Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 5
88WH5 TdPM-I'N N, sunnudagurinn 28. janúar 1962 „Ég vildi ekki skipta við nokkurn mann, og það er ekki of mikið sagt, að segja, að ég sé hamingjusamur", sagði John H. Glenn,, yngri, er hann var valinn til sér- stakrar þjálfunar í sam- bandi við Mercury áætlun- ina. Nú hefur hann verið valinn til þess að verða ann ar Bandaríkjamaðurinn, sem skotið er út í geiminn, og enn eru skoðanir hans hinar sömu. Gtenn vildi gjarnan verða fyrsti geimfari Bandarikjanna, en það vildu nú geimfararnir sex, sem æfðir voru með hon- um einnig. En Glenn segir, að geimflug í framtíðinni ætti að verða vísindalega séð miklu notadrýgra eftir að menn hafa fengið að vita, hvers má vænta á slíku flugi. John Glenn, sem er um fer- tugt, er elztur og reyndastur geimfaranna, sem fyrstir voru kosnir til þessa starfa. Hann er liðsforingi í bandaríska land- gönguliðinu, en var fenginn að láni af Flug- og geimrannsókn- arstofnun Bandaríkjanna, stofn un þeir'ri, sem sér um fram- kvæmd Mercuryáætlunarinnar. Geimfarinn leggur mikta áherziu á það, að Mercury áætl unin sé einungis vísindalegs eðlis, og að sú staðreynd, að geimfararnir 7 séu allir her- menn, sé hrein tilviljun. Beynsla flugmanna, sem flogið hafi margs konar flugvélum sé mjög mikilvæg, og venjulegir x'eynsluflugmenn hjá einkafram leiðendum þekki venjulega nokkrar tegundir flugvéla til hlítar, en ekki allar þær vélar, sem á markaðinum séu. Þegar Glenn útskýrir, hvers vegna hann hafi boðið sig fram til starfa fyrir Mercury-áætlun ina, segir hann: „Geimurinn er mitt verksvið, en svo kemur skyldan einnig til greina. Ég er þess fullviss, að ég hef eitthvað af mörkum að leggja til þessar- ar áætlunar. Einnig er þetta dálítið spennandi, því er ekki að neita“. Eitt sinn sagði hann í þessu sambandi, að legðunx við okkur ekki öll fram við störf, sem eru mikilvæg fyrir lönd okkar og allan heiminn, þá myndum við finna til sektar. Glenn hefui' ætíð haft mikinn áhuga á flugi, og hafði ákveðið að.’vinna við flugvélar þegar hann var sex ára. Þá las hann einnig sögur um geimferðir, en viðurkennir nú, að hann hafi víst ekki tekið þær alvarlega á þeim tíma. Að gagnfræðaprófi loknu stundaði.Glenn nám í þrjú ár við Muskingum College, en fór síðan í flugskóla sjóhersins. Ár ið 1943 var hann svo gerður að liðsforingja í landgönguliðinu. í síðustu styrjöld flaug hann alls 59 árásarferðir, og 63 ferð- ir í Kóreustríðinu. Þrátt fyrir það að kommúnistar hæfðu oft vél hans á þessum ferðum, var hún aldrei skotin niður. Geimfai'anum hefur verið veitt fimm sinnum Distinguish- es Flying Cross og 19 sinnum Air Medal, orður veittar fyrir afrek í hernaði, og einnig fyrir störf í sambandi við þróun ým issa tegunda flugvéla. Glenn hefur m. a. unnið sem flugkennari og reynsluflugmað- ur, en auk þess hefur hann not ið sérstakiar kennslu í Mary- land háskólanum og mörgum herskólum. Flugtímar hans eru samtals 5100, þar af 1600 í þrýstiloftsflugvélum. Geimflug Glenns verður ekki fyrsta sögulega flug hans. Árið 1957 setti hann hraðamet í flugi yfir þver Bandaríkin, vega lengdin er 4,800 km. og flaug hann hana á 3 stundum og 23 mínútum. Þar eð Glenn hefur sérstaka reynslu í að teikna flugvélar, hefur honum verið fengið það verkefni að sjá um skipulag og niðursetningu tækja í hinum litla klefa þar sem geimfarinn hefst við á meðan á fluginu stendur. „Það er mjög mikil- vægt hvar tækin eru, hversu nálægt þau eru geimfaranum og hversu auðvelt það er fyrir