Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.01.1962, Blaðsíða 12
Um siöustu aldamót tók i- þróttalif hér að glœðast og þá ekki sízt í Reykjavík. Glíman. hafði verið fastur liður á þjóð hátíðarskemmtunum og var nú iðkuð almennt víða um land, en um aldamótin bárust hingað nýrri iþróttagreinar og voru stofnuð fjölmörg i- þróttafélög. Ungmennafélags- hreyfingin barst hingað nokkru eftir aldamótin > og voru stofnuð ungmennafélög - víða um landið. Bundust þau samtökum 1907 og mynd uðu Ungmennafélag íslands. Haustið 1910 mynduðu 8 í- þróttafélög i Reykjavik með sér samtök um a& hrinda i framkvœmd iþróttavallargerð l Reykjavik i sambandi við há tíðahöld i tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fœ&ingu Jóns Sigurðssonar 1911. Var völlurinn vígður 11. júní 1911 og hinn 17. juní efndi UMPÍ til fyrsta alls- herjaríþróttamótsins hérlend is. Var mót þetta mjög vel vandað að undirbúningi og varð íþróttunum mjög mikil lyftistöng. Eftir þátttöku glímumanna í Ólympíuleikunum 1908 í London var mikill áhugi fyrir áframhaldandi þátttöku héð- an, en við undirbúning þátt- töku í Ólympíuleikunum 1912 í Stokkhóimi, vantaði sameig inlegan aðila til þess að koma RITSTJORi HALLUR SIMONARSON ■ ' Stjórn iþróttasambands Islands. TaliS frá vjnstrl, neðri röö: Guðjón Einarsson, Benedikt Waage, forseti, Hannes Sigurðsson. Efri röð: Axel Jóns. son, Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Gunnlaugur Briém og Sveinn Björnsson. — Benedikt Waage hefur komið lengur vlð sögu sam- bandsins en nokkur annar maður. Hann hefur verið forseti sambandsins síðan 1926, þegar Axel Tulinius lét af því starfi, en hafði áður setið i stjórn sambandsins. fram fyrir hönd íþróttafélag- anna gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Frumkvæðið að stofnun ÍSÍ átti Sigurjón Pétursson á Ála fossi, en hann fékk í lið með sér Axel V. Tulinius, sýslum., og síðar framkvæmdastjóra Sjóvátryggingarfélags íslands og Guðmund Björnsson land- lækni. Haldinn var undirbúnings- fundur 18. jan. 1912 að for- göngu þremenninganna í Bárubúð og mættu þar 30 fulltrúar frá 9 iþróttafélögum í Reykiavík. Fundarstjóri var Axel Tulinius og fundarritari Halldór Hansen, læknir. Sig- urión reifaði málið og gerði grein fyrir bráðabirgðalögun um fyrir samtökin. Var boöað til stofnfundar hinn 28. jan. í Bárubúð og sátu hann full- trúar frá þessum félögum: G1fm”fé1a<rinu Ármann. fbr,- féiagið Kári, íþróttafélag Reykiavíkur, Fram Knatt- spvrnufélag Reykjavíkur, U.- M.F.R., U.M.F. Iðunn. Önnur fimm félög sóttu um aðild og teliast stofnendur: Skauta- félag AkureyrarSHRDL HRD félag Revkfavikur, Sundfélae- ið Grettir, Reykiavík, og Ak ureyrarfélagin íbróttaféiaeif’' Gretttr Gifmuféla.gið Héðiun og TTmf. Akureyrar. Á fundin um voru samþykkt bráða- birgðalög sambandsins og kos in stjórn: Axel V. Tulinius,1 formaður; dr. Björn Bjarna- son frá Viðfirði, Guðmundur Björnsson, Björn Jakobsson og Halldór Hansen. Sigurjón Pétursson skorað ist undan kosningu vegna ut- anfarar. Þegar eftir stofnun sam- bandsins voru stjórnendur komnir með fullt fangið af verkefnum, hér þurfti að vinna allt frá grunni, sam- ræma reglur fyrir iðkun í- þátttaka í Ólympíuleikunum i félaganna og svo má lengi telja. Fyrstu verkefnin voru þátttaka í Ólympíuíleikunum , í Stokkhólmi 1912, en þangað voru sendir 7 glímumenn og 1 spretthlaupari. Þá var þeg . ar efnt til fyrsta landsmóts- ins, en það var Knattspyrnu' móts íslands, sem hófst 1912 með þátttöku 3. liða, KR, Fram og Knattspyrnufél. Vest mannaeyja. Þá tók stjórnin að undirbúa útgáfu leikreglna og var fyrsta útgáfan Glímubókin frá 1916, hin myndarlegafsta bók, 144 bls. Síðan fylgdu knattspyrnufélög 1917. Eftir styrjöldina 1914—1918 Afmælisnefnd ÍSÍ i tilefni 50 ára afmælislns. Frá vlnstri: Sigurgeir GuSmannsson, Jón Magnússon, Gtsli Halldórs son, formaSur, Þorsteinn Elnarsson, Axel Jónsson og Hermann Guömundsson. var farið að hugsa til sam- skipta viö erlendar þjóðir og var boðið hingað heim danska | knattspyrnuliðinu Akademisk Boldklub, sem kom hingað 1919. Var það úrvalslið eins sterkasta knattspyrnufélags 1 Dana. Danir unnu alla sína leiki nema einn, þá sigraði úr valslið Reykjavíkur með 4—1. Á fyrstu árunum var ákveð ið að ráðast í gerð merkis sam bandsins og fékk stjórnin Ríkarð Jónsson til þess að teikna merki. Var merkið á- kveðið og hefur sama geröin verið notuð ávallt síðan, skjöldur með mynd af Þórs- handlegg úr þrumuskýi og heldur höndin um Þórsham- arsskaftið. Eitt af stefnuskrármálum sambandsins var fyrstu árin forusta um málefni skáta- hreyfingarinnar og var Axel Tulinius jafnframj, aðalhvata maður starfseminnar. Gaf ÍSÍ 1918 út handbækur fyrir skáta og stofnaði 1923 skáta ráð, sem skyldi starfa að skipulagningu skátahreyfing arinnar. Brátt kom fram, að eðlilegra væri að skátar hefðu með eigin mál að gera á siálf stæðum grundvelli og skildu ’eiðir í fullri sátt. Fljótlega þættust ný félög í hópinn og 1922 gerðist 100. félagið aðili. Nú eru aðildar- (Framh. á 13. síðu.) 12 T í MIN N, simnudagumin 28. januar ,1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.