Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 7
 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb): Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Frétta ritstjóri: Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: EgiII Bjarnason Ritstjórnarskrifstof- ur i Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7 Símar: 18300 - 18305 Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusími 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f — Askriftargjald kr 55 á mán innan lands. í lausasölu kr 3 eint. Friðmælí Bjarna Árum saman hefur það vakið athygli manna, hve Ólaf- ur Thors, formaður S.iálfstæðisflokksins, hefur verið nær- gætinn og blíðmáll við kommúnista, einkum Einar 01- geirsson. Skýringuna vissi þó hvert mannsbarn. — Ólafur var að halda opinni greiðri Jeið til kommúnista, þegar til þyrfti að taka, eins og þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð. Bjarni Benediktsson hélt hins vegar uppi hinni „hörðu stefnu“ íhaldsins gagnvart kommúnistum, beitti þá harð- ræðum í orði og háði kosningabaráttuna oftar en einu sinni að mestu austur á Volgubökkum. Menn skildu, að hér var hlutverkum skipt, eins og forysta Sjálfstæðis- flokksins taldi nauðsynlegt. Um áramótin hélt Bjarni friðarræðu, sem fræg er orðin að ýmsu. Bjarni boðaði þar frið og vinsamlegri skipti við andstæðinga. Sem dæmi um augljósan vilja stjórnarflokka sinna um þetta nefndi hann tvö dæmj, þar sem ríkisstjórnin hefði tekið undir þingmál andstæðinga með stuðningi og fylgi. Ýmsum þótti kynlegt, að dæmin skyldu bæði svo valin, að um var að ræða mál, sem þing- menn kommúnista höfðu borið fram, enda kannske lítið um önnur dæmi. Augljóst var, að þetta var nýr tónn hjá Bjarna, og að hann gaf með þessu til kynna, að friðmæl- um hans var aðeins beint til kommúnista. Rétt áður hafði hann hlaupið til með írafári að bjarga Einari Olgeirssyni inn í Norðurlandaráð. Menn urðu hugsi. Hvernig stóð á umskiptum Bjarna í garð kommúnista? Skýringin lá mönnum þó brátt í aug- um uppi. Bjarni var orðinn formaður Sjálfstæðisflokks- ins í stað Ólafs, sem ekki gat nú iengur farið með blíð- mælahlutverkið í garð kommúnista. Það hafði Bjarni því tekið að sér eins og formennskuna og virtist ekki leitt. Þannig er leið íhaldsins til kommúnista greið og opin sem fyrr, og dyrnar eru beint inn í herbergi Moskvukommún- ista. Siðleysi Morgunblaðsins í gær barst blaðinu greinargerð frá Alþýðusambandi íslands, þar sem skýrt er frá svo furðulegri óskammfeilni i blaðamennsku hjá Morgunblaðinu, að fullkomin ástæða er til að vekja á því athygli. Undanfarna daga hefur Morgunblaðið haldið því fram, að forseti Alþýðusambands íslands væri horfinn frá til- lögu, sem hann flutti og samþykkti eins og aðrir alþing- ismenn á þingi í haust, um skipun nefndar til að athuga, hvernig bezt yrði unnið að raunhæfum kjarabótum „með því að koma á átta stunda vinnudegi meðal verkafólks án skerðingar heildartekna“. Skoraði Mbl. síðan á hann bvað eftir annað að svara því hiklaust, hvort þetta væri rétt. Síðan sendir forseti ASÍ Mbl. hið margumbeðna svar sitt, en þá bregður svo við, að það er ekki birt, heldur stingur ritstjórinn því í skúffuna og semur og