Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 2
HINN FULLKOMNI GLÆPUR EKKITIL Morgun einn fékk ungur læknir, forsföðumaSur rann- sóknarstofu glæpadeildar lög reglunnar í Kairo, innsiglað- an böggul. Böggullinn reynd- isf hafa að geyma þrjú bein, sem samkvæmt meðfylgjandi lögregluskýrslu höfðu fund- izt í uppþornuðum brunni. Skýrslunni lauk með þessum orðurn: — Að öllum líkind- um eru beinin af dýri, sem lent hefur í brunninum og drepizt þar. En við viljum fá staðfestingu á þvi. Nokkrum tímum síðar gat dr. Smith, lítill, búlduleitur Ný-Sjá- lendingur, tilkynnt árangur rann sóknar sinnar. — Beinin eru af 23—25 ára gamalli konu. Hún haltraði lítið eitt og hefur gengið með minnsta kosti eitt barn. Hún dó fyrir u. þ. b. þrem mánuðum, eftir að hafa orðið fyrir heimatilbúnu skoti úr haglabyssu, og hún lifði í 7—10 daga eftir skotið. — Þér getið e. t. v. einnig frætt okkur um augnalit henhar? sagði lögregluþjónninn háðslega. — DÖkkbrún, gæti ég trúað, svaraði dr. Smith og lét einglyrn- ið íalla. Lögregluþjónninn hóf rann- sókn í málinu og komst að því, sér til óblandinnar undrunar, að ung egypzk kona, sem haltraði lítið eitt og átti eitt barn, hafði einmitt horfið fyrir u. þ. b. þr'em mánuðum. Eftir frekari rannsókn ir tók hann fastan föður hinnar horfnu konu, sem staðhæfði, að dóttir hans hefði dáið eftir voða- skot úr haglabyssu. Þegar nú hinn undrandi lög- regluþjónn spurði dr. Smith, hvernig hann hefði farið að þessu, svaraði hann, að það hefði verlð ákaflega einfalt, svo að not- uð séu orö hins fræga Shéríock Holmes við sinn aðdáunarfulla dr. Watson. Tvö beinanna voru mjaðmarbein, en það þriðja var spjaldhryggur. Til samans mynd- uðu þau mjaðmargrind og út frá því var hægt að segja til um ald- ur og kyn hinnar látnu og sjá, að hún hafði eignazt barn. Ann- að mjaðmarbeinið var lítið eitt sverara, og það benti til þess, að konan hefði verið hölt. Heimatil- búin kúla sat enn þá föst inni í einu beinanna, og þar sem holan eftir kúluna var cilítið gróin sam an, sást, að hún hafði lifað í nokkra daga eftir slysið. — Já, en hvernig í ósköpunum gátuð þér vitað, að hún var brún eygð? Dr. Smith hló glaðlega. — Tja; það var augljóst, að hún var egypzk, og eins og kunnugt er, hafa egypzkar konur brún augu. ★ Þetta atvik gerðist fyrir fjöru- tíu árum. Svo langt er liðið, síðan dr. Smith hóf sinn feril, sem gert hefur hann að leiðandi sérfræð- ingi í nútíma réttarlæknisfræði. Að aðferðir hans minna á aðferð ir meistarans Sherlock Holmes, er engin tilviljun. í sinni nýút- komnu sjálfsævisögu skrifar dr. Smith, nú sir Sydney Smith, eft- irfarandi; — Rannsóknir glæpamála eru í dag vísindi. Þannig hefur það ekki alltaf verið, og nútíma tækni á að miklu leyti rót sína að rekja til áhrifa Sherlock Holmes. Con- an Doyle hlotnaðist sá sjaldgæfi heiður að sjá hugmyndir úr skáld skap sínum verða að raunveru- leika. Sir Sydney hefur verið prófess- or, deildarforseti og rektor við háskólann í Edinborg, en það er hans athyglisverða starf sem leynilögreglumaður, sem er ástæðan til þess, að hann fær nú enn látlausan straum hjálpar- beiðna frá lögregluyfirvöldum um allan heim, þó að hann hafi dregið sig í hlé frá störfum vegna aldurs. Hann er nú 78 ára gam- all. Sérfræði hans, réttarlæknis- fræði, myndar brú á milli