Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 16
S3B| Sunnudagur 28. janúar 1962 23. tbl. 46. árg. Þarna eru tveir vaskir piltar í matsölu hótelsins. FLUGVEL KEMUR OG FER \ Flugvallarstjórinn á Kefla víkurflugvelli, Pétur Guð- mundsson, boðaði blaða- menn á sinn fund í fyrra- dag og skýrði þeim frá ýmsu markverðu í sam- bandi við flugvöllinn og daglegan rekstur hans, en tilefnið mun hafa verið grein, sem birtist í Vísi s.l. miðvikudag. Fyrst skýrði flugvallarstjór- inn frá slarfseminni á vellin- um og ýmsum staðreyndum í sambandi við rekstur hans, en síðan fylgdi hann fréttamönn- um um flugvöllinn ásamt nokkr um starfsmönnum sínum og sýndi. þeim aðflugsljósin, völl- inn, flugturnrnn o. fl. Stjórn vallarins Áfevæði um stjórn Keflavík- urflugvallar er að finna í reglugerð, dags. 25. júní 1957. 1. grein hljóðar svo: Flugráð fer með stjórn flugmála á Keflavíkurflugvelli undir yfir- stjórn utanríkisráðherra. Flug vallarstjórinn á Keflavíkurflug velli hefur með' hö'nd.um dag- legan rekstur og stjórnar skrif stofu flugmálanna þar, undir | eftirliti flugráðs. Umferðin En'gum var sú staðreynd Ijós ari en forráðamönnum flug- vallarins, að hinar stóru far- þegalþotur myndu fljúga að langmestu leyti án millilend- inga yfir Atlantshafið. Voru gerðar sérstakar ráðstafanir í því skyni að tryggja flugvell- inum hlutdeild í millilending- unum, en samkomulagið um fastar millilendingar náðist ekki, aðallega vegna þess að lítið er um farþega frá ís- landi. Þessi flugfélög (PAA, Lufthansa, BOAS, Air France, SAS, KLM) hafa hér þó við- kornu enn en þær eru að mestu leyti háðar veðurskilyrðum Má í þessu sambandi geta þess að t. d. KLM hefur þar við- komu á leiðinni Amsterdam- Toki.o í flestum tilfellum. Fé- lagið notar DC-8 og DC-7c á þessari leið. Eins og kunnugt er, hafa stóru félögin selt minni félög unum, eins og t.d. Loftleiðum, flugvélar þær, sem notaðar voru áður en þoturnar komu ti.l sögunnar, og er ekki ástæða til að ætla annað en að þessar flugvélar verði notaðar enn um langt skeið. Skv. þessu er ekki ástæða til að 'ætla að Keflavíkurflugvöllur verði úr sögunni sem viðkomustaðuT ) millilandaflugi, um nána fram tíð. Til þess að gefa nokkra hug mynd um hvaða áhrif þoturn- ar hafa haft á lendingar, má nefna eftirfai’andi dæmi: Árið 1957 var fjöldi lendinga 1939, árið 1958: 1275, árið 1959: 1304, árið 1960: 1291, árið 1961: 1169. Eins og kunnugt er byrjaði farþegaflug með þotum árið 1958. Lendingar Loftleiða hafa aukizt frá því að félagið festi káup á DC-6b og er ástæðan vitaskuld sú, að Reykjavikur- flugvöllur er of lítill. Loftleið ir 'höfðu alls 281 viðkomu 1961. Flugbrautir og þjónusta við farþega í brezka tímaritinu Flight frá 14. des. sl. (rit þetta er gefið út af Konunglega brezka Flugmálafélaginu), eru birtar upplýsingar um 250 alþjóðlega flugvelli víðs vegar í heimin- um. Af þessum 250 flugvöllum eru aðeins 59 sem hafa flug- brautir 10. þús. fet og yfir. Keflavíkurflugvöllur er einn af þessum 59. Fyrir fjórum ár- um gat að finna sams konar yfirlit í þessu tímariti, þá var hægt að telja á fingrum sér þá flugvelli, sem höfðu 10 þús feta brautir. Nágrannaþjóðirn ar, sem hafa nú síðustu árin verið að stækka flugvellina, voru einfaldlega ekki tilbúnar með flugvellina þegar þotuöld- in hóf innreið sína. Braulin sem þoturnár nota á Keflavíkurflugvelli hefur aldrei verið notuð. Enn frem ur má benda á það að fáar flug brautir í heiminum eru belur varðaðar flugleiðsögutækjum en einmitt þessi braut, og hef ur það komið sér vel í neyðar tilfellum,'m. a. skeði það, ekki alls fyrir löngu, að tilvera þess arar flugbrautar bjargaði lífi og limum áhafnar og farþega á þotu, sem nauðlenti hér. Opnuð aftur Hins vegar var ein af flug- brautunum lokuð um tíma, en’ var síðan opnuð til takmark aðrar notkunar. Var strax far i.