Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 9
Dálítil blaðagrein, sem birt- ist í Norðlingi 15. júní 1880 hefur um þessar mundir borizt með dálítið sérstökum hætti inn í kastljós dagsins. Að vísu er greinin um ekki ómerkari atburð en útför Jóns Sigurðs-: sonar, en undir lienni er ekk- ert liöfundarnafn, heldur að-; eins í svigum: Aðsent. í athöfn, sem efnt var til í Háskóla íslands og útvarpað,! bar svo við að' kunnur leikari var fenginn til að lesa þessa grein — eða kafla úr henni. Þar með var gert lýðum kunn- ugt, að Hannes Hafstein væri höfundur þessarar greinar, og hún tekin sem dæmi um við- horf og rithátt Hannesar, sem þá hefur verið tæplega tvítug- nr. En grein þessi kemur víðar við. Sé flett upp á blaðsíðu 60 neðarlega í ævisögu Hannesar Hafstein eftir Kristján Alberts- son getur að lesa: „Jón Sigurðsson og kona Iians voru grafin í Reykjavik 8. maí 1880. Norðlingur á Ak- ureyri birti langa lýsingu á jarðarförinni, með ýmislegum Iiugleiðingum, allskorinorðum. Greinin er nafnlaus. En til er bréfið frá ritstjóranum, Skafta Jósefssyni, þar sem hann biður Hannes Hafstein að skrifa um jarðarförina. Þetta verður hans fyrsta blaðagrein, og eina heim ild, sem til er um pólitískar til finningar hans á skólaárum. Jarðarförin hefur gagntekið hug skólapiltsins . . . “ Síðan eru birtir kaflar úr greininni sem sýnishorn og kveðið fast á um það, að efalaust sé, að grein in sé eftir Hannes Hafstein, sem verður stúdent um vorið. Er hennar meira að segja getið sem fyrstu og einu heimildar um viðhorf og rithátt Hannesar á þessum árum, og síðan dregn ar af því ályktanir. Engin efa- semdarrödd hefur heyrzt um feðrun þessarar greinar og mætti því ætla, að þetta væri vafalaust mál. En svo er raun- ar ekki, þegar betur er að gáð. Ásmundur Jónsson frá Skúfs stöðum, sem er glöggur og minnugur í bezta lagi og fróð- ur vel um ritað mál frá þessum tíma, hefur vakið athygii blaðs ins á því, að hér muni nokkuð frjálslega farið með sögulegar heimildir. Hann sagði, að þegar hann heyrði lokaorð greinarinn ar lesin í útvarp: „íslendingar hafa grafið Jón Sigurðsson", hefði sér runnið til minnis, að þessa grein hefði hann lesið og ekki undir nafni Hannesar. Sér hefði líka fundizt kynlegt, ef 19 ára unglingur ritaði svo og segði t. d. „Vér, sem þekktuin Jón Sigurðsson". Auk þess væri engin höfundarsönnun í því, þótt Skafti ritstjóri hefði skrif að Hannesi og beðið hann að lýsa útförinni. Ásmundur fletti upp í þriðja bindi í ritsafni Benedikts Grön dals og kom þar niður á grein ina: „Jarðarför Jóns Sigurðsson ar“ á bls. 336. f tilvísun aftast í bókinni segir útgefandi svo: „Jarðarför Jóns Sigurðssonar, prentuð í Norðlingi 15. júní 1880, bls. 49—51. Birtist þar nafnlaust (kallað aðsent), en Gröndal tekur grein þessa sjálf ur upp í ritaslsrá sína. Er og heldur naumast um að villast hver höfundurinn er“. Gröndal hefur því sjálfur lýst sig höfund greinarinnar. Hins vegar virðist nú upp kom- in allhörð deila um það, hvor hinna frægu manna, Gröndal eða Hafstein, sé höfundur þess arar greinar og menn spyrja: Hvort er þetta Gröndælska eða Hafsteinska? Mun m'ála sannast að hæfilegt sé að úr þessu fáist skorið af skynbærum mönnum. TÍMINN birtir hér hina um- Jariaríör Jóns Sigurðssonar HANNES HAFSTEIN kirkjunni og niður að bryggjuhús-! . inu, þar sem kisturnar áttu að| koma frá skipinu. Jarðsetningarnefnd fór á stóru, j íslenzku skipi að sækja líkin út á i skipið. í nefndinni voru þeir Helgi iHelgesen, Björn Ólsen, Steingrím- i ur Thorsteinsson og Matthías Joch i