsdóttir, húsfreyja, Víðivöll- um, Fljótsdal og Jón Þorsteinsson frá Víðivöllum, nú látinn. Frá Aðalbóli fluttist Guðbjörg með foreldrum sínum að Þuríðar- stöðum í Fljótsdal. Árið, sem hún fermdist, dvaldi hún ásamt for- eldrum sínum á Eiríksstöðum á Jökuldal. Er foreldrar hennar flytja svo aftur í Fljótsdalinn, verður hún eftir á Eiríksstöðum hjá Jóni bónda Snædal og konu hans, Stefaníu. Þar dvelur Guð-1 björg næstu 2—3 árin. Oft minnt- og alltaf síðan. Glaðvær hlátur hús freyjunnar í Merki er nú þagnað- ur og milt bros hennar horfið. En minning hennar er heið og hrein, og hún verður ekki frá okkur tekin. Eiginmanninum, börnum þeirra, litla dóttursyninum og öllum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Magnússon Bifreiðasala BjÖrgúífs Sigurðssonar — Hann selur bílana. Síir.ar 18085 — 19615 Esja vestur um land til Akureyrar hinn 4 maí. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Patreksfjarð- ar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar og Akureyrar. Farseðlar seldir 2. maí. MóSlr okkar, fósturmóSir, tengdamóðir og amma, Guðríður Stefanía Þórðardóttir frá Rauðkollsstöðum verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. aprtl kl. 10,30 fyrir hádegi. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afbeðin. Ágúst Hólm Ágústsson, Guðmundur Hólm Ágústsson, Elinborg Guðmundsdóttir, Magnús Jónsson, Theódóra Guðlaugsdóttir, Óskar Kristjánsson, og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för Þorsteins Brynjólfssonar, — Hreiðurborg. Júlíana, Sturla og börn. Tengdabörn, barnabörn og fóstursynir. Við þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför Guðrúnar G. Bachmann, Guðjón J. Bachmann, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.