ð fram á það við vamarliðið, sem sér um viðhald brauta, að; gert yrði við brautina. Tók varnarliðið því mjög vel of sótti um fjárve(tingu. Vegna skipta sem urðu þegar Banda ríkjafloti tók við af flughern- um, dróst málið nokkuð á lang inn, en fjárveitingin er nú feng: in og mun nú hafizt handja um endurnýjun brautarinnar jstrax og veður leyfir. Hvað snertir viðurgjörning við farþega er rétt að taka það fram, að varnarliðinu, sem sér um þá þjónustu, er það full- komlega ljóst, að liún þarf að vera í góðu lagi, enda stendur íiú fyrir dyrum gagngerð end urbót á greiðasölu flugstöðvar innar, sem mun hafa í för með sér stórbætta aðstöðu: Enn fremur mái benda á það, að matsalan, sem var um tíma lok uð að næturlagi, er nú opin allan sólarhringinn. Þess má geta að lokum, að stofnuninni berst mun meira af þakkarbréfum fyrir góða þjónustu en kvörtunum. í mörgu að snúast Pétur Guðmundsson sagði okkur m. a. hvað gerist, þegar flugvél kemur og fer. — Nú skulum við hugsa okk- ur, að vél sé að koma frá Ev- rópu. Þegar hún er komin í nánd við Vestmannaeyjar, hef- ur hún samband við flugumferð arstjórnina hér. Flugumferðar- stjórnin er eingöngu skipuð ís- lendingum, sem sjá um alla stjórn flugvéla hér í kring og á jörðu niðri, hvort sem urn er að ræða farþegaflugvélar eða hervélar. Starfsmenn flugum- ferðarstjórnar vinna allan sól- arhringinn á fjórskiptum vökt- um, og á hverri vakt eru 3—4 íslenzkir flugumferðarstjórar. 1955 tókum við algerlega við allri flugumferðarstjóm af varnarliðinu, sem áður var með okkur í þessu. Það ár afgreidd- um við 25613 vélar, sem ýmist lentu eða flugú yfir, en 1961 voru afgreiddar 31218 flugvél- ar úr turninum hér. Hjá okkur hafa verið í þjálfun bandarískir sjóliðar, sem varnarliðið getur gripið til, ef til hernaðarátaka kemur og það þarf að taka völl- inn í sfnar hendur. Ef vélin er nú komin yfir, getur hún notað blindflugslend- ingartæki, sem hér eru af full- komnustu gerð. Þessum tækjum er haldið vel við af íslenzkum starfsmönnum. Þegar vélin hefur lent með að stoð tækjanna og flugumferðar- stjórnarinnar, kemur til kasta flugvirkjadeildar. FHigvirkjarn- ir vísa á staðinn, þar sem á að leggja vélinni, og þeir útvega flugskýlispláss og varahluti, ef með þarf, og sjá um viðgerð á vélinni. Flugumsjónardeild sér um næsta þáttinn, og menn hennar . 'Framhatc s 1:1 ■iíii Leikarar aí fá 13% kauphækk un hjá átvarpiau Blaðið hefur frétt, að Félag íslenzkra leikara hafi að und- anförnu átt,í kaupsamningum við Ríkisútvarpið, og sneri sér í því sambandi til Jóns Sigur- björnssonar, formanns félags- ins. Jón skýrði frá því, að stjórn fé- lagsins frá því í fyrra hefði farið þess á leit við Vilhjálm Þ. Gísla- son, útvarpsstjóra, að leikarar fengju á 13,8. prósent kauphækk un, sem gekk í gildi 1: júlí í sum ar og Þjóðleiikhúsleikararniir og aðrir hefðu fengið. Jón sagði, að þegar hann hefði tekið við störfum formanns félagsins í haust, hefði hann haldið málinu áfram og það verið. reifað á aðalfundi og þar samþykkt, að þetta skyldi ganga í gegn. Nú er’u liðnir þrír mánuðir og ekkert hefur gerzt í málinu, en samningar leikara við útvarpið renna út 1. febrúar næstkomandi. Jón kvaðst hafa átt tal við út- varpsstjóra í gærmorgun, og hefði hann lofað, að málið skyldi ganga í gegn. Hann hefði verið með upp kast af samningi við leikara og hefðu þar komið fram sömu at- riði og í samningauppkasti leik- ara. Útvarpsstjóri lofaði því einn ig, að ekki þyrfti að koma til verk stöðvunar þeirrar, er leikarar höfðu boðað, ef ekki yrðí gengið að skilmálum þeirra. Kauphækkun sú, sem farið er fram á, verkar aftur fyrir sig til 1. október s.l. eða frá því að vetrar dagskrái.n byrjar og leikarar hefja störf við útvarpið eftir sumar- fríin. Aðalfundur FUF í Hafnarfirði ÍFélag ungra Framsóknar- manna í Hafnarfirði Iieldur að’alfund sinn í Góðtemplara húsinu í dag, sunnudag og hefst hann kl. 4. e.h. Jón Skaftason mætir á fundin- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.