umsson, en landshöfðinginn sjálfur | hjá þeim, sem biðu við bryggjuhús ið; voru þar settir tveir pallar svartklæddir til þess að setja kist- urnar á, meðan kvæði væri sung- ið. Bryggjuhúsið var prýtt með grænum sveigum og krönsum, en á öllum húsum og skipum voru merki dregin upp í hálfa stöng. Fjöldi frakkneskra og danskra her foringja var saman kominn en allt fólkið stóð í kring um pallana, og sást ekki yfir mannfjöldann. Tveir bátar frá „Ingólfi" drógu náskipið í land, og stóðu nefndarmenn við líkkisturnar, en á- eftir fylgdi söng flokkur frá herskipinu á öðrum bát og lék sorgarlög; en allir menn á öllum herskipunum stóðu á borð BENEDÍKT GRÖNDAL urinn í öllu voru þjóðlífi, og sem hefur kennt oss að sjá, að vér værum menn með mannlegum rétt indum. Þessum manni var ekki boðið, sem var miðpunktur allrar þjóðhátíðarinnar; það var sagt, að „menn hefðu vænzt hsns“ — en cf satt skal segja, þá hafði Jón Sigurðsson ekki svo mikið fé um þær mundir, að hann gæti kostað sig til þjóðhátíðarinnar; hann von aðist fram í síðustu lög eftir að fá boð um að koma, en engin boð komu; og enginn veit betur en sumir þeir, sem þá voru nærri honum, hversu mikils honum fékk þetta. Þessir kaflar í ræðunum eftir Jón Sigurðsson voru því byggðir á ósannindum, og þarf ekki að segja oss neitt um það efni. En annars fórust biskupin- um mæta vel orð; hann sagði og, að „þegar allir gugnuðu, þá guggn aði hann ekki“, og yfir höfuð gaf hann honum þá viðurkenningu, sem skyldugt var, jafnvel þó allur blærinn í ræðunni væri eitthvað ergelsi út af „Oppositioninni", út af því, að Jón Sigurðsson ekki hafði kropið á kné fyrir stjórn- inni og „beygt sig fyrir Baal“. Það kom og fyrir í ræðunni, að Jón Sigurðsson hefði þó hitt á hið rétta og séð hið rétta, þegar öllu Grðndælska eða Hafsteinska? Jarðarför Jóns Sigurðssonar og konu hans fór fram hinn 4. maí (Landshöfðinginn áleit ófært að fresta jarðarförinni og bíða, þang- að til fólk gæti komið úr hinum fjarlægari héruðum landsins, enda er og hæpið að bíða eftir því, þar sem menn eru annaðhvort að tín- ast svona smám saman, og koma kannske alls ekki, eins og nú varð raunin á með ísfirðinga, sem höfðu látið þá fregn berast, að þeir ætl- uðu að koma á stóru hafskipi, um leið og von væri á póstskipinu, en ekkert hafskip kom að vestan og enginn ísfirðingur). Mikill undir- búningur var hafður til þess að gera þessa heiðursminningu Jóns Sigurðssonar svo hátíðlega, sem kostur var á, og var því öllu stýrt af landsihöfðingjanuim Hilmari Fin sen, aðjunkt Birni Ólsen og skóla- stjóra Helga Helgesen; var þessi stjórn og niðurskipun svo aðdáan- leg, að hún lokaði munnum þess fólks, er hafði haft háðsyrði og hinar venjulegu pólitísku dönsku- slettur um feril og aðgerðir Jóns Sigurðssonar. Jarðarförin var því svo tignarleg og stórkostleg — j þrátt fyrir það að fáir komu úr j fjarsveitunum — að hún tók öllu j sliku fram, er menn muna eftir,! og mun lengi í minnum höfð. Klukkan IOV2 söfnuðust þeir menn saman hjá latínuskólanum, sem gengu hátíðargönguna og mynduðu hina eiginlegu líkfylgd; ætlum vér það muni hafa numið fimm hundruðum manna. Tólf marskáikar stjórnuðu göngunni; voru það stúdýntar læknaskólans og prestaskólans, og vora einkennd ir með breiðum axlafetum, hvítum og svörtum. Fremstir gengu skóla- piltar, yfir hundrað að tölu; þá kennarar hinna æðri stofnana, bæj! arstjórn Reykjavíkur og embættis- menn, þá handiðnamenn og marg- ir aðrir. Stór merki, blá með fálka og öðrum myndum, voru borin á háum stöngum. Þessi langa mann- runa gekk nú fjórskipuð