hann að sá og skilja“, segir Glenn. Glenn er meiia en meðalmað ur á hæð, með snöggklippt rautt hár, sem farið er að þynn ast, græn augu og hrífandi bros. Hann er góður heimilis- faðir og er kvæntur æskuvin- konu sinni, Anna Castor. Þau eiga tvö börn, Bavid 14 ára og Carolyn 13 ára. Fjölskyldan styður hann að öllu leyti í starfi hans. „Ég er þess fullviss, að enginn okkar gæti haldið áfram starfi sem þessu, ef okkur væri ekki veitt- ur fullkominn stuðningur heima fyrir“, sagði Glenn. „Af- staða konu minnar til þessa starfs hefur veirið sú hin sama og til flugsins' áður fyrr. Ef þetta er það, sem ég vil ger'a, þá styður hún mig í því, og börnin sömuleiðis, fullkomlega. Þegar æfingar geimfaranna hófust 1959, kaus Glenn að skilja fjölskyldu sína eftir í Ar- iington, Virginia, til þess að börnin gætu þaldið áfram námi í skólum sírium, og einnig vegna þess, að hann vildi ekki verða fyrir neinni truflun á meðan á vinnunni stæði. Síðan þá hefur hann einungis farið heim um helgar, og stundum ekki um hverja helgi, en þetta hefur ekki haft nein áhrif á hin nánu tengsl, sem eru milli hans og fjölskyldunnar. Frú Glenn hefur skýrt frá því, að maður hennar komi ætíð heim með allt það, sem hann þarf að lesa í sambandi við starfið, nema það sé svo tæknilegt, að hún og börnin skilji ekkert í því. Á þennan hátt skilji hún og börnin meira en einungis takmark Mercury-áætlunarinn- ar. Aðaláhugamál Glennfjöl- skyldunnar eru róðrar og sjó- skíði, og skemmta þau sér við þetta í frístundunum. Einnig hafa þau mikinn áhuga á tón- list. Glenn spilar á gítar og trompet, en kona hans leikur á orgel og píanó. „Það hljómar ef til vill und- arlega, en við höfum öll sætt okkur við það að geimferðir séu eitt af fjölskyldumálunum", segir kona Glenns. Glenn sjálfur segir: „Ef mað ur horfist í augu við það, og hættir á það, sem framtíðin býr yfir, þá getur maður að nokkru Ieyti stjómað örlögum sínum. Þessi hugmynd hefur hrifið mig, það er betra heldur en að biða með öllum hinum eftir því sem verða vill“. Ný aðferð hefur verið fundin upp í sambandi við Mercury-áætlunina til þess að bjarga hylki geimfarsins úr sjónum. Gert er ráð fyrir, að aðferð þessi verði notuð eftir för hins mann* aða geimfars umhverfis jörðina. Eftir að hylkið hefur lent í sjónum, mun þyrla flytja froskmenn á staðinn, og hafa þéir meðferðis nokk- urs konar krága, sem hægt er að blása út^Kafararnir festa síðan þennan kraga ut an um hylkið, og er því þannig haldið fljótandi á meðan geimfarinn skríður út. Síðan er geimfarinn dreginn upp í þyrluna, sem flytur hann til björgunar- skipsins, sem síðar dregur hylkið upp úr sjónum. Hinn útblásni kragi er til þess qerður að halda geimfarinu á floti í nokkrar klukku- stundir. í geimflugi þeirra Shep- ards og Grissoms var ráð Fyrir gert, að þyrlan skyldi draga bæði geimfarann og geimfarið upp. En hylkið, sem Grissom var í, sökk er öryggisútbúnaður á hliðar- útgangi sprakk, þegar hann var að undirbúa sig til út- göngu. í hinni nýju aðferð er til þess ætlazt, að geim- farinn fari út um toppinn frekar en hliðina, eins og áður hefur verið. Myndirnar sýna geimfar- ann, þar sem hann æfir hina nýju aðferð. Mynd til hliðar: Frosk- menn úr bandaríska sjó- hernum festa flotkragann á Mercury-hylki, Hinn upp- blásni kragi á að geta hald- ið hylkinu á floti í nokkrar klukkustundir. Mynd að ofan: Þyrlan dregur geimfarann upp, til þess að flytjr hann til björg unarskipsins. i«a i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.