Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 6
Um menn og male f hinu merka enska sunnu- dagsblaði „The Observer" birt ist nýlega grein um portú- galska einræðisherrann, dr. Aliveira Salazar. Þar er með- al annars' rætt um þá kosti og galla, sem hafa einkennt stjórnarfar hans. Fljótt á litið virðist fjármálastjórn hans hafa verið í góðu lagi. Af- koma ríkisins hefur verið góð, gjaldeyrisjöfnuðurinn út á við hagstæður, sparifjársöfn- un veruleg og verðbólga lítil. En þetta er aðeins önnur hlið in. Þegar hin hliðin er skoð- uð, kemur annað í ljós. Lífs- kjör almennings í Portúgal eru meðal hinna lélegustu í Evrópu. Berklaveiki er þar mikil. Um 40% landsmanna er hvorki læs né' skrifandi. Auðurinn er í höndum tiltölu lega fárra manna. Iðnvæðing er komin skemmra á veg en í nokkru öðru landi í Evrópu. Fjármálastefna Salazar hefur haldið niðri bæði fjárfestingu og framförum. Þetta er gott fyrir menn að hugleiða, þegar stjórnarblöð- in íslenzku telja það eiít út af fyrir sig viðreisnarmerki, að sparifjársöfnun eykst eða gjaldeyrisstaða batnar út 'á við. Slíkt er vissulega ekki viöreisnarmerki, þegar það byggist á óeðlilegum sam- drætti fjárfestingar og fram- fara. Þá fylgja fljótlega á eft Ir versnandi lífskjör, eins og lijá Salazar. Eins og í Portúgal Það, sem hefur gerzt hér- lendis seinustu misserin, er mikill samdráttur fram- kvæmda og framfara. Þetta sést vel á því, að sementsnotk unin er 35% minni 1961 en 1958 og framræsla með skurðj gröfum um þriðjungi minni. Þetta er afleiðing „viðreisn arstefnunnar", sem hefur markvíst þrengt að framtaki manna og lamað það með alls konar móti. T. d. gert allar framkvæmdir dýrari með tveimur gengisfellingum og stórauknum sölusköttum, að ógleymdu vaxtaokrinu. Þá hef ur það sitt að segja, að röskar 300 millj. kr. af sparifé lands manna hafa verið dregnar út úr athafnalífinu og frystar í Seðlabankanum. Á sama tíma hefur það líka gerzt, að auðurinn hefur færzt meira á fáar hendur en kjör alls álmennings versnað. Það liggur ljóst fyrir, að vegna hagstæðs árferðis og met síldarafla verða þjóðarteki- urnar mun meiri 1961 en 1958. Samt voru kjör almennings yfirleitt mun lakari 1961. Þetta stafar af því, að efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinn ar hafa.gert tekjuskiptinguna stórum raríglátari en áður. Þeir, sem kynna sér fjár- hagsástandið í Portúgal, geta auðveldlega gert sér þess grein, hvert stéfnir hér, ef „viðreisnarstefnunni“ svo- nefndu verður haldið áfram. Reynt á friðarviljann Það reynir nú brátt á það, hve mikið er að marka þann friðarvilja, sem Bjarni Bene- diktsson lét svo eftirminnilega í ljós í áramótaræðu sinni. Alþýðusamband fslands hef ur fyrir nokkru snúið sér til ríkisstjórnarinnar og óskað eftir viðræðum um ráðstafan ir til að tryggja svipaðan kaup mátt launa og var hér fyrir gengisfellinguna á síðastliðnu sumri. Jafnframt því að óska eftir þessum viðræðum hefur Alþýðusambandið bent á all- mörg úrræði, sem gætu aukið kaupmáttinn, án þess að til kauphækkana þurfi að koma. Ef friðarvilji ríkisstjórnar- innar er eins einlægur og Bjarni vildi vera láta í ára- mótaræðunni, hlýtur hún að taka vel þessum tilmælum Al- þýðusambandsins.. Dragi hún það hins vegar á langinn að svara þeim eða hafni þeim, kemur það vissulega í Ijós, að friðarvilji stjórnarinnar er hvergi nærri eins einlægur og fölskvalaus og Bjarni vildi vera láta á gamlársdagskvöld. Verkalýðsfélögin Um þessar mundir fara fram stjórnarkosningar í mörgum verkalýðsfélögum. Framsóknarmönnum þar hafa borizt samstarfsboð úr ýmsum áttum. Afstaða Framsóknarmanna til slíkra tilboða er ákveðin. Afstaðan til kjaramálanna á að ráða samstöðu manna í verkalýðsfélögwBum. Stefnan, sem allir heilbrigðir verkalýðs