ofan hjá ræddu grein, svo að menn geti velt því fyrir sér, hvort yfir- bragðið sé gröndælskt eða haf- steinskt. Mestar líkur virðast raunar til þess, að Hannes hafi beðið Gröndal að skrifa grein- ina fyrir Skafta, þótt það skipti raunar minnstu máli. Hins veg- ar virðist vafasamt að véfengja þann höfundarrétt, sem Grön- dal hefur sjálfur lýst yfir á greininni. stokknum berhöfðaðir með höfuð fötin í hendinni, þegar líkin fóru um sjóinn. Voru kisturnar síðan settar á líkpallana og sungið kvæði Steingríms Thorsteinssonar. Síðan báru skólapiltar líkin í kirkjuna, en urðu oft áð hvíla, því kisturnar voru afar þungar. Þær voru gular að lit, með giískum borða, og að öllu leyti eins og tíðkaðist við kon- unga og stórhöfðingja; alsettar blómakrikisum og grænum sveig- um; á kistu Jóns Sigurðssonar lágu tvær pálmaviðargreinar, og þar voru þeir silfurskildir og silfur- kransar, sem gefnir höfðu verið ytra (en hér gaf enginn neitt, sem ekki var við að búast. Dómkirkjan var tjölduð með svörtu áklæði og skrýdd grænum sveigum og blómahringum. Við for dyrin báðum megin stóðu hermenn með brugðnum sverðum, og sömu- leiðis við dyrnar á sakristíinu, þar sem kvenmönnum var ætlað að ganga inn um. Fyrir kórdyrunum eða kórboganum voru tveir svaitir stöplar og tuttugu og eitt ljós á hvorum þeirra, en öll kirkjan var ljþsum prýdd — það voru um 300 ljós! Kirkjan var alveg full af fólki, og hin íslenzku, bláu merki voiu borin fram með reglu og án nokkurs troðnings, og var það marskálkunum að þakka; kvenfólk- ið var uppi og var engin í hinum íslenzka skrautbúningi til hátíða- brigðis, nema kona Benedikts Grön dals, en allt hitt var í sínum eld- hússfötum, og þannig fer það oft- ast nær í kirkju hér. Eftir að búið var að syngja fyrsta kvæðið eða „sálminn", þá hélt dómkirkjuprest urinn líkræðuna, og þótti oss hon- um heldur en ekki takast vel; hann talaði alveg blaðalaust, snjallt og frjálsmannlega, og fannst oss þá, er vér sátum undir ræðunni, að þannig ætti einmitt að tala. Þar næst hélt séra Matthías ræðu af blöðum, „i nafni ættingjanna“, var margt gott í ræðunni og margt skrítið. Loksins hélt biskupinn ræðu, og gat það eins verið ávít- unarræða fyrir það, að Jón Sigurðs son sleikti ekki upp stjórnina, eins og hrós fyrir staðfestu hans og þrek. Það var minnst á, hversu lag inn Jón Sigurðsson hefði verið að laða til sín hina ungu — sami söng- ur og vér höfum heyrt um það. að Jón Sigurðsson „forfærði" oss — en vér þurfum víst ekki að pré- dika hér um það. hvað ungum mönnum lízt bezt á (eða leizt bezt á, því nú eru hinir ungu menn lorðnir svo fullorðnislegir og ráð- settir) í þessu efni, það vitum vér I allir. En eitt- var það, sem kom fram í ræðu biskupsins og kannske I hinna líka. Það var minnzt á stöðu lögin og stjórnarlögin 1874, sem | gefin voru á þjóðhátíðinni, eins og . væru þau óviðjafnanleg og alfull- i komin náðargjöf; það var sagt, að það hefði verið Jóni Sigurðssyni að þakka, og eftir að þau voru kom | in, þá hefði hann álitið verk sitt ! fullkomnað! Aldiei höfum vér i heyrt aðra eins vitleysu, og það i fram borna á helgum stað yfir | helgum moldum. Jón Sigurðsson var einmitt sár og reiður út af stjórnarlögunum 1874, eigi einung- i.s valdboðnum og keyrðum upp á íslendinga án samþykkis Alþing- is, heldur og þannig úr garði gerð- um, að vér höfum í raun og veru ekkert unnið (?) — stjórnin get- ur gert við oss, hvað sem henni þóknast eins og áður, enda hafa út lendir menn látið sjá eftir sig á prenti, að stjórnarlög þessi væiu I eigi annað en leikur og