læknis- fræðinnar og lögfræðinnar. Lög- reglan safnar efniviðnum, sem réttarlæknarnir rannsaka á rann- sóknarstofum sínum og draga af því sínar öruggu ályktanir. "k Skömmu eftir að dr. Smith kom frá Kairo til Edinborgar til þess að taka við prófessorsemb- ætti í réttarlæknisfræði, kom til hans ungur yfirlögregluþjónn í glæpamálum, Willie Merrilees að nafni, með vandamál. Hann var að reyna að upplýsa þjófnað, en eina sönnunargagnið, sem hann hafði í málinu, var ofurlítill leð- urbútur á stærð við nögl, sem fundizt hafði á staðnum, Pró- fessor Smith rannsakaði leðurbút- inn gaumgæfilega í smásjá sinni, tók röntgenmynd af honum og gerði á honum margvíslegar efna fræðilegar rannsóknir. Niðurstaðan hljóðaði á þessa leið: — Leðrið er af karlmanns- skóm, stærð 43, litur svartur, ensk framleiðsla, notaðir í u. þ, b. tvö ár. Eigandinn hefur nýlega gengið á þeim í kalksúrum jarð- vegi. Vopnaður þessum upplýsingum stefndi Merrilees á veitingahús nokkurt, þar sem talsverður hóp ur vafasamra náunga hélt sig iðu lega. Hann tók stefnuna beint til manns, sem hann hafði grunaðan um að hafa framið innbrotið og spurði án frekari vafninga: — Hvað ert þú að þramma um í kalksúrum jarðvegi? Manngarminum varð heldur illt við, en svaraði að vörmu spori: — Ég var bara að hjálpa mínum elskulega föður við land- búnaðinn. Lögregluþjónninn lét hann þó ekki leika á sig, og skórnir .hans fóru til prófessors Smith til rann sóknar. Hann fann fljótlega stað- inn þar sem leðurbúturinn hafði setið. Þegar þessi sönnun var fengin, gafst innbrotsþjófurinn upp og viðurkenndi brot sitt. — Þetta kalla- ég þó frekt, sagði hann, að þið séuð að rýna í einkalíf fólks í gegnum smásjá. ★ Sir Sydney Smith fæddist í Roxburgh á Nýja-Sjálandi árið f TILEFNI af því, aS vikið var að söfnun þeirrl, sem samtökin Friðun mtða framtið lands, efndi til hér fyrir hálfu þrlðja ári I því skynl að kaupa þyrlu eða önnur björg- unartæki á varðskipið Óðin, hefur blaðið aflað sér nokkuð nánari upplýsinga um afdrif hennar og hvar söfnunarféð er nú nlður kom- ið. Seínunin gekk mjög vel og söfnuðust alls kr. 554.151,34. Nefnd armenn unnu að söfnunlnnl af miklum dugnaði og ósérplægni án launa, og kostnaður varð alls um 54 þús. kr. þar af vinnulaun 17 þús. í allt og verður það að telj- ast hóflegt. Rcikningar allir voru yfirfarnir af löggiltum endurskoð- anda og að söfnun og reiknings- uppgjöri loknu fór nefndln á fund dómsmálaráðherra með hálfai milljón króna, eða allt söfnunar- féð umfram kostnað og afhentl honum sjóðinn tll geymslu með þeim skilmálum og óskum, að fénu yrði varið í samræmi vlð ákvæðl söfnunarávarpsins. Var því verkið vei af hendl leyst af hálfu söfn- unarmanna. HINS VEGAR verður að segja, að hlutur ráðuneytisins sé ekki eins góður. Að vísu nægði söfnunarféð ekkl til kaupa á þyrlu, og mundi ríkið hafa orðið að leggja a.m.k. hálfa milljón á móti. En varla gat það talizt til of mikils mælzt að taka þannlg I útrétta hönd almenn ings og notfæra sér þessa myndar legu hjálp til þess að Landhelgis- gæzlan eignaðist góð björgunar- tæki þá þegar. Málið hefur sem sé legið í salti hjá ráðherra, en stjórn in hins vegar gert tvær gengis- fellingar og minnkað þennan söfn unarsjóð með því um helming, svo að hann nær nú helmingi skemmra en áður í átt að því markmiði sem hann átti að nálgast. Þetta er ilia farið og von að almenningur hvekk ist á því að leggja góðum málum lið með fjárframlögum af naumrl getu, þegar ríkisvaldið hefur hjálp ina að engu og stýfir framlagið að geðþótta. HITT ER RÉTT að taka fram, að söfnunarmeu: unnu gott verk og skiluðu því vel af sér og það er ekkl þeirra sök, þótt til lítlls hafi orðlð. Þeim hefur hlns vegar verið gerður hinn versti grikkur með undandrætti ráðherra í málinu. — Hárbarður. 