Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 8
Hver sílda,rbáturinn af öðr um kemur öslandi inn vikina. Öldurnar hvítfreyða við stefn in, og nótabátarnir hoppa aft an í eins og smáskeljar yfir sjóinn. Sífellt koma nýir og nýir bátar í ljós framundan tang- anum, alls konar bátar, litlir, stórir, hvítir, svartir, hreinir, óhreinir. Og allir stefna þeir að þorpsbryggjunni. Brátt er fjöldinn svo mikill, að lengd bryggjunnar nægir ekki, og bátarnir leggjast hver við annars hlið. Sjómennirnir stökkva út í nótabátana til þess að athuga nótina. Að því loknu þykir sumum gaman að sýna nýtizku bátana sína. Þeir setja vélina í gang og skellir hennar hljóma glað- lega um víkina, þegar nótabát urinn þýtur í lystilegum krákustigum innan um smá- bátana á legunni. Veður er blítt í þorpinu, þrátt fyrir ylgjuna til hafsins. Og þegar sólin skín á þessi óteljandi siglutré, hlær gleð- in í brjóstum fólksins. Stúlkur þorpsins þvo hár sitt og slétta kjólana sina, þvi að í kvöld á að dansa. Bros leikur um þykkar var- ir Siggu í Eyvík og freknurn- ar í andliti hennar ljóma, hver sem betur má. Hún stendur úti við þvottahjall í kvöld- blíðunni og hengir upp nælon sokka. Upplitaður léreftskjóll inn strengist yfir þreknar mjaðmir hennar og hún er sokkalaus í rifnum striga- skóm. Nú stekkur hún fram á sjávarbakkann, . staðnæmist þar og krossleggur handlegg- ina að maddömusið. Skógur siglutrjáa blasir við og stúlkan sér mennina hóp- ast frá borði. Brátt er bryggj an krökk af sjómönnum. Bensi gamli með skeggið hallast fram á tóma tunnu og horfir sljóum augum á þennan sjávarskóg, sem mor- ar af lífi. Augu ungu stúlkunnar ljóma af æsku og glettni, og hún gefur gamla manninum hressilegt olnbogaskot. — Ætli maður fái sér ekki snúning með þeim í kvöld! Og lífsglaður blátur hennar hljómar á milli húsanna. Svo er hún þotin aftur heim að Eyvík, húsinu með einum dyrum og tveimur litlum gluggum á hliðinni og alls engu rúmi fyrir meira. En á gaflinum uppi undir súðinni er örlítil gluggabora, og er hún á einkaherbergi Siggu, en þangað er gengið upp úr eld- húsinu eftir hvítskúruðum tré stiga. Breiðu, kvistóttu gólf- fjalirnar í eldhúsinu eru einnig hvítskúraðar, og á borð inu á köflóttum vaxdúk standa blárósótt bollapör og kleinur á diski, en húsmóðir- in, Stjana, stendur við elda- vélina og hellir upp á bláa kaffikönnu. Baldi í Vík er gestkomandi í húsinu og situr við eldhús- borðið ásamt húsbóndanum Þeir taka í nefið á meðan þeir bíða eftir kaffinu. Sigga tekur gólfið í tveim- ur skrefum og það brakar 1 Smásaga eftír Völu - Rúnu stiganum, þegar hún hleypur upp til sín. — Á ekki einu sinni að gefa sér tíma til að drekka kaffi- sopa? kallar Stjana. — Ég á eftir að strauja kjólinn minn. Að vörmu spori er hún kom in niður aftur með rósóttan sumarkjól og fer að slétta hann með járni á eldhús- bekknum. — Varla er nú ástæða til að missa matarlystina fyrir eitt síldarball, rausar Stjana um leið og hún rennir í boll- ana handa karlmönnunum. — O, einu sinni varst þú nú líka ung, móðir góð. Lína á Bala kemur við hjá Siggu, uppdubbuð. Þær fylgj ast að upp á loftið, og þaðan berast píkuskrækirnir niður til eldra fólksins. Eftir drykklanga stund koma stúlkurnar niður aftur með ljómandi augu og eftir- væntingarroða í kinnum. Sigga gengur að eldavélinni, tekur könnuna upp og hristir hana. Það gutlar sæmilega í henni, og ungu stúlkurnar fá sér sopa, standandi. — Já, nú er farið að drekka, þegar kaffið er orðið hálfkalt, fjasar Stjana. En sú hin sama stendur nokkru seinna með krosslagða handleggi í dyrum sínum milli blómafullra glugga og horfir með bros í augum á eftir stúlk unum, sem ganga burtu eftir sumarrökkvuðum veginum. Það er þröngt í samkomu- húsinu. Tréhlerar eru fyrir gluggunum, ljós dauf, og tóbaksreykur fyllir loftið. Á baklausum trébekkjum meðfram langveggjum salar- ins sitja stúlkurnar, þegar þær dansa ekki, en piltarnir standa í þéttum hnapp frammi við dyr, reykja og horfa á stúlkurnar. í miðjum salnum er dans- inn stiginn eftir harmoniku- hljómum. Hljóðfærið knýr roskinn maður, snöggklæddur, með sveittan skalla. Dansfólkið er yfir að líta sem iðandi kös. Ilmvatnsang- an stúlknanna löngu drukkn- uð í svita- og reykingarlykt, nákvæmustu drættir hár- greiðslunnar horfnir og ryk fallið á burstaða skó. Hendur eru hnýttar og mitt um þrýst, barmar snertast og mjaðmir sveigjast. Gamla, kvistótta gólfið dunar af svell