orðaglam- ur — stjórnin neitar oss enn sem jfyrri um ailt, sem henni þóknast, i þótt alþingismenn og kannske aðr | ir séu alltaf að kveða upp aftur og aftur, að stjórnarlögin geti orðið oss að mesta gagni, ef vér notum þau réttilega; því hvernig eigum ! vér að nota þau öðruvísi en stjórn- in í Kaupmannahöfn vill? Þetta sá .Tón Sigurðsson, og þess vegna fyr- irleit hann stjórnarlögin 1874, en ! áleit þau ekki sem hinn æðsta vel gerning og sigurhnút eða árangur síns starfs, eins og biskupinn var að tala um, enda sagði og biskup i inn. að Jón Sigurðsson hefði ávallt viljað annaðhvort allt eða ekk- | eit. — Það hefði þá verið undar- legt, ef hann hefði tekið báðum j höndum við því, sem hann sjálfur I áleit hvorki heilt né hálft. En þeg ar eftir þjóðhátíðina 1874 kom svo mikil afturför í heilsu Jóns Sig- urðssonar, bæði til iíkams og sálar, að það var ekki einleikið, enda vitum vér vel orsakirnar til þess; þær voru tvær; hin fyrri orsökin voru stöðu- og stjórnarlögin og valdboð þeirra, því hann fann, að þar með var gengið fram hjá Al- þingi og allri þeirri baráttu, sem hann hafði háð alla ævi sína. Hin síðari orsökin var sú, að íslend- ingar voru þeir aumingjar, að halda þúsund ára hátíð sína án Jóns Sigurðssonar, þeir buðu hon um ekki þeim manni, án hvers þúsund ára afmæli vort aldrei hefði haldið orðið; þeim manni, sem hefur verið sálin og lífskraft væri á botninn hvolft. Engo: stjórnin og biskupinn, sem hefur verið einn af köppum stjórnarinn ar, og þess vegna mótstöðumaður Jóns Sigurðssonar hefur því séð hið ranga og haldið hinu ranga fram, og við það hefur biskupinn opinberlega konnazt með þessum sínum orðum. Vér metum hann því miklu meira eftir en áður, svo mikils sem vér möttum hann. Við getum einnig bætt því við, að það sannaðist á Jóni Si'gurðs- syni, að útlendingar kunnu eigi að meta nokkurn íslenzkan- mann, nema hann sé stjórnarsleikja eða eitthvað þess konar; því það er alveg víst og ómóimælanlegt, að í sögu fslands og flestum fornum norrænum fræðum var enginn samtíðarmaður á við Jón Sigurðs son; en samt var alltaf gengið fram hjá honum; ekki gátu háskól arnir í Kristjaníu og Uppsölum gert Jón Sigurðsson að heiðurs- doktor, jafnvel þótt háskólanum væri það gagnkunnugt, hver Jón Sigurðsson var, og hversu mikið gagn hann hafði unnið einmitt þeim háskólum. Nei, þeir kusu allt öðruvísi menn. Einu sinni á ævi Jóns Sigurðs- sonar vildi það til, að hann varð á sama máli og stjórnin, en á móti íslendingum — það var i fjárkláðanum; þá varð stjórninni svo hverft við að hún rauk upp til handa og. fóta og gerði hann að riddara; en Jón Sigurðsson hirti í rauninni aldrei um þann riddarakross, og bar hann nærri því aldrei, ekki einu sinni band í hnappagatinu. En hann varð samt ekki stjórnarmaður, eins og þeir hafa líldega búizt við; það var einungis í þetta skipti, að honum kom saman við stjórnina, af því það var sannfæring hans, að svo ætti að vera. í annað sinn ætlaði stjórnin að fá Jón Sig- urðsson á sína hlið, sumsó þegai hún bauð honum rektorsen;þættið við Reykjavíkurskóla; því honum var boðið það, en hann sótti aldi ei um það, þótt svo sé frá kreinl í dönskum blöðum, til að mynda í „Ðagstelegrafen“ 30. maí 1873. þar sem stendur með fullum stöl um, að þetta hafi átt að gera hann að stjórnarsinna. En það varð ekki af þessu, því Jón Sig- urðsson tókst aldrei • á hendui þetta embætti; haan fór raunai til ráðgjafans og talaði við hann (Frarah. á 13. síðu.) T í MIN N, sunnudagurinn 28. janúar 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.