1883. Hann er sonur gullgrafara, og mestan hluta æsku sinnar lifði hann frumstæðu lífi í eyði- mörkinní. Síðan var hann í þrjú ár aðstoðarmaður hjá lyfjafræð- ingi og fór síðan til Edinborgar, |.! þar sem hann lagði stund á lækn- f; isfræði. Hann tók sitt próf, en 1 skömmu eftir að hann tók að ■: stunda læknisstörf, gerðist sorg- jj legt atvik, sem svipti hann allri íi löngun til að halda áfram á þeirri braut. Síðla kvölds eins barði að dyr M um hjá honum ungur bóndi og “ bað hann að koma þegar í stað, j því að kona hans, sem gekk með | barn, var skyndilega orðin fár- veik. Þegar dr. Smith kom til | hennar, hafði hún háan hita og leið mTklar þjáningar. Hún gat j ekki talað, en hún opnaði augun J og greip hönd læknisins skjálf- 7 andi fingrum. Hann rannsakaði jjj hana og neyddist til að kveða upp , þann dóm, að hvorki hann né t nokkur annar læknir gæti hjálp- i að henni. Alla nóttina sat hann |j sem steingervingur við hlið henn- | ar og hélt um hönd hennar, unz jjs dauðinn leysti hana frá þjáning- 1 *unum. Dr. Smith var örvinglaður yfir 1 hjálparleysi sínu. Eftir mikil | heilabrot sannfærðist hann um | það, að hann væri ekki nægilega | harður af sér til að geta stundað | venjuleg læknisstörf. Hann skrif h aði þess vegna háskólanum í Ed- , inborg og spurðist fyrir um það, U hvort þar væri nokkur laus kenn i arastaða. Hann gat fengið stöðu « sem aðstoðarmaður við réttar- læknisstofnunina fyrir 50 pund á áii. ★ Skömmu eftir lok heimsstyrj- aldarinnar fyrri heyrði Smith, að lögfræðiráðuneytið í Egyptalandi leitaði eftir réttarlækni til að skipuleggja lögreglurannsóknar- stofu í Kairo. Smith sótti um stöð una og fékk hana. Þar reyndist ærið verkefni fyr- ir réttarlækni. Framin voru meira en 1000 morð árlega, sem aldrei upplýstust, þeirra á meðal fjöldi pólitískra morða, sem á þessum timum voru einmitt svo algeng. í starfi sínu við að upp- lýsa þessi mál, kom dr. Smith fram með nýja tækni’. Hún byggð ist á þeirri staðreynd, að byssu- I kúla, sem skotið hefur veiið úr | byssu, fær á sig merki, sem segja | til um skotvopnið jafn örugglega | og fingraför segja til um eiganda | þeirra. í baráttunni gegn stjórninni myrtu hermdarverkamenn hve- nær sem þeir komust í færi við brezka embættismenn eða Egypta sem hlynntir voru brezku stjórn- inni. Á fjölförnum götum Kairo gátu illræðismennirnir nálgazt fórnardýr sitt," án þess að eftir þeim værí tekið, skotið það og horfið sporlaust í manngrúann. Lögreglan þekkti vel þá, sem stóðu að baki þessara morða, en S sönnunargögn höfðu þeir engin, jj fyrr en dr. Smith tók að rannsaka | kúlurnar, sem hann gróf út úr hinum dauðu, og skothylkin, sem | lögreglan tíndi upp af götunni. p Hann upplýsti, að leyniskytt- | urnar notuðu aðeins þrjár ákveðn i ar gerðir af skammbyssum, Colt | Browning og Mauser, allar með I hlaupvídd 8. — Ef