andi lífi ungra fóta. f kvöld er tækifæri allra stúlkna í þorpinu. Nú þurfa sumar ekki að bíða og vona, að einhver heimastrákurinn láti svo lítið að dansa við þær. Nei, jafnvel hinar óásjáleg- ustu eru núna eftirsóttar. Með ljómandi augu og sigurvisst bros líða þær um gólfið í örm um ókunnra manna. í heima- þorpum slnum eru þessir pilt ar ef til vill aðeins venjulegir strákar, en hér eru þeir um- luknir andblæ hins ókunna og fjarlæga, stignir lifandi út úr ævintýrinu. Það er næstum bjart úti í sumarnóttinni, þegar gengið er út að danslokum. Eins og að koma í annan heim. Loftið er tært og hreint, og það slær fyrir daufri birkiangan úr döggvuðum garði í grennd. Unga fólkið tlnist út úr samkomuhúsinu með ólgu dansins i blóðinu. Það leiðist í burtu, tvennt og tvennt. Að lokum er aðeins eftir hópur þeirra, sem enga stúlku hrepptu og þeirra, sem finnst flaskan friðari en stúlka. Þeir ganga .reikulum skrefum með fram samkomuhúsinu, standa á steinsteyptu hellunni við dyrnar og sumir inni í gang- inum og sýna þrjózku, þegar gamli húsvörðurinn reynir að koma þeim út- og læsa. Og svo hefjast slagsmál, sem aukast hvað úr hverju. Gamlar væringar rifjast upp, og nú á hnefaaflið að ráða úrslitum. Það eru pústrar og hrindingar, hártog og bit, blóð nasir og blá augu. Margir jakkar rifna eða er fleygt á jörðina, þar sem traðkað er á þeim, og skyrturnar eru í hengslum utan á sumum. Loksins standast friðsamir menn í næstu húsum ekki slíka truflun á nætursvefnin- um og sýslumannsfulltrúinn er vakinn. Honum tekst innan stundar að stilla til friðar í nafni laganna. Hópurinn dreifist og tínist á brott. Allt misklíðarefni er gleymt. Elskulegir vinir halda hvor utan um annan, heita ævarandi vinátu og syngja fullum hálsi: „Hvað er svo glatt....“ Og konurnar í húsunum koma út í glugga með upp- raknaða fléttinga, í sniðlaus- um náttkjólum, til þess að sjá, hvað gangi á. í svefndrukkn- um augum þeirra blandast fyrirlitning og lífsglöð for- vitni. Sigga í Eyvík géngur með piltinum sínum götuna út með sjónum. Kinnar hennar eru rjóðar og hún er heit og ör eftir dansinn. Hún er líka glöð og upp með sér, af því að pilturinn hennar er einn af þeim laglegustu, sem á dans- leiknum voru. Og hann valdi einmitt hana. Það er ekki laust við hreykni í augnaráði hennar, þegar hún lítur fram an í kunningjastúlkur sínar, sem reika um götuna með þá pilta, sem kvöldið hefur fært þeim. Hún kallar til þeirra, glað- lega, en eins yfirlætislaust og henni er unnt: — Halló! Pilturinn hennar, hár og dökkhærður, er aöeins háseti enn þá. En í haust ætlar hann í stýrimannaskólann. — Kanske verð ég skip- stjóri með tímanum. Á sjón- um verð ég að minnsta kosti, því að: „Sjómaður dáðadreng ur....“ Og styrkur armur hans er í einu vetfangi kom- inn yfir um herðar Siggu og fingurnir grípa um annað brjóst hennar. Hún hálfæpir upp yfir sig og ýtir honum frá sér, glettn- islega þó. Henni lízt svo ljómandi vel á hann. Þótt jakkinn hans sé ópressaður, næstum eins og hann sofi í honum á sjónum, buxurnar úr grófu efni, og rauði klúturinn um hálsinn sé ekki hreinn, þá er pilturinn sjálfur svo hár og beinn og hár hans svo dökkt og vand- lega greitt, og úr því er dásam legur, ókunnur ilmur. Og áfram ganga þau á vit' sumarnæturinnar. Aldan gjálfrar við steina og skreytir flæðarmálið hvítu kögri, sem kemur og fer, kem- ur og fer. Fuglar sjávarins geta ekki sofið á slíkri nóttu. Þeir svífa þöndum vængjum, og bringurnar eru mjallhvit- ar. Garg þeirra lætur hressi- lega í eyrum og er í nánum skyldleika við slátt öldunnar. Pilturinn og stúlkan eru nú komin að litlu túni, sem teyg ir sig upp brekku ofan við dá lítinn læk. í túninu stendur gamall kofi. Gaflinn er úr fjöl um, sem vindur og vatn hafa fyrir löngu gert gráar. Dýrð næturinnar glampar á ofboðlitlu rúðukríli undir mæninum. Pilturinn og stúlkan setjast með bakið við mjúkan, gaml- an vegginn. Grasið er svo undarlega ljós grænt, eins og í öðrum fegurri heimi. Sterkir armar piltsins um- vefja stúlkuna og heitar, þyrst ar varir hans hvísla gegnum lióst hár hennar: — Vertu góð við mig í nótt, þvi að kannske siglum við burtu á morgun. Það er eins og fjall þorpsins faðmi að sér undirlendið í húminu, sem brátt leysist upp fyrir birtunni, því að langt, langt norðaustur í hafi rís sól hins nýja dags upp úr öldun- um. T í MIN N, sunnudagurinn 28. janúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.