sinnar þurfa að fylkja sér um nú, er næsta augljós. Á síðast liðnu sumri náðist samkomu- lag við atvinnurekendur um mjög hóflega kauphækkun, sem sannanlegt var, að at- vinnuvegirnir gátu ri=ið und- ir. Þessa kjarabót eyðilagði ríkisstjórnin með gersamlega ástæðulausri gengislækkun. Aðalbaráttumál verkalýðssam takanna nú hlýtur því að vera það að koma kaupmætti launa aftur í sama horf og hann var í fyrir gengislækkunina. Alþýðusambandið hefur bent á færar leiðir til að ná þessu marki, án teljandi kauphækk ana. Það stendur á ríkisstjórn inni að svara þessum tillög- um. Það er víst, að fátt tmun hafa jákvæðari áhrif á ríkis- stjórnina en það, að kosning- arnar í verkalýðsfélögunum lleiði í ljós eindregið fylgi við jþessa stefnu. Þess vegna ber að vænta þess, að stjórnarsinn ar jafnt og stjórnarandstæð- ingar meti hér hagsmunasjón armiðið meira en annarleg flokksleg sjónarmið. Hér er vissulega stefnt að þeirri lausn, sem bezt mun tryggja frið og framfarir í bjóðfélag- inu. Því þarf að myndast um þessa stefnu öflug samstaða í verkalýðsfélögunum. FiskverðiH Það hefur gengið erfiðlega að ákveða fiskverðið sam- kvæmt hinum nýju verðlags- ráðslögum. Þrátt fyrir ein- dreginn samkomulagsvilja, náðist ekki samkomulag í verð lagsráðinu og málið gekk þvi til yfirnefndár. Hún hefur nú starfað nær tvær vikur, án þess að úrskurður hafi verið felldur. Það, sem mest hefur tafið afgreiðslu fram að þessu, er undandráttur ríkisstjórnar- innar við að efna fýrirheit við útgerðarmenn um vaxtalækk- KENNEDY OG U THANT un. Á fundi L.Í.Ú. í síðastl. mánuði var samþykkt að hefja róðra í trausti þess, að ríkisstjórnin stæði við fyrir- heit um vaxtalækkun. Þetta loforð hefur ríkisstjórnin ekki efnt enn. Fiskverðið mun að sjálfsögðu ráðast talsvert af því, hver vaxtakjörin verða, og því hefur verið dregið að ákveða það. Að óreyndu verður því ekki] trúað, að ríkisstiórnin bregð- ist þessu fyrirheiti, þótt um- ræddur dráttur geti bent til þess. Rikisstjórnin hefur ný- lega með ólögum tekið 120— 140 milljónir króna af útgerð inni. Það væri að höggva tvisvar í hinn sama knérunn, ef ríkisstjórnin brygðist fyrir- heiti sínu við útgerðina um vaxtalækkun. Hagstæður við- skilnaður Hér í blaðinu var nýlega| gerður samanburður á á- standi fjárhagsmála 1958 og 1961. Þar var bent á eftirfar andi atriði: 1 Gjaldeyrisstaðan út á við ' var mun betri í árslok 1958 en hún var í árslokin 1961. Gjaldeyrisafkoman á einu ári hefur ekki um langt skeið verð betri en á árinu 1958. l2.Afkoma ríkissjóðs var með allra bezta móti á árinu 1958. 3. Bændum og útvegsmönnum mun áreiðanlega koma saman um, að afkoma land búnaðar og sjávarútvegs var stórum betri á árinu 1958 en 1961. 4. Kaupmáttur launa var stór um mun meiri á árinu 1958 en 1961. Þetta geta laun- þegar bezt dæmt um með því að bera saman kjör sín þá og nú. 5. í árslok 1958 hafði þjóðin gott lánstraust, eins og sést á þvi, að á árinu 1959 voru tekin erlend lán, sem námu 500—600 millj. kr,. miðað vig núv. gengi. Þetta yfirlit sýnir, að hér var góð afkoma og velmegun, þegar vinstri stjórnin lét af völdum. Fráför hennar var vissnlega ekki snrottin af því, að fjárhagurinn væri í rúst- um, eins og stjórnarblöðin segja. heldur því. að ekki var "amkomulag um ráðstafanir til að mæta nýrri verðbólgu. Sú stjórn. sem kom til valda i árslok 1958, gerðr í megin- atriðum þær ráðstafanir. sem Framsoknarmenn beittu sér fvrir, og bvi hélzt góð afkoma allt árið 1959. Slíkt hefði get að haldist áfram, ef ..viðreisn ín“ hefði ekki komið til sögu í ársbyrjun 1960, og skekkt oa breytt öllum grundvelli. Það er meginorsök þeirra erf iðleika sem nú er glímt við. 6 TÍMINN, snnnudagurinn 28. janúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.