þið finnið þessar skamm | byssur, get ég sannað, að þessi | skot hafa komið úr þeim. Og dag einn í nóvember 1924 I var nýtt pólitískt morð framið, | sem varð til þess að sanna kenn i ingu Smith og gera hann heims- j frægan i einu vetfangi. Enski |i landsstj. í Súdan, sir Lee Stack Pasha, var á ferð um fjölfarna götu, þegar tveir menn ruddu sér braut að vagni hans og tæmdu byssur sínar á hann. Stack Pasha dó næsta dag, og dr. Smith fjar- lægði allar kúlumar til að rann- saka þær. Brátt gat hann skýrt frá því, að þeim hefði verið skot- : ið úr tveim af þeim byssugerð- gj (Framh. á 13. síðu.) m Rökin hans Ingólfs Tíminn hefur rifjað upp söguna af Ingólfi á Hellu frá 1958, er hann ráðlagði bænd- um að bíöa með vélakaup sín þar til búið væri að koma vinstri stjórninni frá, því að dráttarvélar myndu lækka, þeg ar hann væri tekinn við völd- um .— Þetta loforð var efnt með því að hækka verð land- búnaðarvéla um nær 100%. — í fyrradag skrifar Ingólfur svo pistil í Morgunblaðið til að rcyna að þræta fyrir þetta — cn ekki þorir hann að leggja nafn silt við þau skrif, því að hann veit, að bændur í Rangár þingi þakkja þessa sögu. — Ingólfur segir: „Það cru því fyrst og fremst aðgerðir eða aðgerðarleysi vinstri stjórnarinnar, sem leitt hefur til hinna miklu verðhækk ana, sem orðið hafa á Iandbún aðarvélum og öðrum nauð- synjavörum, sem atvinnuvegir landsmanna þurfa á að halda.“ Rökin hans Ingólfs hafa lömgum verið haldgóð! Framræslan f framhaldi af þessu segir Ingólfur svo, að það sé ekki „viðreisnarstjórninni“ að kenna, þótt framræsla lands hafi dregizt saman um þriðj- ung, því að það hafi vcrið búið „að þurrka allt það land, sem til ráðstöfunar er í mörgum hreppum". Þar hefur vinstri stjórnin enn brugðið fæti fyrir Ingólf — að því er manni skilst! — En ekki setur Ing- ólfur merkið hátt. Þá fullyrðir Ingólfur, að bændur muni una vel því verði, sem þeir verða að greiða fyrir Iandbúnaðarvélarnar, því að þeir eru ekkert hrifnir af því að byggja afkomu sína á „fölsku igengi“ — að því er. hann segir. Vextír ©g fiskverð Enn er fiskverðið fyrir gerð- ardómi. Ríkisstjórnin hafði gef ið útgerðarmönnum fyrirheit um að lækka vexti á afurðalán um og fl., og í trausti þeirrar vaxtalækkunar samþykktu út- gerðarmenn að hefja róðra. Vextirnir skipta mjög miklu m'áli við ákvörðun fiskverðsins, því að vaxtakostnaður er stór hluti framleiðslukostnaðarins. Ríkisstjórnin hlýtur því að hafa tekið ákvörðun um þetta mál, ef hún ætlar að standa við þetta fyrirheit sitt. — En hvað dvelur rikisstjórnina? Hvers vegna kemur þessi vaxta lækkun ekki til framkvæmda? 50% samdráttur Árið 1960 voru 70 íbúðir gerðar fokheldar á Akureyri. Allar áttu þær að verða full- gerðar árið eftir 1961, ef allt hefði verið með felldu og þó mun fleiri, því að algengt er að íbúðir séu fullgerðar á einu ári þegar skaplega geng- ur. í ljós kemur liins vcgar, að aðeins 59 íbúðir af þessum 70 eru fullgerðar á 'árinu 1961 en 11 eru ófullgerðar, cnn þá. Þetta sýnir glöggt, hvernig „viðrcisnin“ hefur lamað hús- byggjendur. Sé miðað við nýj ar íbúðir, gerðar fokheldar á árinu, hefur samdráttur íbúða bygginga á Akureyri orðið yfir 50% á aðeins einu ári. Svo hratt fer „viðreisnin“. 2 TÍMINN, sunnudagurinn 28. janúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.