birtir nýja árásargrein um að Hannibal sé „hlaupinn frá tillögum um kjarabætur”. Svarið, sem Mbl. hefur ákafast heimtað er ekki birt, þegar það berst, heldur aðeins getið um það i nýju árásargreininni, að það hafi borizt. Án þess að metin séu hér efnisatriði þessarar deilu er/ fullkomin ástæða til að vekja athygli á þessari siðlausu blaðamennsku Morgunblaðsins. De Gaulle treystir Joxe bezt Þess vegna hefur hann falið honum embætti Alsírmálaráðherrans DE GAULLE er maður, sem yfirleitt flíkar ekki fyrirætlun- um sínum. Hann undirbýr þær í kyrrþey og lætur ekki til skarar skríða fyrr en hann tel- ur sig geta komið þeim fram. Það er a.m.k. álit frönsku þjóðarinnar og því tekur hún enn með óvenjulegri rósem,i hve lítið virðist aðhafzt í Alsírmál- inu á sama tíma og óaldaröfl hægri manna vaða meira og minna uppi. Hún trúir því, að de Gaulle sé að búa sig undir það að höggva á hnútinn og muni gera það óvænt og ræki- lega, þegar tími hans er kom- inn. Sennilega má þó de Gaulle ekki draga þag lengi úr þessu, að höggva á þennan óleysan- lega hnút, ef þolinmæði þjóð- arinnar á ekki að vera ofboð- ið. Annars getur sú trú brátt skapazt, að hann muni aldrei gera það, og Frakkar í örvænt ingu sinni leita einhverrar ann arrar forustu, sem þó er engin sjáanleg, eins og málin standa Enn er de Gaulle helzta vonin um björgun. SÁ FRAKKI, sem nú gegn- ir einna erfiðustu viðfangsefni næst de Gaulle, er Alsírmála- ráðherrann, Louis Joxe. Um hann gildir það einnig, að hann hefur notið trausts landa sinna sem einn líklegasti mað- urinn til að koma Alsírmálinu í höfn. Einkum nýt.ur hann trausts vinstri manna, en hann lilheyrði vinstra armi radikala flokksins, unz hann hætti bein- um afskiptum af stjómmálum Joxe er oft nefndur sem lík- legasta forsætisráðherraefni de Gaulle, ef de Gaulle leitaði einkum stuðnings vinstri afl- anna til að koma fram Alsír- stefnu sinni. Margt er talið hafa valdið því, að de Gaulle fól Joxe emb- ætti Alsírmálaráðherrans í nóvember 1960 eða þegar við- búnaður var hafinn að samn- ingum við stjórn uppreisnar- manna. Joxe er talinn góður samningamaður, opinskár og einbeittur, en þó léttur í máli og viðfelldinn. Talið er að de Gaulle meti hann ekki sízt vegna þess, að hann segir hon- um hiklaust meiningu sína, og það alveg eins þótt hann sé á öðru máli. De Gaulle er sagð- Tónleikar hljómsveitarinnar í samkomusal Háskólans 25. jan. sl. voru þeir 7. í röðinni og aðrir á nýjá árinu. Einleikari var að þessu ■sinni próf. Smetana, sem hér er staddur um þessar mundir. Tónleikarnir hófust á íslenzkri svítu eftir dr. Hallgrím Helgason. Hann hefur sem kunnugt er verið óþreytandi í að draga fram úr gleymsku þjóðlög og festa þau á blað og er það mikil vinna, sem felst í því að skrifa upp eftir minni, aöallega eldra fólks margt stefið, sem ella hefði máske farið forgörðum. Nú er það svo með þjóðlögin, að þau eru nú ekki skil- yrðislaust öll perlur, en innan um finnast þær svo sannarlega. Þessi 6 mismunandi stef, sem dr. Hallgrímur byggir svítu sína upp á eru öll sérkennileg hvert í sínu lagi. Náði nann þar sérstökum og föstum tökum á efninu, og var t. d. stef 2 um „Veröld snjöll með véla LOUIS JOXE ur taka betur gagnrýni Joxe en annarra samstarfsmanna sinna. LOUIS JOXE er sextugur að aldri. Hann var prófessor í sögu við háskólann í Metz, þeg- ar siðari heimsstyrjöldin hófst, og hafði unnið sér gott orð sem sagnfrœðingur. Hann flýði til Alsír eftir ósigur Frakka vorið 1940, og þaðan til Lond- on, þar sem hann gerðist eins konar aðalframkvæmdastjóri útlagastjórnar de Gaulle. Því starfi hélt hann öll stríðsárin. Eftir styrjöldina stjómaði hann fyrst fræðsludeild utan- ríkisráðuneytisins, en varð síð- ar sendiherra Frakka í Moskvu og Bonn. í Moskvu skiptust þeir Krustjoff og Joxe oft á spaugsyrðum, en Joxe talar ágætlega rússnesku.. Hann er léttur í skapi í samkvæmum og kann mikið af málsháttum og kímnisögum. Það kann Krustjoff vel að meta. Eftir að hafa lokið tíma sín- um sem sendiherra í Moskvu og -Bonn, varð Joxe aðalráðu- neytisstjóri u.tanríkisráðuneytis ins í París. Því starfi gegndi hann, er de Gaulle kom til valda. De Gaulle gerði hann fljótlega að menntamálaráð- herra sínum, en þar beið að leysa viðkvæmt deilumál, sem var afstaða ríkisins til skóla ka þólsku kirkjunnar. Því starfi gegndi Joxe þangað til de Gaulle gerði hann að Alsír- málaráðherra í nóvember 1960, eins og áður segir. SÍÐAN Joxe, tók við embætti Alsírmálaráðherrans, hefur bor ið furðulítið á honum. Hann hefur kosið að vinna starf sitt sem mest í kyrrþey. Það þykir hins vegar ólíkt honum, ef hano lætur ekki fyrr en seinna til skarar skríða. Hann er þekktur að því, að vera óragur athafnamaður, sem vill fram- kvæma hlutina fyrr en seinna. De Gaulle er hins vcgar mað- urinn, sem vill bíða eftir hinu rét-ta tækifæri. í tómstundum sínum les Joxe mikið, aðallega sagn- fræðirit. Hann segist helzt vilja fást við sagnfræðistörf Atvikin hafa hins vegar hagað því svo, að tími hans hefur farið meira í það að skapa söguna en að skrifa um hana. Þ.Þ. Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar rún“ með angurværri stemmingu, mjög fallegt. Mið- og hápunktur tónleikanna var tvímælalaust cellóleikur próf. Frantisek Smetana. Cellókonsert í | h-moll eftir Antonín Dvorák er undrafagurt verk, sem skírskotar svo mjög til tilfinninganna. Leikur próf. Smetana í verkinu var svo sannur og lifandi að engar ykjur ' væru þótt sagt sé að hann hafi | haft áheyrandann algjörlega á sínu ’ valdi, maður bókstaflega drekkur í sig hvern tón, sem framgengur af hans „instrúmenti" svo að líkja mætti við gjörninga. I Þarna er allt saman fyrir hendi, ' sem einkennir góðan leik, músik- TIMIN N, sunnudagurinn 38. janúar 1963 in, — hjartað, — og tjáningin. Síðast á efnisskránni var hin stór sniðna „Symphonie Fantastique" eftir franska tónskáldið Hector Berlioz, þetta hárómantíska verk, sem er bæði langt og mikið, en svo blæbrigoafallegt, að áheyrand- anum ætti ekki að þurfa að leiðast þótt langt sé, var undir stjórn dr. Jindrich Rohan vel og skörulega flutt, enda sér höfundur flytjend- um fyrir nægu verkefni, þar sem allir verða að gera sitt ýtrasta. Sá drungi, sem merkja hefur mátt hjá hljómsveitinni undanfar- ið, var sem blásinn á brott, og yfir tónleikunum var hressandi blær, og þeir í heild til ánægju. U.A. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.